Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989 Um málefni aldraðra eftir Birgi ísleif Gunnarsson Málefni aldraðra hafa mjög verið í brennidepli undanfarin ár. Mjög margt hefiir áunnist til bóta, en margt er þó ógert. Ég hugsa að ekki sé mikill pólitískur ágreiningur í landinu um það, hver vera skuli helstu markmið þjónustu við aldrað fólk. Ég sá einhvers staðar mark- miðinu lýst á eftirfarandi hátt: Að gera öldruðum kleift að búa sem sjálfstæðastir á heimilinum sínum eins lengi og heilsa og geta þeirra leyfír, koma í veg fyrir félagslega einangrun þeirra og veita þeim við- eigandi þjónustu á dvalarheimilum og hjúkrunarstofnunum þegar þeir eru ófærir um að nota sér heima- þjónustu á fullnægjandi hátt. Þessi orð get ég vel gert að mínum og ég sé reyndar ekki að um þau ætti að þurfa að vera neinn ágreiningur. Hvaða skipulag er hentugast? Spumingin er því sú: Hvaða skipulag er hentugast og skilvirkast til að ná ofangreinum markmiðum? í sljómkerfí hins opinbera em það tveir aðilar sem í gmndvallaratrið- um sinna þessu verkefni, þ.e. ríkið og sveitarfélögin. Þessir aðilar hafa síðan margs konar samvinnu við þriðja gmnnaðilann sem þessu verkefni sinnir, en það em einstakl- ingar og félagasamtök þeirra og sjálfseignarstofnanir. Þessir sfðast- nefndu hafa unnið mikilvægt starf f þessum málaflokki og þeim má ekki gleyma þegar um málefni aldr- aðra er Qallað, svo mikilvægt sem fmmkvæði þeirra og kraftur hefur reynst. Þann kraft þarf að örfa og efla. Ef við ræðum fyrst um þátt hins opinbera, þá er þess að geta að nú bíður -Alþingis að Qalla um nýtt fmmvarp sem kveður á um breyt- ingu á verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga, flutt af félagsmálaráð- herra. Fmmvarp þetta er byggt á umfangsmiklu nefndarstarfí, sem reyndar má rekja allt aftur til árs- ins 1976. Markmið með lagasetn- ingunni á að vera að gera verka- skiptingu milli ríkis og sveitarfélaga einfaldari og skýrari. Sveitarfélögin hafí með höndum verkefni sem ráð- ist af staðbundnum þörfum og þar sem ætla megi að þekking á að- stæðum, ásamt fmmkvæði heima- manna, leiði til betri og hagkvæm- ari þjónustu. Rfkið annist fremur verkefni sem hagkvæmara sé að leysa á landsvísu. Hvar lenda máleftii aldraðra? Rétt er að huga að því hér hvem- ig gert er ráð fyrir að málefni aidr- aðra skiptist samkvæmt þessu frumvarpi, en það tengist og fyrir- hugaðri endurskoðun á lögum um málefni aldraðra. Gert er ráð fyrir að niður falli þátttaka sveitarfélaga í rekstri sjúkrahúsa og heilsugæslu- stöðva og að hlutdeild sveitarfélaga í stofnkostnaði sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva verði 40% í stað 15% áður. Þetta skiptir auðvitað máli varðandi langlegudeildir fyrir aldraða og þjónustu heilsugæslu- stöðva við aldraða. Ekki er beinlín- is tekið á öðmm þáttum sem snerta aldraða í frv. til laga um verkaskipt- ingu sveitarfélaga, en í greinargerð frumvarpsins segir svo: „Gert er ráð Birgir ísleifur Gunnarsson „Ég gat þess í upphafi að það væri markmið að gera öldruðum kleift að búa sem sjálfstæð- astir á heimilum sínum eins lengi og heilsa og geta þeirra leyfir. Ég held að þetta sé afar mikilvægt markmið og að því beri vel að huga við skipulag öldrunar- mála.