Morgunblaðið - 19.01.1989, Page 45

Morgunblaðið - 19.01.1989, Page 45
í>g«>r HAÍtMAl er KUOAriTJTMMrí öiaA.IffVRIOHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR Í9. JANÚAR 1989 45 Kveðja frá nemendum og starfsfólki Ártúnsskóla Hann Jón Ingvar er dáinn. Löngu og erfiðu stríði þessa litla drengs við illkynja sjúkdóm er lokið. 9 ára gamall er hann burtu kallaður úr heimi og ekki virtist vera önnur lausn frá miklum þjáningum. Það er oft erfitt að sætta sig við þennan dóm, sérstaklega þegar sá dómur er upp kveðinn yfir ungu lífi sem átti allt lífið framundan. Spurningin um réttlæti dómsins er áleitin, en við henni fást engin svör. Kynni okkar af Jóni Ingvari hóf- ust haustið 1987, þegar hann kom í nýja skólann sinn, Ártúnsskóla. Þá þegar var sjúkdómurinn er hreif hann á brott frá okkur farinn að setja verulegt mark á þennan litla dreng. Engu að síður var lífslöngun hans og lífsgleði öllu yfirsterkari og undi hann sér hið besta í skólan- um. Bekkjarfélagar hans reyndust honum líka sómafélagar og tryggir vinir, sem gerðu honum lífið bæri- legra með ýmsum hætti. Þeirra söknuður er mikill, nú þegar séð er á bak góðum dreng og vini. Starfsfólk og nemendur Ártúns- skóla votta foreldrum Jóns Ingvars sína dýpstu samúð og biðja algóðan Guð að gefa þeim styrk til þess að standast þá miklu raun sem þeim er nú búin. Styrkur okkur öllum til handa hlýtur að vera í því fólginn að trúa því að Jón Ingvar eigi vísan sælan samastað hjá Guði, laus við þær þjáningar sem lífíð hér á jörðu bjó honum. Hugur okkar er hjá elskulegum vini í hinstu för hans. Megi Jón Ingvar eiga góða heimkomu í himnaríki og njóta þar yndis í faðmi alföður. Þegar dauðinn knýr dyra erum við alltaf óviðbúin, jafnvel þótt við vitum að hvetju stefnir. Þetta varð ég áþreifanlega vör við er ég frétti um andlát litla frænda míns, Jóns Ingvars. Hann lést að kvöldi 6. janúar sl. eftir langvarandi og illkynja sjúk- dóm, sjúkdóm sem manni fínnst að böm eigi ekki að fá. Jón Ingvar var fæddur 10. des- ember 1979 og var annað bam þeirra Kristínar Einarsdóttur og Erlendar Ingvars Jónssonar, fyrir áttu þau Einar og síðar eignuðust þau Atla Má. Það er erfitt fyrir fullorðna að skilja dauðann, en ekki síður fyrir bræður hans svo unga að skilja og sætta sig við að horfa á eftir bróður sínum. Þessa sjúkdóms varð fyrst vart þegar hann var einungis tveggja og hálfs árs, en eftir velheppnaða læknismeðferð glæddust. vonir um að tekist hefði að vinna bug á hon- um. Þessar vonir urðu að engu þeg- ar sjúkdómsins varð vart tæpum fimm árum síðar. Það var aðdáunarvert að horfa uppá það hugrekki og þá hetjudáð, sem hann og foreldrar hans sýndu í baráttunni við veikindin og ekki síst þann styrk er þau veittu honum í lokin. Eg kynntist Jóni Ingvari vel er hann var hjá mér hluta úr degi í nokkra mánuði er hann var á öðru ári og seinna vildi þannig til að hann var hjá mér á bamaheimili í eitt ár. Auk þess hefur alltaf verið góður samgangur milli fjölskyldn- anna. Það kom fljótt í ljós að hann hafði mikla hæfileika á sviði mynd- listar og bera teikningar hans og myndir þess glögg merki. Hann bjó líka til heilu sögurnar um myndim- ar sínar, sögur sem báru vitni um ftjótt og skemmtilegt ímyndunar- afl. Að