Morgunblaðið - 23.02.1989, Side 7

Morgunblaðið - 23.02.1989, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989 7 Það sem allir œttu að vita... um viðskipti með skuldab réf og hlutabréf Geymið auglýsinguna Geymið auglýsinguna Er grái markaðurinn skrímsli? Eða- sjálfsagður og eðlilegur hluti af fjármagnsmarkaði? Sá hluti fjármagnsmarkaðs- ins hér á lancli sem sér um miölun skuldabréfa og hluta- bréfa er oft kallaður grái markaðurinn. Margir líkja honum við skrímsli sem færi sér lánsíjárþörf almennings og fyrirtækja í nyt og vilja setja á han n höft. Aðrir ben da ré tti lega á að grái markaðurinn hefur veigamiklu hlutverki að gegna. Það er að miðla fé, á skilvirkan og ódýran hátt, frá þeim sem leggja fyrir og eyða minna en þeir afla, til atvinnúfyrirtækja og annarra sem þurfa á lánsfé eða auknu eigin fé að halda. Grái markaðurinn hefur skilað þessu hlutverki sínu með sóma. Hann hefur einnig ávaxtað peninga spari- fjáreigenda á góðan og örugg- an hátt. Góð ávöxtun fær lands- menn til að spara sem aftur leiðir til þess að fyrirtæki og aðrir geta aflað sér innlends lánsfjár og eigin fjár og þurfa ekki að leita til erlendra spari- fjáreigenda. Þannig fá Islendingar góð- ar tekjur af sparifé sínu og dýrmætur hluti þjóðartekna rennur ekki í vasa útlendinga. Til að skiija möguleika og kosti gráa markaðsins þarf nokkra þekkingu og réttar upplýsingar. Það sem fram kemur hér á síðunni hefur verið tekið sam- an á vegum VIB. Það er von okkar að þessi samantekt korni lesendum að nokkru gagni. HVAÐ ERU SKULDABRÉF OG HLUTABRÉF? Skuldabréf og hlutabréf kallast einu nafni verðbréf. Skuldabréf eru gefin út til sönnunar og viðurkenningar á skuldum. Þau eru skrifleg yfirlýsing útgefanda um skyldur hans til að greiða peninga á ákveðnum tíma. Hlutabréferu ávísun á hlut í hlútafélagi. Eigandi hlutabréfs á því hlut í eigum fyrirtækis, viðskiptavild þess og framtíðarhagnaði. Talaö er um að verðbréf séu skráð þegar bankar eða verðbréfafyrirtæki kaupa ]jau og selja á auglýstu verði. Skráð verðbréf eru t.d. Spariskírteini ríkissjóðs, bankabréf og skulda- bréf verðbréfasjóða en skulda- bréf einstaklinga og lítilla fyrir- tækja eru yfirleitt ekki skráð. Flestir flokkar skráðra skulda- bréfa eru traust og örugg verðbréf. FJOGUR LYKILATRIÐI SEM HAFAÞARFÍ HUGAVIÐKAUP Á VERÐBRÉFUM: 1. Öryggi 2. Góð ávöxtun 3. Trygg endursala 4. Aðgengilegar upplýsingar Hvert prósentubrot skiptir máli þegar sparifé er ávaxtað. Há ávöxtun kemur þó að litlu gagni efspariféð tapast. Stund- um þarf eigandinn aö selja bréf fyrir gjalddaga og það er auðvelt séu þau skráö hjá opin- beru verðbréfafyrirtæki. Því er mikilvægt að skipta við slík fyrirtæki. Þau búa einnig yfir sérþekkingu á sviöi verðbréfa- viðskipta og auðvelt er að leita upplýsinga hjá þeim. 53% VELJA VERÐBREF Oryggi og ávöxtun i fyrirrumi samkvæmt skoöana- könnunum Gallups og Félagsvísindastofnunar. Svör Gallups voru í %: Samkvæmt skoðanakönnun Gallups sem Ijirt er í febrúar tölublaði Frjálsar verslunar kysu 53% aðspurðra að ávaxta fé sitt í verðbréfum ef þeir ættu eina milljón króna. I sömu skoð- anakönnun k(jm fram að spari- fjáffcigendur leggja áherslu á tvennt: öryggi oggóða ávöxtun. Þetta kom einnig í ljós t skoðanakönnun Félagsvísinda- stofnunar sem birt var í Morgunblaðinu 14. janúar sl. 1. Leggja inn í banka/ sparisjóð 40,7 2. Kaupa spariskírteini 30,0 3. Kaupa verðbréf í verðbréfafyrirtæki 23,2 Fólk var einnig spurt: „Hvers vegna tnundir pú velja pennan kost?