Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989 UTSALA Karlmannaföt kr. 3995,-, 5500,-, 7995,- og 9995,- Terylenebuxur kr. 995,- og 1195,- _ . Skyrtur o.fl. á lágu verði. /KnÚrCSf. Skólavörðustíg 22, sími 18250. félk í fréttum FRICO rafmagnshitablásarar ern hljóðlátir smekklegir og handhægir Frico rafmagnshitablásarinn, TEMPERATOR 200, fæst hjá Rönning. Þessi frábæri hitablásari er léttur og meðfærilegur. Hann er með hitastillingu, valrofa fyrir afl og loftmagn, kröftugan blástur og yfirhitavörn. TEMPERATOR 200 er sterkbyggður, mjög hljóðlátur og með hitöld úr ryðfríu stáli. Hjá Rönning fást einnig fleiri gerðir af hitablásurum sem henta nánast hvar sem er. Frico TERMOVARM ofnar eru hannaðir til að þola raka t.d. í skipum og bátum. Hann er mjög fyrirferðarlítill en gefur góðan hita. Á ofninum er rofi af og á, hitastillir og yfirhitavörn. Framhlið er einfalt að fjarlægja með einu handtaki til að auðvelda þrif. Það er notalegt að sitja við ylinn frá Frico TERMOVARM. Veldu FRICO Rofi af og á. Sérstök hi '//M hitaþolin lakkhúð.. Einfalt að fjarlasgja framhlið til að Hitastillir. auðvelda þrif. JF JOHAN RÖNNING HF Sundaborg 15-104 Reykjavík Morgunblaðið/Þorkell Á myndinni eru María Karólína Gunnþórsdóttir, eiginkona Garðars, Vignir Garðarsson og Garðar Þorgrímsson. AFLAKÓNGUR Á TRILLU Maður fær sér stundum blund á baujuvaktinni - segir Garðar Þorgrímsson Fiskines frá Breiðdalsvik var aflahæstur báta undir 10 tonnum í fyrra. „Við vorum með 350 tonn af óaðgerðum físki í fyrra og verðmæti aflans var 9,3 milfjónir króna,“ sagði Garðar Þorgrimsson, eigandi bátsins, í samtali við Morgun- blaðið. „Fiskines er rúmlega 8 tonna bátur smíðaður á Skaga- strðnd fyrir Hornfírðinga árið 1977 en ég keypti hann frá Dalvík þar sem hann var í eitt ár. Báturinn hefur alltaf heitið Fiskines. Ég held að það sé sama hvaða nafn er á bátnum. Það er ekkert nema fyrirhöfíiin að vera að skipta um nafii á honum,“ sagði Garðar. „Við höfum verið á línu- og handfæraveiðum," sagði Garðar. „Vignir sonur minn hefur róið með mér síðastliðin ár og konan mín og frænkur hennar hafa beitt fyrir okkur. Það skiptir miklu máli að vera með fólk sem er duglegt að beita og telur ekkert eftir sér að taka aukabjóð ef maður vill fá meira. Við höfum aðallega notað sfld f beituna en stundum loðnu. Við förum út klukkan 2 að nóttu alla daga sem á sjó gefur. Þegar mikið er að gera komum við aftur að landi eftir kvöldmat en maður fær sér stundum blund á baujuvaktinni. Mesti afli, sem við höfum fengið í einum róðri, er 7.650 tonn. Tfmakaupið er nokkuð gott en næturvinnan er náttúrulega mikil. Við reynum að veiða sem næst landi. Það eru lokuð svæði á Breiðdalsgrunni og Papagrunni og það hjálpar mik- ið,“ sagði Garðar Þorgrímsson. Veldu HITACHI og þú hefur tæknina í hendi þér (u®æ@g)iMS Nú bjóðast þér 0HITACHI tækin á sérstöku kynningarverði KRINGLU LA TOYA JACKSON Situr fyrir hjá Playboy Sagt er að söngvarinn Michael Jackson hafí orðið æfur af reiði og hneykslan er það spurðist til hans að stóra systir, La Toya, 31 árs, hefði setið fáklædd fyrir hjá einum ljósmyndara Playboy-ritsins. Jackson vissi að slíkt stæði fyrir dyrum en var alfarið á móti þvf. „Þú ert söng- kona en ekki fyrirsæta" á hann að hafa sagt við systur sína sfðastliðið haust. Þar eð vitað var, að Michael sem er strangtrúaður, var á móti þessu framtaki systurinnar, leyndi hún því og enginn af vinum hennar vissi neitt fyrr en 10 síðna myndir birtust og segja fagmenn að þær séu ekki af verri endanum. Mario Casili, sá er myndimar tók, segir að La Toya sé ekki síðri fyrirsæta en söngkona. Sjálf segist La Toya vera þreytt á að vera kölluð svarti sauðurinn í flöl- skyldunni. Samkvæmt henni var það faðir hennar sem árum saman taldi henni trú um að hún gæti ekki sung- ið og væri ekki nógu falleg. Meðan The Jackson Five gerðu garðinn frægan var hún aðeins áhorfandi en fór síðar út í hljómlistina. Tvær fyrstu hljómplötur hennar seldust vel en sú þriðja ekki. La Toya hefur nú heldur betur minnt á sig og tímaritið La Toya Jackson er orðin fyrir- sæta hjá tímaritinu Playboy. Playboy. Hún fékk einnig dágóða upphæð að launum, um 80 milljónir fslenskra króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.