Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FTMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989 Nýleg mynd af flutningaskip- inu Secil Angola. Það sökk í óveðri í gærmorgun á leiðinni frá Spáni til íslands með salt- farm. Reuter m m ' 't-í- seciL akoou Saltflutningaskip á leið til íslands sökk í gærmorgun: „Erum í itiikilli hættu, þyrlur flýtið ykkur“ - var það síðasta sem heyrðist frá skipinu. 17 manna áhöfii fórst 17 MANNS, allt Kóreumenn, fórust þegar flutningaskipið SeciJ Angola, skrásett í Panama, sðkk f gærmorgun á leið til íslands. Skipið var statt um 250 sjómílur vestur af Skotlandi á leið firá Torrevieja við Miðjarðarhafsströnd Spánar með saltfarm. Hjálp- arbeiðni barst frá skipinu um klukkan þijú f fyrrinótt. Þyrlur fóru frá Varnarliðinu á Keflavfkurflugvelli og frá breska flug- hernum, RAF, og áttu að freista þess að bjarga áhöfninni. Nimrod þota frá RAF kom fljótlega á vettvang og varð áhöfn hennar vitni að þvf er skipið sökk klukkan 07.31 f gærmorgun. Breska þyrlan kom á vettvang og gekk áhöfh hennar f skugga um að enginn úr áhöfiiinni hafði komist f björgunarbáta. Um hádegi f gær þótti fulljóst að enginn hafði komist lífs af og sneru þá Varaarliðsþyrlurnar við. Homaijarðarradíó heyrði neyð- arkall frá Secil Angola um þrjú- leytið í fyrrinótt og var kallinu strax svarað frá Valencia loft- skeytastöðinni á írlandi. Haft var samband við björgunarstöðvar á Bretlandi og við Landhelgisgæsl- una og Vamarliðið á íslandi. Skip- ið var statt um 250 sjómílur vest- ur af Skotlandi í vondu veðri, 50 hnúta vindi og sex metra öldu- hæð. Skipstjórinn tilkynnti að sjór væri kominn í vélarrúm og báðar lestar skipsins. Tvær þyrlur sendar á vettvang Nimrod frá breska flughemum kom á vettvang klukkan 07.25 og varpaði gúmbjörgunarbátum niður að skipinu. Þá var skyggni slæmt og hvarf skipið úr augsýn áhafnar Nimrodþotunnar öðm hveiju. Nimrod-menn sáu aldrei neitt lífsmark á skipinu og urðu þess aldrei varir að áhöfn þess reyndi að komast í báta. Tvaer þyrlur, svokallaðar „Jolly Green Giant," fóm frá Keflavík í fylgd Hercules flugvélar sem gat dælt eldsneyti á þær á flugi. Vegna veðurs náðu þær ekki á slysstaðinn og snem frá þegar hálfs annars tíma flug var eftir. Bresk Sea-King þyrla kom á vett- vang um tíuleytið í gærmorgun. Maður frá þyrlunni seig niður að björgunarbátunum og gekk úr skugga um að þeir vom allir mannlausir. Dönsk og Norsk skip sem komu á slysstaðinn. sfðdegis f gær fundu engan mann á lífi, en náðu lfkum fjögurra skipveija. Var með saltfarm til Saltsölunnar • Öll áhöfii skipsins, 17 menn, var frá S-Kóreu. Skipið var skrá- sett í Panama og gert út frá Dan- mörku. Það var 2.600 tonn að stærð og flutti 4.400 tonn af salti í þessari ferð. Skipið var smíðað árið 1983. Farmur Secil Angola var f eigu Saltsölunnar hf og sagði Finnbogi Kjeld, forstjóri Saltsöl- unnar, að erfitt væri að fmynda sér hvað gerst hefði. Hann sagði þessi skip hafa reynst vel og syst- urskip Secil Angola hefur flutt hingað salt. Finnbogi sagði að fullhlaðið hefði skipið um eins metra fríborð og hefði því að öllu eðlilegu ekki átt að vera hætta búin í því veðri sem þama var. Áhöfii Secil Angola var talin af sfðdegis í gær, eftir að skip höfðu leitað á svæðinu án árang- urs. Nimrod þota sveimaði þó yfir slysstaðnum fram í myrkur. Olíumarkaður 1988: Olís vann á í sölu gasolíu og svartolíu OLÍS TÓKST að ná til sín stærri hluta af heildarsölu gasoliu og svartoliu f landinu árið 1988 en fyrirtækið hafði 1987. Hins veg- ar tapaði Olís markaðshlutdeild í sölu bensíns og þotueldsneytis. