Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989 Lífvarðasveit Mandela: Inubrotsþj ófar myrða lykilvitni í morðmáli Jóhannesarborg. Reuter. SUÐUR-AFRÍSKUR blökkumaður viðurkenndi í gær að hafa myrt Abubaker Asvat lækni, sem var mikilvægt vitni í morðmáli sem höfðað hefur verið gegn tveimur lifvörðum Winnie Mandela, eigin- konu Nelsons Mandela, sem suður-afrísk stjórnvöld hafa haft í haldi í rúm 25 ár. Tveir ungir menn úr lífvarðasveit Winnie Mandela voru á þriðjudag ákærðir fyrir morð á 14 ára gömlum dreng, Stompie Seipei, sem fannst í skurði í síðasta mánuði og hafði verið skorinn á háls. Asvat var tal- inn hafa séð unglinginn síðast á lífi. Cyril Mbatha sem er 21 árs gam- all, viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann og annar maður hefðu skotið Asvat til ólífis þegar þeir létu greip- ar sópa um læknastofuna. Ekkert kom fram í máli Mbatha sem rennir stoðum undir að tengsl hafí verið á milli morðsins á Asvat og fyrirhugaðra réttarhalda yfir tveimur lífvörðum Winnie Mandela, þeim Jerry Richardson og Jabu Sit- hole, sem ákærðir eru fyrir morðið á Seipei. Mandela hefur viðurkennt að lífverðimir hefðu misþyrmt Seipei á heimili hennar er þeir reyndu að fá hann til að viðurkenna að me- HÁÞRÝSTI-VÖKVAKERFI Vökvamótorar = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 | SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER < Raflagnir i hús, skip og verksmiðjur Viðhalds- og viðgerðarþjónusfa. Hönnun og áœtlanir. Vanir menn - vönduð vinna 7 Armúli 1, 108 Reykiavík Sfmar: 686824 - 685533 - 37700 þódistaprestur, sem jafnframt var forstöðumaður gistiheimilis þar sem Seipei bjó, hafi beitt hann kynferð- islegum þvingunum. Hún sagði að drengurinn hefði verið við góða heilsu þegar hann yfirgaf heimili hennar sömu nótt. Mandela sagði að hún væri fómar- lamb ófrægingarherferðar suður- afrískra stjómvalda. „Það er fárán- legt að bendla mig við jafn óhugn- anlegan verknað og morð á bami, einkum svörtu bami,“ sagði hún í sjónvarpi á þriðjudag. Hún hélt því einnig fram að líkið sem fannst í síðasta mánuði væri alls ekki Stom- pei Seipei. Hún sagðist fullviss um að hann væri enn á lífí. KORANDO ALVÖRUJEPPI Á UNDRAVEROI! • Dieselvél — 2300 cc • Sportfelgur/f ramdrifslokur • Diskhemlar að framan • Vandað fullklætt stálhús «Fæst langureða stuttur Verð aðeins: KR. 1198 þús. (fyrra árs verð) Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! ILMEFNALAUST ER EKKINÓGU GOTT Lóttu ekki blekkja þig. Húóin þarfnast umhiróu. Pure Care er ekki einungis ilmefna- laust, ekki bara húðfræóilega rannsakað, og ekki aðeins ofnæmisprófað. Nei, allt þetta er Pure Care. Ekkert nema þaó þesta. Nýtt ¥i Pure Care- snyrtivörulínan. Sovétríkin: 15 milljón alnæmis- sjúklingar árið 2000? Moskvu. Reuter. SÉRFRÆÐINGAR í heilbrigðismálum í Sovétríkjunum telja hugsanlegt að um 15 milljón manns mimi bera alnæmisveiruna í sér um næstu aldamót og að 200.000 manns verði þá dánir eða smitaðir, að þvi er segir í málgagni kommúnistaflokksins, Prövdu. Á sama tima hafði dagblað verkalýðshreyfingarinnar, Trud, það eftir aðstoðarheilbrigðis- ráðherra Sovétríkjanna, Alexander Kondrusjev, að læknisfræðilegir útreikningar bentu til þess að um næstu aldamót yrðu 55.000 smitberar í landinu og 1.300 manns sýktir alnæmi. Pravda greindi einnig frá því að nefnd hefði farið til bæjarins Elista í Kákasus í síðasta mánuði þegar fréttir bárust af því, að 27 ungaböm hefðu sýkst af alnæmi á fæðing- arspítala og að komið hefði í ljós að óhreinar sprautur væru enn notaðar þar. Pravda sagði að skortur á hrein- læti meðal margra lækna ýtti undir útbreiðslu sjúkdómsins. Danir skera upp her- ör gegn salmonellu Fínancial Times. Dýralæknisembættið í Danmörku og alifuglaræktendur hafa nú tek- ið höndum saman í baráttunni við salmonellu-gerilinn en sýkingum af hans völdum hefur Qölgað verulega að undanförnu. Voru tilfellin um 1.000 árið 1984 en 3.000 f fyrra. Mette Warming, eftirlitsmaður á vegum dýralæknisembættisins, seg- ir, að ekki sé vitað hvemig standi á aukinni salmonellusmitun en leggur um leið áherslu á, að ekki sé nein stórhætta á ferðum. Salmonellusýk- inguna má langoftast rekja til eggja eða kjúklingakjöts en þó hefur enn ekki tekist að finna gerilinn í lifandi fuglum. Fóðurframleiðendur em famir að gerilsneyða fóðrið til að koma í veg fyrir þá smitleiðina og auk þess er rekinn mikill áróður fyrir nákvæmu hreínlæti á öllum stigum framleiðsl- unnar. Danir vom áður miklir eggj- aútflyijendur en á síðasta ári nam útflutningurinn aðeins rúmum 113 milljónum fsl. kr. Svíþjóð: Voru hryðjuverk í bígerð? Stokkhólmi. Frá Enk Liden, fróttarítara Morgunblaðains. SÆNSKA lögreglan hefur yfirheyrt nfu manns, þar á meðal nokkra Palestínumenn, sem grunaðir eru um að hafa ætlað að fremja hryðju- verk í Arlanda-flughöfhinni. Var mönnunum sleppt vegna skorts & sönnunargögnum. Leif Hallberg, talsmaður lögregl- unnar, sagði, að ástæða væri til að gmna mennina um að vera hryðjju- verkamenn og eftir öðmm heimildum er haft, að þeir séu í flokki með palestfnska hryðjuverkamanninum Abu Nidal. Talið er, að Palestínu- maðurinn Khadar Samir Mohammed sé foringi hópsins, sem var yfir- heyrður í Svíþjóð, en stjómvöld í Grikklandi segja, að hann hafi staðið að baki árásinni á gríska farþega- skipið City of Poros í júlí í fyrra en þá voru níu farþegar myrtir og rúm- lega 80 særðir. í fyrrasumar fundust allvemlegar vopnabirgðir ekki fjarri Arlanda- flugvelli og telur lögreglan fullvíst, að vopnin hafi átt að nota í Svíþjóð. Hefur verið aukin gæsla við flugvöll- inn síðan enda hafa SAS-flugfélag- inu borist margar hótanir um hryðju- verk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.