Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989 Spilagleðin sigrar Ein af bestu erlendu plötum sfðasta árs var platan The Travel- ing Wilburys, Vol. 1. Á umslagi plötunnar er ekki getið réttra nafna helstu flytjenda, en 6 um- slaginu má glöggt þekkja þá Bob Dylan, Jeff Lynne, Tom Petty, Roy Orfoison og George Harrison. Þar sem téð plata var ein sölu- hæsta erlenda plata síðasta árs og selst reyndar enn vel, kemur ofangreint líklega fáum á óvart. Þaö breytir því þó ekki aö þótt dómur um plötuna hafi þurft að víkja fyrir umfjöllun um innlenda plötuútgáfu, þá á hún þaö skilið að eytt só á hana einhverjum orð- um. Það er greinilega spilagleði sem liggur aö baki þessarar plötu og það er spilagleðin sem gerir hana einkar áheyrilega. Tónlistin er skemmtilegt afturhvarf til rytmabl- ússveitapopps áttunda áratugar- ins, enda eru á plötunni menn sem mikil áhrif hafa haft á þróun popps- ins síðustu ár, s.s. Bob Dylan, Roy Orbison og George Harrison og lærisveinar þeirra; Jeff Lynne og Tom Petty. Tom Petty og Dylan hafa starfað töluvert saman und- anfarið og er þá skemmst að minn- ast tónleikaferðar Dylans um heim allan með hljómsveit Tom Pettys sem lauk á þarsíðasta ári. Dylan er þó mun líflegri og skemmtilegri í Traveling Wilburys en hann var í þeirri för og sérstaklega er gaman að laginu Tweeter and the Monkey man, þar sem hann gerir góðlát- legt grín að Bruce Springsteen. Harrison sendi frá sér plötu á síðasta ári sem han vann með Jeff Lynne, en á þessari plötu er hann og betri en oft áður, sem rennir kannski stoðum undir þá staö- hæfingu að hann sé bestur þegar hann þarf ekki að bera allt uppi einn síns liðs; þegar hann geti Hauskúpan sem öskraði Nýdönsk staðið að nokkru í skugganum. Framlag Lynne og Petty er minna, en Lynne á þó helft heiðursins af framúrskarandi útsetningum og Petty stendur sig vel, t.a.m. í lag- ínu sem han syngur með Roy Orbi- son, Last Night. Roy Orbison, sem lést fyrir skemmstu, er stjarna plötunnar og tregablandinn söng- ur hans lyftir henni í að vera eitt- hvað meira en bara góð popp- plata. Þaö er gaman að veita því athygli hvaö hann kemst upp meö að syngja væmna texta án þess þó að veröa væminn, eins og í lag- inu Not Alone Any More, sem er besta lag plötunnar. Af þeim Will- bury-bræðrum er hann nútímaleg- astur og um leið merkasti tónlist- armaðurinn og að honum er mikil eftirsjá. , • Fimmtudaginn 29. desember f fyrra héldu þrjár hljómsveitlr tón- leika á Hótel Borg: Nýdönsk, E-X og Naboens Rockband. Tónlelk- arnir voru ekki góðlr, en skánuðu þó er á leið. Naboens Rockband lét fyrst í sér heyra. Hljómsveitin sú átti spretti, en sannast sagna voru þeir sprettir ekki góðir. Raunar var þetta ein sú mesta hörmung sem ég hef heyrt um dagana: illa út- sett færibandarokk sem hljómaði ótrúlega kunnuglega — eða hefði gert þaö, hefði það verið betur spilað. Þegar ofan á þetta bættist að hljóðblöndun var mjög ábóta- vant og „sándið" slæmt, var mesta furða að áheyrendur skyldu ekki halda fyrir eyrun eða yfirgefa sal- inn. Naboens Rockband hefur ekk- ert með það að gera að halda tón- leika strax — við skulum sjá hvort hljómsveitin verður ekki orðin betri eftir nokkra mánuði. Ég hef aidrei verið mikill aðdá- andi E-X, en eftir frammistöðu Naboens Rockband var næstum léttir aö fá þá á sviðið. í rauninni var ekkert út á þá að setja, nema þá helst að þeir