Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989 29 Málflutningur í Olís-málinu: Vanskil Olís 170 milljónir MUNNLEGUR málflutningur var í gærdag hjá borgarfótgeta um innsetningarbeiðni Landsbankans á útistandandi viðskiptakröfur Olís. Lögfræðingar beggja fluttu greinargerðir sínar, Reinhold Kristjánsson fyrir Landsbankann og Óskar Magnússon fyrir Olís. Landsbankinn byggir mál sitt á yfirlýsingu Qögurra stjórnarmanna Olís frá 1985 þar sem þeir skuldbinda sig til að iáta af hendi þessar kröfur óski bankinn þess. Lögmaður Olís aftur á móti telur að yfir- lýsingin bijóti í bága við veðlög og lög um hlutafélög. í máli Rein- holds kom m.a. fram að vanskil Olís við Landsbankann nema nú 170 milljónum króna. Þetta er töluvert hærri upphæð en áður hefúr komið fram. Reinhold Kristjánsson lögmaður Landsbankans flutti fyrst sitt mál. Hjá honum kom fram að Lands- bankinn óskar innsetningar á öll útistandandi verðbréf og reikninga Olís þann 3. febrúar s.l. samtals að upphæð 469.886.717 krónur. Frá þessari upphæð dragist þær kröfur sem greiðst hafa síðan. Þá gerði hann einnig kröfu um að inn- setningin nái til 44,2 milljón króna sem voru til innheimtu hjá lögmönn- um Olís auk kröfu um greiðslu málskostnaðar. í máli Reinholds kom fram að Landsbankinn byggir kröfu sína á yfirlýsingu sem fjórir af sjö stjóm- armönnum Olís skrifuðu 27. desem- ber 1985. í henni lýsir Olís því yfir að öll verðbréf og reikingar þess skuli afhentir hvenær sem er Lands- bankanum óski hann þess. Þessa yfirlýsingu sagði Reinhold vera óafturkallanlega og í gildi þar til aðilar hefðu samið um annað fyrir- komulag. Landsbankinn hefði óskað eftir því að Olís stæði við þessa yfirlýsingu 7. febrúar s.l. en ekkert svar fengið og því hefði verið grip- ið til innsetningarbeiðninnar. Valtýr Sigurðsson fótgeti stjóm- aði málflutningnum. Hann spurði Reinhold er hér var komið hvort skuldastaða Olís hefði einhver áhrif hvað varðaði ósk um að fá verð- bréfin og reikngana. Reinhold sagði svo ekki vera, heldur gæti Lands- bankinn, samkvæmt yfirlýsingunni, óskað eftir þeim hvenær sem væri. Reinhold vísaði síðan til sam- komulags sem gert var milli Lands- bankans og Olís 9. desember 1986 um upplýsingagjöf Olís til bankans. Þar væri vísað sérstaklega til yfir- lýsingarinnar sem sýndi að núver- andi eigendum og stjórn Olís væri fullkomnlega kunnugt um þessa yfírlýsingu. Þá gat hann þess einn- ig að frá 1985 hefðu ekki verið gerðir neinir samningar milli aðila sem tækju til breytinga á yfírlýsing- unni. Því teldi bankinn hana í gildi. Hann sagði að bankinn teldi brýna nauðsyn á því að innsetningin næði fram að ganga vegna mikilla skulda Olís við hann sem ekki væru sér- greindar tryggingar fyrir. Þannig væru nú 170 milljónir króna í van- skilum og hefði staðið á Olís að grynnka á þeirri skuld. Valtýr spurði Reinhold hvort aldrei áður hefði reynt á þessa yfir- lýsingu og sagði Reinhold svo ekki vera. Brýtur í bága við lög Óskar Magnússon lögmaður Olís gerði þær kröfur að innsetningin næði ekki fram að ganga og um greiðslu málskostnaðar. Þá áskildi hann sér rétt til þess að höfða mál til skaðabóta vegna þess fjárhags- lega skaða sem umbjóðandi sinn kynni að verða fyrir vegna þessa máls. í máli Óskars kom fram að inn- setningarbeiðnin beindist að teg- undarákveðnum eignum og réttind- um og gæti af þeirri ástæðu ekki náð fram að ganga. Landsbankinn tilgreindi aðeins...