“ 1. Mesta öryggið 37,6 2. Besta ávöxtunin/kjörin 24,5 Algeng ávöxtun skráöra skulda- bréfa á sidasta ári var 8-11 % yfir verðbólgu Það kom m.a. fram í •könnunum Félagsvísindastofn- ttnar og Gallups að spari- fjáreigendur leggja mikla áherslu á góöa ávöxtun þegar þeir velja sér sparnaðarleið. Þeir sem kaupa skuldabréf gera það einmitt vegna þeirrar góðu ávöxtunar sem skulda- bréf bjóða. Vaxtamunur á verð- bréfamarkaðnum er oftast aðeins 1-2%. Skuldabréf eru yfirleitt gef- in út í háum fjárhæðum til langs tíma. Því verður kostn- aður við veltu peninga lítill. Bankar eða verðbréfafyrirtæki sem sjá um miðlun skulda- bréfa komast því af með minni vaxtamun en þörf er á í venju- legri innlánsstarfsemi og geta þannig greitt sparifjáreigend- um hærri vexti en ella. Þrátt fyrir að skuldabréf séu gefin út til nokkurra ára geta eigendur skráðra skuldabréfa að jafnaði selt þau aftur fyrir gjaiddaga þurfi þeir á pening- um sínum að halda. Fyrirtæki eða stofnanir sem kaupa og selja verðbréf á auglýstu verði og greiða þannig fyrir viðskiptum kallast viðskiptavakar. Flest skuldabréf eru seld í 50.000 króna eining- um minnst. Skuldabréf verdbréfasjóða og Span- skírteini ríkissjóbs eru pó til í minni einingum t.d. 5.000 krónutn. Hárri ávöxtun fylgir aukin áhœtta Yfirleitt má gera ráð fyrir því að bréf sem bera háa ávöxtun séu áhættusamari en þau sem bera lægri ávöxtun. Það er því ekki nóg að líta bara á ávöxtun verðbréfa, fólk verður einnig að meta hversu örugg bréfin eru. Sumir \'ilja helst enga áhættu taka, aðrir taka nokkra áhættu í von um meiri ávöxtun. Hver og einn verður að meta fyrir sig hvað borgar sig best fýrir hann. Helstu tegundir skulda- bréfa eru Spariskírteini ríkissjóðs, bankabréf, hlutdeildarbréf verð- bréfasjóða auk skulda- bréfa fjárfestingar- lánasjóða og eignar- leigufyrirtækja. Spariskírteini ríkissjóðs eru öruggust þessara bréfa þar sem hverfandi líkur eru á að ríkið standi ekki við skuld- bindingar sínar. Þau bera því lægstu vexti skuldabréfa. Spariskírteini voru fyrst gefin út fyrir 25 árum og hafa verið verðtryggð frá upphafi. Iðnaðarbankinn hófútgáfu verðtryggðra bankabréfa árið 1985 en sala bankabréfa hafði þá legiö niðri um áratuga skeið. Aörir bankar fylgdu í kjölfarið. Bankabréferu talin mjögörugg skiddabréf. Avöxtun þeirra er hærri en spariskírteina og er nú 8,5-9,2% yfir verðbólgu. Fyrstu verðbréfasjóðirnir voru stofnaðir hér á landi í maí 1985 og nú eru starfandi hér 15 verðbréfasjóðir. Kostir þeirra eru háávöxtun, áhættudreifmg og sveigjanleiki. A árinu 1988 var ávöxtun Sjóðsbréfa 1 hjá VIB 11,1% yfir verðbólgu. HVAÐA SKULDABREF HÆGTAÐ KAUPA? Auk þessara skuldabréfa má nefna skuldabréf eignarleigu- fyrirtækjas.s. Glitnishf. og fjár- festingarlánasjóða s.s. Iðnlána- sjóðs. Þau teíjast til traustra skuldabréfa og gefa jafpframt háa ávöxtun, þau fyrrnefndu 11-12% yfir verðbólgu á ári og þau síðarnefndu 7,5-9%. HVAÐ ERU VERÐBRÉFASJÓÐIR ? Sktddabréf verðbréfasjóða njóta vaxandi vinsælda hér á landi. Þegar fólk kaupir skuldabréf verðbréfasjóða má segja aö það sé að leggja sparifé sitl í sjóð með fjölmörgum öðrum sparifjáreigendum. Það fé er síðan notaö til kaupa á ýmsum tegundum skulda- bréfa. Verðbréfasjóðir eru þannig nokkurs konar pottar og líta má á skuldabréf þeirra sem ávísun á lduta í öllum þeim bréfum sem í pottinum ER eru. Skuldabréf verð- bréfasjóða má því einn- ig nefna hlutdeildar- bréf. Hlutdeildarbréf þau sem verðbréfasjóðir gefa út eru þó misörugg og fer áhættan eftir fjárfesting- arstéfnu sjóðánna. Sum eru til- tölulega áhættusöm, önnur mjögörugg, allteflir því hvers konar skuldabréf standa að baki hlutdeildarbréfunum. I