Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989
Metsölubók í Frakklandi:
Megrist og snæðið fituríka fæðu
Lundúnum. Daily Telegraph.
FRANSKUR rithöfundur hefur
gefið út bók, sem Qallar um
hvemig menn geti megrast án
þess að neita sér til að mynda
um ijóma, súkkulaðibúðing og
gæsalifiir með kampavíni og
rauðvíni. Bókin er nú efet á sölu-
listum í Frakklandi og heldur
höfundurinn því meðal annars
fram að kenningar um að telja
beri hitaeiningar í fæðunni séu
„eitt helsta visindasvindl 20. aid-
arinnar".
Bókin heitir Hvemig hægt er að
megrast á veitingahúsum og hefur
selst í 100.000 eintökum. Helsta
kenning höfundarins, sem heitir
Michel Montignac, er sú að menn
fitni ekki af því að snæða fitu og
kolvetni ef þessum efnum er ekki
blandað saman.
Höfundurinn telur að fitusöfnun
líkamans tengist framleiðslu bris-
kirtilsins á prótínhormóninu insúlín,
sem stjómar nýtingu líkamans á
sykri og öðrum kolvetnum. Hreins-
að kolvetni og sykur, segir hann,
valda of mikilli framleiðslu á ins-
úlíni, sem leiði til þess að fita safn-
ist á líkamann. Neysla á fítu valdi
hins vegar ekki aukinni framleiðslu
insúlíns.
Reuter
Shevardnadze ogArens íKaíró
Utanrikisráðherrar Sovétríkjanna og ísraels, Edúard Shevardnad-
ze og Moshe Arens, hittust að máli í sovéska sendiráðinu í Kaíró
i gær. Fundur þeirra stóð i þrjá tima og ræddu þeir um firiðar-
horfúr í Miðausturlöndum. Shevardnadze sagði að þeir hefðu
ekki komist að neinni sameiginlegri lausn, enda væri slíks ekki
að vænta. Hann sagði að viðræðuraar hefðu verið „opnar og
heiðarlegar“ og að þeir hefðu komist að samkomulagi um frek-
ara samband á milli þjóðanna. Shevardnadze sagði að sérfræðing-
ar á vegum rikisstjórna landsins myndu hugsanlega hittast innan
fáeinna daga. Þjóðirnar hafa ekki haft stjóramálasamband frá
þvi árið 1967.
Reuter
Hoffinan fékk Gullbjörninn
Bandaríski kvikmyndaleikarinn Dustin Hofifinan hlaut Gullbjöra-
inn á kvikmyndahátíðinni í Vestur-Berlín á þriðjudag fyrir leik
sinn í kvikmyndinni „Rain Man“ eða Regnmaðurinn. I Banda-
ríkjunum hefiir myndin verið tilnefiid til átta Óskarsverðlauna
og einnig hefur Diistin Hofifinan verið tilnefhdur til verðlauna
sem besti karlleikari í aðalhlutverki í sjötta sinn. Hagnaður af
kvikmyndinni Regnmaðurinn, frá þvf hún var frumsýnd f desem-
ber á sfðasta ári, nemur 5,1 miiyarði fsl. króna. Hún hefúr verið
tilnefiid besta kvikmyndin. Auk þess hlaut hún tilnefningar fyrir
leikstjóra, handrit, kvikmyndatöku, tónlist, klippingu og útlits-
hönnun. Myndin segir frá tveimur bræðrum og er annar þeirra
einhverfúr, en Hofifinan leikur hann og Tom Cruise er mótleik-
ari hans.
Deilt um tilhögun sátta-
viðræðna í Nicaragua
Ortega biður þingið að leysa 1700
fyrrverandi Somoza-liða úr haldi
Managua. Reuter.
DANIEL Ortega, forseti Nicaragua, bauðst f gær til þess að ræða
pólitfskar umbætur við fúlltrúa 14 stjórnarandstöðufiokka f landinu,
hvern flokk fyrir sig. Flokkarnir vilja á hinn bóginn að viðræðurnar
verði tvfhliða; annars vegar fúlltrúar sandinistastjórnarinnar og hins
vegar sameiginleg nefnd stjóraarandstöðunnar. Segja þeir að Ortega
sé að hlaupa frá loforði sínu um tvíhUða viðræður en bjóðist nú aðeins
til að ráðfæra sig við flokkana.
