Morgunblaðið - 15.01.1989, Side 12

Morgunblaðið - 15.01.1989, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 SENDI HERBARMR RUWE fá henni framgengt. Ég lít fremur á þetta sem plús, en auðvitað getur verið að það verði of mikið að því góða. Mér fínnst mjög gott í fari Islendinga að þeir eru almennt sátt- ir við umhverfi sitt og njóta þess. Þeir eru mjög íhugulir, lesa mikið og hafa áhuga á öðru en sínu næsta umhverfi. Það er ákveðinn heims- borgarabragur yfír íslendingum. Sumir íslendingar tala um snobb, en mér fínnst í grundvallaratriðum íslendingar ósnobbaðir og óform- legir á viðfelldinn hátt. Þeir bera virðingu fyrir mönnum, en ekki titl- um. Þekkirðu til íslendingasagnanna? Já, já, ég hef lesið nokkrar þeirra. Ég man ekki í augnablikinu hveij- ar, það er nokkuð langt um liðið. Ég les ekki mjög mikið, en einkum um bandaríska sögu og uppáhaldið mitt er Theodore Roosevelt. Og ekki má ég gleyma Marcusi Árelí- usi. Seinna komst ég að því að hann er í mjög miklu uppáhaldi hjá forseta ykkar. Hvað um íslenskar nútímabók- menntir? Ég þekki auðvitað til verka Hall- dórs Laxness og hann gaf mér einu sinni áritaða bók eftir sig, og það þótti mér afar vænt um. Ég hef ekki haft tíma til að lesa bækur eftir hann, ég fæ svo mörg verk- efni, að ég hef lítinn tíma aflögu. Hvemig semur þér og íslensku veðráttunni? Alveg prýðilega. Ég skil ekkert í fólki að kvarta undan henni. Þótt úti sé kalt er hlýtt inni við og breyti- legt veðurlag þekki ég úr uppvexti mínum. Nei, skammdegið fer ekki í taugamar á mér né dregur mig niður. Konan mín hafði ekki komið til íslands fyrr en 1985 og hún er líka dús við veðráttuna. Hafí maður nóg að gera og búi við góð húsa- kynni eins og hér er almennt er ástæðulaust fyrir borgarbúa held ég að láta veðrið fara i taugamar á sér. Nú er mikið gert úr því að sendi- herrar stundi einlæg veisluhöld. Hvað segirðu um það? Veisluhöldin em stórlega ýkt. En það er eðlilegt að maður haldi uppi ákveðinni risnu og bjóði heim fólki. Það hefur sitt gildi og íslend- ingar em sjálfír gestrisnir að upp- lagi. Vitaskuld er nokkur samgang- ur milli mín og hinna erlendu diplómatanna, en ég get þó ekki sagt að ég þekki þá mikið. En sam- skiptin em þægileg það sem þau em. Ertu húslegur í þér og getur eld- að mat? Hann hlær við. Nei, það væri of mikið sagt. Þó er ég bara laginn að grilla. Það er einn lambakjötsréttur sem ég er mjög ánægður með. Á ég að segja þér hvemig hann er? í réttinn nota ég lambalæri. Maður losar kjötið frá beininu, svo er kryddað eftir kúnstarinnar reglum og kjötið sett á grillið. Með þessu hef ég svo sér- staka sósu, en uppskriftin að henni er hemaðarleyndarmál mitt. Heldurðu að þú sért rómantískur? Hann hallar sér aftur og veltir þessu fyrir sér. Ja, nú vandast málið. Ef ég segði nei, þá mætti ætla ég væri kaldur, hálfgerður þyrrkingur. Það held ég nú ekki. Ég veit ekki hvað segja skal.. En ég giftist frekar seint, ég hitti konuna mína 1968 í forseta- kosningunum, við störfuðum fyrir Nixon, en samband okkar lengi vel var bara í gegnum starfið, ekkert persónulegt. Svo einhveiju sinni nokkmm ámm seinna borðuðum við saman og hún sagði mér frá því að henni hefði verið boðið nýtt starf innan stjómkerfisins, sem þýddi að vík varð milli vina... skil- urðu. Þá virðist ástin hafa blossað upp hjá báðum og svo gengum við í hjónaband 1975. Þá var ég orðinn fertugur og var hrifínn eins og unglingur. Svo að líklega er ég róm- antískur ... heldurðu það ekki. Finnst þér góður íslenskur mat- ur? Við emm mikið gefín fyrir físk. Ýsa og lúða em í