Morgunblaðið - 23.03.1989, Side 40
40 C
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989
Áratugur síðan Kvikmyndasjóður var settur á stofn:
Styrkir veittir til 25
kvikmynda í fiillri lengd
Erfitt fyrir okkur að standa í deilum við fólk um galla
og verðleika ákveðinna verka, segir Knútur Hallsson,
formaður úthlutunarnefiidar Kvikmyndasjóðs
RÚM tíu ár eru síðan Kvikmyndasjóður var settur á stofh árið 1978
og úthlutunin nú var sú tíunda í röðinni. A þessu tímabili hefúr sjóð-
urinn styrkt 25 kvikmyndir í fúllri lengd og þijár til viðbótar eru
í vinnslu, auk þess sem styrkir hafa verið veittir 52 heimildarmynd-
um, fímm teiknimyndum og 30 styrkir hafa verið veittir fyrirtækjum
eða einstaklingum til þess að kynna eða dreifa myndum. Styrkupp-
hæðir til kvikmyndagerðar hafa verið ærið mismunandi og numið
allt frá 3% upp í 50% af framleiðslukostnaði.
„íslenska kvikmyndavorið“
Knútur Hallsson, ráðuneytisstjóri
í menntamálaráðuneytinu, hefur
verið formaður Kvikmjmdasjóðs frá
upphafí og átt sæti í úthlutunar-
nefnd sem formaður öll árin utan
eitt. Hann segir að menn deili ekki
um það að stofnun sjóðsins haldist
í hendur við „íslenska kvikmynda-
vorið" svokallaða. „Sjóðurinn hratt
af stað þessari bylgju. Með Landi
og sonum og Óðali feðranna hefst
í raun samfelld framleiðsla kvik-
mynda í fullri lengd. Þeim var ákaf-
lega vel tekið af almenningi, fengu
mikla aðsókn og komu fjárhagslega
vel út. Seinna minnkaði aðsóknin.
Það var eins og áhorfendur færu í
auknum mæli að gera sömu kröfur
til íslenskra og erlendra mynda og
sættu sig ekki við að borga hærra
aðgöngumiðaverð fyrir að sjá þær
íslensku. Nú er íslensk kvikmynda-
gerð í nokkurri lægð miðað við
upphafíð og brýnasta verkefnið sem
blasir við er hvemig megi hefja
hana upp úr þessari lægð,“ segir
hann.
Hann segir að í byijun hafí styrk-
ir sjóðsins til hverrar myndar verið
til þess að gera lágir, þar sem sjóð-
urinn hafí verið vanmegnugur, enda
hafí myndimar gengið vel og því
verið minni ástæða til þess að
styrkja þær. Á þessu velgengn-
istímabili hafí komið upp þær radd-
ir hjá kvikmyndagerðarmönnum að
dregið yrði úr styrkveitingum og í
stað þess veitt lán sem yrðu endur-
greidd þegar myndimar skiluðu
hagnaði. Kvikmyndasjóður hefði
farið hægt í sakimar hvað þetta
varðaði og þegar tap á myndunum
fór að verða vandamálið hefði orðið
ljóst að það væri enginn grundvöll-
ur til að veita lán til kvikmynda.
Þá hefði verið farið inn á þá braut
að ósk kvikmyndagerðarmanna að
styrkja færri myndir með hlutfalls-
lega stærri framlögum og það væri
sú stefna sem nú væri fylgt.
71 milljón í ár
Knútur segir að meginhlutverk
stjómar Kvikmyndasjóðs sé að
standa vörð um lögbundnar fjár-
veitingar til sjóðsins, en miðað er
við að þær jafngildi söluskatti af
aðgöngumiðum í kvikmyndahús.
Þetta sé geysilega erfítt og kosti
oft mikla baráttu. Þannig hafi fjár-
veiting til sjóðsins aðeins einu sinni
á þessum tíu ámm verið í samræmi
við lög. I ár hafí sjóðurinn til að
mynda fengið 71 milljón, en hefði
verið farið eftir bókstaf laganna
hefðu það átt að vera um 120 millj-
ónir.