skrifa um ævi níu ára bams er erfitt, þótt minningamar séu margar og læt ég því þessi fátæk- legu orð duga. Elsku Kristín, Elli, Einar og Atli Már ég sendi ykkur mínar inni- legustu samúðarkveðjur, megi allar góðar vættir blessa ykkur og styrkja. Margrét frænka. Það er alltaf sárt að sjá á eftir þeim, sem okkur þykir vænt um. Öllu sárara er að þurfa að kveðja þá, sem hefðu átt að eiga lífíð fram- undan sér. Að vera 9 ára og rétt að byija að takast á við lífið, skóla- gangan hafín, fyrstu bækurnar lesnar og lífið bíður f sínum fjöl- breytileik, og verða að deyja er ein- hvem veginn óréttlátt. En orð sem réttlæti og óréttlæti ætti ef til vill enginn að nota á slíkri stundu sem þessari, til þess erum við of fáfróð. Jón Ingvar Erlendsson lést föstu- daginn 6. janúar sl. í Landspítalan- um. Vinur okkar, Jón Ingvar, var bjartur og íjörugur strákur, mjög skýr og greindur. Hann var oft sjálfum sér nógur og gat dundað sér tímunum saman við að lita og teikna og voru teikningar hans mjög þroskaðar og skemmtilegar. Hann hafði lært að tjá sig með því að mála, lita og teikna. „Þegar mér líður illa, er reiður eða illt í höfð- inu, þá mála ég og mér líður þá betur,“ sagði hann eitt sinn. í ímyndunarleikjum voru geimvemr hans uppáhald, þar fékk leikgleðin mikla útrás. Jón Ingvar var frekar hár í lofti og myndarlegur strákur. Það er óskaplegt sárt að sjá þennan góða dreng fara svo ungan, hann kynntist svo litlu af lífinu. Á þriðja ári kom upp æxli í höfði sem átti eftir að valda andláti hans. Eftir erfíðan uppskurð hér heima fór hann í geislameðferð til Dan- merkur. Var þá óvíst hvort hann ætti afturkvæmt. En meðhöndlunin gekk betur en nokkur þorði að vona og kom hann heim heill og frískur. I nokkur ár gerðu allir sér vonir um, að Jón Ingvar ætti góðar líkur á að fá að lifa og verða stór. En þá tók æxlið sig upp aftur. Áfallið var auðvitað ólýsanlegt. Var æxlið fjarlægt með aðgerð og erfíð lyfja- meðferð reynd, sem lofaði reyndar litlu. Sl. vor tók æxlið að vaxa að nýju og var þá vitað, að Jón Ingvar ætti sér ekki batavon. Hann vissi þá sjálfur, hvað að var og að ekk- ert var hægt að gera, aðeins hægt að lina þjáningar hans. „Mamma, ég er ekki svo viss um að meðulin hafí drepið allar illkynja fmmum- ar,“ sagði hann við mömmu sína eftir lyfjameðferðina. Þetta var erfíður tími fyrir vin okkar, foreldra hans og bræður. En þau reyndu að lifa sem eðlileg- ast og leyfa bræðmnum að njóta tímans sem best. Jón Ingvar var þó ótrúlega sterkur og lifði níunda afmælisdaginn sinn. Það er ekki hægt að setja sig í spor Kristínar og Erlendar, foreldra hans, að missa son sinn svo ungan. En þau hafa staðið mjög vel saman og styrkt hvort annað. Það hlýtur að þurfa sterka sál og jákvætt við- horf til lífsins að standast slíkan missi. Þetta er ekki síður erfitt fyr- ir Einar, 12 ára bróður hans, sem sér góðan vin sinn fara í burtu. Jón Ingvar vissi að hverju stefndi. Hann var hugrakkur tappi enda þekkti hann bræðurna Ljónshjarta, sem fóm til grænu dalanna í Nangijala. Það er fallegt að eiga sér draum um betri tíma og Jón Ingvar var sáttur við að fara þang- að. Þar bíði amma Gúa með pönnu- kökur handa sér. Hvíli Jón Ingvar, vinur okkar, í friði. Rannveig Einarsdóttir, Kristján Hjaltason. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Þessi orð skáldkonunnar koma mér í hug þegar við kveðjum lítinn vin í hinsta sinn. Jón Ingvar var annar í röðinni af þrem drengjum þeirra Kristínar Einarsdóttur og Erlendar Ingvars Jónssonar. Elstur er Einar, fæddur 12. des- ember 1976, þá Jón Ingvar fæddur 10. desember 1979 og yngstur Atli Már, fæddur 25. júlí 1985. Eg kynntist þessum litla dreng aðeins nokkurra mánaða gömlum, þegar við fluttum í Suðurhólána. Hann var kátur lítill „Pjónki" sem átti það til að kútveltast á stóra bróður sínum Einari, sem þá var þriggja og hálfs árs og sem skreið á gólfínu eins cg litli bróðir vegna fötlunar sinnar. Kynni okkar foreldranna hófust í gegnum bömin okkar, því Ásdís dóttir mín og Einar höfðu verið saman á Múlaborg, og ég man enn hve hrifin hún vað sjá uppáhalds barnið sitt af dagheimilinu flytja í sama hús og hún. Eg laðaðist strax að litlu bjart- hærðu snáðunum og þótti gaman að fá að líta eftir þeim þegar þurfti, eða fá þá í heimsókn upp til mín með mömmu sinni. Jón Ingvar var varla meira en sjö mánaða þegar hann uppgötvaði að hann gat meira en bara tekið til Anna Jóhannes- dóttír - Kveðjuorð Okkur langar með fáum orðum að kveðja kæra vinkonu. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar við byijuðum allar með brennandi áhuga í fímleikum. Alltaf vorum við samferða í tíma og ekki var sleppt úr æfirigu. Þó árangurinn yrði ekki merkilegur var félags- skapurinn góður og ávallt glatt á hjalla. Kunningsskapurinn þróaðist svo upp í vináttu sem hélst þó leið- ir lægju sitt í hvora áttina. Anna útskrifaðist sem stúdent fyrst af okkur vinkonunum sem sýndi aðeins að hún leiddi hópinn og fór hljóðlega að. Ekki var mikil fyrirferð í kringum Önnu og alltaf var hún þar sem við vildum hafa hana, tilbúin að hlusta og hjálpa ef með þurfti. Eftir því sem árin liðu virtust vinasamböndin aðeins styrkjast, því alltaf gátum við sest niður og spjall- að þó oft liði langur tími á milli þess að við hittumst. Þrátt fyrir að Anna ætti við þenn- an erfiða sjúkdóm að stríða, sýndi hún okkur ótrúlegan kjark og lífsvilja og það var fátt sem gat stoppað hana af. Hún horfði raun- sæisaugum á það sem beið hennar og kenndi okkur þá um leið að gleðj- ast meira yfír bjartari hliðum tilver- unnar frekar en að einblína á þær dekkri. Það er alltaf sárt þegar ungir deyja en þegar við hugsum til baka sjáum við hversu mikinn kjark Anna sýndi með því að horfast i augu við örlögin og taka þau í sátt. Hún var þannig vel undir þetta búin og hjálp- aði okkur að takast á við hlutina eins og þeir komu fyrir. Að lokum viljum við þakka Önnu fyrir samfylgdina og gleðjumst yfir því að hafa fengið að kynnast henni. Nanna, Sigga og Lúcía í neðstu hillunni hjá mér, hann gat skriðið upp í hana og þar skríkti hann af ánægju, en svo brast kjark- inn þegar hann vildi niður aftur, hann var þó fljótur að vinna þessa þraut eins og aðrar og erfíðari síðar. Þeir döfnuðu vel bræðumir, und- ir handleiðslu og ástar góðra for- eldra. En sumt er það sem við fáum ekkert við gert og getum ekki skil- ið. Rúmum mánuði eftir tveggja ára afmælið hans, gætti ég hans sem oftar, hann var með smá hita litla skinnið og vildi