Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FTMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989
Skákmótið í Linares:
Góð byrjun Jóhanns en
Karpov óþekkjanlegur
Margeir Pétursson
SKÁKMÓTID í Linares á Spáni
fór af stað með miklum látum,
bæði við skákborðið og utan þess.
Fyrst fór Viktor Kortsjnoj burt
í fússi vegna þess að Sovétmað-
urinn Viktor Batúrinsk(j er skák-
stjóri. Fyrstu umferðinni var
frestað um tima á meðan reynt
var að tala Kortsjnoj til, en eftir
að hún byijaði kom slðk tafl-
mennska Karpovs gegn Nigel
Short nyög á óvart. Heimsmeist-
arinn fyrrverandi hafði teflt
u.þ.b. 60 kappskákir í röð án
taps, en fékk vonlausa stöðu
strax í byrjuninni gegn Short.
Jóhann EQartarson hefur komist
nýög vel frá fyrstu skákum
sínum f Linares. Hann hefur sam-
ið jafiitefli á biðskák sína við
Borfs Gu(jko úr fyrstu umferð,
en fyrr f akákinni var bann með
hartnær tapaða stöðu. í annarri
umferð lagði hann Alexander
Beljavskíj, Qórða stigahæsta
skákmann heims, að velli í æsi-
spennandi skák.
Kortsjnoj telur sig eiga Batúr-
inskfj mjög grátt að gjalda, ekki
sízt frá þeim tíma að baráttan fyrir
frelsun konu hans og sonar frá
Sovétríkjunum stóð yfir. Kortsjnoj
hefur einnig sakað Batúrinskíj um
skjalafals í samningum fyrir fyrsta
einvígi hans við Karpov í Moskvu
árið 1974. Kortsjnoj segir ekkert
samkomulag hafa legið fyrir um
mótsstað þess einvígis, en Batúr-
inskíj hafi bætt klausu um að ein-
vígið skyldi teflt í Moskvu, inn á
skjal sem Kortsjnoj hafði þegar
undirritað.
Batúrinskíj er nú orðinn aldur-
hniginn, en hann starfaði sem sak-
sóknari á þeim tíma þegar Jósef
Stalín var við völd. Sfðan hann fór
á eftirlaun frá því starfi hefur
sovézka skákhreyfingin orðið
starfskrafta hans aðnjótandi, við
mismikinn fögnuð þeirra sem
stjómviska hans hefur bitnað á. Á
þessum áratug hafa áhrif hans
minnkað mikið, en altalað var að
hann hampaði Karpov á kostnað
annarra sovézkra stórmeistara.
Spánveijamir sem halda mótið
leggja mikið upp úr góðu sambandi
við Sovétmenn, enda em hvorki
meira né minna en fimm slíkir á
meðal ellefu þátttakenda. Þeir vilja
ekki fóma Batúrinskíj, sem hefur
verið skákstjóri í Linares f nokkur
ár í röð, og benda á að það hafi
legið fyrir strax í haust þegar
Kortsjnoj var boðið á mótið hver
yrði skákstjóri.
Mótið er í 16. styrkleikaflokki
FIDE, en svo hár flokkur mun ekki
áður hafa náðst á móti þar sem
tefla fleiri en átta skákmenn. Móts-
haldarinn, spænski auðkýfingurinn
Rentero, lagði svo mikið upp úr þvf
að slá það met að enginn spánskur
skákmaður þótti tækur í mótið.
Vakti þetta að vonum litla hrifningu
spænska skáksambandsins og
spænskra skákmanna, ekki sízt fyr-
ir þá sök að heimamaðurinn Illescas
kom mjög á óvart á mótinu í fyrra
og náði 50% vinninga. Þótti mörg-
um hann þvf eiga skilið að fá að
vera með í ár.