„Það er mjög erfitt að skipta
60-70 milljónum svo vel fari, þegar
áætlaður framleiðslukostnaður
þeirra mynda sem sótt er um styrk
til nemur hálfum milljarði króna og
á hveiju ári hafa þeir sem ekki
hafa fengið neitt eða ekki telja sig
hafa fengið nóg haldið upp mjög
hvassri gagnrýni á úthlutunar-
nefndina. Ég hef verið í fjölmörgum
öðmm úthlutunamefndum og þar
hefur verið tiltölulegur friður um
úthlutanir, utan einstakra óánægju-
radda. Við höfum velt dálítið fyrir
okkur hvemig á þessari sífelldu
óánægju standi og dettur helst í
hug að ástæðan sé hversu miklir
peningar em í húfí. Aðrar úthlutan-
ir em í miklu smærri stíl. í annan
stað höfum við íhugað að breyta
úthlutunarreglunum þannig að
hætta veita leikstjómm styrki en
styrkja þess í stað framleiðanda
kvikmyndarinnar. Það er ekki alltaf
sem framkvæmda- og fjárhagsleg
atriði liggja vel fyrir kvikmynda-
leikstjómm, sem eiga aðeins að
stjóma gerð kvikmyndarinnar. Er-
lendis þurfa leikstjórar ekki að vas-
ast í fjármálum, enda hlýtur það
að tmfla hina faglegu leikstjóm,
auk þess sem þeir em sjaldnast
hæfír til þess að stjóma hinum ólíku
framleiðsluþáttum."
Skattaívilnanir vegna
framlaga til kvikmynda
Til samanburðar bendir hann á
að heildar ijárveiting Alþingis til
listamannalauna sé eitthvað um sjö
milljónir og það sama gildi um eftir-
menntunarsjóð kennara. Eitthvað
um sjö hundmð styrkjum hafí verið
úthlutað úr honum samtals að upp-
hæð um sjö milljónir króna. Sú stað-
reynd að hér séu engin kvikmynda-
framleiðslufyrirtæki geri það erfítt
í framkvæmd að úthluta til fram-
leiðenda. Það geti hins vegar breyst.
Hann ásamt Hrafni Gunnlaugssyni
og Þorsteini Jónssyni hefði samið
fmmvarp til breytinga á lögum um
Kvikmyndasjóð, þar sem gert sé ráð
fyrir því að þeir aðilar sem leggi fé
í kvikmyndir fái sérstakar skatta-
ívilnanir. Þetta hafí til dæmis verið
reynt í Noregi og Ástralíu og gefist
Knútur Hallson.
vel. Nú hafi menntamálaráðherra
skipað aðra nefnd til þess að endur-
skoða lögin um kvikmyndasjóð. í
henni eigi sæti ásamt fleirum Þrá-
inn Bertelsson og Ágúst Guð-
mundsson. Sú nefnd hafí ekki enn
skilað af sér, en þar sé þetta fmm-
varp meðal annars til umfjöllunar.
„Að mínu mati fer lokaomstan
um framtíð íslenskrar tungu og
menningar fram á sviði kvikmynda
og sjónvarps. Það er því afskaplega
mikilvægt að rétta við íslenska
kvikmyndagerð," segir hann og
bendir á að það séu vaxandi mögu-
leikar á samvinnu við aðrar þjóðir
um kvikmyndagerð, meðal annars
með tilkomu öflugra sjóða, sem við
íslendingar eigurh möguleika á að-
ild að, svo sem nýstofnuðum nor-
rænum kvikmyndasjóði og evrópska
kvikmyndasjóðnum Eurimage.
„Starfsemi þessara íjölþjóðlegu
sjóða er öll á byijunarstigi og ekki
að vita hver framvindan .verður. Það
gerir hins vegar þær kröfur til okk-
ar að við fylgjumst vel með og auð-
vitað skiptir það höfuðmáli að gæta
þess að framleiðslan verði íslensk,
þó erlendir aðilar eigi þátt í að fjár-
magna hana,“ segir Knútur.
Óréttmæt gagnrýni
Hann víkur að þeirri gagnrýni
sem úthlutun sjóðsins hefur fengið
að þessu sinni, en hún sé í höfuð-
dráttum úr tveimur áttum. Annars
vegar gagnrýni Ágúst Guðmunds-
son, kvikmyndaleikstjóri, 10 millj-
óna króna byijunarstyrk sem hann
fékk til gerðar sögualdarmyndar
og hins vegar sé gagnrýnt að ekki
hafí verið úthlutað til kvikmyndar-
innar Meffí.