virðast aldrei vera viðstaddir á eigin tónleikum. Mað- ur finnur ekki fyrir því að þeir séu þarna. Og mann grunar að þeir hafi líka veriö fjarverandi þegar þeir sömdu tónlistina. Hún er af því taginu að áheyrandinn fer að velta fyrir sér hvað vanti í hana, fremur en hvað hún hefur upp á að bjóða. Sum lögin væru sæmi- legasta rokk — ef þau væru bara ekki svona fjandi dauð. Nýdönsk er hljómsveit sem er líkleg til frekari vinsælda. Hljóð- færaleikur er góður og útsetningar í lokalagi plötunnar líta Willbury- bræður aftur til sjöunda áratugar- ins og kannski er þar að finna stefnuyfirlýsingu þeirra og réttlæt- ingu fyrir gerð plötunnar; Það skiptir meira máli hvernig þú tekur þátt, en hvað þú berð úr býtum. „Maybe somewhere down the ro- ad/When someone plays Purple Haze/You'll remember me. þolanlegar. Lögin eru misgóð, mörg slæm, en flest höfða þó til poppsálar íslendinga á einhvern hátt: Þau ganga hinar breiðu brautir og seilast aldrei út fyrir mörk hins viðtekna og kunnuglega. Þetta er helsti galli sveitarinnar, og þetta er mikill galli. Hún hefur enn ekki skapað sér eigin stíl, eig- in hljóm eða anda. Nýdanska skortir sjálfstætt líf; hún nærist á „áður-heyrðu“. Hún líkist um of öðrum — sérstaklega minnir hún mig á Stuðmenn á hnignunarskeiði þeirra. Þessum kunnugleika þarí að útrýma — eða a.m.k. fela hann aö einhverju leyti. Baldur A. Kristinsson E-X Tónleikaár Sfðasta ár gekk ýmlslegt á f innflutningl erlendra hljóm- sveita, eins og gengur. Til landslns komu sveitir sem eng- an hefði grunað aö enn vesru til og sem enginn þekkti og einnlg sveitir sem verulegur fengur var aö fá. Þegar þetta birtlst hafa tvmr erlendar sveit- Ir haldlð hór tónleika, Honey B. and the T-Bones og The Band of Holy Joy, en nokkrar eru væntanlegar. í mánaðarlok kemur hingað John Mayall með sveit sína, og 1. mars leika Dubliners ( Reið- höllinni, ef lögregla leyfir, og norska þungarokksveitin Artch I Hótel fslandi. Artch heldur aðra tónleika 2. mars á sama stað og Dubliners leika einnig (Tunglinu. Village People hefja tónleikahald í Broadway í enduðum febrúar og verða að til 5. mars og í end- uðum mars kemur Dr. Hook með hljómsveit sína og leikur í Broad- way 30. og 31. mars og 1. febrú- ar. 17. mars leikur síðan ein efni- legasta þjóðlagarokksveit Bret- landseyja, The Men They Co- uldn’t Hang í Tunglinu. Fleiri hljómsveitir eru svo væntanlegar á árinu, en til að fá nánari upplýs- ingar um það leitaði Rokksíðan til Bobby Harrison, en hann og félagi hans Tony Sandy hafa ver- ið umsvifamiklir (hljómsveitainn- flutningi sfðustu ár við þriðja mann í fyrirtæki sínu Split Pro- motions. Bobby sagði sig og Tony hafa snúið sór að því að aöstoöa aðra við tónleikahald meðfram því sem þeir standa að tónleikum sjálfir. Hann sagöi aö það væri sífelt verið að bjóða þeim hljómsveitir sem þeir hefðu ekki tíma eða áhuga á að flytja inn og þá væru þeir farnir að bjóða stöðum eins og t.d. Tungl- inu, að aðstoða þá við að ná samningum. Bobby sagði komu Dubliners hingað vera af þeim toga og það hafi reyndar verið samkomulag milli hans og Tony að aðstoöa Reiðhöllina við að rétta úr kútnum eftir Status Qu- o-áfallið. Hvað varðaöi tónleikahald Split, sagði hann að hann hefði fariö til New York til að reyna að ná samningum við Billy Idol, en hann hefði tekið sér leyfi frá tónleikahaldi að sinni. I þeirri för heföi honum boðist