Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989 15 Ekki benda á mig Svar við athugasemdum hagdeildar Qármálaráðuneytisins eftirEggert Haukdal Bolli Þór Bollason skrifstofusljóri og Maríanna Jónasdóttir deildar- stjóri í hagdeild flármálaráðuneytis- ins gera athugasemdir í Moigun- blaðinu 31. janúar við grein er ég skrifaði í blaðið 19. janúar. En sú grein var að uppistöðu orð er ég mælti við afgreiðslu fjárlaga, þar sem ég gagnrýndi m.a. að þrátt fyrir aila sérfræðingana og stofnan- imar væri erfitt að fá réttar tölur um stöðu ríkiskassans hveiju sinni. Einnig minntist ég á hina nýju dýru hagdeild sem Jón Baldvin hafði stofiiað í tjármálaráðuneytinu í sinni tíð. Þessi orð mín hafa orðið hagdeildarmönnum tilefni athuga- semda. Hvað fyrra atriðið varðar stendur það óhrakið að stofnunum ríkisins bar ekki saman í sumar um fjárlagahaliann, hversu hann væri mikill. Allir muna að út ftá því spunnust orðaskipti milli ijármála- ráðherra og Þjóðhagsstofiiunar. Síðan kom að því að í hvert skipti sem Ólafur Ragnar taiaði í þinginu í haust tilkynnti hann nýjar tölur um fjárlagahallann. Nýjast í máiinu er fréttatilkynning fjármálaráðu- neytisins sem birtist fyrir fáum dögum, þar sem gatið í ágúst (693 milljónir) er komið upp í 7,2 millj- arða. Og nú er deilan snúin upp í það að vera á milli tveggja fjármála- ráðherra hvor eigi meiri „heiður" Eggert Haukdal „Hagstofnanir voru nægilega margar fyrir þ.e.: Fjárlaga- og hag- sýslustofnun, Þjóð- hagsstofiiun, Hagstofa Islands, Hagdeild Seðlabanka íslands og hagdeildir ríkisbank- anna.“ af hallanum og þar vill Ólafur Ragnar ýta sem mestu á Jón Bald- vin. Dagfari lýsir þessu vel með því að vitna í kunnan slagara „Ekki benda á mig,“ segir Jón, „Ekki benda á mig,“ segir Ólafur. Hvað síðara atriðið í athuga- semdunum varðar er rétt að taka fram eftirfarandi: 1. Hagdeild fjármálaráðuneytis- ins er sett á laggimar fyrri hluta árs 1988 til þess að annast áætlan- ir er varða telg'uhlið fjárlagafrv. og Ijárlaga. 2. Ekki er gert ráð fyrir þessari deild í reglugerð um stjómarráðið. 3. Sú reglugerð kveður á um að Fjárlaga- og hagsýslustofnun ann- ist þetta verkeftii, en Þjóðhags- stofnun hefur í raun unnið þessi störf í umboði Fjárlaga- og hag- sýslustofnunar. 4. Afleiðingar af stofnun deild- arinnar vom m.a. þær að hagsýslu- stjóri, Gunnar H. Hall, sá sig knú- inn til þess að segja af sér. Með honum fóm ýmsir af hinum vönu starfsmönnum Fjárlaga- og hag- sýslustofiiunar, því án samráðs við hagsýslustjóra var þessi nýja hag- deild sett á laggimar til að fást við verkefni sem reglugerð kvað á um að unnin væm af Fjárlaga- og hag- sýslustofnun eða í umboði hennar. 5. Hagstofnanir vom nægilega maigar fyrir, þ.e.: Fjárlaga- og hagsýslustofnun, Þjóðhagsstofnun, Hagstofa íslands, Hagdeild Seðla- banka íslands og hagdeildir ríkis- Landskeppni í eðlisfræði 146nemendur lukukeppni FORKEPPNI fór fram, þriðju- daginn 7. febrúar sl. fyrir fram- haldsskólanemendur í 13 skólum víðsvegar um landið. Af 230 sem tilkynntir voru í keppnina luku 146 keppninni, þar af aðeins 10 stúlkur. Forkeppnin var í því fólgin að leysa 30 Qölvalsspumingar á 2 klukkustundum og urðu tveir nem- endur efstir og jafnir með 20 réttar lausnir, Agni Asgeirsson, MR, og Guðbjöm FVeyr Jónsson, MA. Úrslitakeppnin fer fram um næstu helgi og hefur 13 nemendum verið boðið að taka þátt. Þeir munu keppa í verklegri og fræðilegri eðlis- fraeði í Háskóla fslands og veitir Moigunblaðið þeim efstu peninga- verðlaun og greiðir allan kostnað við keppnishaldið. Þeir sem taka þátt era: Agni Ásgeirsson, MR; Guðbjöm Freyr Jónsson, MA; Halldór Pálsson, MR; Gunnar Thomas Guðnason, FB; Asta Kristjana Sveinsdóttir, MR; Magnús Haukur Rögnvaldsson, MK; Pálmi Símonarson, MS; Krist- ján Leósson, MR; Leifur Geir Haf- steinsson, MH; Guðmundur Öm Jónsson, VÍ; Agúst Valfells, MR; Gunnar Pálsson, MA; Óskar Aðal- bjamarson, MA. Ólympíuleikamir í eðlisfræði fara fram i Varsjá í Póllandi í júlí nk. og verður þá allt að 5 keppendum í úrslitakeppninni boðið sem fulltrú- um íslands. Þeir þurfa þó að uppfylla þau skilyrði eðlisfræðileikanna að vera yngri en tvítugir við upphaf keppn- innar og vera ekki byijaðir í há- skólanámi. bankanna. Auk þessa er það m.a. hlutverk Ríkisendurskoðunar að fylgjast með framkvæmd flárlaga. 