Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FTMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989 kO 4* 35 IÞROTTIR UNGLINGA / KNATTSPYRNA UMSJON / Skúli Unnar Sveinsson Knattspyma í stað skólabóka NEMENDUR elstu bekkja grunnskólanna í Reykjavík breyttu dálftið út af venjunni í síðusta mánuði þegar þeir mœttu í Laugardalshöll ítvo daga í stað þess að mœta f kennslustofurnar f sínum skólum. í Höllinni fór fram mót í innanhússknattspyrnu á miili úrvalsliða úrelstu bekkjum ailra grunnskólanna í Reykjavík og var það íþrótta- og œskuiýðsráð Reykjavfkur sem gekkst fyrir mótinu. Mótið hófst með riðlakeppni á fímmtudaginn og var síðan fram haldið daginn eftir. Keppt var í §órum riðlum í Ölduslesskóll var nasnrl þvf að skora úr þessu faerl I undanúr- slltalelknum gegn Réttó, en það tókst ekkl og Róttó komst I úrsllt og vann að lokum. Morgunblaðið/SUS Úr lelk Fellaskóla og öídus- elsskóla. MorgunblaðiÖ/SUS SlguHIA Hagaskóla I stúlknaflokkl hafðl nokkra yfirburðl og slgur þelrra var aldrel i haettu. Morgunblaðið/SUS Strákamlr úr Róttó voni ekkl alveg vlsslr um hvemlg aettl að stllla sór upp fyrir myndatttkuna en það tókst samt að ná af þelm mynd. drengja- og stúlknaflokki. Sigur- vegarar í hveijum riðli léku síðan í undanúrslitum og þau lið sem urðu ofaná í þeim viðureignum léku til úrslita. í kvennaflokki voru það stúlkur úr Hagaskóla, Vogaskóla, Öldus- elsskóla og Fellaskóla sem kom- ust í undanúrslit. Stúlkumar úr Hagaskóla unnu lið Vogaskóla 3:0 í undanúrslitum og komust þvi- örugglega í úrslitaleikinn. í hinum undanúrslitaleiknum var meira flör. Eftir venjulegan leiktíma hafði stúlkunum úr Ólduselsskóla og Fellaskóla tekist að skora flög- ur mörk, tvö mörk hvoru liði og því þurfti að framlengja. Vegna tímahraks var ákveðið að það lið sem fyrr yrði til að skora teldist sigurvegari. Felladömur urðu fyrri til að skora og léku því til úrslita við Hagaskóla. Þeim leik lauk með 3:1 sigri Hagaskólans. í karlaflokki átti Ölduselsskóli einnig fulltrúa í undanúrslitum, eins og í kvennafíokki, og að auki voru lið frá Réttarholtsskóla, Hólabrekkuskóla og Álftamýrar- skóla. Strákamir í Réttó unnu lið Öldusels 2:0 og tryggðu sér þar með rétt til að leika til úrslita. Mótheijar þeirra þar var lið Álfta- mýrarskóla sem vann Hóla- brekkuskóla 2:1 í undanúrslitum. Úrslitaleikurinn var skemmti- legur og spennandi. Strákamir í Álftamýrarskóla léku af mikilli skynsemi, héldu boltanum vel og reyndu ekki að bijótast í gegnum vöm Réttarholtsskóla nema í góð- um færam. Þetta gekk upp fram- an af leiknum og náðu þeir forys- tunni. Staðan að venjulegum leiktíma loknum var 2:2 og því varð að framlengja með sömu formerkjum og í undanúrslitaleik kvenna. Það vora síðan piltamir úr Réttarholtsskóla sem urðu fyrri til að skora og tiyggðu sér þar með Grannskólameistaratitil Reykjavíkur í innanhússknatt- spymu. Iðnmeistari og úrvalsmaður eftir Aðalstein Jóhannsson Einn þeirra mætu og nafnkunnu manna, sem ég minnist frá