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins jókst hlutdeild Olís í gas- olíusölu úr 25,29% árið 1987 í 26,07% 1988. Hlutdeild Olíufé- lagsins hf. minnkaði á sama tíma úr 48,47% í 48,37% og hlutdeild Skeljungs hf minnkaði einnig, úr 26,24% í 25,55%. Heildarsölu- aukning á milli ára varð 1,9%. Svartolíusala jókst um 18,45% á milli áranna 1987 og 1988. Hlut- deild Olís jókst úr 31,96% í 32,7%. Olíufélagið tapaði hlutdeild, hafði 42,78% 1987 og 42,05% 1988. Skeljungur stóð nánast í stað, hlutdeildin minnkaði úr 25,26% í 25,25%. 1988 seldist 7,27% meira af bílabensíni en árið áður. Olíufélag- ið jók sína hlutdeild úr 40,36% í 40,58%, hlutdeild Olís minnkaði úr 26,93% í 26,51% og hlutur Skeljungs jókst úr 32,71% í 32,92%. Mikil umskipti urðu í viðskiptum með þotueldsneyti. Röskunin er einkum skýrð með því að þjónusta við Flugleiðir færðist frá Olís til Olíufélagsins. Sú þjónusta felst í að geyma og flytja eldsneyti sem Flugleiðir flytja inn og eiga. Það eldsneyti er talið með í eftirfar- andi tölum. Heildarsala jókst um 0,98%. Hlutur Olíufélagsins jókst úr 46,27% í 59,35%. Hlutur Olís minnkaði úr 13,44% f 4,62% og hlutur Skeljungs minnkaði úr 40,29% í 36,03%. Ábendingar frá LÖGREGLUNNI: Um meðferð skotvopna f lögum um skotvopn, sprengiefni og skotelda segir m.a að „eig- endum skotvopna sé óheimilt að lána til afnota skotvopn nema þeim, sem leyfi hafa til að nota sams konar skotvopn." Það hef- ur hins vegar viljað brenna við að skotvopn hafi verið lánuð öðr- um en þeim sem heimilt er samkvæmt ákvæði þessu. Ekki þarf að flölyrða um þá hættu sem af því kann að skapast. í sömu lögum segir að „eigendur og umráðahafar skotfæra og skotvopna skuli ábyrgjast vörslu þeirra og sjá svo um að óvið- komandi aðilar nái ekki til þeírra. Þegar skotvopn og skotfæri eru ekki í notkun skulu skotvopn annars vegar og skotfæri hins vegar geymd f aðskildum læstum hirslum." Áríðandi er að eig- andi skotvopns geri sér ljósa grein fyrir þeirri ábyrgð sem á honum hvílir f þessum efnum. Aukið öryggi felst í þvf að geyma vopnahluti aðgreinda (boltalás, skotgeymi, forskefti o. 8. frv.). I reglugerð um skotvopn og skotfæri segir m.a. um versíun með slíka hluti: „Þeir sem fá leyfi til þess að versla með skot- færi (en það getur enginn nema með leyfi dómsmálaráðherra), skulu geyma þau f húsrými, sem samþykkt er af viðkomandi slökkviliðsstjóra og lögreglustjóra. Húsrýmið skal vera þannig gert: A. Veggir skulu vera a.m.k. 120 mm þykkir gerðir ír stein- steypu, gjallsteini eða vikursteini. B. Gólf skal vera steinsteypt, am.k. 120 mm þykkt. C. Loftplata skal gerð úr jámbentri stein- steypu, a.m.k. 120 mm þykkri. D. Hurð sé A60 eldvamarhurð með traustri læsingu. E. Ljósabúnaður f geymslu skal vera sprengiþéttur (gasþéttur). F. Ljósrofi skal vera utan geymslunnar og með aðvörunarljósi. Sé hins vegar um óverulegt magn skotfæra að ræða má vílqa frá þessu svo og ef skotfæri eru geymd í húsnæði, þar sem stöð- ug vakt er. Skotvopn skal geyma f læstum geymslum, tryggilega