Þátttakendur á mótinu í Linares
em þessir 1. Karpov (Sovétr.) 2750
stig
2. Short (Engfandi) 2650 „
3. Beljavskíj (Sovétr.) 2640 „
4. Ivanchuk (Sovétr.) 2635 „
5. Jóhann Hjartarson 2615 „
6. Guljko (Bandaríkj.) 2610 „
7. Jusupov (Sovétr.) 2610 „
8. Timman (Hollandi) 2605 „
9. Portisch (Ungvl.) 2605 „
10. Sokolov (Sovétr.) 2605 „
11. Ljubojevic (Júgósl.) 2580 „
Við skulum nú lfta á tvær
sögulegu skákir sem hafa unnist á
mótinu til þessa:
Hvftt: Jóhann Hjartarson
Svart: Alexander Be(javsky
Spánski leikurinn
1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5
- a6 4. Ba4 - RfG 5. 0-0 - Be7
6. Hel - b5 7. BbS - d6 8. c3 -
0-0 9. h3 - Rb8
Breyer-afbrigðið, sem margir
muna vafalaust eftir frá 1972, þeg-
ar Spassky beitti því gegn Fischer.
Beljavskfj er helsti sérfræðingurinn
í því um þessar mundir og beitir
því ávallt þegar færi gefst. Hann
vann Jóhann með því á heimsbikar-
mótinu í Belfort í sumar. Nú kemur
hann hins vegar ekki að tómum
kofunum, því Jóhann átti von á því
að Karpov myndi beita því f ein-
vfginu um daginn.
10. d4 - Rbd7 11. c4!7
Þetta er frekar sjaldséður leikur,
langalgengast er 11. Rbd2
11. - c6 12. Dc2 - Bb7 13. Rc3
- b4
Beljavskíj lék 13. — h6 gegn
Timman í Belgrad 1987 og vann
skákina um síðir en fékk lakari
stöðu eftir 14. a3 — He8 15. Be3
- Bf8
14. Re2 - exd4 15. Rexd4 - He8I?
Hér hefur jafnan áður verið leik-
ið hinum eðlilega leik 15. — g6, sem
hótar 16. — c5.
16. Rf5 - BfB 17. Bg5 - h6 18.
Bf4 - Rc5 19. e5 - dxe5 20.
Bxe5 - Rfd7 21. Hadl - Rxe5!
22. Rxe5 - Dc7 23. Rg4 - Hxel+
Það er erfitt að ímynda sér að
svartur stæði lakar að vfgi ef hann
hefði leikið hér 23. — Df4. í staðinn
leggur Beljavskfj út f miklar fiækjur
þar sem hann lætur h6-peðið af
hendi til að gera menn sfna virkari
24. Hxel - Hd8 25. He3 - Bc8!T
26. Rfich6+! - Kh8
Auðvitað ekki 26. — gxh6? 27.
Rf6+ - Kg7 28. Hf3
27. Hf3 - Be6 28. Rf5 - g6 29.
Rh4 - Bg7
Markmið svarts með peðsfóminni
er komið í ljós. Menn hans standa
allir ákjósanlega og hann hefur
biskupaparið á meðan hvítur hefur
gefið miðborðið upp á bátinn og er
með gagnslausan biskup á b3. 30.
De2 - Dd6
Hér lendir svartur á villigötum.
Mér sýnist hann geta réttlætt peðs-
fóm sína með því að leika 30. —
De7! 31. g3 - Dg5!
31. De3 - Dd4 32. Dg5 - Re47
33. Rxg6+! — ficg6 34. Dxg6
Svartur er í miklum vandræðum
eftir fómina, því hvítur hótar bæði
35. Dxe6 og 35. Bc2. Þá gengur
34. — Bg8 ekki vegna 35. Hf5.
34. - Rd2 35. Bc2! - Rxf3+ 36.
gxf3 - Kg8 37. Dxe6+ - Kf8
38. Dxc6 - Dxb2 39. Bh7 - De2
40. Re3 — Del+ 41. Kg2 og f stað
þess að leika biðleik ákvað
Beljavskíj að gefast upp. Það þarf
ekki að koma á óvart þegar litið
er til þess að hvítur hefur þijú peð
fyrir skiptamun sem eru of miklar
bætur, fleiri peð em að falla og
kóngsstaða svarts er mjög slæm.
