Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 43
e8€i SAuaaara .ss jnjOAdUTMMn ŒOAjaKuoaoM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989 OlöfJ. Krisijáns- dóttir - Minning í dag kveðjum við elsku ömmu okkar, Olöfu Jóhönnu Kristjándótt- ur, en hún lést þann 17. febrúar sl. Amma var orðin svo þreytt og þráði hvíld. En þó við vitum að nú líður henni vel, þar sem hún gengur um grænar grundir með afa Kalla, handan við móðuna miklu, getum við ekki látið vera að gráta svolítið. Við munum sakna hennar um ókomin ár. Amma trúði statt og stöðugt á líf eftir dauðann, svo við vitum að við eigum eftir að hittast aftur, þar er huggun harmi gegn. Amma fæddist í Reykjavík 30. janúar 1912. Hún bjó alla tíð í Reykjavík og kunni frá mörgu skemmtilegu að segja, sérstaklega var gaman að heyra hana tala um borgina sína þegar hún var ung stúlka. Amma sigldi líka til Kaup- mannahafnar þegar hún var ung, það hefur áreiðanlega ekki verið algengt að ungar stúlkur héldu til útlanda til að skoða sig um á millistríðsárunum, eins og hún sagði alltaf. Amma talaði aldrei illa um nokkum mann, hún var svo góð og grandvör að' slíkt hefði henni aldrei dottið í hug. Það var alveg sama hvemig við létum, henni fannst við alltaf ósköp indælar. í hugum okkar, einu bamabama hennar, lifír minningin um þessa góðu kona, sem alltaf var svo fín, las mikið og spilaði svo vel á píanó á meðan hún gat. Hún hvatti okkur alltaf til dáða og langaði til að við gætum lært á hljóðfæri, og hjálpaði okkur meira að segja til þess á ógleymanlegan hátt. Og við emm að reyna þó við verðum víst aldrei eins duglegar og amma. Við sáumst alltof sjaldan, því það var svo langt á milli okkar, og eflaust hefur amma oft verið einmana síðustu ár, þegar vinimir fóm að týnast burt. En alltaf var hún glöð þegar við töluðum við hana og sagði að sér liði vel og allir væm svo góðir við sig. Síðustu vikumar vom erfíðar, en þá naut hún umönnunar góðs hjúkmnarfólks, fyrst á Landspítal- anum og síðan á öldmnarlækninga- deildinni Hátúni 10. Við látum kvöldbænina okkar verða okkar hinstu kveðju til ömmu Ollu um leið og við biðjum góðan guð að blessa minningu hennar. Vertu guð faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni (Hallgrímur Pétursson) Guðbjörg Lísa og Eygló Ida. t Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug viö andlót og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa, SVEINBJÖRNS BERENTSSONAR, Túngötu 1, Sandgerðl. Elglnkona, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföð- ur og afa, DAÐA MAGNÚSSONAR, Krossholti 6. Sérstakar þakkir eru færöar samstarfsmönnum hans í slökkviliöi og flugþjónustudeild Keflavíkurflugvallar. Jóhanna Hallgrfmsdóttlr, Magnús Daðason, Svala Pðlsdóttir, Herborg Daöadóttir, Norman Drew Brylowe, Daði Daðason, Ósk Svavarsdóttlr, Vlgnir Daðason, Unnur Sigurðardóttlr og barnabörn. FRÆÐSLUFUNDUR um ferðamál fimmtudaginn 23. febrúar kl. 20.30 í félagsheimilinu. Erindi flytja: Páll Richardson, sem kynnirstarf- semiferðaþjónustu bænda íþágu hestamanna og reiðleiðir í byggð, Sveinn Runólfsson, land- græðslustjóri, semflyturerindi um hálendisferðir á hestum. Fræðslunefnd. Fulningahurðir Fura - greni VerA f rá kr. 11.780,- BÚSTOFN Smiðjuvegi 6, Kópavogi, símar 45670 og 44544. t Móðir mín, tengdamóð(r, amma, langamma og langalangamma, HÓLMFRÍÐUR SVEINBJÖRNSDÓTTIR frð Hrollaugsstöðum ð Langanssi, verður jarðsungin fró Húsavíkurkirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Vilhjðlmur Magnússon, Guörún Þórðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúö við andlót og útför BJÖRNS BJARNASONAR maglsters frð Steinnesl. Systkinabörn. Hvernig lyktar deilimni um varaflugvöllinn? Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík, Vörður, Hvöt, Oðinn og Heim- dallur, efíia til síðdegisfundar um varaflugvallarmálið í Átt- hagasal Hótel Sögu í dag, Smmtudag 23. febrúar klukkan 17.15. Leitast verður við að fá svör við ýmsum spumingum er málið varða, s.s: Er varaflugvöllur, sem Mann- virkjasjóður NATO kostar, hemað- arstykki? Er þörf á slíkum flugvelli hér á landi? Hvaða ráðherra hefur forræði í málinu? Hvemig lyktar deilunni um málið í ríkisstjóminni? Ræðumenn verða: Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra; Halldór Blöndal, alþingismaður; Matthías A. Mathiesen, alþingis- maður og fyrrverandi ráðherra ut- anríkis- oc sameönerumála: oer Al- bert Jónsson, framkvæmdastjóri Öryggismálanefndar. Ræðumenn flytja stutt erindi um varaflugvallarmálið. Hægt verður að bera fram fyrirspumir. Aukasýningar hjá Alþýðuleikhúsinu UM HELGINA verða tvær auka- sýningar á leikritinu „Koss kóngulóarkonunnar" eftir Manu- el Puig, sem Alþýðuleikhúsið heftir sýnt í Hlaðvarpanum, Vest- urgötu 3, frá því 23. október. Sýningar nú um helgina eru sem hér segir: 39. sýning föstudag 24. febrúar klukkan 20.30. og 40. sýn- ing sunnudaginn 26. febrúar klukk- an 17.00. Gullhöllin hefur opnað nýja og glæsilega verslun að Laugavegi 49. í tilefni af því veitum við ] 5% afslátt af öllum vömm út þessa viku. Verið velkomin sem LAUGAVEGI 49, SÍMI 17742

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.