þessu sambandi er nauðsynlegt að hafa í huga að aukin áhætta er venjulega samfara hárri ávöxtun. Verðbréfasjóði má yfirleitt greina í t\'o flokka, vaxtarsjóði og tekjusjóöi. Vextir og verð- bætur leggjast við höfuðstól hinna fyrrnefndu og greiðast út í einu lagi þegarbréfin eru seld. Eigendur tekjubréfa fá vextina greidda út reglulega og aðeins verðbætur leggjast við höfuðstól. Verðbréfasjóðir gera fólki kleift að kaupa skuldabréf fyrir tiltölulega lágar upphæðir. Það er líka auðvelt að selja hlutdeild- arbréf verðbréfasjóða því útgefendur þeirra sjá um inn- lausn á jjeim. HVAÐMEÐ HLUTABRÉF? Avöxtun hlutabréfa gelur verid mjöggóð ogmiklu hærri en afskulda- bréfutn ef rekstur fyrirtœkis gengur vel. A sidasta ári varraunávóxtun skrábra hlutabréfa að meðaltali 25%. Hlulabréf teljast yfirleitt ekki eins öruggogskuldabréfþví að hlulhafar geta þurft að seetta sig við lága ávöxtun eða jafnvel lap þegar illa árar, en eigandi skuldabréfs fær ákveðna vexli hvort sem fyrirliekið gengurveleða illa. Hluthafargeta nolið arðgreiðslna og skattfríðinda ault ýtnissa réttinda og annarra fríðinda. Á áirinu 1988 seldi Hlulabréfa- vi a rkaðu ri n n hf. ( HMA RK) hlulabréffyrir 120 milljónir króna. VIB sér utn rekstur HMARKS. HVERNIG FARA VIÐSKIPTIN FRAM HJÁ VIB? Þegar viðskiptavinur kemur í afgreiðslu VIB í Ármúla 7 til að spyrjast fyrir um verðbréf er honum vísað til eins af níu ráðgjöfum okkar. Þeir kynna honum hvaða bréf eru á boðstólum og svara spurning- um sem hann kann að hafa. Til hvers er verid að spara ? Það skiptir öllu máli í hvaða tilgangi viðskiptavinurinn er að spara. Er hann að hugsa um að spara til langs tíma eða vill hann aðeins geyma fé sitt í nokkra mánuði? Er hann að spara fýrir íbúð, bíl eða ferðalagi eða er hann að hugsa um framtíðaröryggi sitt og ljölskyldu sinnar? Þetta eru allt atriði sem skipta miklu máli þegarviðskiptavinirokkarvelja sér verðbréf til að ávaxta spari- fé sitt. Þegar viðskiptavinurinn hefur valið þau skuldabréf eða hlutabréf sem henta honum best, tekur ekki langan tíma að ganga frá viðskiptunum. Flest- ir kjósa að láta VIB og Iðnaðar- bankann sjá um geymslu og innheimtu bréfa sinna þv.í aö skuldabréf eru ígildi peninga og því nauðsynlegt að geyma þau á öruggum stað, t.d. í bankahólfi. Á boðstólum VIB leggur áherslu á örugga og góða ávöxtun og hefur á boðstólum ýmsar tegundir traustra skuldabréfa og hlutabréfa. Fyrirtækið sér um reksturverðbréfasjóðaVlBsem gefa út Sjóðsbréf 1, 2, 3 og 4. Sjóðir 1,2 og 3 fjárfesta að- eins í skuldabréfum ríkis, sveit- arfélaga, banka og traustra fýrirtækja en Sjóður 4 fjár- festir einnig í hlutabréfum traustra fýrirtækja. Á síöasta ári var ávöxtun Sjóðsbréfa 1 um 11,1% yfir verðbólgu, Sjóðs- bréfa 2 um 11,6% og Sjóðsbréfa 3 um 9,7%. Sjóður 4 er ný- stofnaður. Auðveld viðskipti - góðar upplýsingar VIB leggur áherslu á að veita viðskiptavinum sínum bestu þjónustu og upplýsingar. Til að auðvelda veröbréfa- viðskiptin býður VIB viðskipta- vinum að stofna Veröbréfa- reikning eða Eftirlauna- og Söfnunarreikning. Vandað mánaðarlegt fréttabréf fæst í áskrift og hefur að geymaýmsan fróðleik um það sem efst er á baugi í fjármálaheiminum. Hafi einhverjar spurningar vaknað við lestur þessarar auglýsingar er velkomið að hringja til okkar eðakomavið á skrifstofunni í Ármúla 7. Þar liggja frammi fimni nýir bæklingar um verðbréfa- þjónustu VIB. Verið velkomin í VIB. VIB VERÐBREFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 1C8 Reykjavík. Sími 68 15 30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.