Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989 Vasapeningar eða framfærslulán? eftirJón Ólafsson Það ætlar að reynast námsmönn- um þrautin þyngri að fá endur- bætta skerðinguna sem varð á námslánum í menntamálaráðherra- tíð Sverris Hermannssonar. Þó að núverandi menntamálaráðherra hafi á sínum tíma barist ötullega gegn þessari skerðingu og ekki einu sinni tekið orð sín aftur þegar hann var orðinn ráðherra, virðist samt við ramman reip að draga og nú er það stjóm Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem setur hnefann í borðið. Þegar Svavar Gestsson varð menntamálaráðherra vöknuðu vonir námsmanna um það að sú stað- reynd yrði loks viðurkennd að á því tímabili sem námslán voru fryst að krónutölu, meginhluta ársins 1986, hafi þau skerst um 20 prósent. Þótti sumum Svavar vera nokkuð seinn til efnda, en í nóvember síðastliðnum skipaði hann þó vinnu- hóp sem skyldi meðal annars gera tillögur um það hvemig þessi skerð- ing yrði endurbætt, án þess að bæta þyrfti við fjárveitingu lána- sjóðsins. Það var svo rétt fyrir jólin að tillögur hópsins lágu fyrir og var þar gert ráð fyrir því að lánin gætu hækkað um 7,5 prósent 1. mars næstkomandi og um 5 prósent 1. september. Skerðingin yrði svo bætt að fullu 1. janúar á næsta ári. Það verður að segjast eins og er að fulltrúa námsmanna, sem í hópn- um sátu, er tæplega hægt að ásaka um þvergirðingshátt er þeir sam- þykktu þetta, það getur varla talist meira en viðunandi að fá þessar endurbætur á svo löngum tíma. En fulltrúar námsmanna ákváðu að sættast í bili á þessi málalok, að minnsta kosti ef ekki tækist að fá samþykkta aukafjárveitingu til lánasjóðsins svo bæta mætti upp alla skerðinguna fyrir upphaf næsta námsárs. Skemmst er frá því að segja að tillögur um það voru felld- ar á Alþingi í lokaafgreiðslu §ár- laga. Og er það slæmt ekki síst í ljósi þess að nú er viðurkennt að mat á framfærslukostnaði þurfi að hækka um 37 til 53 prósent. Sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstof- unni eru námslán einstaklings nú sem svarar 55 prósentum af meðal- neysluútgjöldum. Hækkun innan ramma fjárlaga Það er tvennt sem átti að mæta þeirri útgjaldaaukningu sem tillög- „Við teljum að hlutverk lánasjóðsins sé að sjá til þess að menn hafí nóg fé til að framfleyta sér þannig’ að þá mánuði sem þeir eru í skóla á ári þurfí þeir ekki að vinna fyrir sér líka.“ ur vinnuhópsins fólu í sér. Annars- vegar hækkuð lánsheimild sjóðsins sem skilar 45 milljónum og hinsveg- ar aukinn frádráttur af námslánum vegna tekna þannig að 50 prósent þeirra tekna sem námsmenn hefðu umfram þriggja mánaða fram- færslu á ári drægjust frá lánum í stað 35 prósenta eins og nú er. Áður hefur frádráttur verið meiri, en á síðasta ári var hann lækkaður að frumkvæði meirihluta stjómar LÍN, í blóra við vilja fulltrúa náms- manna sem sátu í stjóminni. En þá er það meirihluti stjómar LÍN sem rekur upp ramakvein og telur útilokað að verða við þessu. Þess ber að geta að auk fulltrúa námsmanna og ríkisstjómar sat framkvæmdastjóri lánasjóðsins fundi hópsins og taldi tillögumar raunhæfar. Meirihluti stjómar lána- sjóðsins telur hinsvegar að 50 millj- ónir króna til viðbótar þurfí til þess að hægt verði að hækka lánin jafn- mikið og vinnuhópurinn leggur til. Sá útreikningur er byggður á því mati að tekjur námsmanna muni dragast saman um 15 prósent næsta sumar og því muni breytt tekjutillit ekki minnka útlán lána- sjóðsins um 60—70 milljónir eins og búast mætti við ef tekjur væru svipaðar og í fyrra, heldur um 10 milljónir. Þetta er að sjálfsögðu