Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989
37
og Valgeirs f. 16. október 1941 og
Höllu f. 2. nóvember 1946.
Sveinbjöm starfaði um tíma við
skipasmíðar hjá Ársæli Sveinssyni
og síðar hjá Brynjólfi Einarssyni
skipasmið og hagyrðingi. Vann
hann m.a. við smíðar á Helga
Helgasyni, sem var stærsta timbur-
skip er smíðað hefur verið á íslandi
fyrr og síðar. í um 20 ár var hann
verslunarstjóri hjá Helga Bene-
diktssyni stórútgerðarmanni og
kaupmanni. Þegar Mjólkursamsal-
an í Eyjum var stofnuð tók hann
við henni og veitti forstöðu uns
hann flytur til Reykjavíkur árið
1962. Fljótlega eftir að hann sest
að í Reyiíjavík hefur hann störf hjá
Sjávarafurðadeild SÍS, við fiskeftir-
lit, þar sem hann starfaði til eftir-
launaaldurs. Fiskeftirlitið útheimti
miklar fjarvistir frá heimili og oft
erfið ferðalög, jafnt sumar sem
vetur. Á þessum ferðum fór ekki
hjá því að Sveinbjöm kynntist alls-
konar fólki á landsbyggðinni. í sam-
tölum við hann lætur hann vel af
þessum kynnum. Verkstjórastörf-
um í frystihúsum víðsvegar um
landið gegndi hann í forföllum og
afleysingum, þ. á m. var hann 1 ár
í Ólafsvík.
Af öllum öðrum ólöstuðum telur
hann sig ekki hafa haft betri hús-
bændur en þá hjá Sambandinu.
Sveinbjöm á gott með að kasta
fram stöku og er mér ekki grun-
laust um að það sé meðfæddur arf-
ur frá forföður hans (í fjórða lið)
bóndanum og fræðimanninum
Brynjólfi Jónssyni frá Minna-Núpi.
Á þessum tímamótum sendi ég
og fjölskylda mín Sveinbimi okkar
bestu kveðjur með þakklæti fyrir
góða viðkynningu.
Sævar Þ. Jóhannesson
Fiskars
Allar gerðir
Fiskars skæra
og
hnífa.
SPARIABOT
ÚTVEGSBANKANS
Reglubundinn sparnaður með Spariábót
Útvegsbankans hækkar ávöxtun peninganna
þinna um tvö vaxtastig þegar í stað!
Útvegsbankinn auðveldar þér leiðina til sparn-
aðar með sérstakri Spariábót. Þú leggur
minnst 5000 krónur mánaðarlega inn á Ábótar-
reikning og við hækkum Ábótina strax upp um
tvö vaxtastig.
Þekking okkar og þjónusta hefur byggt grunn-
inn að Ábótarreikningi Útvegsbankans. Það er
ef til vill full mikið að líkja Ábótinni við veraldar-
undrin sjö. En eitt eiga pýramídarnir og Ábótin
sameiginlegt:
Þau hafa staðist tímans tönn.
ÚO
Útvegsbanki íslands hf
Þar sem þekking og þjónusta fara saman
Orðsending til félaga í Bókaklúbbi barnanna:
SKILAFRESTUR
í stóru verðlaunagetrauninni,
með ferðavinnirigum til Disney World í Bandaríkjunum,
HEFUR VERIÐ FRAMLENGDUR
TIL10.MARS
VEGNA SAMGÖNGUERFIÐLEIKA.
Munið að einungis verður dregið úr lausnum skuldlausra félaga
SENDIÐ SVARSEÐILINN
SEMFYRST!
BÓKAKLÚBBUR BARNANNA
Disney-klúbburínn
Síðumúla 29,108 Reykjavík
Sími 6.88.300