Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989
Húsbréf í höfii á þessu þingi
ALLT bendir til þess að frumvarp ríkisstjórnarinnar um húsbréfa-
kerfi verði að lögum á þessu þingi, eftir að Kvennaiistinn lýsti yfir
stuðningi sinum við frumvarpið með ákveðnum skilyrðum. Þetta er
mat ákveðinna ráðheiTa ríkisstjómarinnar, sem teija að málið sé nú í
höfii, samkvæmt heimildum Morgnnblaðsins. Forsætisráðherra sagði í
gærkvöldi að málið væri „... á góðri leið“.
Það skilyrði Kvennalistans að i]ár- bóginn kanna hvort ekki verði hægt
framlög ríkisins til félagslega íbúða-
byggingakerfisins (verkamannabú-
staða og leiguibúða) verði aukið um
600 milljónir króna á næstu fjárlög-
um, er að mati ráðherranna aðgengi-
legt, þar sem það sé hvort sem er
lögbundið að þriðjungur íbúðabygg-
inga verði byggður á þessum félags-
lega grunni. Ráðherrar vilja á hinn
að semja um að lífeyrissjóðimir auki
kaup sín á ríkisskuldabréfum, til
þess að fjármagna þessa aukningu,
fremur en að um beint, aukið fram-
lag úr ríkissjóði verði að ræða.
Ólafur Ragnar Grímsson fjármála-
ráðherra segir að í gagntilboði til
Kvennalistans sé boðið að þegar á
þessu ári verði hafm bygging 100
til 200 félagslegra íbúða, þannig að
hluti hins aukna framlags komi á
árinu og hluti á næsta ári.
Þá telur ríkisstjómin enga ann-
marka á þvi að setja á laggimar
nefnd er endurskoði fyrir 1. nóvem-
ber nk. allt félagslega byggingar-
kerfið. Aukinheldur telja ráðherrar
að þeir geti sætt sig við kröfu um
að hækkun vaxta af húsnæðislánum
verði ekki afturvirk.
Þórhildur Þorleifsdóttir þingmað-
ur Kvennalista sagðist búast við að
gagntilboð ríkisstjómarinnar yrði
rætt innan Kvennalistans í dag.
Fulltrúar BHMR á fúndi með forsætisráðherra í gær. Frá vinstri Margrét Heinreksdóttir, Óskar
ísfeld Sigurðsson, Eggert Lárusson, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, Þóra Kristín
Jónsdóttir og Guðný Bogadóttir.
Minntur á fyrri loforð
FULLTRÚAR BHMR gengu í gær á fund Steingrims Hermanns-
sonar forsætisráðherra í þeim tilgangi að minna hann á fyrri
loforð um bætta stöðu háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Þeir
lögðu spurningar fyrir ráðherrann og vildu vita hvort ríkisstjórn-
in hygðist ekkert gera til að leysa vinnudeiluna. BHMR menn
höfðu enga lausn með sér út af fundinum, að sögn Þóru Kristín-
ar Jónsdóttur fulltrúa HÍK. Rikisstjórnin Qallaði um erindi þeirra
á fundi síðdegis í gær.
Steingrímur sagði að fundurinn
hefði fyrst og fremst verið til
upplýsingar. „Ég gerði þeim grein
fyrir, eins og þeir náttúrulega
vita, hinni erfíðu stöðu þjóðarbús-
ins sem bindur okkar hendur, en
því miður, þá leystist ekki deil-
an,“ sagði hann.
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra kom á félagsfund Hins
íslenska kennarafélags í gær og
ræddi ástandið í skólakerfinu við
kennarana. Hann kvaðst samn-
ingafús og hét að ekki yrði um
áð ræða neinar aðgerðir af hálfu
ráðuneytisins sem túlka megi sem
verkfallsbrot.
„Þó að þetta tilvik hafi komið
upp með samræmdu prófin, sem
við erum eftir sem áður mjög
óánægð með, fengum við mjög
skýr og jákvæð svör um það að
menntamálaráðherra hygðist ekki
standa fyrir neinum ósóma í þessu
máli. Það kom jafnframt fram hjá
honum mikill vilji til að leysa þessa
deilu, þannig að við erum í raun
mjög bjartsýn eftir þennan fund,“
sögðu forsvarsmenn HÍK að lokn-
um fundinum í gær.
Verkfall HÍK hefur nú staðið í
þijár vikur og á fundinum lýstu
kennarar miklum áhyggjum af
nemendum sínum og vísuðu
ábyrgðinni til stjómvalda, þar sem
þau hefðu haft langan tíma til að
semja við kennara, en vilji hafi
ekki verið til að semja.