Anatólí Karpov hefur átt erfitt
uppdráttar í fýrstu umferðunum í
Linares. Hann var alveg óþekkjan-
legur í fyrstu skákinni við Short,
valdi lélegt byijunarafbrigði og eft-
ir slaka leiki f kjölfarið fékk hann
aldrei teflandi stöðu.
í annarri umferðinni gerði hann
sfðan jafritefli við Borfs Guljko með
hvítu. Eftir einvígið við Jóhann f
Seattle dvaldi Karpov í viku í New
York ásamt konu sinni Natössju.
Það er eins og dvölin í heimsborg-
inni hafi ekki haft góð áhrif á kapp-
ann. Það er ekki að vita hvað hefði
skeð í Seattle ef Karpov hefði
staldrað við í New York á leiðinni
Spámaðurinn og
bókmenntirnar
Erlendar baakur
Guðmundur Heiðar
Frímannsson
Salman Rushdie:
The Satanic Verses,
Viking 1988, 547 bls.
Ég á vin, sem heldur því fram,
að leiðinlegustu bækur, sem til em
f víðri veröid, séu Kóraninn og
Mein Kampf, og hefur lesið báðar.
Hann verst yfirleitt fimlega, þegar
ég reyni að finna gagndæmi, og
það stendur ekki á skýringum, þeg-
ar ég vil fá að vita, hvað það sé,
sem gerir þessar bækur leiðinlegar
umfram aðrar. Að Bibliunni frá-
taldri hefa sennilega engar tvær
bækur haft meiri sögulega þýðingu
en þessar tvær. Ég hélt lengi vel
að þriðja bókin hefði bætzt f þennan
hóp, þegar ég var að lesa Söngva
Satans. Það væri þvf einhvem veg-
inn við hæfi að múhameðstrúar-
menn víðsvegar um veröldina telji
sjálfsagt að beijast gegn bók, sem
er jafn leiðinleg Kóraninum, með
aðferðum, sem Mein Kampf telur
eðlilegar. En ég held þó að Söngv-
ar Satans séu ekki svo slæmir, nóg
er það nú samt, því að það er engu
orði ofaukið að segja bókina drep-
leiðinlega og það einkenni hennar,
æm yfirgnæfir öll önnur. En eftir
ríflega tvö hundruð síður fer hún
að vinna á og undir lokin eru kafl-
ar, sem em mjög vel gerðir og sér-
lega fallegir. Það er rétt að taka
fram, að það er ekki bara sérlyndi
mitt að bókin sé leiðinleg, heldur
virðist mér að flestum beri saman
um það, sem minnast á hana. Það
er svo dapurleg staðreynd um ver-
öldina, að mönnum skuli finnast
ástæða til að drepa mann og annan
vegna þessarar bókar. Hún stendur
engan veginn undir svo stórkostleg-
um framkvæmdum.
Söngvar Satans er frásögn af
tveimur mönnum, Gibreel Farishta
og Saladin Chamcha. Báðir eru
þeir Indveijar, Gibreel Farishta
þekktur leikari á Indlandi þar sem
kvikmyndaiðnaður er umfangsmeiri
en annars staðar f heiminum þessi
árin og hann leikur f goðsögulegum
myndum og guðfræðilegum, er
mjög vel þekktur og vellauðugur.