“ fyrir að gerðar verði breytingar á lögum nr. 92/1982 um málefni aldr- aðra, en lögin missa gildi sitt um næstu áramót (þ.e. í árslok 1989). Endurskoðun laganna stendur yfír og stefnt er að því að flytja sér- stakt fmmvarp um breytingu á þeim lögum. Þar verður lagt til að hlutverki Framkvæmdasjóðs aldr- aðra verði breytt og núverandi verk- efni hans flytjist að mestu til sveita- félaga og einnig að heimilishjálp verði verkefni sveitarfélaga." Framkvæmdasjóður aldraðra Samkvæmt þessu virðist ráðgert að dvalarheimili og íbúðir aldraðra verði verkefni sveitarfélaga eins og segja má að verið hafí. Þó er mjög óljóst hvert verða eigi hlutverk Framkvæmdasjóðs aldraðra í þessu efni og hver staða hans í stjómkerf- inu eigi að vera og í því sambandi hef ég áhyggjur af því að þau fram- lög sem ýmis félagasamtök hafa fengið til að byggja dvalar- eða hjúkmnarheimili muni detta upp fyrir eða minnka. Framkvæmda- sjóður aldraðra var á sfnum tíma stofnaður með mikilli samstöðu á Alþingi og lagður á sérstakur nef- skattur. Hann var felldur niður með staðgreiðslukerfí skatta um næst- síðustu áramót, en ráðgert að fé yrði veitt til sjóðsins á fjárlögum. Sú upphæð er 160 m.kr. í fjárlögum þessa árs, þ.e. sú sama og á sl. ári. Sjóðurinn hefur vafalaust ráðið úrslitum um ýmsar framkvæmdir. Á þessu vil ég vekja athygli, þann- ig að um þetta verði sérstaklega hugsað við endurskoðun laganna um málefni aldraðra. Auðvitað er ekkert við það að athuga að hann verði undir stjóm sveitafélaga, en tryggja þarf honum telqustofha og aðgang félagasamtaka að houm. Annað atriði vil ég einnig nefna sem tengist verkaskiptingunni, en það em tengsl heimilishjálpar og heimahjúkmnar. Heimilishjálpin verður á vegum sveitarfélaga, en heimahjúkmnin væntanlega hjá heilsugæslustöðvum, sem reknar em á vegum ríkisins, a.m.k. var þannig ráð fyrir því gert í þeim friimvarpsdrögum sem í gangi vom á sl. vori. Ljóst er að þama hlýtur að vera mikil skömn. Mér er t.d. tjáð að reynslan hér í Reykjavík sé sú að samskipti heimahjúkmnar og heimilishjálpar hafí verið tiltölulega lítil og því þarf við endurskoðun laganna að tryggja slíkt samstarf. Enn eitt atriði sem ég vil nefna, er það em áhyggjur sjálfseignar- stofnanna um það að í nýju lögum verði ákvörðun um vistun verði tek- in úr höndum þeirra og henni mið- stýrt um of. Aldraðir búi heima Ég gat þess í upphafí að það væri markmið að gera öldmðum kleift að búa sem sjálfstæðastir á heimilum sínum eins lengi og heilsa og geta þeirra leyfír. Eg held að þetta sé afar mikilvægt markmið og að því beri vel að huga við skipu- lag öldmnarmála. Á undanfömum ámm hefur mikil áhersla verið lögð á byggingu vistheimila og þjónustu- íbúða. í slíkt húsnæði hafa sótt aldr- aðir sem ekki áttu húsnæði fyrir eða bjuggu í óhentugu húsnæði. Það er athyglisvert að um 70% af öldraðum umsækjendum hjá Fé- lagsmálastofnun Reylq'avíkur eiga það húsnæði sem þeir búa í, en þetta hlutfall var 30—40% fyrir nokkmm ámm. Þetta fólk hefur á ævinni komið sér upp eigin hús- næði og á þannig nokkum stofnsjóð eða varasjóð, sem veitir því öryggi. Það skiptir því afar miklu máli að ekki sé gengið of nærri þessu fólki með óhóflegri skattlagningu eins og því miður hefur gerst nú. Seyðfirðingar ima glaðir við sitt eftir Þorvald Jóhannsson Enn um sinn er Seyðis^örður minnstur kaupstaða á landinu, ef mið er tekið af íbúafjölda. Hér §ölg- aði um 7 einstaklinga á sl. ári, eða um 0,7%, ogteljst