Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989 Grænland: Hundaæði í Nuuk? Nuuk. Reuter. LÖGREGLAN í Nuuk, höfuðstað Grænlands, sagðist í gær myndu skjóta alla flökkuhunda og ketti í bænum á næstunni þar sem óttast væri að hundaæði væri komið upp þar í landi. Læknir við sjúkrahúsið í Nuuk merkur til rannsókna en niður- sagði að óttast væri að refur, sem stöðu er ekki að vænta fyrr en reikaði inn í bæinn hefði verið með eftir hálfan mánuð. Útvarpið í hundaæði. Lögreglan skaut refinn, Nuuk hvatti alla bæjarbúa, sem sem hegðaði sér mjög undarlega. dýr hefðu bitið að undanfömu, að Hefur hann verið sendur til Dan- leita læknis. Reykingar á meðgöngu skaðlegri en talið var NORSKUR vísindamaður hefúr sýnt fram á að börnum mæðra sem reykja á meðan á meðgöngu stendur er hættara en örðum við að sýkjast af krabbameini. Vísindamaðurinn, Gro Nylander, kveður niðurstöður rannsókna Bandaríkin: Bensínverð áuppleið Washington. Frá fvari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Bensínverð hefir verið á upp- leið í Bandaríkjunum sl. tvo mán- uði og þykir dýrt á verði, sem svarar til 13 íslenskra króna lítrinn. Það er algengt, að bensín hækki er líða fer að vori, ernotk- un eykst og eftirspum. Önnur ástæðan er, að hráolía hefir hækkað á heimsmarkaðnum. Til viðbótar er olíulekinn úr risat- ankskipinu við Valdez í Alaska talinn valda verðhækkun á bensíni. Forystumenn neytendasamtaka og náttúruvemdarfélaga hvetja til viðskiptabanns gegn Exxon-olíufé- laginu til að mótmæla því, sem þeir kalla slælega frammistöðu Exxon í að hreinsa olíulekann úr sjónum við Alaska, ásamt tilraunum félagsins til að hækka bensínverðið og láta þannig almenning borga fyrir mistök félagsins. Fólk er hvatt til að klippa Exxon-greiðslukort sín og senda stubbana til aðstandenda viðskiptabannsins. Þeir munu svo afhenda stjóm Exxon kortin á árs- fundi félagsins 18. maí nk. sinna sýna að reykingar verðandi mæðra séu mun skaðlegri en áður var talið. Frá þessu er greint í fréttabréfi Norsku upplýsingaþjónustunnar, Norinform en Gro Nylander hefur nýlega lokið við doktorsverkefni sitt sem ijallar um þetta efni. Rann- sóknir hennar á Iegvatnssýnum leiddu í ljós að nikótín í legvatni kvenna getur orsakað stökkbreyt- ingar í arfbemm baktería. Segir Nylander að slikar stökkbreytingar geti leitt til krabbameins. Þetta er ( fyrsta skipti sem sýnt er fram á að eiturefni í legvatni geti kallað fram stökkbreytingar og hefur þessi niðurstaða vakið mikla athygli meðal vísindamanna. Gro Nylander varði nýverið doktors- ritgerð sína í læknisfræði við Ósló- arháskóla og er niðurstaða hennar sú að reykingar ófrískra kvenna auki líkumar á því að böm þeirra sýkist af krabbameini. „Reykingar á meðgöngutíma eru mun skaðlegri en talið var fyrir nokkmm ámm. Stökkbreytingar í arfbemm baktería geta ekki ein- ungis orsakað krabbamein heldur einnig erfðasjúkdóma og meðfædda sköpunargalla," segir Gro Nyland- er. Auk legvatns ransakaði hún einnig einnig áhrif níkótíns á aðra líkamsvökva til að athuga hvort þar Ieyndust einnig eiturefni sem orsak- að gætu breytingar á erfðavísum. Rannsóknir hennar leiddu í Ijós að eiturefni í þvagi geta einnig orsakað stökkbreytingar í bakteríum og kemur þetta heim og saman við þau reynslusannindi að reykingamönn- um er mun hættara við