Stjómarandstöðuflokkamir
kvarta yfir því að þeim sé ekki leyft
að koma sjónarmiðum sínum á fram-
færi í sjónvarpi og jafnframt að þeim
sé þröngur stakkur skorinn hvað
snerti fláröflun og aðra starfsemi.
Forsetar Mið-Ameríkuríkja sam-
þykktu í síðustu viku að kontra-
skæmliðar í Nicaragua skyldu leggja
niður vopn gegn því að sandinista-
stjómin leyfði skæmliðunum að taka
þátt í frjálsum kosningum í landinu
1990.
her Dodd, sem sæti á í utanríkismála-
nefnd öldungadeildar Bandaríkja-
þings, sagði í gær að fundur Mið-
Ameríkuforsetanna hefði borið meiri
árangur en flestir hefðu vonað. Dodd
sagði að það myndi koma í ljós á
næstu vikum hvort sandinistar stæðu
við loforð sín. Af því myndi ráðast
hvort Bandaríkjaþing veitti kontra-
skæmliðum meiri aðstoð. Honduras,
einn helsti stuðningsmaður Banda-
ríkjamanna í Mið-Ameríku, sam-
þykkti að vísa kontraskæmliðum á
brott frá landsvæði sínu.
Ortega forseti sagði á fjöldafundi
í Managua í gær að hann myndi biðja
þing landsins, þar sem sandinistar
ráða 61 sæti af 96, að leysa úr haldi
1700 af um 3700 fyrrverandi liðs-
mönnum í þjóðvarðliði hins hataða
harðstjóra Anastasio Somoza, sem
steypt var af stóli 1979. Ef kontra-
skæmliðar legðu niður búðir sínar í
Honduras myndu flestir hinna einnig
hljóta frelsi.
Katyn-moröin:
_
Aletrun á
minnisvarða
líklega breytt
Varsjá. Reuter.
PÓLSK stjórnvöld hyggjast láta
brejrta áletrun á minnisvarða yfir
fórnarlömb Qöldamorða á pólsk-
um stríðsföngum í Katyn-skógi,
skammt frá Smolensk i Sovétríkj-
unum, á stríðsárunum. 4000 menn
voru myrtir þar og hafa kommún-
istar kennt þýskum innrásarherj-
um um ódæðið en nýlega birti
pólskt vikurit gögn sem þykja
sanna að sovéskir hermenn hafi
verið að verki.
Á minnisvarðanum stendur nú að
„fasistar Hitlers" hafí drýgt morðin.
Talsmaður pólsku stjómarinnar,
Jerzy Urban, sagðist vita að ráðgert
væri að breyta áletruninni og flytja
minnisvarðann úr stað. Hann sagði
auk þess að í grein vikuritsins kæmu
fram sterkar vísbendingar um aðild
Sovétherja að málinu. Þær yrði að
kanna gaumgæfilega.
Bandarískur þingmaður, Christop-
Ungverskir kommúnistar ræða atburðina 1956:
Alþýðuuppreisn eða gagnbyltingartilraun?
Búdapest. Reuter.
FYRIR skömmu var kallaður saman skyndifúndur í miðstjórn ung-
verska kommúnistaflokksins. Ástæðan var sú að Imre Pozsgay,
félagi f ráðinu, hafði sagt í viðtali við ungverska útvarpið að upp-
reisnin, sem sovéskar hersveitir bældu niður árið 1956, hefði verið
„alþýðuuppreisn gegn fámennisstjóra sem var hneisa fyrir þjóð-
ina.“ Þetta er f andstöðu við opinbera söguskýringu flokksins fram
til þessa og að sögn Karoly Grosz, leiðtoga kommúnistaflokksins,
samþykkti meirihluti miðstjórnarinnar að ummæli Poszgays væru
„ótímabær.“ Sfðastliðinn laugardag fóru ættingjar Imre Nagys, sem
var forsætisráðherra haustið 1956 og drepinn 1958, fram á það við
yfirvöld að jarðneskar leifar hans yrðu grafiiar upp á ný og jarð-
settar með viðhöfii. Þær hvfla nú f ómerktri fjöldagröf.
