Morgunblaðið - 23.03.1989, Síða 35

Morgunblaðið - 23.03.1989, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 s C 35 Það er kannski svona ráðgjöf sem Ingimar stjómarmaður talaði um eða meinti í Morgunblaðsgrein sinni. Það er kannski ástæða til að minna á hvað Tryggvi Pálsson, bankastjóri Verzlunarbanka ís- lands, sagði í viðtali við Tímann 7. september í fyrra: „Ég held að hin háa ávöxtun hafi kannski aldrei verið til og hefur á vissan hátt ver- ið blekking... og ávöxtunin á markaðnum hefur þegar lækkað. Sá sem hæst bauð reyndist vera að bjóða hlut sem hann ekki hafði, en nú er toppurinn í ávöxtun farinn með áfalli Avöxtunar sf.“ En núna í janúar eru komnir nýir toppar, Einingabréf 3 og Mark- bréf. 4. Ég er ekki í nokkrum vafa um að eftirlit eða eftirlitsleysi bankaeft- irlits Seðlabanka Islands á töluverð- an þátt í því hvemig staða þeirra sem áttu bréf í Ávöxtunarbréfunum er nú. Því bar skylda til að fylgjast með starfseminni og tilkynna við- skiptaráðherra um misbresti á henni. Þá átti sérstök samstarfs- nefnd ráðuneytis og Seðlabanka að fylgjast með starfsemi bankaeftir- litsins, skv. 3 mgr. 13. gr. laga um Seðlabanka íslands (nr. 36/1986). Í þeirri nefnd á að vera einn full- trúi ráðuneytis, forstöðumaður Bankaeftirlits og einn bankastjóri Seðlabanka. Viðskiptaráðherra hefur upplýst að eftirlit hafi verið haft með Ávöxt- unarsjóðunum og öðrum verðbréfa- sjóðum. Forstöðumaður Bankaeftir- lits hefur upplýst að eftirlit hafi verið með Ávöxtunarsjóðum. Þann 18. janúar sl. átti ég tal við hann og barst þetta þá í tal, og minnir mig að hann hafi staðfest þetta þá, og að þeim hafí verið kunnugt um rekstur Ávöxtunarsjóðanna og stöðu þeirra. Manni óar óneitanlega við þeirri hugsun, að opinberum aðilum hafi verið í langan tíma kunnugt um það misferli sem þama fór fram, án þess að gera nokkuð í málinu. Lái manni hver sem vill þó maður vilji heldur trúa því að. hér hafí verið um að ræða van- rækslu í starfí. En segi þeir satt, Jón Sigurðsson og Þórður Ólafsson, þá kemst maður ekki hjá að gruna þá um vísvitandi yfirhylmingu á umtalsverðum íjársvikum. Það er voðalegt til að hugsa, og ekki síst fyrir það að enn eru starfandi verð- bréfasjóðir sem ráðskast með millj- arða af almannafé og eru undir eftirliti þessara aðila. Eigendur þessara þúsunda milljóna hafa nær allir enga hugmynd um í hvaða starfsemi þessir fjármunir þeirra fara og fá um það takmarkaðar upplýsingar. Þeirra eina trygging er eftirlit Bankaeftirlitsins. Guð hjálpi þessu fólki ef Jón og Þórður segja satt um umhyggju sína fyrir eigendum bréfa verðbréfasjóðanna og eftirlitið með sjóðunum. Þeir mega þá allt eins gera ráð fyrir að fá rúman fimmtung af fé sínu þeg- ar upp verður gert. Þá gengur mér illa að trúa því að Bankaeftirlit Seðlabanka sé ábyrgðarlaus stofnun. Hvað er það þá að skipta sér af þessum málum? Hvort það ber fjárhagslega ábyrgð skal ósagt látið, en það má merki- legt heita ef ekki eru til lög um fjárhagslega ábyrgð þess eða þeirra sem valda öðrum tjóni. Séu slík lög til hér á landi hljóta þau að gilda um starfsmenn Bankaeftirlits eins og aðra landsmenn. 