Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989 25 Bretland: Kynningarfyrirlestrar SVART Spítalastíg 8 símar: 14661,26888 Tvennar aukakosnmgar Metsölublað á hverjum degi! Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttantara Morgunblaðsins. TVENNAR aukakosningar fara fram í Bretlandi i dag, aðrar i Ponpyp- ridd í Wales, og hinar i Richmond i Jórvíkurskíri. í hvorugu kjördæm- inu eru taldar likur á, að breytingar eigi sér stað. Pontypridd-kjördæmið er rétt norður af Cardiff í syðsta hluta Wales. Verkamannaflokkurinn er yfirleitt mjög sterkur í Wales, og í þessu kjördæmi hafði hann mikinn meirihluta í síðustu kosningum, yfír 17.000 atkvæði. Þingmaður flokks- ins lést á síðasta ári, og því varð að halda þessar aukakosningar. Verkamannaflokkurinn hefur háð harða kosningabaráttu í kjördæminu, þótt flestir telji honum sigurinn vísan. Forysta flokksins hefur ekki viljað taka neina áhættu með þetta kjördæmi, minnug ósigursins í auka- kosningunum í Govan í Glasgow síðastliðið haust, þar sem flokkurinn hafði enn stærri meirihluta. íhaldsflokkurinn stendur betur að vígi í Wales en í Skotlandi og fékk í síðustu kosningum þar um 30% atkvæða. Hann virðist ætla að halda sínu í þessum kosningum og koma í veg fyrir, að velskir þjóðemissinnar leiki sama leikinn og þeir skosku gerðu í Govan. Richmond er rétt suðvestur af Middlesborough á norðausturströnd Bretlands í Austur-Jórvíkurskíri. Leon Brittan var þingmaður þess, en þegar hann ákvað að taka við framkvæmdastjórastöðu hjá Evrópu- bandalaginu, varð hann að láta af þingmennsku. Brittan, sem var ráð- herra í stjóm Margaretar Thatcher, en varð að segja af sér vegna West- land-málsins, var mjög vinsæll þing- maður í kjördæminu og var með tæplega 20 þúsund atkvæða meiri- hluta í síðustu kosningum. S^óm flokksins í kjördæminu vaidi ungan mann f framboð, William (eða kynningarfundir) Hague. Þótt andstaða sé við ýmis stefnumál stjómarinnar og bænda- fylgi flokksins í þessu kjördæmi sé ekki fyllilega tryggt, er almennt ta- lið, að hann beri sigurorð af örðum frambjóðendum. Mikil barátta fer fram um annað sætið. Jafnaðarmannaflokkur Davids Owens bauð fram bónda, sem býr í Richmond og hefur staðið sig vel í kosningabaráttunni. Það er nauðsyn- legt fyrir Owen að ná öðru sætinu til að styrkja sig í sessi. Bæði Verka- mannaflokkurinn og Fijálslyndi lýð- ræðisflokkurinn hafa gert allt til að klekkja á jafnaðarmönnum. Maharishi Mahesh Yogi Rannsóknir sýna að Innhverf íhugun (Trans- cendental Meditation) veitir líkama og huga djúpa hvíld og losar um spennu og streitu. Iðkun tækn- innar eykur atorku og árangur í daglegu lífi. Opnir kynningarfyrirlestrar verða haldnir á eftir- töldum stöðum i Reykjavík í kvöld, fimmtudag og hefjast báðir kl. 20.30: - I TM-kennslumiðstöóinni, Garðastræti 17, (3. hæð) (s. 16662). - í TM-kennslumiðstöðinni, Skeifunni 17, (Ford-húsinu) (s. 38S37). íslenska íhugunarfélagið Borís Jeltsín: Vill umræð- ur um flöl- flokkakerfi Moskvu. Reuter. BORIS Jeltsín, fyrrum formaður kommúnistaflokksins