„öll verðbréf og reikinga sem Olfs hf. nú á fyrir útistandandi kröfum..." Engin til- raun væri gerð til að tilgreina þessi verðmæti einstaklega sem er þó grundvallarskilyrði þess að innsetn- ingargerð nái fram að ganga. Hvað varðar yfirlýsinguna frá 1985 sagði Óskar að hafi hún nokk- urn tíman verið skuldbindandi fyrir Olís féll hún úr gildi með samningi aðila 25. júní 1987. Þar er um að ræða heildarsamkomulag um við- skipti þeirra, skuldbreytingu, hlut- affjáraukningu, fýrirkomulag framtíðarviðsskipta, lánastarfsemi o.fl. Með þessu samkomulagi sé ljóst að aðilar sömdu um annað fyrirkomulag á samskiptum sínum en yfirlýsingin kveður á um. Óskar sagði að yfirlýsingin væri brot á veðlögum þar sem hún fæli í sér veðsetningu ótilgreindra framtíðarkrafna í eigu Olís. Slíkt væri óheimilt samkvæmt þessum lögum og frá þeirri meginreglu yrði ekki vikið nema með sérstakri laga- heimild. Einnig taldi Óskar að yfírlýsingin væri brot á lögum um hlutafélög þar sem stjóm hlutafélaga væri óheimilt að taka mikilvæga ákvörð- un um hag félagsins nema allir Morgunblaðið/Júlfus Frá málflutningnum hjá fótgeta. Reinhold Kristjánsson lögmaður Landsbankans, Valtýr Sigurðsson fótgeti, Óskar Magnússon og Ás-*' geir Þór Arnason lögmenn Olís. stjómarmenn hafí haft tök á að fjalla um málið sé þess kostur. Yfír- lýsingin hafí verið gerð af fjómm stjómarmönnum af sjö utan stjóm- arfundar án þess að fá neina um- fjöllun á þeim vettvangi fyrr eða síðar. Undir lok máls síns sagði Óskar m.a.: „Gerðarbeiðandi (Landsbank- inn innskot blm.) gerir það að sér- stakri málsástæðu að honum sé nauðsyn innsetningargerðarinnar þar eð 462 milljón króna skuld gerð- arþola (Olís, innskot blm.) við gerð- arbeiðenda sé án trygginga. Þessi málsástæða er röng. Gerðarbeið- andi telur sig samkvæmt eigin yfir- liti dags 1. febrúar 1989 hafa í inn- heimtu og að handveði verðbréf í eigu gerðarþola að fjárhæð 299.785.518 krónur sem ekki standi til trygginga öðmm sér- greindum skuldum." Auk framangreinds telur Óskar að framsetning skjala þeirra sem Landsbankinn hafí lagt fram í þessu réttarhaldi bijóti í bága við lög um þagnarskyldu viðskiptabanka. Fiskverö 6 uppboösmörkuðum 22. febrúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði V Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð varð varð (lestir) verð (kr.) Þorskur 53,50 42,00 45,02 45,141 2.032.088 Þorskur(óst) 50,00 30,00 46,05 25,322 1.166.158 25,00 25,00 Ol 1 lcipui öMJI Þorskur(dbl.) 27,00 27,00 27,00 0,084 2.282 Þorsk(umálósl) 25,00 5,00 25,00 1,252 31.300 Ýsa 65,00 62,00 63,97 4,549 291.088 Ýsa(ósl.) 70,00 55,00 60,04 9,140 548.823 Karfi 39,00 30,00 31,65 1,615 51.115 Steinbitur 30;00 15,00 16,35 0,666 10.890 Steinbítur(ósL) 16,00 13,00 13,80 8,897 122.737 Lúða 240,00 220,00 231,35 0,159 36.900 Langa 15,00 15,00 15,00 0,138 2.071 Keila 12,00 12,00 12,00 0,157 1.890 Samtals 43,96 98,144 4.314.411 Selt var aðall. úr Júlíusi Geirmundssyni fS, Bessa ÍS, Stakkavík ÁR, frá Tanga hf. og Nesveri hf. f dag verða m.a. seld 48 tonn af þorski og 2,5 tonn af ýsu úr Núpi ÞH, 10 tonn af þorski úr Má SH og óákveðið magn af bl. afla úr Þóri SF og Hafbjörgu HF. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 40,00 38,50 39,17 50,544 1.979.856 Þorsk(ósl.l.bL) 48,00 42,00 46,11 21,950 1.012.074 Þorsk(ósl1-2n) 42,00 42,00 42,00 3,117 130.914 Ýsa 22,00 20,00 20,69 1,190 24.618 Ýsa(ósL) 68,00 21,00 37,57 0,945 35.503 Steinbítur 10,00 10,00 10,00 0,247 2.470 Hlýri 12,00 12,00 12,00 0,200 2.400 Lúða 270,00 200,00 236,45 0,234 55.330 Langa 30,00 27,00 27,73 2,013 55.815 Skarkoli 66,00 66,00 66,00 0,040 2.640 Keila 8,00 8,00 8,00 0,189 1.512 Rauömagi 126,00 126,00 126,00 0,018 2.268 Samtals 40,56 80,687 3.305.400 Selt var úr Páli Pálssyni fS og netab. I dag verður selt úr netab. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 52,00 41,00 48,49 79,982 3.878.469 Þorskur(ósL) 60,00 36,00 47,76 4,410 210.600 Ýsa 72,00 41,00 61,31 8,098 490.571 Ýsa(ósL) 61,00 35,00 54,87 3,116 170.960 Ufsi 20,00 20,00 20,00 0,900 18.000 Ufsi(ósL) 22,50 15,00 22,09 1,463 32.320 Karfi 26,00 15,00 24,91 0,523 13.028 Steinbítur 43,00 23,00 42,66 0,875 37.325 Steinbíturfósl.J 19,00 15,00 15,28 0,376 5.744 Langa 39,00 32,00 36,34 0,166 6.033 Lúöa 305,00 200,00 277,92 0,068 18.665 Keila 21,50 17,00 20,42 0,768 16.683 Keila(ósL) 12,00 12,00 12,00 0,600 7.200 Samtals 48,41 101,366 4.906.860 Selt var aöallega úr Skarfi GK, Sighvati GK, Fönix GK, Jóhann- esi Jónssyni KE og Baldri KE. f dag verður selt úr dagróörabátum. Síðustu sýningar á Ævintýrum Hofbnans SÍÐUSTU sýningar á óperunni Ævintýrum Hoffinans verða á fþstudags- og sunnudagskvöld. Á föstudagssýningunni verður sýningin tekin upp á mynd- band. Ævintýri Hoffmans eftir Jac- ques Offenbach er viðamesta sýn- ing Þjóðleikhússins til þessa og fyrsta samvinnuverkefni íslensku ópemnnar og Þjóðleikhússins. í sýningunni taka þátt 15 ein- söngvarar, 60 manna kór, á fimmta tug hljóðfæraleikara og 7 listdansarar. Að erindaflutningi loknum svara framsögumenn fyrirspumum úr sal. Hátíðin, sem verður haldin f Garðsbúð á Gamla garði við Hringbraut, hefst klukkan 20. J. Cridon. Andrew Blaikie. Námskeið í velsæld og nuddi SÁLFRÆÐINGUR og huglækn- ir dr. Paul Horan heldur nám- skeið í kvöld klukkan 20.00 — 23.30, sem f fréttatilkynningu Þrídrangs, er nefht Velgengni og velsæld, f Odda, stofii 101. Um helgina heldur Horan annað námskeið í sálarfræði lfkamans og djúpveflanuddi og verður það í Jógastöðinni Heilsubót, Hátúni 6a. Fræðslufund- ur skógrækt- arfélagsins HJÁ Skógræktarfélagi Reykjavíkur eru nú talsverðar annir þótt tiðarfar virðist gróðri óhentugt. Unnið er m.