Varðandi gagnrýni Ágústar, seg-
ir Knútur, að á síðasta ári hafi
Ágúst einnig fengið tíu milljóna
króna styrk, sem hann hafi boðist
til að skila, tækist honum ekki að
útvega viðbótarfjárstuðning erlend-
is. Það hafí honum ekki tekist og
því hafí hann skilað stærstum hluta
styrksins aftur. „Nú úthlutuðum við
honum aftur tíu milljónum króna,
sem virðist ekki óeðlileg upphæð
þegar litið er til óvissunnar um að
honum takist að fjármagna mynd-
ina að öðru leyti og þess vegna
yfír höfuð hvort hún verður gerð.
Venjan hefur verið sú að myndir
sem hafa verið komnar vel á stað
hafa fengið framhaldsstyrki. Ágúst
lýsir hins vegar yfír megnri
óánægju með styrkinn og telur
hann of lágan. Okkur virðist hins
vegar samræmi í þessum styrkveit-
ingum og að um frekar ríflegan
styrk sé að ræða heldur en hitt.
Ágúst gagnrýnir líka styrki okkar
til handritagerðar og að mörg hand-
rit sem við höfum styrkt hafi ekki
orðið að kvikmyndum. Nú vill svo
til að margir kvikmyndagerðar-
menn hafa fagnað handritastyrkj-
um sérstaklega. Hins vegar verður
aldrei nema örlítill hluti handrita
nokkum tíma að kvikmyndum og
fáránlegt að ætlast til þess.“
Hvað kvikmyndina Meffí varðar
segir Knútur að upphaflega hafí
verið veitt til undirbúnings hennar
2ja milljóna króna styrk á grund-
velli handrits þeirra Hilmars Odds-
sonar og Jóhanns Sigurðarsonar.
Myndin hafi síðan fengið 10 millj-
óna króna styrk til viðbótar, en
skömmu síðar hafí komið í ljós að
handritinu hafí verið gjörbreytt,
þannig að það var ekki lengur um
sama handrit að ræða heldur annað
og miklu verra handrit að mati út-
hlutunamefndar og var erlendur
höfundur skrifaður fyrir því. Kostn-
aðaráætlun hafði hækkað upp úr
öllu valdi og erlendir aðilar sem
ætluðu að kosta myndina hafi gert
kröfur um þessa gjörbreytingu
handritsins og jafnframt hefðu Is-
lendingar glatað öllu listrænu og
fjárhagslegu forræði yfír myndinni.
Greiðslur á 10 milljóna króna
styrknum vom því stöðvaðar og
gerð krafa um endurgreiðslu á 2,5
milljónúm, sem þegar höfðu verið
greiddar.
„Það er erfitt fyrir úthlutunar-
nefndina að standa í þjarki við fólk
um galla eða verðleika tiltekinna
verka. Okkur fínnst hins vegar nú
taka í hnúkana og sjáum okkur til-
neydda til að svara einhveiju af
þessari gagniýni," sagði Knútur að
lokum.
Skóburstari
skvettir sér upp
Kvikmyndir
Saebjörn Valdimarsson
Stjörnubíó: Allt er breytingum
háð — „Things Change“.
Leikstjóri og handritshöfúnd-
ur David Mamet. Aðalleikend-
ur Joe Montegna, Don Amac-
he, Robert Prosky. Columbia
1988.
Leikritaskáldið og handrita-
höfundurinn Mamet („The
Verdict", Hinir vammlausu")
leikstýrir hér sinni annarri mynd
og tekur til meðferðar ekki óá-
þekkt efni — hinar broslegri hlið-
ar undirheimanna í heimaborg
hans, Chicago. Mafían fær aldur-
hniginn og lítt sigldan skóburst-
ara (Amache) að taka á sig
morð gegn því hann fái gamlan
draum uppfylltan er útúr múm-
um kemur á nýjan leik — físki-
bát á Sikiley. Montegna, hand-
bendi Mafíunnar, er fenginn til
að kenna karli rulluna sem hann
á að fara með fyrir dómstólun-
um, sér aumur á þessu prúða
gamalmenni og hellir sér með
hann í sukkreisu til Lake Tahoe
áður en réttarhöldin heflast.
Harla óvenjulegt efni, atama,
hvað þá að voga sér að hafa
aðra söguhetjuna á gamals aldri.