6. Hagdeild fjármálaráðuneytis- ins virtist undir stjóm Jóns Baldvins starfa sem pólitísk hagdeild, þar sem hún gagmýndi (var látin gagn- lýna) áætlanir um afkomuhorfur ríkissjóðs sl. sumar bæði frá Ríkis- endurskoðun og Þjóðhagsstofnun eins og áður er vikið að. Á þeim gmndvelli hélt Jón Baldvin Hanni- balsson því fram allt til hausts að halli á ríkissjóði yrði 693 mkr. 7. Hvað er dýrt? Spyija þau. Það er dýrt að setja á laggir óþarfa deild, nýja hagdeiid. Það er rétt að ennþá hafa aðeins tveir menn starfað á deildinni. En spum- ingar vakna vegna þeirra starfs- heita er þau Bolli og Marianna hafa og nota. Þarf skrifstofustjóra í deild með tveimur starfsmönnum? Þarf deildarstjóra til viðbótar við skrif- stofustjóra í deild þar sem starfs- menn era tveir? Boðar það ekki útþenslu í þessari viðbótardeild? Það er dýrt að láta margar deildir eða stofnanir ríkisins vinna sömu störf, jafnvel þótt einhveijar séu fámennar um hríð. Og ennþá dýr- ara verður að halda uppi þessu dreifða liði, ef það er sífellt ósam- mála um niðurstöðu. Höfundur er þiagmaður Sjálf- - stæðisflokksins fyrir Suðurlands- kjördæmi. Kókaín sífellt al- gengara í V-Evrópu TOLLVERÐIR í heiminum lögðu hald á um 2400 tonn af ólögleg- um eiturlyflum á árunum 1986 og 1987. Þar af voru kannabis- efiji meira en 2300 tonn, kókaín 69 tonn en heróín 9 tonn. Tölur fyrir fyrstu mánuði síðasta árs benda til að tollverðir hafi á þvi ári lagt hald á allt að helmingi meira af fikniefiium en árið 1987 og að hlutur kókaíns fiiri sívax- andi í V-Evrópu. Þessar upplýsingar er að finna í skýrslu sem Tollasamvinnuráðið í Bmssel hefur gefið út. Þar kemur og fram að meginmagn þeirra eitur- lyfja sem lagt er hald á í heiminum finnist við tollleit, oftast á landa- mæmm en í mestu magni um borð í flugvélum og skipum. Lögð er áhersla á það lykilhlutverk sem toll- verðir gegni í því að hindra út- breiðslu ólöglegra eiturlyfja og einnig þörf á nánu samstarfi við lögreglu, innanlands og á alþjóðleg- um vettvangi. Hlutur kókaíns en þó einkum heróíns fór vaxandi 1988, sérstak- lega í Vestur-Evrópu. Þar er talið að lagt hafi verið hald á tvöfalt meira af því efni 1988 en 1987 en fyrstu níu mánuði ársins fannst meira heróín á Spáni en í allri álf- unni 1987. Til marks um aukið kókaínmagn má nefna að tollverðir fundu þrefalt meira af þv? 1987 en 1986 og fyrstu níu mánuði 1988 hafði magn á kókaíni sem fundist hafi í álfunni við tollleit aftur þre- faldast frá fyrra ári. í skýrslunni er greint frá því að farþegar í áætlunarflugi hafí oftast verið staðnir að heróínsmygli en að sú breyting sé að verða á kókaíns- mygli að sé nú oftar en áður flutt með skipum.^ Þá er talið áberandi að landflótta íranir, búsettir í Tyrkl- andi, komi oft við sögu í heróín- málum, bæði í Vestur-Evrópu go Norður-Ameríku og einnig að Spánn sé nú orðinn aðaldreifimið- stöð fyrir kókaín í Vestur-Evrópu. Minna af kannabisefnum fannst 1987 en 1986 en tölur fyrir fyrri hluti 1988 bentu til að þau efni yrðu einnig meira áberandi en fyrr. Islensk bókaskrá 1985 og 1986 komin út KOMIN er út á vegum Lands- bókasafns íslensk bókaskrá ár- anna 1985 og 1986, og fylgir henni íslensk hljóðritaskrá þess- ara ára. Þá er unnið að bókaskrá áranna 1987 og 1988 og þess að vænta að 1987-skráin komu út í vor eða sumar. íslensk bókaskrá og hljóð- ritaskrá fást að venju S anddyri Safnahússins við Hverfisgötu. Hvernig lyktar deilunni um varaflugvöllinn? Sjálfstæðisfélögin í Reykjavílc, Vörður, Hvöt, Óðinn og Heimdallur, efnatil síðdegisfundar um varaf lugvallarmálið I Átthagasal Hótel Sögu í dag, fimmtudaginn 23. febrúar kl. 17.15. Ræðumenn: Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, Halldór Blöndal, alþingismaður, Matthías Á. Mathiesen, alþingismaður og fyrrv. ráðherra utanríkis- og samgöngumála, og Albert Jónsson, framkvæmdastjóri öryggis- málanefndar. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.