Stevie Wonder ( aprft. Það mál væri ( athugun, en hann sagðist óttast að Stevie Wonder væri of dýr fyrir (slendinga. Proclamers sagði hann hafa ætlaö að koma hingað (febrúar, en sveitin hafi þurft aö fara til Bandarikjanna. Þeir bræður hefðu þó lofað að koma síðar á árinu. Aðrar hljóm- sveitir sem væri verið að semja við væru Whitesnake, Ozzy Oz- boume og Bon Jovi meðal ann- ars, en ekki væri hægt að slá neinu föstu. Ljósmynd/lngibjörg ARTCH - Ekki bara efnileg Þungarokk hefur átt fremur undir högg að sækja hór á landi, aö þvf leyti aö þessi tónlistar- stefna hefur fengið litla umfjöllun f fjölmiðlum. Þungt rokk á þó sinn aðdáendahóp hór á landi og hann er alls ekki jafn Iftill og fjölmiöla- fólk vlll vera láta. Þungarokk hefur líka átt erfitt uppdráttar hvað varðar lifandi spilamennsku íslenskra hljóm- sveita og liggja til þess margar ástæður og ef til vill ekki síst þær sem hér eru að framan nefndar. Nú er líka svo komið að æðsti prestur íslenskra þungarokkara í tónlistarstétt hefur flúið land og tekið sér bólfestu í Noregi. Eirdgur Hauksson heitir maðurinn. Hann hefur þurft að halda nafni sínu á lofti hér á landi með því aö syrígja í Evrósjón-keppnum, syngja dæg- urlög inn á plötur hjá Gunnari Þórðarsyni (sem þarf ekki að vera slæmt) og á síðasta ári lét hann sig hafa það að gerast meðlimur diskósveitarinnar Módel. Hljómsveitin ARTCH (Another Return to Church Hill), sem Eiríkur Hauksson hefur gengið til liðs við, hefur verið starfandi frá árinu 1982. Fyrir tveimur árum urðu þeir svo fyrir því áfalli að missa söngvara sinn i bifhjólaslysi og hófst þá leit þeirra að nýjum söngvra, sem endaði hér uppi á íslandi. Þeir hafa nú sent frá sór plötu sem nefnist Another Return og er skífa þessi gefin út af bresku fyrirtæki, sem nefnist Active Rec- ords. Ég verð nú að segja eins og er, að ég hafði ekki gert mér háar hugmyndir um norskt þungarokk áður en óg fókk þessa plötu í hend- ur. Bætti þar ekkert úr skák þó það væri blandað íslensku blóði. Þess vegna varð ég satt að segja steinhissa þegar ég heyrði An- other Return. Það er ekki bara að ARTCH spili kröftuglega, heldur er þessi plata áreiðanlega ( hópi bestu platna þessarar gerðar sem komið hafa út í heiminum í ár. Það skella nú sjálfsagt margir upp úr ef farið er að tala um fjöl- breytni ( þungarokki, að ég tali nú ekki um frumleika. Þessu er þó hvoru tveggja fyrir að fara á An- other Return. Á Another Return má finna áhrif frá hinum ýmsu stefnum þunga- rokks. Fyrir mína parta hef ég mest gaman af lögunum Power to the Man, Metal Life, Promised Land og Reincarnation. Þessi lög eiga það öll sameiginlegt að vera stundum á mörkum þess sem kall- að er „thrash metal". Á hinn bóg- inn hef ég líka gaman af Where I Go sem kemst næst því að vera ballaðan á plötunni. Fallegt lag og uppbygging þess og útsetning er góð. [ stuttu máli má segja að allur hljóðfæraleikur ARTCH sé góður og umfram allt kraftmikill. Gítar- sólóin eru leiftrandi og lengd þeirra er stillt i hóf og er það kostur. Um söng Eiríks er það að segja, að vitað var að hann hefði hæfileika til að syngja þessa tegund tónlist- ar, en að honum tækist þaö með slíkum glans sem hér um ræðir kom mór á óvart. Another Return er góð plata frá hljómsveit sem virðist ekki bara efnileg heldur er hreinlega mjög góð. Gunnlaugur Slgfússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.