Saladin Chamcha er búsettur f Lon-
don og er leikari þar og honum
hefur safnast nokkur auður vegna
þess að hann hefur þá gáfu að geta
breytt rödd sinni í allra kvikinda
líki, hann talar inn á bamamyndir
gjaman allar raddir, sem þýðir
auknar tekjur fyrir hann og minni
kostnað fyrir framleiðandann. Hann
er kvæntur Pamelu, róttækri ungri
konu af góðum ættum, sem sífellt
ásakar mann sinn vegna íhalds-
samrar aðdáunar á öllu, sem brezkt
er. Bókin hefst á því, að þeir tveir
em að detta úr 32 þúsund feta hæð
yfir Ermarsundi, eftir að flugvélin,
sem þeir vom í, var sprengd í loft
upp. Þeir eiga heldur greindarlega
samræður, sem þeir falla niður f
Ermarsundið. Fyrsti hluti bókarinn-
ar fer síðan f að greina frá uppmna
þeirra og tildrögum þess, að þeir
em í þessari flugvél, sem hryðju-
verkamenn taka á sitt vald. Næsti
hluti bókarinnar segir nokkuð af
Múhameð spámanni og hvers konar
rakkarapakk safnaðist að honum,
þegar hann var að byija að breiða
út trúna. Sá kafli er draumur Gibre-
els. Þriðji hlutinn hefst á því að
gömul kona finnur þá féiaga f öng-
viti í fjörunni við norðanvert Ermar-
sundið og kemur þeim heim til sín
og hlúir að þeim. Þá hefst hin eigin-
lega saga og búnar 130 síður af
bókinni.
Fljótlega kemur lögreglan á vett-
vang vegna þess að hún hefur ver-
ið látin vita af gmnsamlegum
Salman Rushdie
mannaferðum á ströndinni. Hún
tekur Saladin til fanga vegna þess
að hann er ólöglegur innflytjandi,
enda er hann illa til fara og illa á
sig kominn eftir að hafa lifað af
fallið. Gibreel er hins vegar ekki
tekinn vegna þess að hann er allur
í betra ásigkomulagi og yfir höfði
hans er geislabaugur. I vörzlu lög-
reglunnar fer Saladin að breytast,
það fara að vaxa á hann hom og
hann verður loðinn eins og geit.
Hann andmælir því að hann sé ólög-
legur innflytjandi og segist vera sá
sem hann er og vitnar í ýmislegt
því til stuðnings. Það er að vísu
einn hængur á öllu saman og hann
er sá að opinberlega er hann talinn
af eins og allir aðrir í þotunni. En
lögreglan kemst að því að hann
hefur leyfí til að dvelja f landinu
og þá vaknar spuming um, hvemig
eigi að losa sig við hann, því að
lögreglan óttast að vera sökuð um
að gera óleyfilegar tilraunir á föng-
um sínum, þvf Saladin líkist æ
meira geit. Gibreel aftur á móti
lendir í ástarævintýri með hálf-
níræðum bjargvætti sínum og
kemst ekki á braut fyrr en eftir
nokkum tíma, þegar konan deyr.
Hann leitar þá uppi Alleluia Cone,
sem hann hafði séð í Indlandi og
sannfærzt um að hann elskaði.
Sagan greinir frá örlögum þeirra
félaga í Lundúnum og er ekki
ástæða til að rekja hana frekar
hér. En henni lýkur í Bombay á
Indlandi, þar sem Saladin er að
sækja föður sinn heim dauðvona,
en Gibreel hefur reynt að hefja
kvikmyndaleik á ný með litlum
árangri.
Það er rétt að taka fram, að
þessi stutta frásögn gefur afar
ófullkomna mynd af söguþræðin-
um. En það ætti þó að vera ljóst,
að hann er mjög óvenjulegur, svo
ekki sé meira sagt. Saman við hann
fléttast sfðan kynþáttaátök í Lon-
don, vangaveltur um gott og illt,
átök á milli trúarlegra sjónarmiða
og veraldlegra og síðast en ekki
sízt tveir draumar Gibreels um
Múhameð spámann. Það er engum
blöðum um það að fletta, að höfund-
urinn er snjall og útsjónarsamur og,
þegar honum tekzt bezt upp, góður
rithöfundur. En mikið af þessari
bók er agalaust kjaftæði, sem
gjaman hefði mátt strika út, þó
ekki væri nema í kurteisisskyni við
lesendur. Leiðindin f bókinni stafa
fyrst og fremst af því að aðalper-
sónur hennar eru lítið annað en
afsleppar loftmyndir lengi vel og
þráður sögunnar rýkur f þá átt, sem
öflugt hugarflug höfundarins dreg-
ur hann, en ekki þá, sem eðliseig-
indir persónanna hnfga. Stfllinn er
ekki sérlega merkilegur og það, sem
sagt er og sýnt um gott og illt er
svo yfirborðslegt, að ekki tekur
nokkru tali. Það stuðlar einnig að
leiðindum, að höfundurinn hefur
lítið og fátæklegt skopskyn og nýt-
ir sjaldnast þá möguleika, sem þráð-
urinn og aðstæður bjóða til að
skemmta lesandanum.
