Morgunblaðið - 15.01.1989, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.01.1989, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 SENDI HERRARMR eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur Hvað gera sendiherrar? Mæta í opinberar móttökur sýknt og heilagt. Segja aldrei neitt sem skiptir máli og þaðan af síður neitt sem gæti misskilist, kurteisir hvað sem á dynur — og hvað skyldi svo sem dynja yfir? — vart leyfilegt að hugsa sjálfetætt, alltaf einörð málpípa viðkomandi stjórnvalda heima fyrir. Eru vingjarnlegir og ópersónulegir. Einhvers konar virðing er sjálf- sagt borin fyrir þeim. Og einhvers konar óskilgreind valdaára í kringum þá. Sendiherrar erlendra ríkja á íslandi eru ekki ýkja margir, ein- hverra hluta vegna hefiir verið gert dálítið með að það þyki ekki sérlega fínt eða eftirsóknarvert að vera sendiherra erlends ríkis á íslandi; þær kaldhæðnisraddir heyrast að það sé refsing að vera sendur til í slands, nokkurs konar útlegð. Við erum mjög viðkvæm fyrir fúllyrðingum af þessu tagi. Sendimenn erlendra rikja eru sjaldnast áberandi, þeir eru ekki mikið á ferðinni utan síns hrings. Trúlegt er að þeir kynnist frem- ur einlitum hópi á þeim stað sem þeir eru hveiju sinni. Heimur- inn sem þeir hrærast í er þröngur, kannski of mikið að segja að þeir séu einangraðir. Einhver orðaði það svo að sendiherrar og erlent sendiráðsfólk Iifði í loftþéttum hólfúm og þekkti ekki nema það sem er inni í þeim. Kannski er nokkuð til í því. Ef þeir vilja geta erlendir sendimenn hér sjálfsagt komist auðveld- ar í kynni við fólk en víðast annars staðar. Vegna þess hvað við erum fá, vegna þess að við erum, hvað sem opinberu afstöðunni líður, hreint ekki jafii Iokuð gagnvart útlendingum og við segj- um. Og vegna þess að hér er öruggt. Sendiráðsmenn þurfa ekki að hafa lífv erði með sér, sendiráðsmenn eru almennt látnir í friði og geta farið allra sinna ferða án nokkurrar áreitni — og áhuga. Þannig hefúr það að minnsta kosti verið. Það er sendiherrunum í sjálfsvald sett hvað þeir kæra sig um að umgangast innfædda. En óhjákvæmileg eru nokkur samskipti við stöku hópa, þ.e. emb- ættismenn. Margir verða uppriftiir og hrifnir ef sendiherrar hafii smeygt sér út úr hólfúnum. Hvort sem því ræður snobb eða bara að okkur þykir vænt um ef einhver sinnir okkur og sýnir okkur áhuga. Og sendiherra — hvað sem öðru líður — í þessu snobb- lausa, stéttlausa þjóðfélagi — hann er duggulítið finni gæi en sauðs vartur almúginn og þess vegna verða þeir líka duggulítið finni og meira spennandi sem hann sýnir áhuga á að komast í kynni við. Og kannski er ekki úr vegi að forvitnast um þessa menn sem sendiherrastöðum gegna hér. Hvað finnst þeim um sjálfa sig og sitt starf. Ætti ekki að vera óhætt að spyija um það. Og nokkur orð um ísland og íslendinga. Og kannski einhveijar spurningar sem koma ekkert við neinni pólitík og því væri ekki útilokað að þeir gæfú svör. En gæfú okkur pínulitla hugmynd um þessa menn. Svo að það var ákveðið að ég talaði við risaveldafúlltrú- ana, Nicholas Ruwe og Igor Krasavin. Það var í október að ég fór að reyna að ná samtali við sendi- herra Sovétrílganna, Igor Krasavin, það reyndist mjög fiókið mál. Sendiherrann var erlendis, síðan var hann nyög upptekinn og loks þegar tími hafði verið ákveðinn veiktist maðurinn. Á meðan hann var að jafna sig fékk ég samtal við sendiherra Banda- ríkjanna á íslandi, Nicholas Ruwe. Sams konar spumingar lagðar fyrir báða menn, með smátilbrigðum. Gefúr það einhveija mynd af þeim? Ég var ekki frá því. Morgunblaðið/RAX KRASAVIN Ekkert feiminn við rómantíkina Við Igor Krasavin náðum saman að lokum. Hann hafði jafiiað sig af kvefinu og fagnaði mér vel og leiddi mig til stofú þar sem borð svignaði undan snittum með kavíar, rússnesku súkkulaði og smákökum. Te, kaffi og gos- drykkir. Og Krasavin gaf sér __ allan þann tima sem ég vildi. Ég byijaði á því að biðja hann að segja mér deili á sér og hvað hann hefði gert fram að þeim tíma að hann kom sendiherra til íslands 1986. Igor Krasavin fæddist í Úkraínu og alinn þar upp, en árið 1948 hóf hann háskólanám, las Iögfræði. Síðan fór hann til starfa hjá ut- anríkisráðuneytinu. Hann byijaði feril sinn í Helsinki og lærði fínnsku svo rækilega að hann varð túlkur í málinu og segist vera stoltur af því. Næstu árin var hann í Norður- Iandadeild utanríkisráðuneytisins, en vann einatt í sendiráðinu í Hels- inki og segir að hann hafí búið sam- tals 15 ár í Finnlandi. „Það er svo margt í lífí mínu tengt Finnlandi og ég hef mikið dálæti á Finnum og met þá mikils. Það var ánægju- legt að þar skyldi síðan vera haldin öryggismálaráðstefna sem hafði mikil áhrif á þróun heimsmála,“ segir hann. Frá 1980 og næstu sex ár var hann varaformaður skandin- avískrar deildar utanríkisráðuneyt- isins sem síðan var breytt í Evrópu- deild. Hann segist hafa komið til íslands í fyrsta skipti 1986 til að undirbúa leiðtogafundinn og tók svo við sendiherraembætti skömmu síðar. Ég spyr hann hvort hann sé á því sem oft er haldið fram að Finnar og íslendingar séu líkari en ýmsar aðrar Norðurlandaþjóðir. Því lengur sem ég lifí, segir hann, finnst mér ég sjá hvað manneskjumar eru alls staðar eins í grundvallaratriðum,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.