uppáhaldi og við höfum físk að minnsta kosti tvisvar í viku. Síldin er líka mikið góð- meti. Og það er gott að smakka lax einu sinni á sumri eða svo. Af íslensku kjötmeti þykir mér lamba- kjötið góður matur og ég nefni villi- gæs. Ef þú værir ekki sendiherra, hvað myndi þig langa að vera að gera? Ég er alltof dæmigerð jómfrú til að velta því fyrir mér. Eg hugsa aldrei um það sem hefði getað ver- ið, heldur það sem er. Horfí á dag- inn í dag og kannski daginn á morgun, en sáralítið á það sem hefur formerkið ef. Stundum hefur verið sagt að sendiherrastarf á íslandi sé létt- vægt og þyki ekki merkilegt. Nei, ég held ekki að sendiherra- starfið sé ómerkilegt né hégóma- starf. Sendiráðsfólk er fulltrúar sinnar þjóðar og hlýtur að sinna því af viðeigandi ábyrgð og virðingu fyrir viðfangsefninu. Verkefnin em ótrúlega mörg og fjölbreytt og í síbreytilegum heimi kemur alltaf nýtt og nýtt upp á sem er heillandi að fást við. Hvað fínnst þér um þá skoðun að í sendiráðum sé allt morandi í njósnuram? Ja, hvað ætti nú að njósna um héma? ísland er margt í senn: ör- uggt, opið og miðsvæðis milli ríkja. Það er mikilvægur hlekkur í sam- starfskeðju vestrænna þjóða, land- fræðilega mikilvægt, friðsamur reitur, þar sem maður getur farið allra sinna ferða án ótta og án þess að hafa lífverði með sér. En ég held að hér sé heldur ekkert að fela. Það er mergurinn málsins. Finnst þér ímynd íslands á al- þjóðavettvangi hafa breyst eftir að leiðtogafundur Reagans og Gorba- tsjovs var haldinn hér? ísland hefur að minnsta kosti skýrt ímynd sína. Fest hana. Skipar annan sess. Menn vita meira um það, gera sér grein fyrir mikilvægi þess sem ríkis, sern var kannski ekki öllum ljóst. Ég vil endilega nota tækifærið og minna á að það var Reagan sem réð úrslitum um að leiðtogafundurinn var hér. Ein- hverra hluta vegna virðast menn standa í þeirri trú að það hafí verið Gorbatsjov fyrst og fremst sem beitti sér fyrir því. Gorbatsjov stakk upp á Bretlandi númer eitt og ís- landi númer tvö. Reagan valdi ís- land. Það var dæmigert fyrir íslend- inga hversu vel og af miklu kappi var unnið að undirbúningi, það hefði ekki verið á allra færi því að fyrir- varinn var sárastuttur. Þar kom til góða snerpan og seiglan í upplagi fólksins sem mér fínnst um margt til eftirbreytni. Ég held að við verðum líka að gæta að því að þótt margir séu búsettir á höfuðborgarsvæðinu er álveg fáránlegt fyrir útlendinga að tjá sig um ísland nema hafa farið um landið. Náttúra þess mótar skapferli og lund. Fólk úti á landi hugsar öðmvísi, tekur hlutina á annan hátt. Það er rétt eins og þegar útlendingar fara til Banda- ríkjanna og sjá aðeins New York eða Washington. Þeir hafa mjög takmarkaða yfírsýn yfír hvað Bandaríkin era og bjóða uppá. Þess vegna og allra hluta vegna fínnst mér gleðilegt hvað íslendingar gera sér tíðfömlt til Bandaríkjanna og sýna þeim mikinn og vinalegan áhuga. KRASAVIN skóla sem höfðu undirritað friðar- yfirlýsingu sem þeir vildu koma á framfæri við fulltrúa stórveldanna. Það var ákaflega ánægjuleg heim- sókn og krakkamir mjög skemmti- legir. Og þrátt fyrir annir vonast ég til að við getum eflt samskipti við fleiri, það er skylda okkar og hún ljúf og við viljum einnig koma á framfæri því sem er að gerast í Sovétríkjunum fólki til glöggvunar. Svo leita margir í sendiráðið og það snart okkur mjög djúpt hversu margir komu eftir hörmungamar í Armeníu, til að votta samúð, veita ijárhagsaðstoð. Það var alveg ógleymanlegt. Hvaða gildi hafa veisluhöld, kannski mörgum sinnum í viku og með sama fólkinu? Ég