krabba- meini í þvagblöðm og nýmm en þeim sem ekki reykja. Reuter 11 árírá valdatöku kommúnista Afganskir skæruliðar minntust 11 ára afmælis byltingar marx- ista í Afganistan í gær með blóðugum eldflaugaárásum á höfúð- borgina, Kabúl. Að minnsta kosti 20 manns féllu í gær og 46 særðust. í Nýju Delhí á Indlandi mótmæltu afganskir fióttamenn valdatöku kommúnista. Stúlkan, sem heldur á mynd frá hörmung- unum í Afganistan, var í fylkingarbijósti. * Ukraína: 20.000 manns minnast Tsjem- obyl-slyssins Moskvu. Reuter. RÚMLEGA 20.000 manns komu saman á knattspyrnuleikvangi í Kænugarði, höfúðborg Úkr- aínu, á miðvikudag til að minn- ast þess að þijú ár voru liðin síðan Tsjemobyl-slysið varð. Málgagn sovésku stjómarinnar, Ízvestía, greindi frá því að rithöf- undar, starfsmenn kjamorkuvers- ins og „hetjur Tsjemobyl-harm- leiksins" hefðu flutt ávörp á leik- vanginum. Þátttakendur héldu á kertum á fundinum, sem fór frið- samlega fram að sögn lögreglu. 32 menn fómst eftir sprengingu í Tsjemobyl-kjamorkuverinu 26. apríl árið 1986 og geislavirkt ský barst yfir Evrópu. Samkvæmt fréttum í sovéskum ijölmiðlum undanfama mánuði varð geislamengunin vegna slyss- ins mun meiri en skýrt var frá í fyrstu. Greint hefur verið frá því að í hundruðum þorpa í Úkraínu og Hvíta-Rússlandi sé geislavirknin enn óeðlilega mikil. Tékkóslóvakía: Dubcek ræðst að sljóni- ínni í sjónvarpsviðtali Búdapest. Reuter. ALEXANDER Dubcek, fyrrum leiðtogi Tékkóslóvakiu, sagði í sfnu fyrsta viðtali við austur-evrópskan fiölmiðil að Leoníd heitinn Brez- hnev, fyrrum Sovétleiðtogi, hefði setið á svikráðum við tékkneska stjórnmálaleiðtoga skömmu fyrir innrás Varsjárbandalagsheija árið 1968. Hann sagði að engan í tékknesku ríkisstjóminni hefði rennt I grun að íhlutun Varsjárbandalagsins stæði fyrír dymm þegar „vorið í Prag“ stóð sem hæst sumaríð 1968. „Það sést best af viðræðum þeim sem við áttum við þá á þessum tíma hversu óáreiðanlegir, blauðir og svik- ulir þeir voru,“ sagði Dubcek í við- tali við ungverska sjónvarpið sem sent var út á miðvikudag þrátt fyrir að tékknesk stjómvöld hefðu borið fram andmæli þegar fyrri hluti við- talsins var sýndur í síðustu viku. Dubcek var leiðtogi tékkneska kommúnistaflokksins þegar gerðar voru róttækar umbætur í stjómar- fari landsins sem miðuðu að því að koma á sósíalisma „með mannlegri ásjónu". Herir 5 Varsjárbandalags- landa kváðu niður þá viðleitni með valdi 20. ágúst 1968. í viðtalinu vísaði Dubcek því á bug að sósíalismanum í Tékkóslóvakíu hefði stafað ógn af umbótunum árið 1968 og sagði að sú réttlæting núver- andi valdhafa ( landinu fyrir innrás Varsjárbandalagsherja væri hauga- lygi- „Þetta er haugalygi og jafnvel enn þann dag í dag, 20 ámm eftir at- burðinn, kenna þeir þessa lygi í skól- um,“ sagði hann. Stjómandi þáttarins, Andras Sug- ar, sagði í viðtali við fréttamann Reuters að ummæli Dubceks hefðu vakið mikla eftirtekt í Tékkóslóvakíu þar sem um tvær milljónir manna við landamæri ríkjanna ná útsend- ingum ungverska sjónvarpsins. Gorbatsjov sterkari efltir nótt hinna löngu hnífa STAÐA Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga virðist mun sterkarí eftir miðstjómarfúndinn á þriðjudag, þar sem rúmur þriðjungur stjómarmanna var sviptur sæti sínu, en nokkru sinni frá því hann komst til valda 1985. „Þetta