Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989 7.WÆbis oéfbína og drykk. Nýr, spennand, bragölaukana. t og áhersla lögö Umhverfið ergi á þægindi. Opið fimmtuda frá kl. 19.00. \ sunnudaga Borðapantahir H1 utafj ár sj óður nafiiið annað ekkí! eftir Þórhildi Þorleifsdóttur Allt frá því í haust að efnahags- aðgerðir ríkisstjómarinnar hafa verið til umræðu á Alþingi hefur eitt helsta úrræðið til bjargar sjáv- arútvegi verið Atvinnutryggingar- sjóður. Kvennalistakonur settu sig ekki upp á móti stofnun hans, enda gerðum við okkur vel ljóst að vand- inn sem við blasti var mikill. Við vorum hins vegar á móti því að sjóð- ir launþega, þ.e. Atvinnuleysis- tryggingasjóður, skyldi leggja hin- um nýja sjóði til fjármagn. Ekki síst þegar stefndi í meira atvinnu- leysi en þekkst hefur hér á landi um langa hríð. Okkur fannst nóg að gert í aðfðr ríkisvaldsins gegn launafólki, þó því yrði ekki líka gert að leggja sjálft til fé til að greiða fyrir óstjóm og mistök stjómmálamanna, yfír- manna og stjóma fyrirtækja. Það væri að bera i bakkafuilan lækinn. Einnig vildum við kvennalista- konur gera strangar kröfur um endurskipulagningu, hagræðingu, nýtingu og gæði í þeim fyrirtækjum sem Atvinnutryggingarsjóður veitti fyrirgreiðslu. Lögðum því áherslu á að vandi sjávarútvegsins væri ekki alltaf ræddur í meðaltölum, heldur yrði hann sundurgreindur til að menn fengju gleggri mynd af því hvaða fyrirtæki gengju vel og hvers vegna og sömuleiðis hver gengju illa og hvers vegna ef unnt væri að draga af því einhverja lærdóma. Ástæðumar fyrir hvoru tveggja geta jú verið margar og breytilegar. Á þessum tveimur atriðum var ekki tekið með þeim hætti sem við hefðum helst kosið — en þess ber þó að geta að vandlega virðist að verki staðið í útdeilingu fjármagns úr Atvinnutryggingarsjóði, fag- legra sjónarmiða gætt og kröfur strangar. Svo strangar að fjölmörg fyrirtæki hljóta ekki náð fyrir aug- um sjóðsstjómarinnar. Allt gott um það. Hlutafj ársj óður Atvinnutryggingarsjóður er þó að okkar mati bráðabirgðalausn. Enn einu sinni verið að lappa upp á. Skuldbreytingar og lán, lán og skuldbreytingar. Hvað gerist svo næsta ár? Aftur skuldbreytingar og lán? Nýr sjóður? Því litum við — vinnubrögðum okkar trúar — lengra fram á veginn og lögðum til stofnun Hlutafjársjóðs við Byggðastofnun. (Sjálfstæðismenn fluttu tillöguna um hann með okkur.) Okkar hug- mynd var sú að opna almenningi, starfsfólki fyrirtækja og heimafólki í byggðarlögum leið til að treysta í verki þennan höfuðatvinnuveg þjóðarinnar með kaupum á hluta- bréfum hjá Hlutafjársjóði. Hann myndi síðan fjárfesta í fyrirtækjum, sem stæðu það traustum fótum að verðgildi bréfanna væri tiyggt. Þannig væri hægt að styrkja eigin- fjárstöðu fyrirtækja, sem hefur rýmað stórlega undanfarið. Sterk eiginfjárstaða fyrirtækja er líklegt að sé sú lausn sem hægt er að byggja á til frambúðar svo fremi að vel sé á málum haldið innan hvers fyrirtækis. Óskabarn þjóðarinnar Sú var tíðin að Eimskipafélag íslands var kallað óskabam þjóðar- innar. Hlutabréf í því þóttu verðug gjöf, t.d. skímar- eða fermingar- gjöf, svo brýnt þótti öllum almenn- ingi að samgöngur yrðu traustar og í höndum Islendinga sjálfra. Sama gæti verið uppi á teningnum í dag. Svo ljós hlýtur almenningi að