Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989
Þingsályktunartillögur Alberts Guðmundssonar:
Lægrí skatta á ellilífeyrisþega
Albert Guðmundsson mælti í gær fyrir tveimur frumvörpum til
breytinga á lögum um tekju- og eignaskatt: 1) að enginn eignaskatt-
ur reiknist af ibúðum ellilífeyrisþega, sem þeir nýta sjálfir, af fyrstu
kr. 2.500 þús. af eignarskattstofhi en 0.95% af eignarskattstofhi
umfram þá Qárhæð; 2) að taka aftur upp í skattalög ákvæði um að
einstaklingar fái við starfslok laun tekjuskattsfijáls, að kr.
2.500.000-tekjumarki.
Bæði frumvörpin koma til framkvæmda við álagningu tekna og
eigna samkvæmt síðasta framtali, verði þau samþykkt.
Eignaskattar
ellilífeyrisþega
Albert sagði m.a.:
„Nýsett lög um viðbótar-eignar-
skattsálag þyngja skattbyrði ellilíf-
eyrisþega mjög og í mörgum tilfell-
um langt umfram greiðslugetu .. .
Með þessu frumvarpi er lagt til að
auknar skattaálögur á ellilífeyris-
þega verði teknar aftur og það fólk
greiði nú sama eignarskatt og það
gerði áður af því húsnæði sem það
notar sjálft, þ.e. 0.95% af hreinni
eign umfram 2,5 m.kr.
Margt af þessu fólki hefur litlar
eða engar tekur umfram eftirlaun
eða ellilífeyrisgreiðslur frá Trygg-
ingastofnun ríkisins og má ekki við
auknum skattaálögum ...
Ef svo fer sem horfir skv. nýju
eignarskattslögunum má gera ráð
fyrir að fjöldi ellilífeyrisþega neyð-
ist til að leysa upp heimili sín og
selja íbúðir eða einbýlishús. Stór-
aukið framboð á slíku húsnæði
myndi þýða verðfall á eignum þessa
fólks ... Líklega mun uppboðum
fjölga á eignum ellilífeyrisþega í
greiðsluþroti."
Albert sagði að ekki mætti
gleyma því að það væri þjóðarhagur
að aldraðir búi svo lengi sem kraft-
ar og heilsa leyfa í eigin húsnæði.
, Félagsmálaráðherra:
Skýrsla um stöðu
j afinr éttismála
JÓHANNA Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, lagði nýverið fram á
Alþingi skýrslu um stöðu og þróun jafiiréttismála f samræmi við lög
um jafiia stöðu og rétt kvenna og karla frá árinu 1985. Síðast var
hliðstæð skýrsla lögð fram á Alþingi veturinn 1986 til 1987.
í skýrslunni er m.a. greint frá
helstu niðurstöðum könnunar sem
Jafnréttisráð gerði á námsvali
kvenna og karla skólaárið 1985-86.
Leiddi könnunin m.a. í ljós mjög
glögga kynskiptingu í sambandi við
val á iðn- og tæknigreinum. Til dæm-
is kom í ljós að 97% þeirra sem völdu
nám í rafmagnsiðnum voru karlar.
Einnig kemur fram í skýrslunni
að enn er verulegur munur á tekjum
kvenna og karla. Dæmi um þetta eru
meðallaun stjómenda og sérfræðinga
Þingmenn úr öllum flokkum:
Verndun vatnsbóla
Fram hefur verið lögð tillaga
til þingsályktunar um verndun
vatnsbóla. Fyrsti flutningsmaður
er Kristín Einarsdóttir (Kvl/Rvk)
en meðflutningsmenn eru úr öll-
um þingflokkum.
Tillagan er svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjóminni að beita sér fyrir að
umhverfí allra byggðakjama á
landinu verði rannsakað og skipu-
lagt með tilliti til nýtingar og vemd-
unar grunnvatns.
Á skipulagsuppdráttum þéttbýl-
isstaða verði sýndi fyrirhuguð þró-
un byggðar, friðlýst svæði og önnur
landnotkun.