á. að fræðslustarfí og verður næsti fræðslufundur félagins haldinn í Norræna hús- inu, í kvöld, fimmtudagskvöldið 23. febrúar ídukkan 20.30. Þar verða Jóhann Pálsson garð- yrkjustjóri, Sigurður Blöndal skógræktarsstjóri, Þorvaldur S. Þorvaldsson og Vilhjálmur Sig- tryggsson með myndapistla og fróðleiksmola um samfélag tijáa og mnna og fleira. Fleira er á döfinni, til dæmis hópferð austur í Mýrdal með þeim sem hefja þar skógrækt í vor. (Úr fréttatilkynningu) Ráðstefiia um öldrun- arfiræðslu HEILBRIGÐIS- og trygginga- málaráðuneytið og Samstarfs- nefiid um málefhi aldraðra efiia til kynningarfúndar um öldrunarfræði og öldruna- rfræðslu á íslandi föstudaginn 24. febrúar, í Borgartúni 6 f Reykjavík, og hefst fúndurinn klukkan 9.00 og lýkur um klukkan 16.00. Fundurinn er öllum opinn, en þátttakendum ber að greiða krón- ur 1.500. Fjallað verður um leiðir til sjá landsmönnum fyrir nægi- legri þekkingu til að mæta þörfum í öldmnarþjónustu á komandi ámm. Framsögn á fundinum hafa dr. Andrew Blakie og frú J. Cridon, sem bæði koma frá Lundarhá- skóla, svo og Guðrún Jónsdóttir frá félagsvfsindadeild Háskóla ís- lands og Hrafn Pálsson, deildar- stjóri í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. Hópvinna verð- ur um fyrirspumir til frummæ- lenda. (Fréttatílkynning) Yfirhershöfð- ingi NATO í Islandsferð JULLAN Oswald flotaforingi, einn af þremur yfírhershöfð- ingjum Atlantshafsbandalags- ins, var á ferð hér á landi 20. febrúar sl. Flotaforinginn fer með yfir- stjóm Ermarsunds- og Noiður- sjávarflota bandalagsins, auk þess sem hann stýri flota bandalagsins á austanverðu Norður-Atlants- hafi. Erindi hans var að ræða við yfírmann vamarliðsins í Keflavík, en einnig átt hann fund með emb- ættismönnum í utanríkisráðu- neytinu, þar sem honum var gerð grein fyrir sjónarmiðum íslend- inga í vamar- og öryggismálum auk þess sem rætt var um flota- umsvif Atlantshafsbandalagsins og öryggismál í höfunum almennt. Árleg hátíð þjóðfélags- firæðinema SAMFÉLAGIÐ, félag þjóðfé- lagsfiræðinema við Háskóla ís- lands, heldur sina árlegu hátíð, sem nefnd er spekingahátíð, næstkomandi föstudag. í ár er hátiðin helguð Jóni Sigurðssyni forseta. Framsögu á hátíðinni hafa: Einar Laxness sagnfræðingur, Guðmundur Magnússon sagn- fræðingur, Matthías Johannessen skáld og ritstjóri og ólafur Ragn- ar Grímsson fjármálaráðherra. 100 ára af- mæli fyrsta íslenska kenn- arafélagsins HUNDRAÐ ár verða liðin frá- þvi fyrsta kennarafélag á ís- landi var stofiiað, árið 1889, i dag, fímmtudaginn 23. febrúar. Það hét á sinni tið „Hið íslenska kennarafielag“. Aðalhvatamenn að stofnun fé- lagsins vora dr. Bjöm M. Olsen, aðjúnkt, Þórhallur Bjamason, dósent, og Jón Þórarinsson, al- þýðuskólakennari. Fyrsti forseti félagsins var dr. Bjöm M. Olsen. í tilefni af þessum tímamótum vilja samtök kennara á fslandi, minnast þeirra með afmælishófi kennara og verður það á Hótel Sögu, Súlnasal, klukkan 15.00 í dag fimmtudag. Þar verður flutt dagskrá í tali og tónum, sem hefst klukkan 16.00. Það era Kennarasambnd ís- lands og Hið íslenska kennarafé- lag sem standa að afmælishófínu. Undirbúningsnefnd á vegum KÍ og HÍK hefur jafnframt lagt drög að því að minnast þessara tíma- móta enn frekar síðar á árinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.