Morgunblaðið - 19.01.1989, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.01.1989, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1989 AF INNLENDUM VETTVANGI ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN Enn er deilt um skólastjóra í Ölduselsskóla: „Vopnahlé“ meðan ráðu- neytið kannar málið Kennarar ákæra skólastjóra í 26 liðum MIKIÐ hefur gengið á í Ölduselsskóla i Breiðholti undanfarið miss- eri. í hópi kennara skólans eru margir, sem illa sœtta sig við nýja skólastjórann, Sjöfii Sigurbjömsdóttur, sem sett var til starfans síðastliðið sumar. Deilan hefiir sett mark sitt á skólalífið og tekið mestallan fundatíma frœðsluráðs undanfaraar vikur. Hún hefiir einnig haft áhrif á samskipti fræðslustjóra og fræðsluráðs og nú er málið til meðferðar í menntamálaráðuneytinu. Eftir að formaður fræðsluráðs ræddi við alla málsaðila í sfðustu viku hafa sverðin verið slíðrað f bili, og þess er beðið að menntamálaráðuneytið kom- ist að niðurstöðu. Tveir sóttu um stöðu skólastjóra í maí síðastliðnum, þau Reynir Daníel Gunnarsson, yfírkennari við skólann, og Sjöfn Sigurbjömsdótt- ir, sem þá var kennari og deildar- stjóri við Fjölbrautaskólann í Breið- holti. Meirihluti fræðsluráðs Reykjavíkur mælti með Sjöfn, en Daníel hafði hins vegar stuðning samkennara sinna og foreldraráðs nemenda við skólann, sem mót- mæltu ákvörðun fræðsluráðs kröft- uglega. Birgir ísleifur Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra, setti Sjöfn svo í embættið til eins árs að fengnum fjórum af fimm atkvæðum fræðsluráðs og á þeim forsendum að hún hefði meiri reynslu af stjómunarstörfum. Lengi á eftir sátu kennarar og for- eldrar á löngum fundum og sendu frá sér hvert mótmælaskjalið eftir annað. Foreldrafélagið sætti sig loks við orðinn hlut og vildi frið um skólastarfíð, en kennarar eru ekki allir af baki dottnir. Ákæruskjal þriggja kennara fömum ámm. Þá hafí samráðs- fundir kennara og stjómenda nán- ast lagst af í yngri deildum og þeim fækkað í eldri deildunum. Sjöfn segir að fundimir séu á hálfs mánaðar fresti í eldri deildunum og hafí kennarar samþykkt það fyrirkomulag mótatkvæðalaust, enda gefí það þeim meiri tíma til að vinna að sameiginlegum verk- efnum. Fundir í yngri deildum hafí ekki verið settir inn á stundatöflu, en hún hafí verið fullunnin þegar hún kom til starfa. Yfírkennari fundi reglulega með kennurum í yngri deildum. Kennarar gagnrýna að skóla- stjóri hafí fengið leiðbeinendur (kennara án réttinda) til forfalla- kennslu án þess að ræða fyrst við réttindakennara. Sjöfn svarar þvi til að í vetur hafí kennsla fallið niður í 18% forfallastunda kennara, en í fyrravetur í 37% og hafí því gengið mun betur að fá kennara til að taka að sér forfallakennslu. Oftast hafi hún sjálf reynt að bæta úr, hafí ekki tekist að útvega for- fallakennara. Ölduselsskóli Um miðjan desember sendu þrír fulltrúar kennara í kennararáði, þeir Jón Barðason, Sigmar Hjartar- son og Sveinbjöm Þórkelsson, fræðsluráði bréf, þar sem kvartað er undan þvi að skólastjóm í Öldu- selsskóla sé í molum og stefnuleysi skólastjórans algert. Þeir óskuðu þess að skólayfirvöld „gripi inn í með þeim hætti sem dugir til þess að i Ölduselsskóla verði hægt að he§a á nýjan leik eðlilegt skóla- starf," eins og segir í bréfí þeirra. Kennaramir tína síðan til fjölda atriða í störfum skólastjórans, sem þeir telja athugaverð. Bréfíð mun ekki hafa verið borið undir kenn- arafund áður en það var sent. Sjöfn skólastjóri skrifaði fræðsluráði nokkrum dögum síðar og vísaði