hin mesta firra. í fyrsta lagi er engin ástæða til þess að ætla að tekjur náms- manna minnki svo mikið. Framboð á sumarvinnu hefur verið yfirdrifið slðastliðin ár og getur minnkað tals- vert án þess að atvinnuleysis taki að gæta hjá námsfólki. í öðru lagi tekur meirihlutinn ekkert tillit til þess að 77,5 milljóna afgangur er frá síðasta ári af rekstri sjóðsins sem er auðvitað hneyksli þegar hugsað er til þess hvað námsiánin eru lág. Mætti þá biðja um minni ráðdeild og meira réttlæti. Það mun vera vilji meirihlutans að nota þenn- an afgang í það að borga af lánum sem sjóðurinn hefúr tekið, sem er sannarlega ekki tímabært eins og ástandið er um þessar mundir. Það rétta í málinu er því að lánasjóður- inn ræður yfir fjármagni sem er tæpum 30 miiljónum króna meira en útlánaaukningin sem vinnuhóp- urinn leggur til jafnvel þótt fallist sé að öðru leyti á vafasaman út- reikning meirihlutans. Lækkaður tekjufrádráttur er bjarnargreiði Það er einkennilegt að þegar búið er að fá ríkisvaldið til að fall- ast á lágmarksendurbætur hinnar svokölluðu skerðingar skuli það vera meirihluti í stjóm lánasjóðsins sem setur sig upp á móti þeim end- urbótum og beitir til þess blekking- um. Skýringin á því kynni að vera sú að núverandi ríkisstjómarfulltrú- ar í stjóminni em gamlir draugar sem urðu eftir þegar síðasta ríkis- stjóm fór frá völdum. Þeir em sett- ir til fjögurra ára og því er ekki hægt að vílga þeim úr stjóminni, en námsmenn hafa hinsvegar skor- að á þá að segja af sér og sama mun menntamálaráðherra hafa gert. Það fer því ekki hjá því að mann gmni að hinar fjandsamlegu viðtökur sem tillögur vinnuhópsins fá stafi af pólitískri andúð meiri- hlutans í stjóm LÍN á menntamála- ráðherra og þeim viðhorfum sem koma fram i áliti vinnuhópsins. Þetta sést glögglega á bréfi sem stjóm LÍN hefur sent menntamála- ráðherra til að lýsa áliti meirihlut- ans á tillögum vinnuhÓDSins. Þar kemur fram sú skoðun að skerðing- in hafi í raun nú þegar verið bætt upp. Þetta hafi verið gert með því að lækka tekjufrádrátt og ýmsum öðmm breytingum sem orðið hafi á fyrirkomulagi námslána og séu námsmönnum í hag. Meirihlutinn heldur því einnig fram að „núver- andi framfærsluviðmiðanir séu full- nægjandi" og telur að „margt launafólk [væri] ánægt með það ráðstöfunarfé sem flestum náms- mönnum er tryggt". En það er um 34 þúsund á mánuði fyrir náms- menn á íslandi og lægra fyrir flesta námsmenn í útlöndum. Sú skoðun að lítill frádráttur vegna tekna sé námsmönnum ein- hver greiði, eða réttlátari en að miða lánsúthlutun að miklu leyti við tekjur, er fjarstæða sem náms- menn hafa lengi barist gegn. í bréfí stjómarmeirihlutans í LIN er því haldið fram að svona eigi kerfíð að vera vegna þess að „það sem einum dugir dugir öðrum ekki". Besta leið- in til þess að „koma til móts við misjafnar þarfir námsmanna [sic] sé sú að gefa þeim kost á að auka ráðstöfunarfé sitt með eigin vinnu“. Svo er því haldið fram að hlutverk lánasjóðsins sé að tryggja svokall- aða lágmarksframfærslu, og það sé f rauninni gert nú þegar. Það er bjargföst skoðun þeirra fulltrúa námsmanna sem undirrit- aður hefur samvinnu og samneyti við, að þessi skilningur á hlutverki lánasjóðsins sé alrangur og ég full- yrði að námsmenn eru almennt á því máli. Við teljum að hlutverk lánasjóðsins sé að sjá til þess að menn hafí nóg fé til að framfleyta sér þannig að þá mánuði sem þeir eru í skóla á ári þurfí þeir ekki að vinna fyrir sér líka. Þegar menn vilja líta framhjá tekjum láta þeir sig þá staðreynd engu skipta að Lánasjóður íslenskra námsmanna