held nú að menn geri of mik- ið úr veisluhöldum sendiráða al- mennt. Aðalstarf okkar er ekki að halda veislur og móttökur, heldur að vinna að góðum samskiptum við íslendinga. En veislur em góðar að mörgu leyti og þurfa ekki að vera einhver yfírborðskenndur gleðskap- ur. Fólki gefst tækifæri til að skrafa saman, gaumgæfa skoðanir hvert annars. Og það bætast alltaf ein- hveijir nýir við og skoðanaskipti em gagnleg. En það er mikill misskiln- ingur að diplómatar séu alltaf að sækja eða halda veislur. Við emm ekki heldur margir erlendu sendi- herramir hér, þrettán talsins minnir mig, og við höfum eðlilegan sam- gang okkar í milli, svona eftir því sem ástæður em til. Það er einn siður sem erlendu sendiráðin í Reykjavík hafa sem maður sér ekki alls staðar, það er að flagga á há- tíðisdögum hvers lands. Það fínnst mér mjög góð hefð. Hvað finnst þér best og verst við íslendinga? Krasavin ýtir á bjölluhnapp og biður um meira te og kaffí. Hugsar sig um. Mér fellur vel við íslendinga það sem ég hef kynnst þeim. Það er velvilji á báða bóga held ég og ís- lendingar em opnir fyrir þeim breytingum sem em að gerast hjá okkur, fróðleiksfúsir um það sem fleira. Ég held ekki að þeir séu lok- aðir, ég hef ekki fengið það á tilfínn- inguna. Hvort íslendingar og Sovét- menn eiga eitthvað sameiginlegt; ja, þú verður að hafa í huga að í Sovétríkjunum búa yfir eitt hundrað þjóðir og hver hefur sín einkenni. Svo að það er erfitt að alhæfa. En ég endurtek nú það sem ég sagði áðan, manstu, manneskjan er í mörgum gmndvallaratriðum eins, hvar sem hún er. Og það sem ég met mest í fari fólks er hreinskilni, mannlegur skiiningur og heiðar- leiki, vera hreinn og beinn. Því kynnist maður hér og því kynnist maður alltaf þegar gott fólk _er annars vegar og það á við um Is- lendinga marga sem ég hef haft kynni af. Hvað fínnst þér um þá skoðun og staðhæfingu að í sendiráðum sé allt morandi í njósnumm? Krasavin finnst spurningin ekki fyndin. En svarar henni hiklaust. Það em margar bækur skrifaðar um þessi efni. Því miður. En við skulum ekki trúa þessu. Ef við hlustuðum á svona væri erfitt að halda uppi eðlilegum samskiptum, ertu ekki sammála mér um það? Hvar og hvemig kynntistu kon- unni þinni? Brúnin á Krasavin er óðum að léttast. Hann hallar sér aftur í sæt- inu og fær glampa í augun. Ég var ekkert unglamb, kominn yfír þrítugt. Við kynntumst í Moskvu 1964, ég vann í utanríkis- ráðuneytinu og hún í bókafyrirtæki sem gaf út orðabækur. Ja, ég held að við höfum strax orðið hrifin hvort af öðm og biðum ekki lengi með að giftast... Ertu rómantískur? Nú er honum reglulega skemmt. Hver var að segja að Rússar væm drambslegir fylupokar? Já, alveg hiklaust, segir hann. Ég held maður geti ekki lifað lífinu ef maður er ekki rómantískur. Að minnsta kosti nýtur maður svo margs langtum dýpra ef maður er það. Ég er ekkert feiminn að viður- kenna það. Hvemig líkar þér íslenskur mat- ur? Þið hafið alveg ágætan físk, við borðum mikið þorsk og ýsu og karfa og sfldin er nú þjóðarréttur okkar og ég er alveg hissa á að þið skul- uð ekki borða meira_ af henni. Lax- inn er líka sælgæti. Ég er ekki síður TILBOÐ OSKAST í M.M.C Pajero 4x4 (ameríska útgáfan af Dodge Raider Ram), árgerð ’87 (ekinn 14 þús. mílur), Ford Bronco II 4x4 tjónabifreið, árgerð ’84 og Mercedes Benz 307D/33 dísel, árgerð ’79 ásamt öðrum bifreiðum er sýndar verða á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 17. janúar kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIDSEIGNA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.