ásökunum kennaranna á bug. í bréfínu segir að skólastjóm- in hafi verið markviss og stefnu- föst, og í fullu samræmi við stefnu fyrri skólastjóra. Sjöfn segir jafn- framt að kennaramir þrír hafí aldr- ei gert ágreining við skólastjómina í einu eða neinu, sem þeir hefðu þó hæglega getað gert, og vísar Sjöfn þar til reglugerðar um kenn- arafundi og kennararáð. Hún segir að samkvæmt reglugerðinni beri að leggja ágreining við skólastjóra undir kennarafund. Náist ekki samkomulag þar, geti hvor aðilinn um sig vísað málinu til skólanefnd- ar, sem í þessu tilviki er fræðslu- ráð. Slíkur fundur hafí ekki verið haldinn, og sé bréfið því einkafram- tak kennaranna þriggja. Sjöfn svarar síðan athugasemdum þre- menninganna lið fyrir lið. Kennarar gagnrýna meðal ann- ars að lítil fagleg umræða hafí far- ið fram í skólanum í haust, en hún hafí farið mjög vaxandi á undan- „Latti kennara til að halda aga“ Kennaramir segja að Sjöfn hafí „latt kennara til að hringja til for- eldra til að ræða hegðun eða önnur vandkvæði, sem varða nemendur." Þessu vísar Sjöfn á bug og segir að slíkt væri fráleitt. Hún hafí ætíð lagt mikla áherslu á samstarf heimila og skóla, kennara og for- éldra. Fjöldi foreldra hafí hringt í sig í haust að lýsa ánægju sinni með eitt og annað í skólastarfinu, en lítið eða ekki kvartað. „Dálítið er þó um kvartanir vegna einstakra kennara og reyni ég þá að gera eins gott úr því og hægt er, bæði fyrir heimili og skóla," segir Sjöfn. Kennaramir segja að eina vik- una hafí gangavörður fengið leyfí. Enginn hafí verið fenginn í staðinn og hafi þetta valdið óróa hjá yngri nemendum. Þá hafí kennarar margoft vakið athygli skólastjóra á lélegri umgengni og ólátum nem- enda á göngum, en skólastjóri skellt skollaeyrum við ábendingum um að ræða þetta við nemendur. Kennarar hafí heldur ekki fengið neinn stuðning í agavandamálum. Sjöfn svarar því til að maður hafí verið fenginn fyrir gangavörðinn en lent í slysi og ómögulegt hafí reynst að fá nýjan mann, hvorki innan skóla né utan. Hún hafði því gengið í stofur, útskýrt málið og beðið nemendur að hafa hljótt um sig. Húsvörður hafí síðan tekið að sér gæslu vegna þessa og það gengið vel. Hún hafí einnig gengið í stofur til eldri bekkja og hvatt til góðrar hegðunar og umgengni. Hún hafí hafst töluvert við á göngunum í frímínútum til að ræða við nemendur og bæta aga, sem sjaldan þurfí. Þá fái kennarar full- an stuðning bæði jrfirkennara og skólastjóra vegna agamála, sé til þeirra leitað. Kennaramir þrír segja að á ein- um skóladansleik vetrarins hafí það gerst að nemendur voru undir áhrifum áfengis. Foreldrar hafí ekki verið kallaðir til og skólastjóri vísað málinu til nemendaráðs. Á öðru „diskóteki" hafí orðið ólæti utandyra en skólastjóri ekki tekið málið upp. Sjöfn svarar því til að áfengisneyslan hafí verið rædd á kennarafundi 25. október að við- stöddum fulltrúa foreldra. Þre- menningamir hafí ekki mætt á fundinn, þrátt fyrir að vera heilir heilsu og skylt að mæta. Kennaramir tína margt fleira til. Til dæmis hafí verið ráðinn nýr yfirkennari til eins árs í stað Daní- els Gunnarssonar, sem er í árs- leyfí. Ráðningin hafí ekki verið borin undir kennararáð. Slíkt mun ekki vera vaninn, þegar um skammtímaráðningar er að ræða. Sjöfn segir hins vegar að konan, sem valin hafí verið í yfirkennara- stöðuna, hafí 11 ára starfsreynslu og mjög góð ummæli fyrrum stjómenda skólans. Fram hafi kom- ið tillaga um Jón Barðason sem yfírkennara, en hann hafí kennt einn vetur við skólann. Hún hafi