Það er svo kaldhæðni örlaganna,
að sá kafli, sem að ýmsu leyti er
skemmtilegastur og bezt heppnað-
ur, er seinni draumur Gibreels um
Múhameð spámann. Þar er því lýst,
þegar Múhameð snýr aftur til borg-
arinnar Jahilia og vinnur hana.
Hann fer að ráðum borgarhöfðingj-
ans að leyfa borginni nokkum tfma
til að laga sig að nýjum og strang-
ari siðum. Það er til dæmis sagt
að konur hafi verið mun fjálsari
áður en spámaðurinn náði yfir-
höndinni og skýringin á hinum nýja
sið hans að halda öllum konum í
kvennabúri og hleypa þeim einung-
is þaðan með blæju fyrir andliti og
dökkklæddum frá hvirfli til ilja sé
fyrst og fremst hagsmunir karla.
Nokkru púðri er eytt á þá staðreynd
að spámaðurinn tók sér tólf konur,
sem er meira en hann leyfði öðrum,
og það skýrt með pólitfskum hags-
munum hans, hann hafi ekki getað
neitað valdamiklum höfðingjum um
að þiggja dætur þeirra án þess að
móðga þá. Þar segir einnig af hóru-
húsinu Gluggatjaldinu í þessari
merku borg, sem fékk að starfa
fyrst eftir að boigarbúar tóku hina
nýju trú. Þar unnu tólf gleðikonur,
sem datt það snjallræði í hug til
að örva viðskiptin að hver tæki sér
nafn einnar konu Múhameðs. Þessi
hýbreytni gafst vel, jók viðskiptin,
og smám saman gleymdu þær
sínum fyrri nöfrium. Þegar her
Múhameðs ákvað að bæta siði borg-
arinnar og loka hóruhúsinu höfðu
þær gleymt sínum fyrri nöfnum og
voru of skelkaðar til að gefa upp
nýju nöfiiin, svo að þær voru nefnd-
ar Gluggatjald, 1, 2 og svo fram-
vegis. Og sviptar lffínu. Þar segir
einnig af Baal og Salam, sem báðir
snerust gegn Múhameð.
Síðasti hluti bókarinnar „Lamp-
inn undursamlegi" er einnig vel
heppnaður, frásögnin hnitmiðuð,
sérstaklega er kaflinn um sfðustu
dægur föður Saladins fallegur. Það
er rétt að ráðleggja þeim, sem
hyggjast lesa bókina, að lesa fyrsta
hluta hennar vel, því að í honum
er að finna lykil að öllu því, sem á
eftir kemur.
Það er ekkert eðlilegra en að
múhameðstrúarmenn mótmæli
þessari bók. Engan þarf að furða á
þvf, að hún særi trúartilfínningar
þeirra. Fyrir utan það, sem þegar
hefur verið sagt, þá er það gefið í
skyn að spámaðurinn hafi verið
kvensamur. Það er munur á um-
burðarlyndi og afskiptaleysi. Það
er sjálfsögð krafa að múhameðstrú-
armenn sýni bókinni umburðar-
lyndi, þótt þeir hatist við hana eins
og þeir geti. En þegar höfundurinn
er sagður réttdræpur í nafni trúar-
innar og sett fé til höfuðs honum
hefur skrælingjalýðurinn tekið völd-
in, Mein Kampf og Kóraninn
runnar saman í eitt.