æsku- áram mínum í Vestmannaeyjum á þriðja áratug aldarinnar, var Magn- ús Bergsson bakarameistari. Hann var meðal góðkunningja fósturfor- eldra minna, Thomasar Thomsens vélsmíðameistara og föðursystur minnar, Sigurlaugar Jónsdóttur. Magnús Bergsson var aðkomu- maður í Eyjum, fæddur í Reykjavík 2. okt. 1898. Foreldrar hans vora hjónin Bergur Jónsson skipstjóri, ættaður úr Borgarfírði, og Þóra Magnúsdóttir, Vigfússonar I Miðseli í Reykjavík, þekkt merkishjón. Berg- ur var skipstjóri á kútter „Surprise" og þekktur í sinni stétt sem farsæll skipstjómandi á skútuöldinni. Fjölskyldan átti um árabil heima í Hafnarfirði, og þar ólst Magnús upp í stóram systkinahóp. Ungur hóf hann iðnnám í brauðgerðarhúsi Einars Þorgilssonar í Hafnarfirði og útskrifaðist þaðan sem iðnsveinn árið 1919. Eftir það fluttist hann fljótlega til Vestmannaeyja og starf- aði þar að iðn sinni hjá Jóhanni Reyndal, sem komið hafði til Eyja frá Bolungarvík, þar sem hann byggði og rak bakarí um skeið. Jó- hann var danskur maður með ættar- nafnið Sörensen og hét svo fyrir vestan, en við flutninginn til Eyja tók hann sér ættamafnið Reyndal. Þar byggði hann rúmgott íbúðar- og brauðgerðarhús, Tungu, og þang- að réðst Magnús Bergsson til starfa. Að vísu dvaldi hann ekki lengi þar að því sinni, því að hann hugði á frekara nám. Sigldi hann til Dan- merkur til fullnumunar í bakstri og brauðsölu, „konditori“. Eftir heimkomuna kaupir Magnús brauðgerð Reyndals ásamt húsi árið 1923 og rekur síðan fyrirtækið allt til 1957, eða fullan þriðjung aldar, en þá tók tengdasonur hans við rekstrinum. Rekstur Magnúsar á bakaríi sínu var til mikillar fyrirmyndar. Hann tók marga unga menn til náms og starfa og útskrifaði alls 10 bakara- sveina. Þessir menn dreifðust um landið og jafnvel víðar, kenndu mörgum iðn sína og reyndust hinir nýtustu menn. Þeir vora: 1. Lúðvík Jónsson frá Gamla- hrauni á Eyrarbakka, bróðir Guðna prófessors og þeirra bræðra. — 2. Sigurður Bergsson, bróðir Magnús- ar. Hann varð einn bezt menntaði bakari landsins, fullnumaði sig í Þýzkalandi og kunni vel að meta dugnað og vinnusemi Þjóðveija og skipulagshæfileika. Hann keypti Bemhöftsbakarí í Reykjavík, elzta bakarí á landinu, og rak það til dauðadags 3. júlí 1982. — 3. Gísli Jakobsson úr Eyjum,. vann lengi í Alþýðubrauðgerðinni í Reykjavík og var síðar yfirbakari í Bjömsbakaríi. — 4. Sigurður Jónsson frá Garðstöð- um í Eyjum. Hann átti lengi eitt af fullkomnustu bakaríum höfuðstað- arins og bakaði lengi í Austurveri, þar til hann lézt á sl. ári. — 5. Guðni Kárason frá Presthúsum í Vest- mannaeyjum. _Hann vann um árabil við bakarí í Ástralíu, en er fluttur heim fyrir alllöngu. — 6. Friðrik Haraldsson frá Sandi í Eyjum. Hann kom upp fullkomnu bkaaríi í Kópa- vogi. — 7. Láras Andersen frá Eyrar- bakka. Hann hafði fyrst verið í námi hjá föður sínum, en lauk námi hjá Magnúsi. — 8. Sigmundur Andrés- son frá Eyrarbakka. Hann hafði lært hjá áðumefndum Lárasi í þijú og hálft ár, en lauk síðar námi