Morgunblaðið - 15.01.1989, Side 11

Morgunblaðið - 15.01.1989, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 11 þótt aðstæðumar séu ólíkar. En ég get ímyndað mér að það sé rétt með Finna og íslendinga. Þeir eru rólegir, mjög tengdir umhverfi sínu og náttúm lands síns. Og þeim er hægt að treysta. Sem sendiherra þarftu að gæta ákveðinnar varúðar í öllum yfírlýs- ingum. Er það ekki leiðigjarnt til lengdar og hvað er almennt skemmtilegt við að vera sendiherra? Nei, segir hann og hristir höfuð- ið. Það getur aldrei verið leiðinlegt að vera fulltrúi lands síns. Og sendi- ráðsstarfsmenn hafa mikilvægu hlutverki að gegna að mínu viti, að efla samskipti milli þjóðanna. Hvað varðar Sovétríkin höfum við líka mikil verk að vinna eftir að Gorbatsjov kom fram með sína nýju stefnu þar sem ný hugsun er boð- uð. Gorbatsjov sagði á 19. flokks- ráðstefnunni að sannanleg mannleg verðmæti skuli hafa forgang. Og til þess að ná þessum markmiðum þurfum við að kynna stefnu okkar. Það tekur sinn tíma að aðlagast nýrri hugsun og nýrri stefnu en meginatriðið er að fólkið taki þátt í þessu. Við erum nú á 2. stigi per- estrojkunnar og kjarni hennar að hraða félagslegri og efnahagslegri þróun er byltingarkenndur. Mann- eskjan er í brennidepli hennar og það er ákaflega spennandi að vinna að framgangi þessara hugmynda þvi að við finnum að þær eru til bóta. Þessi nýja hugsun breytir einnig starfi sendiráða okkar, gerir þau opnari og aðgengilegri. En allt tekur sinn tíma því að hver kynslóð er böm síns tíma og margir eru þeir sem eru ekki reiðubúnir til breytinga, einkum á efnahagssvið- inu. Eftir stöðnun á efnahagssvið- inu í Sovétríkjunum um langa hríð má maður ekki vera of óþolin- móður. Lenín taldi sósíalismann vera síbreytilegt kerfi, en hann varð að stöðnun lengi og því verður nú breytt. Það var svo margt sem við vissum ekki og var haldið leyndu lengi, mikill fjárlagahalli sem var árum saman og gerði vandann allt- af meiri og meiri. Núna upp á síðkastið hafa dunið yfir okkur ýmsir erfiðleikar, ég nefni hinar voðalegu náttúmhamfarir í Arm- eníu, Tsjernobyl fyrir tæpum þrem- ur árum, vandamálin sem við höfum átt í vegna íhlutunarinnar í Afgan- istan. En þrátt fýrir allt lítum við til framtíðarinnar með bjartsýni, því að mikilvægast af öllu er að per- estrojkan er í fólksins þágu. Krasavin býður meira kaffi og kavíar. Hann talar af alvöru og ein- beitni, ég tók eftir því að hann svitn- aði á efri vörinni. Ég dró ekki í efa mikilvægi perestrojkunnar og hann lét í ljós ánægju með hvað bókin hefði fengið mikla sölu á íslandi, það benti ótvírætt til þess að íslend- ingar hefðu mikinn áhuga á sovésk- um málefnum og þeim breytingum í betri átt sem þar hefðu verið að eiga sér stað allra síðustu ár. Ég hafði eindregið á tilfinningunni að Krasavin hefði getað haldið áfram lengi að segja mér frá perestrojk- unni, en í framhaldi af tali okkar um áhuga Islendinga á nýrri hugs- un og viðhorfum gat ég spurt hann um hvaða fólk hann hefði sam- skipti við hér og hvemig það gengi til, að hann umgengist það fólk og ekki annað. Það er draumur hvers sendiráðs- starfsmanns að hafa samskipti við fólk úr sem flestum stéttum. Eðli málsins samkvæmt umgangast sendiráðsmenn sérstaklega stjórn- málamenn, embættismenn í stjóm- kerfínu, en einnig menn sem starfa a,ð efnahagsmálum, fólk úr atvinnu- lífinu, svo að ég nefni nokkra, sagði Krasavin. Mér finnst ekki síður mikilvægt að reyna að ná sambandi við „venjulegt fólk“ en það verður að segjast eins og er að möguleik- amir á kynnum við öllu fleiri en ég nefndi eru takmarkaðir, hrein- lega vegna annríkis. Þó get ég nefnt að í síðasta mánuði vorum við með móttöku í sendiráðinu fyrir vísinda- fplk og aðra fyrir fólk sem vinnur við fjölmiðlana. Nýlega var ég gest- ur hjá tíu ára nemendum í Oldusels- SJÁ NÆSTU SÍÐU ’íiT'^fTtifTíWtÍiírattfyjWttttli'irfalOTrfittiifrTi'yyrTfnifTiTi'tnntIfTtTtiimirrTri¥jrfwiiwri'f<inr>ygfifiTTnn'wrnrfiriiií Morgunblaðið/ Einar Falur RUWE Sósan mín er hemaðarleyndarmál Nicholas Ruwe hefur verið hér síðan 1985. En hann var hag- vanur á Islandi, fór að koma hingað í laxveiðar upp úr 1960 með föður sínum og hafði kynnst mörgum og sóttist eftir því, segir hann, að verða sendi- herra hér þegar Marshall Brement hvarf af landi brott til annarra starfa. Brement- hjónin höfðu verið rnikil sam- kvremisljón og menningarfólk ogþau söínuðu til sín fjölskrúð- ugra liði en áður hafði þekkst. En þau Ruwe-hjón hafa einnig eignast sinn