5. Fyrir nokkru leitaði ég að skila- nefnd Ávöxtunarsjóðanna til að for- vitnast um hvemig hún reiknaði sér laun. Skrifstofa nefndarinnar á Suðurlandsbraut 32 var lokuð, hafði verið lokað eftir innköllun bréfanna. Gestur Jónsson var ekki við, en hann hefur aðsetur fyrir starfsemi sína hjá Lögmönnum, Suðurlands- braut 4. Olafur Axelsson hefur skrifstofu á Höfðabakka 9, hann var heldur ekki við. Símon ÓÍafsson er að finna hjá Endurskoðunarmið- stöðinni hf. N. Mancher, Höfða- bakka 9. Hann var heldur ekki við. Þórður Ólafsson forstöðumaður Bankaeftirlits taldi einsýnt að skila- nefndin skrifaði reikninga fyrir störf sín, og verðlegði samkvæmt töxtum lögmanna og endurskoð- enda. Þetta staðfesti svo Gestur Jónsson, þegar talað var við hann í síma. Það virðist sem nefndin hafí hvergi heimilisfang sem slík. Þeir eigendur Ávöxtunarbréfa sem fylgjast vilja með skilamálum, verða trúlega að leita til einhvers eða ein- hverra nefndarmanna hvers í sínu lagi. Trúlega hafa skilanefndar- menn starfann sem hlutastarf, a.m.k. mun Gestur Jónsson vera bústjóri í Hafskipsmálinu. Það gæti því reynst tafsamt að fá fréttir af gangi Ávöxtunarmála, ef einhver vildi fylgjast með því hvað fyrrver- andi peningum sínum liði. Ekki gat sá er svaraði í síma Lögmannafélags íslands upplýst hvað lögmenn hefðu í tímakaup. Ekki reyndi ég frekar að afla upp- lýsinga um þetta að sinni, enda virð- ist það nær ógjömingur. Það væri alveg eftir öðru í þessu Ávöxtunar- máli, að klukkutíma starf skila- nefndar kostaði bréfaeigendur yfír tíu þúsund krónur skv. reikningi. Það mætti spyrja skilanefndar- menn, en 3.000 kr. tímakaup lög- manna og endurskoðenda hefur maður heyrt nefnt. Einhvetjum kann að þykja þetta góð greiðsla, en þess ber að gæta, að trúlega munar verkamenn, bændur og sjó- menn, aðra launamenn og blaðbera með fermingarpeninga sáralítið um þetta eftir ábatasama ávöxtun í verðbréfasjóði. Þá má svo sem gera ráð fyrir að nefndarmenn telji að það komi engum við hvaða laun þeir reikna sér, og væri það í takt við álit bankaeftirlits sem virðist álíta að það hafí engum skyldum að gegna við einn eða neinn. En reikningar nefndarmanna og fyrirtækja þeirra munu berast og verða greiddir af því fé sem inn- heimtist og þá kemur þetta allt í ljós. Þeir munu vera til sem telja að skilanefndarmenn kosti meira en tíu þúsund á tímann, og einn þeirra lét þau orð falla að sárt biti soltin lús og glotti við. 6. Það kann að virðast undarlegt að ég hefí hvergi vikið orði að Pétri Bjömssyni né Ármanni Reynissyni, aðaleigendum Ávöxtunar sf. Ástæðan fyrir því er sú að mér fínnst þeir ómerkilegri en svo að orðum taki. Ég trúi því tæplega enn að opinberir aðilar sem áttu hlut að þessu máli séu jafnómerkilegir eða jafnvel ómerkilegri. Allt virðist þó benda til þess, að þeir ætli að humma þetta fram af sér án opin- berrar rannsóknar. Takist það er voðinn vís fyrir alla verðbréfaeig- endur landsins. Bæði þeir og eig- endur Ávöxtunarbréfanna sálugu verða eitthvað að gera í þessum málum. Aðgerðarleysið er hættu- legt fyrir þá, æskilegt fyrir opin- beru aðilana. Með aðgerðarleysi við- urkennist að bréfaútgáfíimenn verða eigendur sparifjárins, bréfa- kaupendur hafa ekkert nema mis- jafnlega merkilegar kvittanir í höndunum. En hvemig á að bregð- ast við? Það hljóta einhverjar leiðir að vera til. Það em um 1.100 aðilar sem hafa hagsmuna að gæta í sam- bandi við Ávöxtun. Hveijum þeirra tengjast einhveijir, skyldmenni eða skuldunautar. Beint og óbeint eru þetta þúsundir. Aðilar að öðrum verðbréfum skipta tugþúsundum. Ég vil biðja fólk að hugsa um þessi mál og hvemig megi gæta réttar einstaklinganna í sambandi við þau. Langt virðist í það að skila- nefnd hætti að skrifa reikninga. Frekari greinaskrif em tilgangslítil eða tilgangslaus. Opinberir aðilar, sem hafa skyldum að gegna hvað varðar verðbréfasjóði, virðast stað- fastir í að veija hagsmuni sinna stofnana og að því er virðist, þeirra sem reka sjóðina. Verðbréfaeigend- ur