Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989 39 Einara G. Björns- dóttir - Minning Fædd 6. febrúar 1921 Dáin 17. febrúar 1989 í dag verður jarðsungin frá Hafn- arfjarðarkirkju systir mín, Einara Guðbjörg Bjömsdóttir. Eyja, eins og hún var ávallt kölluð, var dóttir hjónanna Stefaníu Þómýjar Einars- dóttur og Bjöms Benediktssonar trésmiðs og var hún í miðið þriggja systkina. Elst var Ingibjörg, fædd 23. júlí 1919, dáin 1972, þá Eyja, og yngstur Benedikt húsgagna- smiður sem býr í Garðabæ. Eyja byijaði snemma að vinna fyrir sér, enda voru kröpp kjör hjá flestum heimilum á þeim ámm. Fljótlega kom í ljós að hún var mjög bamelsk enda byiiaði hún snemma að passa böm. I nokkur ár vann hún á Hafnarfjarðarspítala sem gangastúlka og kom sér þar sem annars staðar mjög vel. Einnig vann hún við saumaskap hjá móður- bróður sínum Einari Einarssyni klæðskera í Hafnarfirði. Minningamar frá æskuárunum með systrum mínum em mér afar kærar en verða ekki raktar hér. Eyja var söngelsk, glaðlynd og átti mjög gott með að samlagast fólki bæði ungum og öldnum, og var ætíð gott að hafa hana með f ráðum hvort sem var í leik eða starfí. Hún var vinaföst og hélt sambandi við vini sína meðan heilsan entist. Eyja giftist Hálfdáni Þorgeirs- syni bifvélavirkja 16. október 1943, en hann lést 21. janúar á síðast- liðnu ári eftir stutta legu á sjúkra- húsi. Þau byggðu sér ból í Köldu- kinn 18, Hafnarfirði, og áttu sitt heimili þar til ársins 1987. Eyja vann í nokkur sumur með konu minni í veiðihúsi norður í Vatnsdal. Þar undi hún hag sfnum mjög vel og naut þess að geta verið í tengsl- um við fagurt umhverfí. Þeim hjónum varð ekki bama auðið en fóru þó ekki varhluta af bamauppeldi, þar sem fjögur systk- inaböm Eyju vom alin upp á heim- ili þeirra hjóna að miklu leyti. Eyja missti heilsuna langt um aldur fram og dvaldi á sjúkrahúsinu Sólvangi síðastliðin sex ár. Þar fékk’ hún eins góða umönnun og hægt var, og skulu læknum og hjúkmnar- fólki sem þar starfar færðar góðar þakkir. Ég og fjölskylda mín biðjum henni blessunar Guðs. Kallið er komið, komiii er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn siðsta blund. í dag er við kveðjum föðursystur okkar og fósturmóður, Einum Guð- björgu Bjömsdóttur, sem lést í Sól- vangi, Hafnarfirði, þann 17. febrúar sl., langar okkur að minnast hennar með fáeinum orðum. Eyja, eins og Einara var alltaf kölluð, giftist Hálfdáni H. Þorgeirssyni bifvéla- virkjameistara, en hann lést fyrir rúmu ári. Þau hjón bjuggu sér sitt heimili í Köldukinn 18 í Hafnar- firði. Atvik sem ekki verða rakin hér, höguðu því þannig að ung að aldri komum við systkinin inn á heimili þeirra þar sem við svo ílengdumst fram á fullorðinsár við góða umhyggju og mikla hlýju. Á heimilinu var einnig föðuramma okkar og systursonur Eyju sem þau hjón ólu upp frá bamæsku. Eyja var nægjusöm og glaðlynd kona, sem sýndi alla tíð af sér mikla fóm- fysi, enda hændust böm mjög að henni. Hjónaband hennar var alla tíð gott og reyndist hún manni sínum vel. Á miðjum aldri tók Eyja bflpróf, en það kom þó ekki í veg fyrir að hún færi margar göngu- ferðir enda