hjá Magnúsi. — 9. Guðmundur Sig- mundsson frá Vestmannaeyjum, nú stórkaupmaður. — 10. Runólfur Runólfsson yngri frá Bræðratungu í Eyjum. Magnús Bergsson var með af- brigðum greiðugur maður og neitaði varla nokkram manni um bón, ef til hans var leitað, gæti hann veitt úr- lausn á annað borð, þó svo að hann fengi ekki alltaf fullt endurgjald, eins og ætla má að hent hafí á bág- um tímum. Til marks um greiðasemi Magnúsar er þessi skemmtilega saga, hvort sem hún er alsönn eða ekki: Magnús sat eitt sinn á skrifstofu sinni, þegar drepið var á dyr. Hann lýkur upp, og úti fyrir stendur ókunnur maður, sem spyr: „Er það hér sem maðurinn býr, sem skrifar upp á víxla fyrir menn?“ „Magnús hafði góða frásagnar- gáfu, en aldrei var það á kostnað náungans. Hann var einn af þeim mönnum, sem maður tók eftir og bar virðingu fyrir. Hann lét ekki segja sér fyrir verkum, kaus heldur að vinna sjálfstætt." Þessi tilvitnun ber með sér, hvem hug samstarfs- maður Magnúsar bar til fyrrverandi meistara síns. Hún er höfð eftir ein- um af lærlingum Magnúsar í Eyjum, sem veitti síðar forstöðu stórr brauð- gerð í Reykjavík. Hann sagði mér einnig að Magnús hefði verið ein- staklega velviljaður öllum nemend- um sínum og hefði aldrei krafizt meira vinnuframlags af fólki sínu en eðlilegt gat talizt. Gætti hann vel líðanar nemenda sinna og hlúði að þeim í frístundum og starfí. Sjálfur var hann hamhleypa til vinnu og mikill kunnáttumaður, eins og áður hefur komið fram. Síðustu framkvæmdaþættir Magnúsar eftir að hann hættir rekstri á bakaríunum era hlutdeild hans í útgerð tveggja báta, hótel- rekstur og aðild að búskap. Féll honum vel að sinna þessum verkefn- um, því að hann var mikill athafna- maður að eðlisfari. Eins og fyrr seg- ir var húsið Tunga hið stæðilegasta hús og rúmgott, svo að þar gat Magnús komið fyrir hótelrekstrin- um, sem ráðskona hans stýrði undir stjóm hans sjálfs. Hótelið nefndist Berg. í búrekstur fór Magnús í fé- lagi við Einar Guttormsson lækni. Þeir höfðu til þess jörðina Lyngfell nokkra utan bæjarins, og höfðu þar hænsni, svín og kýr. Síðar tók bróð- ir Einars læknis við þeim búrekstri. Hákon Jóhannsson skrifar um Magnús látinn: „Magnús kvæntist Dóra kjördótt- ur Reyndals bakarameistara. Hann varð fyrir þeirri sorg að missa konu sína og elzta soninn, Bérg, með stuttu millibili (þá framan til á fimm- tugsaldri. A.J.). Önnur böm þeirra era Dóra Hanna, gift Sigmundi Andréssyni bakarameistara, Þóra, gift Kristni Pálssyni skipstjóra, og Halldór núverandi fulltrúi í Iðnaðar- bankanum. Vegna móðurmissisins ólst hann upp í Reylqavik hjá Jóni Bjömssyni og konu hans, en hún er systir Magnúsar." Magnús Bergsson varð ekki gam- all maður, hann andaðist 1961. Nú stæði hann á níræðu, ef hann lifði. Það er ávallt mikil eftirsjón að góð- um mönnum eins og hann var. Og mikill missir er það fyrir þjóðfélagið, þegar dugmiklir athafnamenn falla um aldur fram. Höfundur er tæknitrœðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.