vera nauðsyn þess að treysta stoðir sjávarútvegsins að Hlutaijár- sjóður gæti með þessum hætti orð- ið óskabam þjóðarinnar. En forsenda þess að fólk fjár- festi eða láti sparifé sitt í það að treysta þennan atvinnuveg er auð- vitað að það sé ömgg og góð fjár- festing. Fólk verður að geta treyst því að rekstrargrundvöllur sé góður og það sé vel á öllum málum hald- ið, með almennings- og þjóðarheill í huga. Engin spákaup- eða ævin- týramennska má ráða ferðinni. Ef Hlutafjársjóður gerir nógu strangar kröfur til þeirra fyrirtækja sem hann íjárfestir í ætti það að vera næg tiygging og því engin áhætta fyrir hlutabréfakaupendur að treysta eiginQárstöðu og þar með framtíð fyrirtækja í sjávarútvegi með kaupum sínum. Til þess þarf stjóm sjóðsins að vera fagleg, en ekki pólitísk. Þórhildur Þorleifedóttir „Þá er ekkert efltir af upprunalegri hugmynd Kvennalistans um HlutaQársjóð nema nafinið eitt. Viljum við þvi flrábiðja okkur þann heiður sem forsætisráð- herra sýnir stjórnar- andstöðunni með því að þakka henni hugmynd- ina að HlutaQársjóði.“ Ómagabarn þjóðarinnar En nú er allt annað uppi á ten- ingnum. í fyrsta lagi skal hann lúta stjóm þriggja manna sem skipaðir em af forsætisráðherra. Með öðrum orðum — engin trygging fyrir að faglegt mat ráði fjárfestingum. í öðm lagi er nú boðað að Hlutafjár- sjóður skuli reyna að bjarga fyrir- tækjum sem hlutu ekki náð fyrir augum Atvinnutiyggingarsjóðs, þ.e. fyrirtækjum sem einhverra hluta vegna uppfylla ekki þær kröf- ur sem Atvinnutryggingarsjóður gerir til fyrirtækja sem hann ákveð- ur að styrkja. Þar með er botninn dottinn úr þeirri hugmynd að Hluta- fjársjóður verði einhvers konar al- menningsfjárfestingarsjóður. Það kaupir enginn óbijálaður maður hlutabréf í fyrirtækjum sem er búið að dæma óstarfhæf af einhveijum ástæðum. Nafnið á króganum — annaðekki Ekki drögum við kvennalistakon- ur í efa að fleiri fyrirtækjum þurfí að koma til hjálpar en þeim sem Atvinnutryggingarsjóður sinnir. Sérstaklega ef viðkomandi fyrir- tæki em burðarásar heilla byggðar- laga og eina lífsbjörgin. En Hluta- flársjóði var í okkar huga ekki ætl- að það hlutverk. Nú er svo komið að jafnvel Atvinnutryggingarsjóði er ætlað að kaupa hlutabréf í Hluta- flársjóðnum, auk þess sem nefndir em bankar og sjóðir í opinberri eigu. Er þá hugmyndin heldur betur farin að bíta í eigið skott, þegar Hlutafjársjóður er orðinn einhvers konar undirsjóður annarra sjóða og ætlað það hlutverk að bjarga þeim fyrirtækjum sem verst em stödd í stað þess að styrkja þau sem þegar hefur verið gert kleift að standa upprétt. Þá er ekkert eftir af uppruna- legri hugmynd Kvennalistans um Hlutaijársjóð nema nafnið eitt. Vilj- um við því frábiðja okkur þann heiður sem forsætisráðherra sýnir stjómarandstöðunni með því að þakka henni hugmyndina að Hluta- fjársjóði. Maður eignar sér ekki krógann — Þó maður hafí valið nafnið! Höfundur er þingmaður Kvenna- listans fyrir Reykjavík. RESTAURANT A LA CARTE Brautarholti 20, 3. hæð. Gengið innfrá horni Brautarholts og Nótatúns. mw alstóum naftelt Rör og fittings Gerum veritilboð Snittþjónusta og pípulagn- ingameistari á staónum Byggingavöruverslunin Burstafellhf.. BÍIdshöfða 14, sfmi 38840. 1 i « i I i í í ( (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.