Morgunblaðið - 19.01.1989, Side 39

Morgunblaðið - 19.01.1989, Side 39
________________________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1989 Sigrún Sigurðar- dóttir — Minning Sælir þeir er sárt tál fínna sinnar andans nektar hér þeir fá bætur rauna sinna þeirra himnaríkið er. Amma okkar, Sigrún Sigurðar- dóttir, lést í Landakotsspítala 10. janúar síðastliðinn. Hún var fædd á Fæti undir Folafæti 28. október 1915. Ung að aldri fór hún að Ögri, Ögursveit. Amma giftist afa okkar, Stefáni Vilhjálmssyni, 25. desember 1942, bjuggu þau í Bol- ungarvík til 1958 en þá fluttu þau til Reyiqavíkur. Afi vann hjá Hval hf. í 30 ár. Amma og afí eignuðust 4 börn saman. Þau eru: Vilhjálmur, sjó- maður, búsettur í Breiðholti, Að- alfríður, húsmóðir, búsett í Kópa- vogi, Hjördís, verkakona, búsett í Hafnarfírði, Egill, fyrrum sjómað- ur, en hann slasaðist 1979, búsettur í Breiðholti. Amma vann utan heimilis eftir að hún kom til Reykjavíkur, starf- aði hún á matstofu Austurbæjar og á Laugavegi 28. Amma bjó hjá dóttur sinni og tengdasyni, Fríðu og Hermanni, eftir að afí lést en hann lést 15. nóvember 1979. Amma var baráttukona enda sýndi hún það best í veikindum sínum. Við þökkum öll ömmu fyrir stundirnar sem við áttum með henni og allt það sem hún veitti okkur, því aldrei gleymdi hún afmælisdegi okkar, þó voru bamabömin 17 og bamabamabömin 7. Við þökkum öllum þeim er studdu hana í veikind- um hennar og biðjum guð að varð- veita sálu hennar. Hvíli hún í fríði. Fyrir hönd bamabama og bama- bamabarna, Laufey og Anna Magga Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) í dag kveðjum við tengdamóður mína, Sigrúni Sigurðardóttur, hús- móður. Hún lést í Landakotsspítala 10. janúar sl. eftir löng og ströng veikindi, en nú er þeirri baráttu lokið. Tengdamóðir mín var fædd á Fæti í Ögursveit, 28. nóvember 1915, hún var fímmta af níu systk- inum. Þar ólst hún upp til átta ára aldurs en eftir það vistaðist hún á ýmsum bæjum, til að létta undir hinu stóra heimili foreldra sinna, en þau voru Steinunn Hjaltlína Jónsdóttir og Sigurður Salómons- son. Eftir tvítugt kynnist hún eigin- manni sínum, Stefáni Vilhjálms- syni, ættuðum frá Hafnarfírði, fæddur 28. nóvember 1908. Hófu þau búskap í Bolungarvík þar sem Stefán stundaði sjó, en Sigrún sá um heimilið. Þeim varð fjögurra barna auðið: Vilhjálmur sjómaður, Aðalfríður húsmóðir, Hjördís verka- kona, og Egill fyrrum sjómaður. Árið 1958 flytjast þau til Reykjavíkur. Hóf Sigrún fljótlega að vinna utan heimilis er suður kom, á matstofu Austurbæjar og Laugavegi 28, auk þess dvöldu for- eldrar Sigrúnar hjá þeim fyrstu fimm árin. Einnig ólu þau upp elsta barnabam sitt, Lárus, til sex ára aldurs, enda alltaf nóg rými hjá þeim þó húsnæðið væri sjaldnast stórt og nutum við þess öll í skemmri eða lengri tíma, á fyrstu bjúskaparárum okkar. Aldrei heyrð- um við þau kvarta þó oft væri þröngt og lætin mikil í bamaböm- um þeirra, en þau urðu 17 talsins. Seinast héldu þau heimili á Mel- tröð 10, þar lést Stefán 20. nóvem- ber 1979 og var það Sigrúnu sár missir. Eftir lát Stefáns flytur Sig- rún til dóttur sinnar og tengdason- ar, Fríðu og Hermanns. Og veit ég að þar leið henni best, því fyrir kom að hún dvaldi hjá okkur hinum tíma og tíma en vildi alltaf fara sem fyrst heim, heim aftur, og verður þeim hjónum seint þakkað sú mikla umönnun sem þau veittu henni. Samband okkar Sigrúnar var gott, þó ekki værum við alltaf sam- mála um landsins gagn og nauð- synjar. Margs er að minnast á stundum sem þessum, og hugurinn reikar yfir liðna