bara láta halda á sér. En litli vinurinn var veikari en við héldum, og þurfti í skyndi á sjúkrahús. Þetta var erfiður dagur fyrir foreldra hans, en því miður bara sá fyrsti. Ekki liðu nema fáir mánuðir þar til sjúkdómurinn greindist og lítill drengur gekk í gegnum erfiða skurðaðgerð og geislameðferð. Hann hresstist furðu fljótt og leit út fyrir að hann hefði yfírunnið meinið. Einar og Jón Ingvar voru mjög samrýndir bræður, léku sér mikið saman og það sem annar fékk varð hinn að fá líka. Og þegar Einar byijaði í skólanum þurfí Jón Ingvar líka að fá tösku. Og ekki hallaði á með afmælisgjafír því þeirra veisla var sameiginleg. Jón Ingvar átti fallegt bros og falleg augu, hann var blíður í eðli sínu og þegar hann læddi hendi sinni í lófa minn eða tók um hálsinn á mér snerti hann alveg sérstakan streng. Þegar veikindi hans tóku sig upp aftur var eins og hann þroskaðist og öðlaðist ótrúlegan innri styrk sem hann miðlaði öðrum, og ekki hvað síst foreldrum sínum. Hann vissi hvert stefndi og þegar amma þeirra „amma Gúa“ eins og þeir kölluðu hana dó fyrir rúmu ári, þá sagði hann að hún væri far- in til annars lands í öðru heimi og þar biði hún eftir honum. Því veikari sem hann varð, því sterkari varð hann andlega, og beitti öllum sínum töfrum við að hughreysta aðra. Nokkrum dögum áður en hann lagðist inn í síðasta sinn, spurði hann mig hvort ég vildi eklri fá mynd ef hann teiknaði hana handa mér, ég gæti átt hann alltaf. Hann eyddi miklum kröftum í þessa mynd og mér finnst ég rík að eiga hana, ásamt öðrum hlut sem hann eitt sinn gaf mér. Elsku Einar minn, missir þinn er mikill, en mundu að Jón Ingvar og Gúa amma eru saman og fylgj- ast með þér og þykir alveg jafn vænt um þig þó þau geti ekki sagt þér það í orðum og mundu að nú er Jón Ingvar ekki veikur lengur honum líður vel hjá Guði og englun- um. Elsku Kristín og Elli, og Atli Már guð gefi ykkur styrk til að mæta sorginni og finna huggun og frið. Þetta er tómarúm verður aldrei fyllt nema með ljúfum minningum um fallegan og góðan dreng. ' Sigrún Guðgeirsdóttir, Ásdís og Vilhjálmur Ásgeirsbörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafin- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. t Ástkær sonur okkar og bróðir, LÝÐUR SIGURÐUR HJÁLMARSSON, Vitateig 4, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 20. janúar kl. 14.00. Katrín Karlsdóttir, Hjálmar Lýðsson. Esther Hjálmarsdóttir, Gunnar Örn ísleifsson, Valur Karl Hjálmarsson, Hafdis Björg Hjálmarsdóttir, Hulda Mekken Hjálmarsdóttir. t Útför bróður okkar, SIGURÐAR HELGASONAR, sem andaðist 13. þ.m. verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 20. janúar kl. 13.30. Valgerður Helgadóttir, Katrín Helgadóttir, Torfhildur Helgadóttir, Jóhanna Helgadóttir, Ingibjörg Helgadóttir, Magnús Helgason. t Innilegar þakkir færum við öllum, sem vottuðu okkur systkinunum og fjölskyldum samúð við fráfall og útför móður okkar, INGIBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR frá Vatnsdal, Vestmannaeyjum. Ásta Hlldur Sigurðardóttir, Högni Sigurðsson, Ólafur Sigurðsson, Sigríður Sigurðardóttir, Hulda Sigurðardóttir, Ólafur T ryggvason, og fjölskyldur okkar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.