rætt við skólastjóra Fellaskóla; þar sem Jón hafi áður horfíð úr starfí fyrirvaralítið, og niðurstaðan orðið sú að annar hefði verið valinn til starfans. Jón hefur nú sagt upp starfí sínu, og hafði raunar gert það áður en hann skrifaði bréfíð til fræðsluráðs með starfsbræðrum sínum tveimur. Hann hætti störfum um áramót. Kennaramir segja að skólastjór- inn hafí „ráðist heiftarlega á einn kennara." Það hafí verið í annað sinn á tveimur dögum og kennaran- um brugðið svo mjög að hún hafí verið í veikindafríi um tíma og sagt sig úr kennararáði. Allir fulltrúar í kennararáðinu hafi sagt sig úr því fyrir lok september þar sem þeir töldu sig ekki geta starfað með skólastjóranum. Þá hafí skóla- stjóri „borið huldumenn fyrir gagn- rýni á kennara" og ráðist heiftar- lega á hóp þeirra, þar sem þeir sátu og ræddu daginn og veginn. Þessu vísar Sjöfn öllu á bug. Hún segist hafa ávítað umræddan kenn- ara fyrir að kalla saman kennara- fund án leyfís. Kennararáðið, sem hafí hætt í september, hafí hvort sem er verið ólöglega kjörið, en það var kosið í maí. Samkvæmt reglu- gerð á að kjósa það innan mánaðar frá því er skóli hefst. „Lítilsvirti starf sitt“ Loks segja kennaramir þrír að skólastjóri hafí lítilsvirt starf sitt með því að vera í 30% hlutastarfí við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Auk þess hafí hún kennt við „ein- hvem tölvuskóla," eins og það er orðað. Sjöfn segist kenna sex stundir á'viku í kvöldskóla við FB. Hvað fullyrðinguna um tölvuskól- ann varði, sé hún rakalaus ósann- indi. Þess má geta að skólastjóri Tölvuskóla Stjómunarfélagsins heitir Sjöfn, og sá grunur gæti læðst að mönnum að hér sé um einhvem misskilning hjá þremenn- ingunum að ræða. Hér er fátt eitt nefnt af ákærum kennara á hendur Sjöfn enda eru þær alls í 26 liðum. Þetta virðist þó sýna, að málin séu ekki ævin- lega leyst með því að kennarar og skólastjóri ræði þau í bróðemi, jafnvel þótt þau séu ekki sérlega stórvægileg. Kennaramir gagn- rýna meðal annars að skólastjóri hafí ekkert gert í því að stöðva akstur iðnaðarmanna að sundlaug- inni, sem verið hefur í byggingu á skólalóðinni, en iðnaðarmennimir munu hafa svarað því til að öðm- vísi kæmust þeir tæplega að með tæki sín og tól. Foreldrar, sem Morgunblaðið ræddi við, segjast afar áhyggjufull- ir vegna þessa ástands innan skól- ans. Einn sagðist hafa áhyggjur af því að raunveruleg vandamál væru ekki orsökin fyrir kæmm kennaranna, heldur reiði yfír því að Daníel Gunnarsson hefði ekki fengið skólastjórastarfið. Annar talaði um að aðgerðir kennara kæmu síst niður á skólastjóranum, en þeim mun meira á nemendum og skólastarfínu í heild. Vegna þeirra deilna, sem uppi hafa verið, hefur fulltrúaráð foreldrafélagsins sent menntamálaráðuneytinu bréf, þar sem farið er fram á að ráðu- neytið taki málið til frekari athug- unar til þess að losna við frekari vandræði. Fræðsluráð og fræðslustjóri deila Erindum, sem fræðsluráði Reykjavíkur hafa borist vegna deilna í Ölduselsskóla, hefur verið vísað til embættis fræðslustjóra til meðferðar og úrlausnar. Það á við um bréf frá foreldrum, sem barst í september, kæm kennararáðsins vegna fundarboðunar skólastjór- ans, sem barst snemma í desember og bréf kennanna þriggja. Á fundi fræðsluráðs 9. janúar síðastliðinn kom til deilna um vinnubrögð fræðslustjóraembættisinsí tveimur síðamefndu málunum. í fundar- gerð segir að lögð hafí verið fram tvö bréf kennslufulltrúa fræðslu- skrifstofunnar, og þar komi fram að erindin hafi verið send beint til menntamálaráðuneytis án frekari umfjöllunar. