Morgunblaðið - 23.02.1989, Síða 50

Morgunblaðið - 23.02.1989, Síða 50
50 MORGUNBLAÐŒ) IÞROl I iR FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989 HANDKNATTLEIKUR / B-KEPPNIN í FRAKKLANDI Mikilvægur leikurgegn Hollendingum: Island í 1 - sæti eða í C-keppnina ísland á möguleika á sigri í B-keppninni en getureinnig fallið niður í C-keppnina með því að tapa fyrir Hollandi ÍSLAND á möguleika á að leika til úrslita f B-keppninni, ef vel gengur. í versta falli gœti hins- vegar farið svo að ísland fálli niður f C-keppni og láki um 7.-8. sœti. Möguleikarnir eru margir og það skýrist ekki fyrr en f dag hvort íslendingar ná sœti f heimsmeistarakeppninni f Tékkóslóvakfu á nœsta ári. Idag leika fyrst Vestur-Þjóðveijar og Búlgarir, íslendingar og Hol- lendingar koma næstir og loks Rúmenar og Svisslendingar. Það verður því ekki fyrr en að loknum leik Rúmeníu og Sviss að í ljós kemur hvaða lið leika til úrslita og hvaða lið falla niður í C-keppnina. # Staðan í milliriðlinum er nú sú að ef ísland vinnur Holland á morg- un og Rúmenía og Sviss gera jafn- tefli þá er ísland í fyrsta sæti í riðl- inum. • Ef ísland sigrar Holland og Rúmenía eða Sviss vinnur innbyrð- isleikinn skiptir markahlutfall máli um hvaða lið nær fyrsta sæti í riðl- inum — ísland, Rúmenía eða Sviss — en íslendingar öruggir með a.m.k. 3. sætið. • Jafntefli hjá íslandi þýðir keppni um 3. eða 5. sæti. • Tap gegn Hollandi þýðir keppni um 3., 5., eða jafnvel 7. sæti, líklega gegn Dönum. Ef ísland tapaði í leik um 7. sætið félli liðið í C-keppni. Það er að vísu háð því að Kúba verði i einu af 10 efstu sætunum. Ef svo fer verður aðeins ein Evrópuþjóð eftir í B-keppninni, sú sem yrði í 7. sæti. • Markatalan kemur án efa til með að skipta máli. Þar standa Rúmenar best að vigi með 18 mörk í plús (105:87), Svisslendingar eru með 10 mörk í plús (82:72) og ís- lendingar með 9 mörk í plús (83:74). Það er því ljóst að íslendingar þurfa nauðsynlega að sigra Hol- lendinga í dag, HNEFALEIKAR Bardagi „hins góða“ og „hins illac< Bruno og Tyson mætast á sunnudag í keppni um heimsmeistaratitilinn í þungavigt Mlkllr penlngar í boöl Þeir Tyson og Bruno fara ekki snauðir fjárhagslega frá slagnum á sunnudaginn. Bruno, sem hefur verið nefndur „hinn góði“, fær tvær milljónir dollara eða um 100 milljónir íslenskra króna, en heimsmeistarinn, „hinn illi“, fær átta milljónir dollara eða um 560 milljónir íslenskra króna fyrir sjálfa viðureignina. Auk þess fá þeir dágóðan skilding fyrir aug- lýsingar og fleira. Tyson hefur töluvert verið í sviðsljósinu fyrir utan hringinn að undanfömu og telja margir að Tyson þekkir aóelns slgur Tyson þekkir ekki annað en sigur. í þau 35 skipti sem hann hefur mætt andstaeðingi sínum, hefur hann unnið 32 á rothöggi. Hann er talinn sigurstranglegri í viðureigninni við Bruno á sunnu- daginn. í veðbönkum eru líkumar níu á móti einum, Tyson í vil. Bnino aðelns tapað tvfvegls Frank Bmno, sem er fjórum ámm eldri en Tyson, á ekki mikið lakari árangur að baki. Hann hef- ur háð 36 viðureignir í hringnum og aðeins tapað tvívegis, fyrir