verða því að treysta á sjálfa sig í þessum málum. Þeir aðilar sem áttu samkvæmt lögum að gæta fjár þeirra í annarra höndum hafa sýnt hvemig þeir meta hlutverk sitt. Reykjavík 24.janúar Höfundur er loftakeytamaður. Frá ráðstefhu kjördæmisráðs Reykjaneskjördæniis þar sem rætt var um stöðu og möguleika kvenna í Sjálfstæðisflokknum. Fjölmenni var á ráðstefnunni og umræður líflegar. í ræðustól er Salome Þorkelsdóttir, alþingismaður, sem var ráðstefhustjóri. Sitjandi eru talið frá vinstri: Þorsteinn Páls- son, Davíð Oddsson, Þórunn Gestsdóttir, María Valdimarsdóttir, Hjördís Gissurardóttir, Ásdís Rafn- ar og Jóhanna Thorsteinsson. Ráðstefiia um konuna í Sjálfstæðisflokknum: Gera þarf átak til að bæta stöðu kvenna - sagði Þorsteinn Pálsson blasti við að ekki væri verið að taka þær inn á lista af verðleikum. KJÖRDÆMISRÁÐ Sjál&tæðisflokksins í Reykjanesi hélt á laugar- dag ráðstefnu sem bar yfírskriftina „Konan í flokknum — Á hún nokkra möguleika". Allir voru þar sammála um að stöðu konunn- ar í Sjálfstæðisflokknum þyrfti að styrkja en voru ekki á eitt sáttir um hvemig það yrði best gert. Þorsteinn Pálsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, sagði að gera þyrfti sérstakt átak til að bæta stöðu kvenna. Þess vegna hefði miðstjóm flokksins skorað á kjörnefhdir að hafa a.in.k. eina konu í hveijum þremur sætum fyrir næstu kosningar. Þorsteinn Pálsson sagði Sjálf- stæðisflokkinn hafa rutt brautina fyrir konur til áhrifastarfa í ísiensku þjóðfélagi en á liðnum árum hefði hann látið af þessu forystuhlutverki og því ærið verk- efni að taka þetta mál til umfjöll- unar. Víðtæk samstaða hefði ver- ið í flokknum um að skipa ekki konur í trúnaðarstöður sam- kvæmt kvótakerfí en það girti ekki fyrir að sjá þyrfti til þess að breidd væri í Sjálfstæðisflokkn- um. Það þyrfti að gera sérstakt átak í þessum efnum og hefði því miðstjóm flokksins samþykkt áskorun til kjömefnda um að a.m.k. ein kona yrði í hveijum þremur sætum fyrir næstu kosn- ingar. „Ég er þeirrar skoðunar að jafn mikilvægt og það er að við ánetjumst ekki hugmyndum um kvótareglur þá sé eðlilegt að við stöndum að slíku sérstöku hvatningarátaki í þeim tilgangi að vinna konum traustari og ákveðnari sess í stjómmálabar- áttu Sjálfstæðisflokksins," sagði Þorsteinn Pálsson. Ásdís Rafnar, formaður Jafn- réttisráðs, kynnti starfsemi ráðs- ins og þróun jafnréttismála al- mennt. Gat hún þess m.a. að nú væri unnið að því á vegum Jafn- réttisráðs að útbúa nafnabanka handa fréttamönnum svo þeir gætu leitað til kvenna ekki síður en karla. Ekki kvóti Þórunn Gestsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðis- kvenna, sagði að í stjómmálum í dag byggðu stjómmálamenn á því að skapa ímynd og væri ímynd Sjálfstæðisflokksins karlmaður. Margar konur hefðu gegnum tíðina boðið sig fram til starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn en flokk- urinn hefði talið það eðlileg vinnu- brögð að velja eina konu til starfa hveiju sinni. Þórunn fagnaði samþykkt mið- stjómar um að hafa það í huga að kona yrði í þriðja hveiju sæti. Ekki væri verið að innleiða kvóta- kerfí í Sjálfstæðisflokknum heldur beina tilmælum til þeirra sem vildu horfast í augu við raun- vemleikann og stöðuna eins og hún væri í dag. „Það er krafa kjósenda að fleiri konur taki þátt í stjómmálum," sagði Þómnn. Hjördís Gissurardóttir, kaup- maður og gullsmiður, ræddi um konuna og atvinnulífíð. Hún sagði að konur jafnt sem karlar ættu að hasla sér völl á því sviði sem þær hefðu áhuga á. Ef konur hefðu áhuga á einhveiju og væra duglegar myndu þær ná langt hvort sem væri í atvinnulífínu eða stjómmálum. Hjördís sagðist vera þreytt á hinu eilífa tali um kvennabaráttu og karlabaráttu og liti á það sem afturför. Hún væri jafnréttismanneskja og notaði yfír þetta eitt orð, lífsbaráttu. „Við emm alls staðar velkomnar. Vilj- inn er allt sem þarf.“ Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagðist telja að kvennaumræðan yrði orðin úrelt eftir tíu ár. Þróun- in í þjóðfélaginu benti öll til þess, unga fólkið væri farið að hugsa á öðmm nótum. Til dæmis væm nú 51% allra laganema stúlkur. „Halda menn að þetta skili sér ekki síðar meir?“ spurði Davíð. Það að troða konum á framboðs- lista taldi hann hafa í raun minna með þróun jafnréttismála að gera heldur en að aðstoða konur við að komast áfram í þjóðlífínu sjálfu. Davíð sagði að honum væri farin að leiðast hin einhæfa um- ræða um þetta mál sem hann taldi mundu spilla fyrir þegar fram í sækti rétt eins og sú furðulega hugmynd, sem hefði skotið upp kollinum, að setja ætti prósentuk- vóta á kynin í fjölmiðlum. „Þegar þessar konur í lagadeildinni, við- skiptadeildinni og annars staðar em búnar að skila sér þá verður rætt við konur en ekki sem ein- hveijar prósentur." Davíð gagnrýndi kvótaaðferðir, sem væri hægt að fullnægja með því að hafa konu í þriðja sæti um allt land, sem þýddi að þær kæm- ust hvergi að. Taldi hann þetta vera lítillækkandi fyrir konur og Jafiirétti ekki forréttindi María Valdimarsdóttir, toll- vörður, sagði nauðsynlegt að taka mark á því sem konur segðu en ekki notá þær sem útstillingar- brúður til að framboðslistamir litu betur úr. Kvótakerfí taldi hún vera til háborinnar skammar. Konur vildu jafnrétti en ekki for- réttindi. Þær vildu verða teknar úr sýningarglugganum og settar við hringborðið þar sem ákvarðan- ir væm teknar. Jóhanna Thorsteinsson, fóstra, sagðist oft hafa velt fyrir sér af hveiju konum vegnaði ekki betur á framboðslistum en raun bæri vitni. „Ég held að það sem hái okkur konum sé að pólitík er ekki lengur byggð á hugsjónum heldur hagsmunum. Ef við konur ætlum að ná frama í pólitík þá þurfum við að hafa peningalegan bakhjarl og í staðinn verðum við að selja okkur og vinna fyrir þennan sama bakhjarl," sagði Jóhanna. Þetta væm leikreglur karlanna en ekki kvennanna. Ef þær vildu taka þátt í stjómmálum þyrftu þær líka að færa fóm, sem margur karlinn virtist gera án þess að spyija kóng eða prest. Þær þyrftu að fóma ijölskyldunni og heimilun- um. Er þessi fóm nauðsynleg? Þarf virkilega að færa hana? Er þetta bara fyrir einhleypinga að vera í pólitík eða fyrir efnamenn sem geta verið með ráðskonu spurði Jóhanna. Björg Einarsdóttir, rithöfund- ur, flutti samantekt í ráðstefnulok að loknum pallborðsumræðum. Hún sagði að sér fyndist sem umræðan hefði gefíð til kynna að konur hefðu möguleika í flokkn- um ef þær hefðu áhuga, kraft og vilja. Mikið hefði einnig verið rætt um hin almennu skilyrði kvenna til að nýta sér þann rétt sem þær ættu samkvæmt lögum. Björg sagði að ef við viidum að Sjálfstæðisflokkurinn næði sem mestu afli þá yrðum við að gera okkur grein fyrir því hvemig þjóðfélagið væri samansett. Tæp- lega 10% kvenna væm heimavinn- andi í dag og þjóðfélagið þvi að níu tíundu blandað. Hvemig ættu sjálfstæðismenn að skírskota út í svona samfélag? Sjálfstæðisflokk- urinn ætti að hennar mati að ná meira fylgi með hæfum körlum og konum í breiðfylkingu eins og þjóðfélagið væri samansett. Þar með væri komið afl til að breyta og bæta hin almennu skilyrði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.