Jarðneskar leifar þeirra Ungveija sem féllu f uppreisninni 1951
ögKJa f Uj Kösmetetö-kirlgugarðinum f Búdapest, í nafnlausun
gröfúm. Lejrfi heftir fengist fyrir þvf að setja upp minnismerki
þar sem Imre Nagy og fleiri uppreisnarmenn voru grafiiir. i
innfelldu myndinni er Nagy.
Grosz flokksleiðtogi sagði að
meirihluti miðstjómarinnar hefði
samþykkt að hverfa bæri á ný til
eldri söguskýringar. Fyrstu árin
eftir uppreisnina sagði flokkurinn
að fólk hefði gert uppreisn vegna
mistaka fyrri Stalínistastjómar
landsins og „áróðurs gagnbylting-
arsinna og heimsvaldasinna." Eftir
að Imre Nagy var tekinn af lífi
með Iejmd 1958 var hætt að til-
greina áðumefnd mistök sem
ástæðu. Nagy afnam á stuttum
valdaferli sínum bann við starfsemi
annarra flokka en kommúnista og
sagði Ungverjaland úr Varsjár-
bandalaginu.
Grosz flokksleiðtogi heldur því
fram að uppreisnin hafi hafist sem
einlæg uppreisn gegn yfírvöldum
en síðan hafí gagnbyltingarsinnar
tekið frumkvæðið í sínar hendur.
„Við skulum samt viðurkenna að
ungt fólk, verkamenn og mennta-
menn tóku þátt í uppreisninni með
göfug markmið í huga.“ Einn helsti
hugmjmdafræðingur kommúnista-
flokksins, Janos Berecz, ritaði á
sínum tlma bók um uppreisnina og
ber hún heitið „Gagnbyltingin í
Ungverjalandi." Berecz er talinn
helsti talsmaður harðlínumanna í
flokknum og vitað er að hann hef-
ur átt í hörðum deilum við Pozsgay.
Danska dagblaðið Jyllands-Post-
en segir að miðstjómin standi and-
spænis vanda og mögulegum úr-
lausnum sem geti haft áhrif á þró-
un umbótastefnunnar í Ungverjal-
andi jafnt sem öðrum AustantjaJds-
ríkjum. Poszgay hafi aðeins sagt
það sem allir viti; að um var að
ræða uppreisn alþýðu manna gegn
Sovétmönnum og handbendum
þeirra. Orsökin var bræði lands-
manna vegna óþolandi ástands.
Ekki hefði verið nauðsjmlegt að
senda sovéskan skriðdrekaher til
að myrða 20.000 Ungverja, aðal-
lega í verkamannahverfum Búda-
pest, ef almenningur hefði ekki
stutt uppreisnina. En jafnvel í
Ungverjalandi, þar sem leiðtogam-
ir eru þó raunsærri en annars stað-
ar í Austur-Evrópu, getur flokkur-
inn ekki gengist við því sem allir
vita. Hann óttast að það geti orðið
til þess að öllum verði ljóst hvemig
flokkurinn byggði vald sitt uppr-
unalega á sovéskum byssustingj-
um. „Réttur" hans til valda undan-
fama áratugi yrði augljóslega úr
sögunni.
Yfirlýsing Pozsgays er tilraun í
þá átt að ræða söguna á fræði-
mannsgrundvelli. Slíkt er hvergi
leyft í kommúnistaríkjunum nema
ætlunin sé að hlaða undir viður-
kennda og helst sitjandi valdhafa.
Wilhelm Pieck, er var í útlegð í
Sovétríkjunum á flórða áratugnum,
varð síðar forseti Austur-Þýska-
lands. Fýrir skömmu sagði flokks-
málgagnið í Austur-Þýskalandi,
Neues Deutschland, frá þvi hvemig
Pieck reyndi, afar varfæmislega,
að koma þýskum flokksfélögum
sínum í útlegð til hjálpar er Stalín
hafði látið dæma þá til dauða.
Boðskapurinn til lesenda er aug-
ljós; austur-þýskir kommúnistar,
sem taldir eru framverðir harðlínu-
stefnu í Austur-Evrópu, taka ekki
þegjandi og hljóðalaust við öllu sem
frá Moskvu kemur.