James-Bonecmsher Smith og Tim Witherepoon, og unnið 31 and- HEIMSMEISTARINN í þungavigt, Mike Tyson, og áskorandinn breski, Frank Bruno, munu mœtast í hringnum í hnefaleika- keppni um heimsmeistaratitilinn í þungavigt á Hiiton hótelinu f Las Vegas aðfaranótt sunnudagsins. Margir bfða spenntir eftir þessari viðureign hins illa, Tyson, og hins góða, Bruno. hann sé ekki eins vel undirbúinn fyrir keppnina og Bmno. Hann lenti í handalögmáli við hnefa- leikamanninn Mitch Green í Harl- em í fyrra og handarbrotnaði við það. I september ók hann bíl sínum á tré og slasaðist lítils- háttar og svo hefur hann nýlega skilið við leikkonuna, Robin Gi- vens. Mlke Tyson þekkir ekki annað en sigur. í þau 35 skipti sem hann hefur mætt andstæðingi sínum, hefur hann unnið 32 á rot- höggi. Tyson, sem er 22 ára, hefur verið heimsmeistari í tvö ár. Hann varð yngstur til að vinna titilinn, aðeins 20 ára gamall, er hann rotaði Trevor Berbick í ann- arri lotu. í fyrra rotaði hann Mic- hael Spinks í Atlanta eftir aðeins 91 sekúndu. Hann segist staðráð- inn í því að slá met Jim Jeffries frá árinu 1900, en hann rotaði Jack Finnegan eftir aðeins 55 sekúndur. stæðing sinn á rothöggi. Bmno, sem er yngstur fimm systkina, er giftur hvítri konu, Laum, og á með henni tvær dæt- ur, Nicolu og Rachel. Hann vann sem byggingaverkamaður áður en hann gerðist atvinnumaður í hnefaleikum. Hann hefur undir- búið sig mjög vel og hefur verið í æfingabúðum í Arizona í fímm vikur. Frank Bruno hefur háð 36 viðureignir f hringnum og aðeins tapað tvfvegis. Hann hef- ur unnið 31 andstæðing sinn á rothöggi. Sala getraunaseðla með ensku knattspyrnunni lokar á laugardögum kl. 14:45. 8, LEIKVIKA- 25. FEBROAB1989 1 X 2 Leikur 1 AstonVilla - Charlton Leikur 2 Derby - Everton Leikur 3 Millwall - Coventry Leikur 4 Norwich - Man. Utd. Leikur 5 Southampton - Tottenham Leikur 6 Wimbledon - Sheff. Wed. Leikur 7 Bournemouth - Portsmouth Leikur 8 Barnslev - Blackburn Lelkur 9 Brighton - Watford Leikur 10 Oxford- Ipswich LeikurH Stoke - Leicester Leikur 12 Sunderland - Hull Símsvari hjá getraunum á laugardögum eftir kl. 17:15 er 91-84590 og -84464. Sprengipotturinn aekk ekki út, svo nú er pofturinn : -ekki bara tvöfaldur! SKÍÐI / HIVI í LAHTI Fyrstu gullverðlaun Harri Kirvesniemi Harri Kirvesniemi frá Finnlandi, betur þekktur sem eiginmaður Maiju Liisu, vann fyretu gullkverð- laun sína á stórmóti er hann sigr- aði í 15 km göngu með hefðbund- inni aðferð á HM í Lahti í gær. Kirvesniemi, sem er 30 ára og hefur unnið sex bronsverðlaun á ólympíuleikum og heimsmeistara- móti, náði loks að næla sér f gull- verðlaun. Hann gekk 15 km á 42.40,07 mínútum og var 3,3 sek á undan Norðmanninum, Paal Gunnar Mikkelsplass. Vegard Ul- vang, Noregi, varð þriðji 18 sek á eftir Mikkelsplass. Eiginkona Harri Kirvesniemi, Matja Liisa, vann gullverðlaun í 10 km göngu kvenna á föstudag og silfur í 15 km göngu á þriðjudag og getur flölskyldan þvf vel við unað. Gunde Svan, sem fyrirfram var talinn siguretranglegur, hafnaði í 6. sæti og Sovétmaðurinn, Vladimir Smimov, sem sigraði