i Moskvu, verður meðal frambjóðenda borgarinnar i kosningunum i næsta mánuði til nýja, sovéska þingsins. Jeltsín féll i ónáð hjá Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleið- toga, sem þótti hann full yfírlýs- ingaglaður, en að undanfomu hefur Jeltsín vakið athygli fyrir að vera hlynntur umræðum um fjölflokkakerfi. Á fundinum þar sem frambjóð- endur í Moskvu voru valdir var öðrum, kunnum umbótamanni, Vítalíj Kúrotich, ritstjóra vikuritsins Ogonjoks, hafnað og gekk hann þá út við annan mann og sagði, að úrslitin hefðu verið fyrirfram ákveð- in. í kosningunum í mars verður Jeltsín að kljást við annan fram- bjóðanda, sem nýtur mikils stuðn- ings kerfisins. Heitir hann Jevgeníj Brakov og er yfirmaður Zil-bifreiða- smiðjanna. TILBOÐ HAMAX SNJÓÞOTUR Kr 995.- AIIKLIG4RDUR B.H. líkamsþjálfunartæki eru sérstaklega ætluö til heimilisnota fyrir fólk almennt. Notkun þeirra stuðlar aö betri heilsu og vellíðan. Hún styrkir hjartaö og eykur þrekið og lífskraftinn, örvar blóðrásina, styrkir slappa vöðva (til dæmis maga- og bakvöðva), kemur í veg fyrir vöðva- bólgur, brennir burtu aukakílóum og þjálfar og styrkir allan líkamann. öll B.H. þrektæki eru sérlega hentug fyrir heimilisnotkun. Þau eru örugg, sterk og einföld f notkun og taka lítið pláss. Verðið er einstaklega gott miðað við gæði. B.H. róðra- og æfingatæki eru til þess fallin að nýta til fulls blóðstreymið til vöðvanna sem skapast við notkun þrekhjóla. 747 ERGOMETER - Þrekhjól með róðrarstýri • Hitaeiningamælar. • Þungt kasthjól m/reim. • Breitt og mjúkt sæti. • Verð kr. 15.830,- stgr. 7000 Electronic - „High Tech" þrekhjól með róðrastýri. • Hátæknihönnun og rafeindamælar. • Þungt kasthjól með átaksreim gefur sérstaklega jafnt ástig. • Sérstakur þrekmælir sýnir hitaeiningarþrennslu. Verð kr. 16.710,- stgr. 676 Electronic - Þrekhjól með róðrastýri. • Nýtískuleg hönnun og rafeindamælar. • Sæti rennt upp og niður I einu handtaki. • Innilokaðdrif og kasthjól. • Verð kr. 13.230,- stgr. 17 Home-Bike - Þrekhjól með róðrastýri. • Stillanleg átaksþyngd. • Innilokaðdrifogkasthjól. • Sérstaklega stöðugt. • Verð kr. 12.604,- stgr. Kynningarafsláttur á róðrartækjum og æfingabekkjum frá B.H.: (örfá eintök eftir) 3000 Electronic - róðra- og æfingatæki. • Sérhannaðar vökvaþjöppur fyrir róöraátak • Auðstillanlegur átaksþungi fyrir víxlróður eða venjulegan. • Rafeindamælir sem sýnir stöðugan notkunarárangur, m.a. hitaeiningabrennslu. • Verð kr. 14.420,- stgr. 4020 Europe - róðra- og æfingatæki. • Einstök, tveggja átta vökvapressuvirkni í róðri. • Breytanlegt í lóðrétt æfingatæki fyrir margskonar vöðvaæfingar. • Stillanlegur mjúkur róðurþungi. • T raustbyggð hönnun fyrir fulla heilsuræktarnýtingu. • Rafeindamælir sýnir jafnóðum æfingaárangur, þar á meðal hitaeininganotkun • Verð kr. 13.720,- stgr. - Kynningarverð Mjög svelgjanleg greiðslukjör ŒD 2Z Ekkert út, grelðlst á 12 mánuðúm Sendum f póstkröfu um land allt • am Reiðhjóla verslunin .— ORNINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.