þá íbúar alls 991. Þrátt fyrir smæðina hafa Seyð- fírðingar alltaf verið stórhuga og nokkuð fyrirferðarmiklir, á stund- um svo mjög, að sumum nágrönn- um okkar hefur þótt nóg um. En hvað um það. Á meðan lands- feðumir ábúðarmiklir að vanda, stritast við að koma vitinu fyrir, að ætla má, óbilgimi, ærslafengna og ábyrgðarlausa landsmenn, una Seyðfírðingar þó fáir séu glaðir við sitt, enn um tíma. Fjárhagsáætlun 1989 Bæjarstjóm Seyðisfjarðar af- greiddi §árhagsáætlun sfna fyrir árið 1989 til síðari umræðu á fundi 30. janúar sl. Sameiginlegar tekjur þ.e.a.s. af útsvari, aðstöðugjaldi, fasteignaskatti, jöfnunarsjóði o.f. em áætlaðar kr. 85.389.000,- Hækkun frá rauntölum síðasta árs er um 16%. Til samanburðar má geta þess að meðal togari af minni gerð var með í aflaverðmæti 120-140 milljónir kr. Rekstur bæj- arfélagsins tekur til sín 70.187.000,- eða 82,2% af tekjum (hækkun frá ’88 20%.) Stærstu gjaldaliðir í rekstri em: Almannatr./félagshjálp Fraeðslumál Æskulýðs/íþrmál Menningarmál Hreinlætismál Rekstur fasteigna 19.011 (27,2%) 10.900 (15,5%) 6.700 ( 9,6%) 4.900 ( 7,0%) 4.800 ( 6,8%) 3.700 ( 5,3%) Telquafgangur er því áætlaður kr. 15.200 (17,8%) og verður hon- um varið þannig: Afborganir lána kr. 3.300, gjald- færð flárfesting kr. 5.100, eigna- færð flárfesting kr. 8.000. Halli er því á áætluninni 1,2 milljónir, en bæjarfulltrúar em brattir og telja engan vafa leika á því að þeir fylli upp í „gatið" við lokaafgreiðslu flár- hagsáætlunarinnar sem verður í lok mánaðarins. Helstu framkvæmdir áárinu Sjúkrahús hefur verið í byggingu f 15 ár. Framkvæmdum hefur mið- að hægt, sem sést best á því að drengur sem fæddist í gamla sjúkrahúsinu, þegar heilbrigðisráð- herra tók skóflustunguna 1974 að þvf nýja, mun verða starfsmaður við lokaáfanga verksins, sem stefnt er að bjóða út í vor. Hér er um að ræða efri hæð sjúkrahússins, þ.e. hjúkmnarrými fyrr 26 sjúkrarúm og tengd rými. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 50 milljónir kr. full- búið. Stefnt er að því að klára verk- ið á 2 ámm, en dreifa kostnaði á 3 ár. Ríkið greiðir 85% í fram- kvæmdinni en kaupstaðurinn 15%. Félagsheimili/íþróttahús Unnið verður fyrir um 5,5 millj- ónir kr. Gengið verður frá aðalinn- gangi að utan, auk þess sem and- dyri salemis og móttaka fyrir húsið verður öll innréttuð. Gatnagerð og opin svæði Áætlað er að veija 10,2 millj. kr. í þær framkvæmdir. í varanlega gatnagerð (Garðarsvegur, Múla- vegur, Austurvegur) 4,7 millj. og gangstéttar 1,5 millj. Á síðasta ári hófst átak f fegran og snyrtingu opinna svæða. Afram verður haldið á þessu ári, undir stjóm þeirra hjóna Katrínar Ásgrímsdóttur og Gísla Guðmundssonar skrúðgarðasér- fræðinga, en þau störfuðu einnig hér á sl. ári við góðan orðstír. 4 millj. kr. mun verða varið í þennan lið f ár, eða um 4,7% af tekjum. 7 íbúðir fúllgerðar á árinu Á vegum stjómar verkamanna- bústaða verður lokið við 3 fbúðir Þorvaldur Jóhannsson „Sem betur fer eru enn til einstaklingar og fyr- irtæki sem trúa á fi*amtíð landbyggðar- innar og láta því allt tal um þjóðargjaldþrot og álíka „aumingjaskap“ sem vind um eyrun þjóta.