í 30 km göngunni, varð aðeins í 10. sæti. Hópferð til Parísar Samvinnuferðir/Landsýn hafa ákveðið að vera með sérstaka hópferð á úralitaleikina í B-keppninni í Frakklandi um helgina. Flogið verður beint til Parísar árdegis á laugardaginn og komið til baka á sunnudagskvöld. Leikimir um 3. og 5. sætið fara fram á laugardag og úrelitaleikurinn á sunnudag. Miðaverðið er kr. 22.500 og er þar innifalið flug, gisting með morgunverði á hóteli í París og miðar á alla þijá leikina. Ivanescu. Mlkkelsen. ■ NORSKIR „ íslendingar" hafa stutt við bakið á íslenska riðlinum. Hópur frá Noregi ætlaði að koma hingað til Strasbourg til að hvetja sína menn en þrátt fyrir að það dytti niður í C-hóp, og leiki nú um 12.-.16. sætið í Di- Skapti Hallgrímsson skrífarfrá Frakklandi jon, komu áhorfendumir engu að síður. Þeir fengu íslenska fánann hjá þeim hópi fslenskra áhorfenda sem hér era á vegum Samvinnu- ferða/Landsýnar, og sátu svo hóp- amir saman og hvöttu ísland af miklum krafti. Eftir leikinn gegn Vestur-Þjóðveijum þökkuðu íslensku stuðningsmennimir þeim norsku fyrir með því að bjóða þeim í mat. Eftir leikinn gegn Sviss þökkuðu Norðmennimir svo fyrir sig og buðu íslendingunum á dans- leik í Þýskalandi. ■ EIN kona er í SL-stuðnings- mannahópnum sem hér er. Það er Sigurborg eiginkona Jóns Kr. Óskarssonar, handboltafrömuðar úr FH, sem vitaskuld er einnig með í hópnum. ■ ÞÝSKUR blaðamaður kom að máli við Skúla Unnar Sveinsson, fyrrverandi íþróttafréttamann, og spurði hvort einhveijar líkur væra á því að búið hefði verið að semja um jafntefli í leik íslands og Sviss til að gera vonir Vestur-Þjóðveija um sæti í A-keppninni nánast að engu. „Við spilum alltaf til sigurs," var svarið, enda hefði verið auðvelt að láta Svisslendinga jafna í lokin, ef áhugi hefði verið á þvf. Með þessu gaf sá þýski í skyn að Svisslend- ingar hefðu hugsanlega reynt að greiða íslendingum fyrir að láta leikinn enda með jafntefli. En eins og sást kom það svo sannarlega ekki til greina. ■ DÖNSKU hlöðin sögðu frá því í gær að Norðmenn hafi óskað eftir því við Leif Mikkelsen, fyrr- um landsliðsþjálfara Dana, að hann taki við stjórn norska landsliðsins. ■ PETRE Ivanescu, landsliðs- þjálfari Vestur-Þjóðveija, þjálfar einnig félagsliðið TV Niederwurz- bach, sem leikur í 2. deild. Liðið er nú að vinna sig upp í úrvals- deildina, en samkvæmt reglum v- þýska handknattleikssambandsins getur landsliðsþjálfari ekki þjálfað lið í efstu deild. Fyrir tveimur áram kom sama staða upp, Ivanescu kom Dormagen upp í úrvalsdeild og varð að hætta með liðið. í blaðinu Bild er haft eftir Ivanescu að hann geri ekki sömu mistökin tvisvar og muni frekar hætta sem landsliðs- þjálfari og halda áfram með félags- liðið en hitt. Hann er greinilega byrjaður að þrýsta á að forráða- menn handknattleikssambandsins breyti reglum sínum. FÉLAGSMÁL Aðalfundur KA Aðalfundur KA verður haldinn í félagsheimili KA á morgun, fóstudaginn 24. febrúar, og hefst klukkan 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundaretörf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.