á að veita framfærslulán. Ekki ein- hveija lágmarksupphæð sem öllum er ljðst að er alltof lág til þess að hægt sé að framfleyta sér af henni einni. Þegar undirritaður hefur heyrt námsmenn barma sér yfir því að lánasjóðurinn dragi of mikið af lán- um þeirra vegna tekna hefur iðu- lega verið í því grínaktugur tónn. Ástæðan fyrir því er sú að menn hafa tilhneigingu til að eyða sumar- kaupinu á sumrin f stað þess að leggja fyrir til vetrarins. Ég er ekki frá því að sú gagmýni að tekjufrá- dráttur sé of mikill hafi fyrst og fremst komið frá pirruðu fólki sem hefði átt að spara um sumarið en gerði það ekki. Það er við þær að- stæður sem menn ijúka upp til handa og fóta og telja sér vera refs- að fyrir að vinna hörðum höndum. Og undir þetta taka auðvitað heils- hugar allir talsmenn þess að náms- fólk eigi, samvisku sinnar vegna hreinlega, að vinna tvö- eða þre- falda vinnu í öllum fríum. Þetta sjónarmið stafar af þeim misskiln- ingi að líf námsfólks sé heldur náð- ugt og það þurfi lítið á sig að leggja. Sú tilhögun að námslánin séu framfierslulán en ekki vasapen- ingar er hið raunverulega baráttu- mál námsmanna. Sumir virðast halda að með því að gefa fólki kost á að vinna sér inn háar fjárhæðir á sumrin án þess að tekjumar komi til frádráttar við úthlutun náms- lána, sé verið að bæta kjör náms- manna. Við álítum að skynsamlegra sé að draga tekjur frá námslánum en þau þess í stað höfð nægilega há til þess að hægt sé að fram- fleyta sér af þeim. Því hærri sem tekjur manns eru þeim mun minni þörf hefur hann fyrir námslán. Barátta stjómarmeirihluta í LÍN fyrir lágu tekjutilliti snýst í raun um að finna réttlætingu á því að halda námslánum lágum. Sá spam- aður sem felst í því að hafa lágt tekjutillit og lág námslán er á röng- um forsendum og veldur óréttlátri skiptingu. Það á að spara með þvl að skera við nögl lán til þeirra sem þurfa þeirra sfður. Annars eru lánin ekki framfærslulán heldur vasapen- ingar og síst af öllu mundu náms- menn vilja snúa lánabaráttu upp í rifrildi um vasapeninga. Höfundur er formaður Sambands íslenskra námsmanna erlendis. smimimm í TAKT VIÐ TÍMANN Viltu skara fram úr á hörðum vinnumarkaði? Við bjóðum þér upp á hagnýta kennslu í viðskipta- og tölvu- greinum, ásamt því helsta sem gerir þig að hæfum og dugandi starfskrafti. Þú getur valið um morgun- eftir- miðdags- eða kvöld tíma, eftir því sem þér hentar. Að námskeiðinu loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Innritun og allar nánari upp- lýsingar færðu í símum 68 75 90 og 68 67 90. Vió urum við símann til kl. 22 í kvöld. 1 EHirmenntunarnefnd bílgreina auglýsir námskeió í medferft hástyrktarstáls Farið er yfir helstu eiginleika hástyrktarstáls og að hvaða leyti það er frábrugið almennu stáli, kennd meðferð þess og hvernig unnið er við það, sérstaklega er fjallað um hitameð- höndlun og suðu. Kennarar: Þórarinn B. Gunnarsson og Stefán Stefánsson. Verður haldið í Iðnskólanum í Reykjavík. Hefst 28. febrúar og lýkur 9. mars. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18.00 til 22.00 og á laugardögum frá kl. 9.00 til 14.00. Þátttökugjald kr. 4.000,- fyrir þá sem greiða í endurmenntunarsjóð. Þátttaka .tilkynnist í síma 83011. Heiða Heiðarsdóttir skrifstofutæknir, útskrifuð í desember '88. „Námið hjáTölvufræðslunni kom mér skemmtilega á óvart. Kennararnir eru mjög góðir og námið í heild vel skip- ulagt og skemmtilegt. Ég lít á þetta sem góða fjárfestingu sem á eftirað skila sérmargfalt til baka“. LdSTÖLVUFRÆÐSLAN Borgartún 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.