Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
45. tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989 Prentsmiðja Morgnnbiaðsins
Reuter
Vigdís forseti í keisarahöllinni íJapan
Akíhító Japanskeisari og kona hans, Míchíkó, heilsa Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, í keis-
arahöllinni í Japan í gær. Fjölmargir þjóðhöfðingjar komu til Tókýó i gær til að vera viðstaddir
útför Híróthítós, fyrrum Japanskeisara, sem fram fer á morgun, og var þvi lögreglan með mikínn
viðbúnað í borginni. Leiðtogar um 160 ríkja verða við útförina og hafa líklega aldrei jafii margir
þjóðhöfðingjar komið saman á einum stað áður.
Meint efitiavopnaframleiðsla Líbýumanna:
Bresk, frönsk og
bandarísk fyrirtæki
bendluð við málið
Hong Kong. Reuter.
FYRIRTÆKI í Bandaríkjunum,
Bretlandi og Frakklandi aðstoð-
uðu Líbýumenn við byggingu
umdeildrar verksmiðju nærri
Trípóli en fullyrt hefiir verið að
þar hyggist stjórnvöld heQa fram-
leiðslu efnavopna. Einn forstjóra
vestur-þýska fyrirtækisins Siem-
ens skýrði blaðamönnum frá þessu
á ftindi í Hong Kong í gær. Fullvíst
er talið að vestur-þýskt fyrirtæki,
Imhausen-Chemie, hafi einnig átt
ólögleg viðskipti við Líbýumenn.
„Því miður er það svo að það fyrir-
tæki sem einkum átti hlut að máli
er vestur-þýskt en fjölmörg önnur
fyrirtæki komu þar einnig nærri,
fyrirtæki í Frakklandi, Bretlandi og
Bandaríkjunum," sagði Hans-Gerd
Neglein. Hann kvaðst ekki vilja láta
uppi hvaða fyrirtæki þetta væru en
bætti við að helsta stjómtölva verk-
smiðrjunnar væri bandarísk smíð.
Fyrr í þessum mánuði kvaðst Otto
Lambsdorf, fyrrum fjármálaráðherra
Vestur-Þýskalands, hafa heimildir
fyrir því að stjómtölvan hefði verið
framleidd í Bandaríkjunum.
Stjómvöld í Líbýu hafa neitað því
að unnt sé að framleiða efnavopn í
verksmiðjunni í Rabta en í skýrslu
sem stjóm Helmuts Kohls, kanslara
Vestur-Þýskalands, lagði fyrir þing-
menn fyrr í þessum mánuði er full-
yrt að verksmiðjan hafi einvörðungu
verið reist í þessum tilgangi.
Ofsóknir gegn tékkneskum
andófsmönnum aukast enn
Bretar vilja samræmdar aðgerðir EB-ríkja gegn kommúnistastjórninni
Prag, London. Reuter.
Kommúnistastj ómin f Tékkó-
slóvakiu herðir enn aðförina að
andófsmönnum í landinu. í gær-
morgun var talsmaður samtak-
anna Mannréttinda '77 handtekinn
og upp voru kveðnir dómar yfir
sjö andófsmönnum, sem verið
hafa framarlega f baráttunni fyrir
auknum mannréttindum. Var einn
þeirra dæmdur f eins árs fang-
elsi, annar í nfu mánaða, en hinir
fímm fengu skilorðsbundna dóma.
Frakkar og Bretar hafa nú bæst
í hóp þeirra þjóða, sem hafa mót-
mælt harðlega dóminum yfir Ieik-
ritahöfundinum Vaclav Havel en
í fyrradag var hann dæmdur f nfu
mánaða fangelsi fyrir undirróður.
Ætla Bretar að beita sér fyrir
samræmdum aðgerðum EB-ríkja
vegna þessa máls.
Sjömenningamir voru handteknir
Aðförin að Salman Rushdie:
Khomeini ítrek-
ar dauðahótunina
Lundúnum, New York. Reuter, Daily Telegraph.
KHOMEINI, trúarleiðtogi írana, ítrekaði f gær morðhótunina á hend-
ur Salman Rushdie, höfundi Söngva Satans, f sinni fyrstu yfirlýsingu
eftir heimkvaðningu sendiherra Evrópubandalagsríkja í Teheran.
Norman Mailer og fleiri bandarískir rithöfundar lýstu yfir stuðningi
við Rushdie þegar efiit var til mótmæla við skrifstofu sendinefiidar
írans hjá Sameinuðu þjóðunum.
„Vel má vera að Vesturlandabúar
haldi að efnahagslegar refsiaðgerð-
ir geti orðið til þess að við hættum
við að koma úrskurði Guðs í fram-
kvæmd," sagði Khomeini í yfirlýs-
ingu sinni. „Það er hins vegar af
slíkum aðgerðum sem við drögum
ályktanir okkar um hatur Vestur-
landabúa á múhameðstrúnni."
