Morgunblaðið - 19.01.1989, Page 53

Morgunblaðið - 19.01.1989, Page 53
53 MORGUNBLAÐH) ÍÞRÓTTIR FTMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1989 KNATTSPYRNA / ENSKA DEILDARBIKARKEPPNIN Chapman skoraði fjögur mörk Forest vann stórsigurá QPR, 5:2. Bristol City og West Ham einnig í undanúrslit LEE Chapman fór sannarlega hamförum er Nottingham For- est gersigraði QPR 5:2 á City Ground í 8-liða úrslitum deild- arbikarkeppninnar í gærkvöldi. Chapman skoraði fjögur mörk og hefði geta skorað fleiri. Kvað eftir annað opnaði hann vörn QPR upp á gátt og Lund- únaliðið saknaði sárlega fyrir- liða síns, miðvarðarins Alans McDonald, en án hans var vörnin eins og hjarahurð f roki. Nigel Clough skoraði eitt mark, en þeir Mark Stein og Dave Kerslake skoruðu fyrir QPR. West Ham vann einnig góðan sigur, á Aston Villa, og ör- uggari heldur en 2:1 gefur til kynna. Leikmenn Aston Villa voru á hælunum allan leikinn og áttu aldr- ei möguleika og lék West Ham þó án Alvins Martin og Ray Stewart. Liam Brady klúðraði viti í byrjun leiks, en síðan skoraði Paul Ince. Undir lokin bætti Dave Frá Bob Hennessy ÍEnglandi Kelly öðru marki við, en á lokasek- úndunum minnkaði Dave Platt muninn fyrir Villa í 1:2 með glæsi- legri hjólhestaspymu. Bradford tapaði óvænt heima fyrir Bristol City og átti enginn von á því eftir glæsilegt gengi Brad- ford í bikarleikjum í vetur, en bæði Everton og Tottenham hafa stein- legið. Gamla brýnið Joe Jordan valdi sig í liðið hjá Bristol og gaf tóninn er hann var bókaður á ijórðu mínútu. Alan Walsh skoraði sigur- markið í 1:0 sigri á fyrstu mínú- tunni. Eftir það sótti heimaliðið án afláts en allt kom fyrir ekki. Luton tók á móti Southampton og skildu liðin jöfn, Ricky Hill náði forystunni fyrir Luton seint í leikn- um, en Glenn Cockerill jafnaði í lokin. Þá léku Wimbledon og Everton á heimavelli fyrmefnda liðsins í Simot-keppninni. Everton sigraði 2:1 og skoruðu Wayn Clarke og Neil McDonald mörk liðsins, en John Scales svaraði fyrir heimaliðið. BIKARKEPPNIN Sjálfsmark felldi IMewcastle Watford náði loks að knýja fram sigur á Newcastle í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi er liðin áttust við í fjórða sinn. Alls léku liðin í 450 mínútur og það var sorgarsaga að segja frá hvemig Newcastle féll eftir allt erfíðið. Sjálfsmark sex mínútum fyrir lok framlengingar, skorað af fyririiða liðsins, Glenn Roeder. Lee Chapman, fyrrum félagi Sigurður Jónssonar hjá Sheffíeld Wed., var heldur betur á skotskónum í gærkvöldi. ÍÞRÚmR FOLK B DANSKI landsliðsmaðurinn í handknattleik, Otto Mertz, hefur ákveðið að yfirgefa Uniexpress á Spáni í lok þessa keppnistímabils hvað sem tautar og raular. Hann segir reyndar að hann sé ákaflega ánægður með dvölina og félag sitt, en eiginkona hans þurfi að ljúka sínu námi og það verði aðeins gert heima í Danmörku. ■ ANNAR danskur landsliðs- maður, Jan Erik Röpsdorf, hefur lýst yfír að hann ætli að hætta með landsliðinu eftir B-keppnina sem fram fer í Frakklandi í febrúar sem kunnugt er. Ber hann fyrir sig mikl- um önnum í starfi. ■ ÞEIR félagamir Trevor Put- ney og Robert Fleck hjá Norwich hafa meiri hluta þessa keppnistíma- bils farið allra ferða sinna á Ford Escort bifreiðum sem umboðið í Norwich lagði til í auglýsinga- skyni. Svo gerðist það dag einn fyrir skömmu, að