Jafnframt verði gert kort af jarð-
fræði og grunnvatnskerfum á við-
komandi svæðum með tilliti til
vatnsbóla."
Aldraðir eigi og annað og betra
skilið við starfslok en hrekjast úr
eigin íbúðum.
Síðustu atvinnutekjurnar
verði skattfijálsar
Albert sagði að þegar stað-
greiðsla var tekin upp hafí verið
afnuminn sérstakur frádráttur fyrir
þá launþega sem vóru að ljúka
starfsdegi sínum. Fyrir þessum frá-
drætti hafí lengi verið barizt og
hann komizt í lög vorið 1983. Þá
var samþykkt frumvarp Alberts um
þetta efni og ellefu annarra þing-
manna úr öllum flokkum.
Þegar staðgreiðsla var upp tekin
var því borið við að þessi réttur
hinna öldruðu ætti ekki lengur við
og ylli óviðráðanlegum flækjum.
Hvortveggja er rangt, sagði þing-
maðurinn. Staðgreiðslukerfið er
engin grundvallarbreyting á skatt-
kerfínu. Eftir sem áður verður
launamönnum gert að skila skatt-
skýrslu og hefðbundin álagning fer
fram um mitt ár.
Friðrik Sophusson:
Atvinnulífið feert í ríkisfjötra
Komissarar og flarstýring
Friðrik Sophusson (S/Rvk)
sagði í umræðu um svokallaðan
hlutafjársjóð að ríkisstjórnin
hafi í hyggju með rangri gengis-
skráningu, sem viðhaldi tap-
AIMflfil
rekstri i sjávarútvegi, og komm-
issarakerfi í hlutafjársjóðnum,
að feera atvinnulífið í viðja vax-
andi ríkisafskipta.
Hvemig stendur á því, spurði
Friðrik, að forsætisráðherra getur
margsagt að raungengi íslenzku
krónunnar sé of hátt, en látið síðan
kjurrt liggja að leiðrétta það? Á
að nýta ranga gengisskráningu til
að knýja fram skipulagsbreytingar
á atvinnulífinu að uppskrift Al-
þýðubandalagsins? Orðrétt sagði
þingmaðurinn:
„Á að endurskipuleggja fyrir-
tækin í landinu með þeim hætti
að opinberir aðilar, einkum og sér
í lagi þriggja manna kommissara-
kerfi sem á að koma á laggimar
sem stjóm í hlutafjársjóðnum, eigi
nú að fá öll völd um það, hvaða
menn séu settir í stjóm fyrirtækja
á grundvelli fjármagns sem á að
koma úr opinberum sjóðum og
bönkum? Ég spyr forsætisráð-
herra: hefur hann. hugleitt hvað
kemur út úr slíku kerfí? Hefur
hann hugsað út í það að hér er
verið að koma á mestu ríkisafskipt-
um af atvinnulífinu um margra
áratuga skeið?“
á ársverk árið 1985. Meðallaun karla
á ársverk í þessum störfum voru 643
þúsund krónur en kvenna 360 þús-
und. Atvinnuþátttaka karla og
kvenna og lengd vinnutíma er einnig
meðal efnis í kaflanum.
Skýrslu félagsmálaráðherra um
stöðu og þróun jafnréttismála er
hægt að fá í félagsmálaráðuneytinu,
Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, og á
skrifstofu Jafnréttisráðs, Laugavegi
118d.
Kynferðisbrot:
Frumvarp innan íarra vikna
sagði dómsmálaráðherra
„Hyggst ráðherra leggja fram frumvarp til laga um breytingu
á XXII. kafla hegningarlaga nr. 19/1940, sem Qallar um kynferðis-
afbrot, í samræmi við álit þeirrar nefiidar sem skipuð var af dóms-
málaráðherra 12. júní 1984, samkvæmt sérstakri þingsályktun,
og nýlega lauk störfum“?
ferðisnauðgun persóna af sama
kyni, en sú grein hefur falið í sér
miklu lakari vemd en ákvæði sem
snerta önnur kynferðisbrot, þegar
litið er til refsimarkanna. Slíkt fær
ekki samrýmst nútímaviðhorfum.