tíð. Efst er mér í huga ferðalög sem við fórum þrjár sam- an, Sigrún, Fríða og ég, ásamt bömum okkar tveimur, sumurin ’83 og ’84. Fyrri ferðin var farin á heimaslóðir Sigrúnar og naut hún þess að sýna okkur æskustöðvam- ar. Seinni ferðin var farin um Eyja- §örð og dvöldum við þar vikulangt í sumarbústað og þar naut Sigrún sín ekki síður en bamabörnin tvö, þó var Sigrún orðin veik af þeim sjúkdómi er leiddi hana til dauða. Eg þakka Sigrúnu allt sem hún hefur veitt mér og fjölskyldu minni, megi góður Guð geyma hana. Svo þökkum við öllum þeim er hjúkmðu henni í veikindum hennar. Far þú í friði friður guðs þig blessi." (V. Br.) Lóa Hinn 10. janúar síðastliðinn lést í Landakotsspítala Sigrún Sigurðar- dóttir, Sæbólsbraut 28, Kópavogi. Sigrún var fædd á Fæti við ísafjarð- ardjúp 28. nóvember 1915. Foreldr- ar hennar vom Sigurður Salómons- son og Steinunn Jónsdóttir, Vest- firðingar bæði tvö. Sigrún átti átta systkini, sem ólust að mestu upp saman. Æsku- heimilið var ekki stórt í sniðum eins og oft vildi vera á þessum tímum. Ef tvennt fór saman, að hægt var að afla heyja fyrir 10—15 ær og lenda bát, þá var nokkuð mikið fengið til að geta framfleytt stómm barnahóp með þrotlausri vinnu og að allir tækju þátt í baráttunni. Öll vom systkinin hamhleypur til vinnu og vom þess vegna eftirsótt á þá bæi í nágrenninu, þar sem meiri umsvif vom og þannig hjálp- uðu þau foreldrum sínum í lífsbar- áttunni. Árið 1936 urðu þáttaskil í lífí Sigrúnar og fjölskyldu hennar, en þá brann Tjaldtangi, hús Jónu, systur Sigrúnar og Ebbeneser manns hennar, en skammt var á milli húsa þeirra. Þá vom nokkm áður hafnir flutningar fólks úr sveitinni og út í sjávarþorpin og var Bolungarvík þá vaxandi sjávarpláss við Djúp og þangað fluttist þessi fjölskylda. I Bolungarvík snerist að sjálfsögðu allt um fisk og sjó og þar var starfsvettvangur þessa fólks næstu árin. Til Bolungarvíkur hafði flutt ungur maður frá Hafnarfírði sem hét Stefán Vilhjálmsson og felldu þau Sigrún hugi saman og giftust 25. desember 1942. Sigrún og Stefán eignuðust fjög- ur böm en þau em, Vilhjálmur, 39 sambýliskona hans er Björg Sigur- geirsdóttir; Aðalfríður, gift Her- manni Sölvasyni; Hjördís, hún er ógift, og Egill, giftur Ólafíu Magn- úsdóttur. Bamabörnin em 17 og bamabamabörnin 5. Árið 1958 flytja þau Sigrún og Stefán tiiu. Reykjavíkur og búa þá í litlu húsi við Rauðarárstíg, sem nú hefur vik- ið fyrir stærri byggingiim. í þetta lítla húsnæði tók Sigrún foreldra sína, sem fluttu þá frá Bolungarvík og hafði hún þau hjá sér næstu árin. Sigrún var þannig gerð að hún hafði alltaf pláss og lag á að geta látið öllum líða vel hjá sér. Aldrei minnist ég þess að hafa hitt hana öðm vísi en káta og glaða og alltaf fann hún björtu hliðamar á málun- um. Sigrúnu líkaði ekki deyfð og dmngi þar sem hún var, hún var orðheppin og gat reytt af sér brand- arana svo að fólk gat hlegið af öllu hjarta, spurði hún þá gjaman af hvetju fólk væri að hlæja. Stefán, maður Sigrúnar, andaðist haustið 1979 og skömmu síðar slasaðist Egill sonur þeirra alvarlega, það vom Sigrúnu erfiðir dagar, en með sálarró og æðmleysi gat hún veitt syni sínum og tengdadóttur andleg- an styrk. Eftir lát Stefáns flutti Sigrún til Aðalfríðar dóttur sinnar og manns hennar og önnuðust þau Sigrúnu til dauðadags, þar uppskar Sigrún eins og hún hafði sáð. Að lokum þakka ég frænku minni fyrir alla þá birtu og þann yl, sem, hún hefur látið mér í té. Guð blessi hana. Þórarinn -fienu- GARÐURINN Aðalstræti 9 - Kringlunni Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.