Morgunblaðið - 19.01.1989, Síða 21

Morgunblaðið - 19.01.1989, Síða 21
öllum, hvað sem verður þegar þeim verður ljóst að um tvennt er að velja, að losna úr ftjálshyggjunni eða hætta stjórnmálaafskiptum. Um tildrög að myndun ríkis- stjórnar Steingríms Hermannsson- ar ætla ég ekki að hafa mörg orð að þessu sinni. Það lá fyrir að við vorum tilbúin að mynda ríkisstjórn ef við gætum tryggt að slík stjórn stigi spor til réttlætisáttar. Við komum mörgum grundvallar- stefnumálum okkar inn í stjórnar- sáttmálann og það hefur verið tekið tillit til skoðana okkar eins og ann- arra, sem styðja þessa ríkisstjórn. Sú staðreynd blasti við, að jöfn at- kvæði yrðu í neðri deild og af því leiddi að stjórnarandstaðan hafði þar stöðvunarvald stæði hún sam- an. En við nánari umhugsun um ýmsa þingmenn og bakgrunn þeirra hefði öllum átt að vera ljóst, að þeirra á meðal eru einstaklingar sem frekar mundu ljá ríkisstjórninni styrk en fijálshyggjunni á úrslita- stundum. Eg mun hér aðeins nefna Aðal- heiði Bjarnfreðsdóttur. Hún er sprottin upp úr þeim jarðvegi sem ég þekki vel, hefur alist upp og starfað úti í stijálbýlinu, verið síðan í forystusveit lágtekjukvenna í höf- uðborginni og er þekkt af því að standa fast og einarðlega á skoðun- um sínum og sannfæringu. Á kvennafrídaginn 24. okt. 1975 boð- uðu konur til fundar á Lækjartorgi í Reykjavík. Mætti þar mikið fjöl- menni. Meðal annarra flutti Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir athyglis- verða ræðu, sem hreif hug og hjörtu áheyrenda, jók bjartsýni og sjálfs- traust íslenskra kvenna og hafði án alls efa mikil áhrif á þá miklu umræðu og baráttu, sem hefur ver- ið fyrir jafnrétti kynjanna síðan. Mikið hefur verið vitnað í þessa umræðu Aðalheiðar, t.d. í sambandi við þá hreyfingu sem myndaðist um framboð Vigdísar Finnbogadóttur 1980. Ég hygg að neisti frá ræðu hennar hafi komið þeirri hreyfingu af stað, sem varð til þess að Islend- ingar urðu fyrstir til að kjósa konu á forsetastól. Það er einnig athygli vert og sýnir vel festu og þroska Aðalheiðar, að þegar konur blésu í lúðra og söfnuðust um Kvennalist- ann var hún ekki í þeim hópi. Hún vill raunverulegt jafnrétti, ekki pólitíska kvenna- eða karlaflokka. Hún hefur þrek og áræði til að tak- ast á við hvem sem er og sýndi það í verki nú fyrir jólin, sem ætti að verða öðmm til eftirbreytni. Slík kona með þá lífsreynslu og skap- gerð getur ekki og mun aldrei styðja fijálshyggjuöflin í hvaða kvikinda líki sem þau birtast. Þó fleiri ein- staklingar muni feta í fótspor Aðal- heiðar verða þeir ekki nefndir að sinni. Ég sagði við myndun ríkisstjórn- ar Steingríms Hermannssonar, að hægt væri að tryggja meirihluta í báðum deildum Álþingis fyrir þeim málum, sem nauðsynlegt væri að lögfesta ef þau væm á annað borð þannig, að ég gæti staðið að sam- þykki þeirra. Galdurinn er sá að meta aðstæður og einstaklinga og draga réttar ályktanir af stöðu mála, sem sagt heilbrigð skynsemi. Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar þarf engu að kvíða ef Kristín Þorkelsdóttir. MQRGIJHBLAÐIÐ FIMMTUIJAGUR 19. JANÚAR 1989 21 hún stendur við stjórnarsáttmálann og tekur vemlegt skref á fýrstu mánuðum þessa árs til réttlætisátt- ar. Náist ekki samstaða um það innan stjórnarliðsins er hætt við miklum átökum á vinnumarkaðin- um og nýrri kollsteypu, vaxandi verðbólgu, meira misrétti eða áframhaldandi misrétti, þar með atvinnuleysi. Því þarf að taka á málum strax, koma hjólum fram- leiðslunnar af stað og tryggja henni rekstrargmndvöll, endurskoða allt tekjuöflunarkerfi hins opinbera með það að markmiði, að jafna lífskjörin og lífsaðstöðuna og fella niður matarskattinn af innlendri mat- vælaframleiðslu. Ef þjóðin sér og finnur að stjórnað er í anda jafnrétt- is og félagshyggju verður öllum kröfum stillt í hóf. En hér verða verkin að tala. Þá verður kröfum stillt í hóf og fýrir hendi verður meiri hluti í báðum deildum Al- þingis fyrir slíkum breytingum. Því stendur þjóðin nú á krossgötum, framleiðslan og fyrirvinnufólkið mun sækja rétt sinn með verkföllum og hörðum kosningum á þessu ári, ef ríkisstjóm og Alþingi tekur ekki á málum af raunsæi. Gleðilegt ár með þeirri ósk og von, að þetta ár verði ár jafnari lífskjara og markvissari vinnu- bragða. Höfundur er alþingismaður Sam■ taka jafhréttis og félagshyggju. RÝMINGARSALA FLÍSAR - HEIMILISTÆKI - HÚSGÖGN Gerið góð kaup Eitthvað fyrir alla EuroA/isa raðgreiðslur. AtFABORG ? BYGGINGAMARKAÐUR Skútuvogi 4 Skyldi nokkur „pabbi“ nokkru sinni hafa dregið að sér jafn almenna athygli? Á hverju laugardagskvöldi. Föðurleg ábending til auglýsenda. BILL COSBY koniinn ailnr. ■O SJÓNVARPIÐ ekkert rugl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.