hafði hún yndi af úti- veru. Síðustu æviár sín dvaldist Eyja á Sólvangi við góða umönnun starfsfólks þar. Við viljum að lokum þakka Eyju fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur og biðjum góðan Guð að blessa hana. Minningin um góða konu mun lifa. í hring í kringum allt og ekki neitt ókunnur máttur knýr oss hraðar, hraðar. Og enginn spyr, hvort ljúft sé eða leitt Löng er vor ferð. Vér nemum aldrei staðar. (Steinn Steinarr) Hvfl í friði. Ella, Björn og Guðbjörg. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nútt. (V.Briem) í dag verður til moldar borin móðursystir okkar Einara Guðbjörg Bjömsdóttir. Hún fæddist í Hafnar- firði 6. febrúar 1921. Eiginmaður hennar var Hálfdán H. Þorgeirsson, f. 8. okt. 1922, d. 21. jan. 1988. Þegar við minnumst Eyju, verður okkur efst í huga hve einstaklega kærleiksrík og bamgóð hún var. Böm hændust að henni, fundu hjá henni ástúð og hlýju og var það einnig svo með okkur. Örlögin hög- uðu því þannig að hjá Eyju og Danna í Köldukinn 18 áttum við okkar annað heimili. Þar var oft kátt á hjalla enda margt um mann- inn á þeim bænum. Hennar missir var mikill er móð- ir okkar lézt, en þá var það hún, sem stóð eins og klettur okkur við hlið og studdi okkur með ráðum og dáð. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þessarar góðu konu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fýlgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V.Briem) Þórný og Guðríður Ef svo er þá getur þú eignast Skutlan er eins og sniðin fyrir nútimafólk. Hún er sparneytin, 5 manna og sérlega létt og lipur I um- ferðinni. Skutlan er flutt inn af Bílaborg h/f. Það _ , , sem9íii þeírÞ|ónustu'sem er rómuð af ölu,m splunkuiiýj a LANCIA SKUTLU! * LANCIA SKUTLA kostar kr. 386 þús.kr. stgr. Ut■ borguh kr. 96.500, eftirstöðvar greiðast á 30 mártuðum, kr. 12.211 pr. mánuð að viðbættum verð■ bótum. Kostnaður við ryðvörn og skráningu erekki innifalinn. GengissHr. 132 -89 VERÐ ! BÍLABORG I FOSSHÁLSI 1.S.68 1 Opið laugardaga frá kl. 1 - 5. Mátt þú sjá af 400 krónum á dag?* Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem) Benedikt Björnsson Einara Guðbjörg Bjömsdóttir er látin. Hún lézt langt um aldur fram eftir langa sjúkralegu. Mitt fyrsta minni af móðursystur minni, Eyju eins og við kölluðum hana, er frá saumaverkstæði Einars Einarsson- ar þar sem Eyja vann að fatasaum í mörg ár, og ég fékk að vera með henni í vinnunni. Ég var aðeins eins árs þegar Eyja og Hálfdán heitinn Þorgeirs- son maður hennar tóku mig í fóst- ur. Þær em margar minningamar hlýju frá bemsku minni og æsku. Við vomm mörg systkinaböm Eyju, sem áttum meiri eða minni sama- stað á heimili Eyju og Danna, þar sem allir vom ævinlega velkomnir og ætíð glatt á hjalla. Þrátt fyrir tveggja áratuga bú- setu erlendis hefrr hugur minn allt- af leitað heim. Ég minnist sérstak- lega hæglætis, jafnaðargeðs og ör- lætis Eyju á erfiðleikastundum. Ég þakka Eyju og Danna. í Guðs friði. Dflí-- Tí_______ ÞEYTIR, BLANDAR O G HNOÐAR. HANDHÆGT OG ÞÆGILEGT TÆKI. < i/i 6 MOULINEX HANDÞEYTARINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.