Fjölmargir bandarískir rithöf-
undar hlýddu á lestur úr Söngvum
Satans í New York í gær og tóku
síðan þátt í mótmælum við skrif-
stofu írönsku sendinefndarinnar við
Sameinuðu þjóðamar. Um 500
manns fordæmdu þar dauðahótan-
imar gegn Rushdie. Nokkrir rithöf-
undar sögðust ætla að krefjast þess
að bækur þeirra yrðu ekki seldar í
bókaverslunum, sem neita að selja
Söngva Satans vegna ótta um
hefndaraðgerðir.
í janúar þegar þúsundir manna komu
saman í Prag til að mótmæla hrotta-
skap lögreglunnar og krefjast frelsis.
Við réttarhöldin í gær sagði dómar-
inn veijandanum fjórum sinnum að
þegja og vísaði á bug öllum málaleit-
unum hans. Meðal sjömenninganna
eru ýmsir kunnustu baráttumenn
fyrir mannréttindum í Tékkóslóvakíu
og má nú heita, að allir forystumenn-
imir séu á bak við lás og slá.
Talsmaður óháðu mannréttinda-
samtakanna, Tomas Hradilek, var
handtekinn í gærmorgun á vinnustað
sínum, í sögunarmyllu í Norður-
Tékkóslóvakíu, en í síðasta mánuði
skrifaði hann stjómvöldum tvö bréf
þar sem hann fór hörðum orðum um
ofsóknir þeirra gegn andófsmönnum
og um ofbeldi lögreglunnar. Efni
bréfanna var birt á Vesturlöndum
og hefur eiginkona Hradileks það
eftir lögreglunni, að hann verði sak-
aður um undirróður og óhróður um
Tékkóslóvakíu erlendis. Em viður-
lögin allt að fímm ára fangelsi.
Francois Mitterrand Frakklands-
forseti skoraði í gær á Gustav Hus-
ak, forseta Tékkóslóvakíu, að ógilda
dóminn yfír Havel og breska ríkis-
stjómin ætlar að ráðgast um það við
aðrar ríkisstjómir EB-ríkja til hvaða
aðgerða verði gripið gegn tékknesk-
um stjómvöldum. Vestur-Þjóðveijar,
Austurríkismenn og Bandaríkjamenn
hafa einnig gagniýnt dóminn harð-
lega og í Póllandi var efnt til mót-
mæla af sömu sökum.
Handtökumar og réttarhöldin yfir
tékkneskum andófsmönnum eru þau
fyrstu, sem efnt er til síðan fulltrúar
35 ríkja á ráðstefnunni um öryggi
og samvinnu í Evrópu, þar á meðal
Tékka, undirrituðu í síðasta mánuði
skjal um aukin mannréttindi. í því
er sérstakt ákvæði um að ríkisstjóm-
um, sem grunaðar em um mannrétt-
indabrot, sé skylt að veita öðrum
ríkjum nákvæmar upplýsingar um
einstök mál og er hægt að krefjast
tvíhliða viðræðna ef ástæða þykir
til. Hollenska ríkisstjómin hefur
krafið þá tékknesku um upplýsingar
en ekki verið svarað og sagði tals-
maður hollenska utanríkisráðuneyt-
isins í gær, að nú yrði farið fram á
viðræður.
Finnland:
Streitan
læknuð í
ástarorlofi
Hclsinki. Reuter.
Embættismenn i finnska
heilbrigðisráðuneytinu hafa
lagt til, að stjómvöld standi
straum af svokölluðu ástaror-
lofi fyrir þá, sem þjást af
streitu og era að kikna undan
byrðum hins daglega lífs.
„Fólk, sem er þreytt og streitt,
á að fá tækifæri til að fara í
orlof þar sem það getur gleymt
áhyggjunum og endumærst við
blíðubrögð í ástúðlegu um-
hverfi," segir í vinnuskjali frá
heilbrigðisráðuneytinu en tals-
maður þess sagði, að málið yrði
tekið fyrir í næsta mánuði.
„Fáar tómstundir og allar þær
byrðar, sem daglega lffíð leggur
á herðar mönnum, koma einna
helst í veg fyrir ánægjulegt
kynlíf," sagði ennfremur í skjal-
inu þar sem einnig er lagt til,
að aukin verði útgáfa á munúð-
legu efni.
Á þessu öllu er aðeins sá
hængur, að streitusjúklingamir
verða sjálfir að útvega sér sína
ástmey eða ástmög fyrir orlofið.
Reuter
Bensín á múlasnann
Palestinumaður dælir bensíni á brúsa, sem festir hafa verið á
múlasna, við bensínstöð i Austur-Jerúsalem. Múlasninn flytur
siðan bensínið að tækjum, sem notuð eru við byggingarfram-
kvæmdir annars staðar i borginni.