Þannig spyr Sólveig Péturs-
dóttir (S/Rvk) Halldór Ásgrímsson
dómsmálaráðherra. Sólveig taldi
tillögur nefndarinnar stefna til
réttrar áttar, m.a. styrktu þær
refsivemd bama og unglinga.
Ráðherra sagði m.a. að nauðg-
unarmálanefnd skilaði frumvarpi
til laga um breytingu á hluta á
22. kafla almennra hegningarlaga.
Hann taldi þó ekki rétt að leggja
fram fmmvarpið, eins og það kom
frá nefndinni, heldur láta það bíða
þar til lokið er við að endurskoða
framangreindan kafla hegningar-
laganna í heild. Sú vinna stendur
yfír. Vænti ég þess að frumvarpið
verði lagt fram á Alþingi innan
fárra vikna.
Fyrirspyijandi sagði nefndina
hafa unnið mjög gott starf. Ráðu-
neytismenn telji engu að síður að
hér hafí hálfu fmmvarpi verið
skilað. Ef svo er þá ber ráðherra
að knýja á um að hinn helmingur
þess líti dagsins Ijós. Eg treysti
því að ráðherrann leggi fram
frumvarpið hið fyrsta, sagði Sól-
veig, sem breytir í heild ákvæðum
hegningarlaga um kynferðisbrot,
ekki bara nauðgunarákvæðunum,
heldur líka ákvæðum t.d. um kyn-
„Að liðnum þremur árum“:
Vínveitingnm á
vegum ríkisins hætt
„Alþingi samþykkir að dregið
verði úr vínveitingum á vegum
ríkisins og allra stofiiana þess
hérlendis með það að markmiði
að þær verði afiiumdar að liðn-
um þremur árum.“
Þannig hljóðar tillaga til þings-
ályktunar um afnám vínveitinga á
vegum hins opinbera sem Jón
Helgason (F/Sl) og níu aðrir þing-
menn úr fímm þingflokkum flytja.
í greinargerð segir að áfengis-
neyzla sé alvarlegasta heilbrigðis-
vandamál alira þjóða. Alþjóðaheil-
brigðisstofnunin hafí sett sér það
markmið að minnka áfengisneyzlu
um 25% á næsta áratug, eða til
ársins 2000.
Þá segir að í íslenzku þjóðfélagi
blasi við alvarlegar afleiðingar
áfengisnautnar. Og orðrétt:
„Vegna þeirra áhrifa sem for-
dæmið hefur skiptir tvímælalaust
mestu máli að hægt sé að halda
samkomur á vegum ríkisvaldsins
án vínveitinga. Það væri áhrifarík-
ast til að breyta þeirri skoðun, sem
nú virðist ríkja almennt í þjóð-
félaginu, að ekki sé hægt að koma
saman án þess að áfengi sé á boð-
stólum og helzt allir neyti þess.“
Hjálp við
fátæk ríki:
Lögum
norræn-
an þróun-
arsjóð
í gær vóru samþykkt sem
lög frá Alþingi frumvarp
um norrænan þróunarsjóð.
Lögin eru staðfesting á
samningi milli Danmerkur,
Finnlands, íslands, Noregs
og Svíþjóðar um stofnun
þróunarsjóðs til aðstoðar
við fátækustu ríki heims.
Samningur um stofnun
sjóðsins var undirritaður í
Stokkhólmi 3. nóvember 1988.
Sjóðurinn skal undanþeginn
ákvæðum laga um skipan
gjaldeyris- og viðskiptamála.
Hann skal undanþeginn að-
stöðugjaldi, landsútsvari,
tekjuskatti og eignarskatti.
Lánssamningar sem sjóðurinn
er aðili að skulu undanþegnir
stimpilgjöldum og öðrum
gjöldum til hins opinbera.