útbúnum að mati lögreglustjóra. Heimilt er að geyma í verslunum á afgreiðslutíma hæfilegt magn skotfæra og skotvopna til daglegrar sölu. Oheimilt er þó að stilla skotvopnum og skotfærum f sýningar- glugga verslana. Víxlar björgunarsveitanna: Ræði málið við flárveitínganefiid - segir Ólafiir Ragnar Grímsson flármálaráðherra „ÉG mun ræða þetta mál við fjár- veitinganefnd og embættismenn hér f ráðuneytinu enda var gerð breyting á þessu fyrirkomulagi að frumkvæði fjárveitinganefnd- ar,“ sagði Ólafur Ragnar Grimsson Qármálaráðherra er leitað var skýringa hans á 25 milljóna króna víxilskuld björgun- arsveitanna bjá ríkisféhirði vegna innflutnigsgjalda af björgunar- tækjum sem fyrrverandi Qár- málaráðherra fyrirhugaði að fella niður. Ólafur Ragnar sagði að á undan- fömum árum hefði verið f flárlögum upptalning á fjölda undanþáguliða. Sú hugmynd hefði komið upp í fjár- veitinganefnd að sleppa upptalning- unni en sefja inn eina endur- greiðslufjárhæð og á það hefði verið fallist í fjármálaráðuneytinu. Fjár- veitinganefhd hefði sett inn fjárhæð til að mæta þessu en sfðar hefði komið í ljós að sótt hefði verið um endurgreiðslur á miklu hærri upp- hæð. Til dæmis hefðu björgunar- sveitimar flutt miklu meira inn af tækjum en reiknað hafði verið með. Ólafur Ragnar sagði að þetta mál snerti ekki aðeins björgunarsveitim- ar heldur fjölda annara aðila. Fjármálaráðherra sagðist ekki geta sagt neitt um hvenær niður- staða fengist f málinu. „Heimildin f fjárlögum er skýr og ég hef ekki tekið ákvarðanir um að fara fram úr þeim,“ sagði hann. Þá sagðist ráðherra ekki hafa tek- ið ákvarðanir um framtíðarskipan MOKVEIÐI hefur verið hjá loðnu- bátunum frá þvi á fimmtudaginn. Tilkynnt hafði verið um 299.740 tonna afla frá áramótum á mið- nætti aðfaranótt miðvikudagsins en þá var eftir að veiða um 305 þúsund tonn af kvótanum. Loðnan hefur veiðst á milli Meðallands- bugtar og Vestmannaeyja undan- farna daga. 24 frystihús höfðu fryst um 1.900 tonn af loðnu á mánudagskvöld en samið hefur verið við Japani um kaup þeirra á 5.000 tonnum af frystri loðnu. Nítján frystihús, sem aðild eiga að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, voru búin að frysta rúmlega 1.500 tonn af loðnu á mánudagskvöld. Þar af höfðu 4 frystihús í Vestmannaeyj- um fryst um 800 tonn en loðnan hefur verið fryst frá Akranesi til þessara mála en ráðuneytið tilkynnti nýlega að björgunarsveitimar yrðu að greiða innflutningsgjöldin að fullu við innflutning tækja. Neskaupstaðar. „Við emm með samning upp á 4.000 tonn af frystri loðnu til Japans," sagði Jón Magnús Kristjánsson hjá SH. Fimm Sambandsfrystihús, öll á Reykjanesi, frysta loðnu að þessu sinni og í gær, miðvikudag, höfðu þau fryst um 350 tonn. „Við emm með samninga við Japani sem leyfa framleiðslu á 1.000 tonnum af fiystri loðnu á vertlðinni," sagði Teitur Gylfason hjá sjávarafurða- deild Sambandsins. Jón Magnús Kristjánsson sagði að frystihúsin væm I kapphlaupi við tfmann varðandi loðnufiystinguna. Unnið hefði verið á vöktum á flestum stöðum frá því um síðustu helgi. Þá hefði veiðst góð loðna en hún hefði verið blönduð að undanfömu og því erfítt að flokka hana. Um 300.000 tonn eft- ir af loðnukvótanum Búið að frysta um 1.900 tonn á mánudagskvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.