Morgunblaðið/Júlíus
Skipstá skoðunum um Borgina
Fulltrúar borgarinnar komu til fiindar við forseta Alþingis í gær
og kynntu sjónarmið sín varðandi hugsanleg kaup Alþingis á
Hótel Borg. Að honum loknum var ákveðið að borgaryfirvöld
kynntu enn frekar hugmyndir sínar og þá skrifiega, eftir að
bent hafði verið á ýmsar leiðir til lausnar á húsnæðisvanda þings-
ins. Fundinn sátu Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs Alþing-
is, Jón Helgason forseti efri deildar, Elín G. Ólafsdóttir borgar-
fiilitrúi, Jón G. Tómasson borgarritari, Davíð Oddsson borgar-
stjóri, Friðrik Ólafsson skrifstofustjóri Alþingis, Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson borgarfulltrúi og Kjartan Jóhannsson forseti neðri
deiidar.
800 milljóna telgu-
aukning ríkissjóðs
TEKJUR ríkissjóðs hafa aukist um 800 milljónir á fyrsta ársfjórðungi
þessa árs umfram fjárlög en útgjöld staðið í stað. Þetta kom fram í
ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar við eldhúsdagsumræður á Alþingi í
gær.
í ræðu sinni sagði Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra að
hann vonaðist til að samningar næð-
ust á hinum almenna vinnumarkaði
um næstu helgi; viðræður ríkisstjóm-
arinnar og aðila vinnumarkaðarins
hefðu verið góðar. Taldi forsætisráð-
herra ljóst að samningar BSRB og
ríkisins væru fordæmi fyrir hinn al-
menna vinnumarkað og hrósaði hann
samtökum launafólks fyrir hógværa
kröfugerð.
Utanríkismálanefod:
Fær ekki
greinargerð
um viðræður í
Sovétríkjunum
EYJÓLFUR Konráð Jónsson, fiill-
trúi Sjálfstæðisflokks í utanríkis-
málanefnd Alþingis, segir að
greinargerð fjármálaráðherra
um viðræður hans við sovézka
ráðamenn, þar sem veiðiheimildir
í islenzkri lögsögu hefði borið á
góma, hafi enn ekki borist. Eyjólf-
ur segir að bæði hann og Jóhann
Einvarðsson, formaður utanríkis-
málanefndar, hafi ítrekað beiðni
um skýrsluna, sem ríkisstjóminni
beri lögum samkvæmt að af-
henda.
„Ólafur Ragnar Grímsson viður-
kennir í Morgunblaðinu í gær að
hafa staðið í viðræðum við sovézk
yfirvöld, sem meðal annars hafi ijall-
að um fiskveiðiréttindi til handa
Sovétmönnum í íslenzkri fiskveiði-
lögsögu," sagði Eyjólfur. „Hann seg-
ist að visu hafa lýst íslenzkum við-
horfum „af meiri einurð og hörku
en hann hefði kosið", hvað sem það
nú þýðir."
Eyjólfur kvaðst hafa óskað eftir
því í umræðum um utanríkismál á
Alþingi á þriðjudagskvöld að fjár-
málaráðherra kæmi í þingsali og
gerði grein fyrir máli þessu. Þegar
ráðherra hefði ekki verið til taks,
hefði hann farið þess á leit við ut-
anríkisráðherra um nóttina að hann
hlutaðist til um að utanríkismála-
nefnd fengi skýrslu fjármálaráð-
herra um viðræðumar í hendur, en
hana hefði hann afhent stjóminni
við komu sína til landsins.
Eyjólfur sagði að þar sem greinar-
gerðin hefði enn ekki borizt, teldi
hann ekki rétt að tjá sig meir um
málið á þessu stigi.
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra gagnrýndi harkalega
ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar fyrir
að hafa innleitt hina svokölluðu
fijálshyggju í banka- og viðskipta-
kerfí landsins. Einnig kvaðst utanrík-
isráðherra treysta þeim manni, sem
hefði tekið við af sér sem fjármála-
ráðherra, að koma lagi á ríkisfiár-
málin. Taldi hann góðan starfsanda
vera í ríkissljóminni. Unnið væri að
góðum málum og myndi Alþýðu-
flokkurinn ekki hlaupa frá hálfunnu
verki. „Ríkisstjómin mun sitja út
kjörtímabilið."
Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf-
stæðisflokksins gagnrýndi ummæli
fyrrum samráðherra sinna um ríkis-
syómina sem þeir sjálfir voru aðilar
að. Þeir hefðu tekið þátt í að auka
fijálsræði í peningamálum og núver-
andi viðskiptaráðherra Alþýðu-
flokksins berðist nú gegn því að það
fijálsræði yrði minnkað. Þorsteinn
benti á að þrátt fyrir það að ríkis-
stjómin hefði verið stofnuð til að
leysa vanda sjávarútvegsins hefði
ekkert verið að gert og spá Þjóð-
hagsstofnunar gerði ráð fyrir tvö-
földun á halla sjávarútvegsins. Taldi
Þorsteinn og fjármálastefnu ríkis-
stjómarinnar hafa beðið algert skip-
brot. „Á meðan vindar aukins fijáls-
ræðis blása um Evrópu snýr ríkis-
stjómin hjólinu'við með stóraukinni
miðstýringu og höftum."
ASÍ og vinnuveitendur:
Stefiit að því að kjarasamn-
ingxiin verði lokið fyrir 1. maí
ALÞÝÐUSAMBAND íslands og vinnuveitendur stefiia að því að ljúka
kjarasamningum um helgina á svipuðum nótum og samið hefiir ver-
ið um við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja. Vinnulag var ákveðið
á stuttum fiindi seinnipartinn í gær og fundarhöld hefiast af fullum
krafti fyrir hádegið I dag.
þess að kjarasamningar mættu tak-
ast. í þessu fælust enn ekki skuld-
bindandi loforð, en eftir þeim yrði
gengið áður en samningar yrðu
undirritaðir. Hins vegar væru þessi
svör forsenda þess að hægt væri
að ganga til samninga, sem óhjá-
kvæmilega tækju mjög mið af þeim
samningum sem þegar hefðu verið
gerðir við BSRB. „Það á ekki að
þurfa að tvínóna við þetta. Það ligg-
ur fyrir hvaða viðmiðanir eru fyrir
hendi og ef það eru heilindi á báða
bóga hvað það snertir, þá á þetta
ekki að vera meira verk en svo að
unnt sé að klára það á þremur sólar-
hringum," sagði Þórarinn.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins lögðu vinnuveitendur hug-
myndir fyrir ríkisstjómina sem fela
meðal annars í sér lækkun skatts á
verslunar- og skrifstofuhúsnæði,
afnám skatts á erlendar lántökur,
lækkun eignaskatts, breytingar á
tekjuskatti fyrirtækja, og breyting-
ar á vörugjaldi á aðföngum til málm-
Vinnuveitendur gengu á fund
ríkisstjómarinnar í gærmorgun og
óskuðu eftir svömm um hvaða að-
gerða mætti vænfa af hálfu stjóm-
valda til að bæta rekstrarskilyrði
atvinnuveganna. Þórarinn V. Þórar-
insson, framkvæmdastjóri VSÍ,
sagði að forsætisráðherra hefði haft
samband síðar um daginn og greint
frá þvi að ríkisstjómin vildi kosta
kapps um að koma til móts við
vinnuveitendur í þessum efnum til
og tréiðnaðar. Engin ótviræð svör
fengust um hvemig bæta á rekstrar-
skilyrði útflutningsatvinnuveganna.
Greiðslu 5% uppbóta á freðfisk lýk-
ur í lok maí, en búast má við að
þeim verði eitthvað haldið áfram og
verði lækkaðar í þrepum. Sam-
kvæmt samningum við EFTA, þarf
að vera búið að afnema þær fyrir
næsta vor.
„Það liggur fyrir að báðir aðilar
setjast niður með það að markmiði
að ná saman um helgina og það
verður bara að koma í ljós hvort
það tekst eða ekki,“ sagði Ásmund-
ur Stefánsson, forseti ASÍ. Alþýðu-
sambandið ræddi atvinnumál, verð-
lagsmál og ýmis félagsleg atriði við
ríkisstjómina í gær og sagði Ás-
mundur að ekki hefðu verið gefnar
neinar afdráttarlausar yfirlýsingar,
en ríkissljómin hefði lýst yfir vilja
sínum til að ræða hlutina.
Ríkisstjórnin mun liðka
fyrir kjarasamningum
„RÍKISSTJÓRNIN mun gera eitthvað til að liðka til fyrir þeim, já,“
sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í gær, aðspurður
hvort liðka ætti til fyrir samningaviðræðum ASÍ og vinnuveitenda.
Hann kvaðst ekki geta rakið nánar hvað gert verður.
„Við emm í viðræðum við þessa Steingrímur kvaðst vera bjartsýnn
aðila, áttum með þeim báðum á að samningar náist. í ræðu sinni
ágæta fundi í dag. Við höfum tjáð í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í
þeim að við séum reiðubúnir að gærkvöldi sagðist hann vera þess
skoða hugmyndir þeirra og gera fullviss að samningar tækjust, jafn-
það sem við sjáum okkur fært til vel um helgina.
að liðka til fyrir samningum.“