umboðsmaðurinn mætti á æfingu og hafði bflana á brott með sér. Rifti samningnum á þeim forsendum að umboðið græddi ekkert á því að láta þá félaga aka um á bílum sínum. I SÆNSKI skíðakóngurinn gamalkunni, Ingimar Stenmark er að slá botninn í feril sinn og þann 8. aprfl næst komandi verður hans síðasta keppni, meistaramót í Salen í Svíþjóð. Ýmsum gömlum og góðum hefur verið boðið, svo sem bræðrunum Phil og Steve Mahre, Bojan Krizaj, Marc Girar- delli, Pirmin Zurbriggen og Stig Strand. ÍÞRÚmR FOLK ■ GRÆNLENSKA handknatt- leiksliðið K 1933 kemur til landsins í dag. Liðið leikur nokkra leiki fyr- ir norðan og verður fyrsti leikurinn á Akureyri annað kvöld kl. 19. Þá leikur K 1933 gegn KA. ■ ÖRNINN mikli, Eddie Ed- wards, nánar tiltekið hinn frækni skíðastökkvari Breta, sem ætíð er lang aftastur á merinni í keppnum heimsbikarsins, hefiar fengið tilboð frá bandarísku kvikmyndafyrir- tæki, reyndar ónefndu, sem vill gera myndband með ævisögu kemp- unnar. Alls er áætlað að það taki tvö ár að ljúka verkinu, en Öminn er tvístígandi (eða tvífljúgandi?), því hann tekur sig ekki hafa svo ríkulegan tíma aflögu. Hann sé á fullri ferð að keppa í heimsbikarn- um.eða þannig. ■ HOLLENSKA meistaraliðið PSV EINDHOVEN hefur náð sér í nýjan markvörð, en aðalmarkvörð- ur liðsins, Hans Van Breukelen meiddist illa á innanhúsmóti um áramótin. Nýi maðurinn er 22 ára gamall frá Excelsior, og heitir Carlo L’Ami. ■ BAYERN MUnchen hefur verið í keppnis- og æfingaferð í Bandaríkjunum síðustu vikur. Lið- inu hefur gengið mjög illa og tap- aði m.a. fyrir úrvalsliði háskólans í Kaliforníu. Þá lék liðið gegn mexíkönsku félagsliði og tapaði aftur. 0:2. ■ KÖLN leitar nú að manni í stað JUrgens Kohler sem liðið seldi fyrir skömmu. Liðið hefur augastað á þremur leikmönnum: Roland Grahammer frá Bayern og þeim Martin Kree og Roth Rekers frá Bochum. HANDBOLTI íslendingar gera það gott á Baltic Islenska handknattleiksdómar- amir Ólafur Haraldsson og Stef- án Amaldsson frá Akureyri fengu mikið hrós í v-þýska sjónvarpinu í gærkvöldi. Þeir stóðu sig mjög vel þegar þeir dæmdu leik V-Þjóðveija og Ungverja á Baltic FráJóni Halldórí Garðarssyni ÍV-Þýskalandi Cup. V-Þjóðveijar unnu auðveldan sigur, 23:12, yfir ungu og óreyndu liði Ungveija, sem eru að byggja upp nýtt landslið fyrir HM í Tékkó- slóvakíu 1990. V-Þjóðveijar notuðu alla sína menn í leiknum og áttu þeir auðveldan dag. ■Jochen Fraatz hjá Essen leikur ekki með V-Þjóðveijum á Baltic. Hann er með hlaupabóluna og er óvíst hvort að hann leiki í B-keppn- inni í Frakklandi. A-Þjóðveijar rétt mörðu Finna í hinum leiknum í B-riðlinum, 29:26. Sovétmenn lögðu Pólveija að velli, 29:23, í A-riðlinum og Tékkkó- slóvakía og V-Þýskaland b gerðu jafntefli, 17:17. íkvöld Eftirtaldir leikir verða í kvöld í 16-liða úrslitum Bikarkeppni KKÍ. í sviga má sjá úrslit í fyrri leik liðanna. Allir leik- imir hefjast kl. 20 nema leikur Léttis og ÍS sem hefst kl. 21.30. íþróttahúsið Strandgötu Haukar—Grindavík..........(68:73) íþróttahús Hagaskólans KR-Valur..................(50:63) Léttir-ÍS b...............(68:69) íþróttahús Kennaraháskólans ÍS—Tindastóll............(63:102) íþróttahús Se(jaskólans ÍR—Molduxar...............(79:64) X^0R'SUMAR l9S9^Qf} ,96WW' USTANN í SÍMA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.