vina- og kunn- ingjahóp, þótt hann sé kannski hefðbundnari sendiráðskunn- ingjahópur. Kannski er líka óviðeigandi að segja þetta. Það verður þá svo að vera. Ruwe tók á móti mér á skrif- stofunni sinni í sendiráðinu. Þar prýða veggina margar mynd- ir af sendiherranum með hinum ýmsu bandarísku mektarmönnum sem hann hefur unnið fyrir og komist í kynni við. Ruwe er vin- gjarnlegur maður í framkomu, heldur sjálfum sér dálítið í hæfí- legri fjarlægð framan af. Vill heyrilega tala um „hefðbundin" efni. Við tölum um hefðbundin efni, æsku og uppvöxt. Hann er frá Michigan, ólst upp í Detroit. Á yngri árum vann hann á bú- garði í Montana sem káboj. Fékk snemma áhuga á sportveiðum, var fískigæd í Alaska, og fékkst við ýms störf sem tengdust þessum áhugamálum. Faðir hans var frá Nebraska og vann sig upp úr engufn efnum og komst í álnir. Ruwe fór síðan í háskólanám í bandariskri sögu og landafræði og segist hafa verið meðalnem- andi. Hann lagði síðan fyrir sig nám í stjómsýslu og fór svo til Texas og var í olíuvinnu. En það var svo 1960 í forsetakosningun- um þegar Nixon og Kennedy átt- ust við að hann fékk áhuga á stjórnmálum, sem síðan hefur fylgt honum. Hann hefur síðan verið meira og minna viðloðandi utanríkis- ráðuneytið og hefur einnig gegnt ýmsum embættum fyrir Hvíta húsið og forseta repúblikana frá þessum tíma. Hvemig bar að sendiherraskip- un j)ína á íslandi? Ég óskaði eftir þessu starfí, ég hafði komið hingað nánast á hveiju sumri í áratugi, framan af með föður mínum til laxveiða. Mér hafði getist vel að landinu og þeim sem ég hafði kynnst. Áður hafði ég verið skrifstofu- stjóri hjá Reagan og í utanríkis- ráðuneytinu. Eg hafði aðeins einu sinni komið hingað sem opinber fulltrúi Bandaríkjastjórnar, það var við útför Bjama Benedikts- sonar, forsætisráðherra. Stundum er sagt að það sé hálf hallærisstarf að yera sendi- herra erlends ríkis á íslandi. Nei, ég get ekki fallist á að svo sé. Ég er fulltrúi lands míns hér og er stoltur af því. Ég veit ekki hvaða meinloka þetta er. Kannski hefur vottað fyrir því áður, vegna fáfræði um ísland, en þetta hefur gerbreyst, það er mér óhætt að fullyrða. Hvað er eftirsóknarvert við starfíð og hveijar em skyldurnar fyrir utan að fara í veislur? Þegar ég kom hingað var byij- að að vinna í Rainbow-málinu og þurfti að halda því áfram og sú •vinna tók mikinn tíma. Og hvala- málið og vísindaveiðar íslendinga, það hefur líka tekið tíma. Satt best að segja hef ég fullan skiln- ing á því máli, og frá sjónarmiði íslendinga heyra vísindaveiðar þeirra ekki undir bandarísk lög. Vandamálið er búið til af alþjóð- legum umhverfíssamtökum og ég fékk fljótlega gmn um að það yrði reynt að aðhafast eitthvað í málinu gegn Islendingum. Menn fóm að trúa mér eftir að hvalbát- unum var sökkt. Hvalamálið er ekki um hvali, það snýst um pólitík. Einn íslenskur sljóm- málamaður orðaði það svo að það væri pólitískt sjálfsmorð að stinga upp á að hætta veiðunum. Mín eigin skoðun? Hún er sú að íslend- ingar hafi nálgast þetta mál á heilbrigðan og raunsæjan hátt og ég held að vísindaveiðimar séu mjög gagnlegar, vegna þess að það hlýtur að vera þáttur í rann- sóknum á vistkerfí heimsins að kanna atferli og lifnaðarháttu hvalanna. Þar sem Islendingar eigi allt undir sjómennsku finnst mér áætlanagerðir íslendinga rökréttar hvað hvalina snertir. Rétt eins og að rannsaka þarf aðra stofna sem lifa í sjónum. Nei, þetta er ekki almenn skoðun og ég veit hún á ekki alls staðar upp á pallborðið í Bandaríkjunum. Mér er það fullkomlega ljóst. Al- menningsálitið hefur snúist gegn þessum veiðum, hvort sem þær em gerðar út frá vísindalegu sjón- armiði eða ekki. Hvaða fólk umgengstu hér? Það er nú býsna litskrúðugur hópur, auðvitað alls konar emb- ættismenn og aðra diplómata, en svo era margir vinir sem ég hef eignast gegnum árin og hafa hald- ið tryggð við mig. Og svo bætist í kunningja- og vinahópinn með áranum. Þetta er fólk úr öllum stéttum. Hvernig velst þetta fólk? Það gerist með ýmsu móti. Ráð- leggingar frá öðram, á ferðalög- ’ um um landið kynnist maður allt- af einhveijum. Ég geri engan mun á því hvort vinur minn er bóndi í Þingeyjarsýslu eða ráðherra í Reykjavík. Mér þykir gaman að kynnast fólki. Hvað fínnst þér best og verst við íslendinga? íslendingar eru mjög afdráttar- lausir, gefast aldrei upp, kannski þtjóskir. Ef íslendingar fá ein- hveija hugmynd sem þeir trúa á halda þeir áfram þangað til þeir SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.