“ að Austurvegi 17A. Fyrir dymm stendur útboð á 4 fbúðum fyrir aldr- aða við Múlaveg. Stefnt er að því að ljúka þeim á árinu. Lóðaúthlutun hafín á ný Eftir allnokkurt hlé em einstakl- ingar og fyrirtæki farin að sækja um lóðir, fyrir einbýlishús og at- vinnuhúsnæði. Þetta em mikil gleðitíðindi. Satt best að segja hélt maður að það væri búið að hræða allar skynibomar skepnur frá því að fjárfesta úti á landi. En sem betur fer em enn til einstaklingar og fyrirtæki sem trúa á framtíð landbyggðarinnar og láta því allt tal um þjóðargjaldþrot og álíka „aumingjaskap" sem vind um eyran þjóta. Höfíiin er lífæð kaupstaðarins Á árinu 1988 var landaður afli í SeyðisQarðarhöfn 138.481 þúsund tonn eða um 8,5% af ársafla lands- manna. íbúafjöldinn hér er 0,4% af fbúafjölda landsins. Útflutnings- verðmæti aflans er um 900 milljón- ir. Ekki er því hægt að segja annað en að Seyðisfirðingar leggi sitt í þjóðarbúið og gæti því með sanni borið höfuðið hátt á nýbyijuðu ári. Það er því ekki út í hött að segja að höfnin sé lífæð kaupstaðarins. Einnig fóm hér um höfnina 14.200 erlendir og innlendir ferðamenn með feijunni Norrænu sem alls fór 14 ferðir sl. sumar. Þjóðveijar vom þar fjölmennastir. Fjárhagsáætlun Hafíiarsjóðs 1989 Þrátt fyrir mikla umferð og mik- inn afla, sem um höfnina fer, em heildartekjur hafnarinnar áætlaðar á árinu 1989 einungis 14,2 milljón- ir kr. Gert er ráð fyrir svipuðum afla og umferð og var á sl. ári. Rekstur hafnarinnar tekur til sín 72% af tekjum eða 10,2 milljónir. Þar af er áætlað að veija 2,5 millj. f viðhald og endumýjun hafnar- mannvirkja. Helstu framkvæmdir aðrar á árinu em fyrirhugaðan Innrétting smábátahafnar 0,7 millj., frágangur við Fjarðarhöfn 0,8 millj. og dráttarbraut við Fjarð- arhöfn 25,0 millj. Á sl. ári gerði hafnarsjóður samning við pólskt fyrirtæki um smíði dráttarbrautar (slippur). Hér er um að ræða 450 t. bogabraut með mögulegri lengingu í 600 tonn. Samningur í 1. áfanga, sem em teinar, vagn, spil, vísar og allir fylgihlutir, er 495.000 Bandaríkja- dollarar. Smíðum Pólveijanna skal lokið í september n.k. Nú þessa dagana era verið að reyna að tryggja fjármagn í undirvinnu þ.e.a.s. jarðvegsvinnu og staura- steypu. Brautin hvflir á steinsteypt- um staumm sem reknir em niður nokkuð þétt í brautarstæðið. Þrátt fyrir allar hrakspár hvað varðar fslenskan skipasmíðaiðnað og stefnu stjómvalda og útgerðar í þeim málum í dag, hafa Seyðfírð- ingar í áraraðir smfðað skip, breytt og gert við skip með góðum ár- angri. Svo mun vonandi verða áfram. Bætt aðstaða er þvf nauð- synleg og með tilkomu nýju dráttar- brautarinnar skapast enn betri möguleikar fyrir þessa atvinnu- grein. Vissulega hlýtur íslenskur skipasmíðaiðnaður að rétta úr kútn- um. Þjóð sem byggir alla sína af- komu á hörku sjósókn á fullkomn- um og góðum skipum, getur ekki og má ekki glata niður þeirri fæmi og þekkingu sem til er í landinu í smíði og viðgerð fiskiskipa. Hafíiarsjóður á og byggir mannvirkið Dráttarbrautin hf. sem er ný- stofnað hlutafélag einstaklinga og fyrirtækja, tekur svo brautina á leigu og sér um allan rekstur henn- ar. Sólarkaffi í febrúar Frá því í októbermánuði ár hvert til miðs febrúar, em Seyðfírðingar lausir við að sjá til sólar vegna hárra fjalla sem umlykja fjörðinn. Menn taka þessu með stöku jafnað- argeði misjafnlega þó. En á næstu dögum mun verða dmkkið sólar- kaffí á flestum heimilum, til merkis um að sólin er velkomin enn á ný í fjörðinn okkar. Höfundur er bæjarstjóri á Seyðis- fírði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.