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks átöldu þessa málsmeðferð fræðslustjórans harðlega og bókuðu að þessi með- ferð gengi í berhögg við fyrirmæli fræðsluráðs, sem ekki hefði ætlast til þess að málin gengju til ráðneyt- is. „Með þessari afstöðu sinni hefur fræðslustjóri tekið skýra afstöðu til þess að samþykktir fræðsluráðs teljist ekki bindandi fyrir hann sem starfsmann og getur hann þvi eðli málsins samkvæmt ekki talist framkvæmdastjóri eða annar starfsmaður ráðsins," segir í bók- uninni. Einn af fulltrúum Sjálf- stæðisflokks, Guðrún Zoéga, bók- aði einnig að samkvæmt grunn- skólalögunum hefði fræðslustjóra borið að fella eigin úrskurð í þess- um málum. Þessu mótmælti Þor- bjöm Broddason, fulltrúi Alþýðu- bandalags, og sagðist telja fræðslu- stjóra ráðinu trúan í þessu máli sem öðrum. Á fyndinum urðu langar deilur um Ölduselsskólamálið, og rúmar fímm síður af sex í fundar- gerðinni eru undirlagðar af bókun- um um málið. Loks var samhljóða samþykkt að fela formanni ráðsins að ræða við alla málsaðila og gera ráðinu grein fyrir þeim sem fyrst. Síðastliðinn mánudag var enn fundur í fræðsluráðinu og var hann undirlagður af þessu eina máli ein- göngu. FYæðslustjóri, Áslaug Brynjólfsdóttir, mætti þá á fundinn og gerði grein fyrir sinni hlið máls- ins. Hún segir það alrangt að hún hafí ekkert aðhafst í þeim málum, sem henni voru falin í september og byijun desember. í báðum tilfell- um hafí hún rætt við málsaðila, með þeim árangri að kennsla fari fram með eðlilegum hætti. 15. des- ember hafí hún svo verið í nokk- urra vikna veikindafríi og á sjúkra- húsi. Það hafí fræðsluráðsmönnum verið kunnugt um, og þeim í lófa lagið að vinna í málinu sjálfir og leita samkomulags, enda beri þeim það samkvæmt lögum. Kennslu- fulltrúa embættis síns, sem mætt hefði á fræðsluráðsfundinn 15. des- ember að ráði menntamálaráðu- neytisins, hefði verið sagt af ráðu- neytinu að senda umrætt erindi beint áfram til ráðuneytis vegna veikindaforfalla fræðslustjóra. „Menntamálaráðuneytið er yfír fræðslustjóraembætti í þessu tilliti, en ekki fræðsluráð," bókaði fræðslustjóri. Ragnar Júlússon, formaður fræðsluráðsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að þótt fræðslustjóri veiktist, bæri embætti hans að vinna í málum, sem því væru falin. Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslusljóri, segir að lögum sam- kvæmt hefði henni borið að láta ráðuneytið skera úr um kæruna vegna fundarboðsins. Hvað bréf þremenninganna varðaði, þá hefði hún ekki átt von á slíku máli er hún fór í veikindafrí og það sé ekki í verkahring kennslufulltrúa. Ölduselsskólamálið virðist sem sagt hafa komið samskiptum fræðsluráðs og fræðslustjóra í hnút. Menntamálaráðuneytið hefur það nú til meðferðar, og þar feng- ust þær upplýsingar að málið væri í athugun, sem væri í miðjum klíðum og því óljóst hvemig í því lægi nákvæmlega. Svavar Gestsson menntamálaráðherra sagðist ekk- ert vilja um það segja hvenær nið- urstöðu ráðuneytisins væri að vænta eða hver hún gæti hugsan- lega orðið. Niðurstaðan af viðræðum for- manns fræðsluráðsins við foreldra, kennara og skólastjóra varð sú að nú mun ríkja „vopnahlé" í Öldusels- skóla og allir aðilar munu bíða átekta eftir niðurstöðu ráðuneytis- ins. Foreldrar, sem Morgunblaðið hafði tal af, virtust fegnir að lausn kynni að vera í sjónmáli í þessari sérkennilegu deilu. „Við viljum bara fá frið,“ var viðkvæðið hjá öllum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.