En Amache er ekki kominn að
fótum fram, hann undirleikur
skóburstarann af sínum alkunna
sjarma, gefur honum dýpt, virð-
ingu, jafnvel trúverðugleika, sem
þessa mynd skortir svo baga'-
lega. Og Montegna skapar
skemmtilegt mótvægi þar sem
er hinn seinheppni en góðhjart-
aði smákrimmi, atriðið þar sem
þeir gamna sér í anda rómver-
skra slarkkeisara, með sýningar-
stúlkunum á lúxussvítunni, þam-
bandi Dom Perignon af stút,
kemur vonandi flestum í gott
skap. En það er harla mikill leik-
húsbragur á allri myndgerðinni,
ætli næsta mynd Mamets verði
ekki sú sem við bíðum eftir. En
Amache á skilið góða aðsókn.
Laugarásbíó:
Tvíburar — „Twins“
Leikstjóri Ivan Reitman. Aðal-
leikendur Arnold Schwartzen-
egger, Danny DeVito. Univer-
sal 1988.
Einu sinni sem oftar fékk ég
mér hamborgara í svanginn,
hann flokkast almennt undir
ruslfæði og væri engan veginn
minnisstæður ef ég hefði ekki
fengið hann á einum dýrasta
veitingastað á jarðríki, og þar
af Ieiðandi í New York (undir
mynd eftir Remington, borð-
búnaðurinn valinkunnur krystall,
postulín og silfur, o.s.frv.,
o.s.frv.) Því rifjast þessi hádegis-
verður upp þar sem myndin
Tvíburar á margt skylt með hon-
um. Hún er nefnilega ekkert
annað en skyndibiti í sparifötun-
um. Efnið er tuggið og ekkert
afskaplega fyndið, lágmenning
sem kemur manni í gott skap
því umbúðimar eru glæstar, hrá-
efnið af fagmennsku fram reitt
og eftirbragðið gott.
Þeir em kúnstugir saman
vöðvabúntið og himnalengjan
Scwharzenegger og tyrðiltapp-
inn DeVito, og aðeins hugdettan
sjálf að láta þessar andstæður
leika tvíbura, bráðfyndin. Og ég
ætla ekki að skemma ánægjuna
fyrir væntanlegum áhorfendum
með því að tíunda efnisþráðinn
(sem er ósiður, útaf fyrir sig),
hugmyndin ein hlýtur að kitla
forvitni fólks.
Það kemur engum á óvart þó
DeVito fari á kostum. Hann er
bráðflinkur gamanleikari og
skáldlega vaxinn. Og ekki óprýð-
ir Lagerfeldtaglið beran kollinn!
Ágætur farsaleikur Amolds
kemur hinsvegar svolítið flatt
uppá mann, en hann hefur vissu-
Iega sýnt óvænt skopskyn í ber-
serkjamyndum sínum. Og ofaná
létt grínið bætist fínlegur, mann-
legur þáttur, punkturinn yfír i-ið,
hraðmaturinn getur ekki betri
verið.
“Ber er hver
á baki...“
Orlofsnefnd sjómanna:
Samningar gerð-
ir um flug til
Luxemborgar
ORLOFSNEFND sjómanna hef-
ur gert samning við Ferðaskrif-
stofúna Úrval um flug með Flug-
leiðum til Luxemborgar, samtals
um 800 sæti, en nefúdin hefúr
gert samning um leigu orlofs-
húsa og íbúða í Saarburg i Þýska-
landi á timabilinu 20. maí - 23.
september.
Orlofsnefnd sjómanna hefur
samið við hollenska fyrirtækið Aeg-
on Ferienparks um leigu á fjórtán
sumarhúsum og þrem íbúðum í
sambýlishúsum í grennd við borgina
Saarburg í Móseldalnum, en auk
þess hefur verið gerður samningur
við Lux Viking í Luxemborg um
bílaleigubíla.
Að sögn Þórðar Sveinbjörnssonar
formanns Orlofsnefndar sjómanna
eru félagsmenn í sjómannasamtök-
unum sem rétt eiga á þessum ferð-
um rúmlega sjö þúsund talsins, og
áhugi þeirra fyrir orlofsferðunum
mjög mikill, en um helmingur ferð-
anna hefur þegar verið seldur. Seg-
ir Þórður að með því að semja milli-
liðalaust við hollenska fyrirtækið
geti Orlofsnefndin boðið félags-
mönnum upp á mun hagstæðari
verð en annars hefði verið mögu-
le£t. j £