var nótt hina löngu hnífa en blóðsút- hellingar voru þó engar,“ sagði háttsettur embættismaður efltir fúndinn. í lokaræðu gaf Gorbatsjov til kynna að frekari hreinsana væri að vænta, jafiivel áður en hið nýkjörna fúlltrúaþing Sovétríkj- anna kemur saman 25. maí nk. AF ERLENDUM VETTVANGI Hreinsanimar ættu að auð- velda framgang róttækkra þjóðfélagsbreytinga, perestrojku, sem Gorbatsjov mælti fyrir skömmu eftir að hann náði völdum en misjafnlega hefur gengið að framkvæma. Miðstjómarmennimir 110, sem settir voru út í kuldann komust til áhrifa í stjómartíð Leoníds Brez- hnevs, fyrrum leiðtoga, en að mati núverandi valdhafa hnignaði sið- ferði ( tíð Brezhnevs og stöðnun og afturför á öllum sviðum hélt innreið sína. Hinir brottræku biðu ósigur en yfirgáfu miðstjómina með reisn og hvöttu menn til að fylkja sér um perestrojku. f staðinn fengu þeir sérstaka þakkarræðu frá Gorbatsjov. „Það gildir einu hvemig Gorbatsjov tókst að fá þá til að segja af sér, öllu skiptir að hann er laus við þá,“ sagði sovézk- ur blaðamaður eftir fundinn. Miðstjórnin meðfærilegri? Miðstjómin gat auðveldega tafið framgang umbótastefnu Sovétleið- togans eða einstakar áætlanir hans sem eldri og afturhaldssömum stjómarmönnum kynni að hafa þótt helzt til kappsfullar. Eftir hreinsanimar stendur hann betur að vígi því 74 af mönnunum 110 höfðu fullan atkvæðisrétt. í þeirra stað vom 24 einarðir stuðnings- menn perestrojku, sem ekki höfðu atkvasðisrétt, gerðir fullgildir stjómarmenn. Nýir menn vom hins vegar ekki teknir inn og því hefur fækkað í miðstjóminni úr 301 I 251. Sögðu fréttaskýrendur að hún yrði meðfærilegri fyrir Gorbatsjov í núverandi stærð. Af ræðum miðstjómarmanna, sem TASS-fréttastofan birti (gær, má þó marka að í stjóminni sitji enn beinir andstæðingar umbóta- stefnunnar. Má þar nefna Júrí Solovjov, flokksleiðtoga ( Leníngrad, og Valeríj Sajkín, borg- arstjóra í Moskvu, sem sögðu að flokkinn skorti hugmyndafræðilega forystu, pólitísk upplausn væri í landinu, flokkurinn hefði misst tök- in á íjölmiðlum og öfgahópar, eins og þeir nefndu það, drægju völd flokksleiðtoga ( efa. Stjómarmál- gagnið Ízvestía fjallaði um fundinn í gær og vakti athygli á því að þeir sem gagnrýnt hefðu flokks- forystuna og umbótastefnuna hefðu flestir goldið afhroð í nýaf- stöðnum þingkosningum og væm menn á útleið. Meðal þeirra sem hurfu úr mið- stjóminni vom allir núlifandi menn, sem sæti áttu í stjómmálaráðinu í lok Brezhriev-tímans. Sumir þeirra, t.d. Andrej Gromýko, fýrrum ut- anríkisráðherra og forseti, komust til áhrifa ( tíð harðstjórans Jósefs Stalíns og gátu ekki aðlagast hinni „nýju hugsun" sem nú ríkir í sölum Kremlar. Nokkrir þeirra hafa þótt hafa óhreint mjö! í pokahominu og hafa sovézkir fjölmiðlar jafnvel bendlað þá við vafasamt athæfl undir lok Brezhnev-tímans. Má þar m.a. nefna Gejdar Alíjev, fyrmm aðstoðarforsætisráðherra. eftir ÁGÚST ÁSGEIRSSON Ekkert rósamál „Menn unnu og menn töpuðu á fundinum. Sigurvegaramir em boðberar umbótastefnunnar," sagði sovézkur embættismaður að honum loknum. Gorbatsjov sagði í ræðu á fundinum að þær umbæt- ur, sem náðst hefðu fram til þessa, mætti fyrst og fremst þakka einurð og samheldni miðstjómarmanna. Hann gaf og til kynna að hann hefði rekið sig á ýmsar hindranir hjá stjóminni. „Ég ætla ekki að lýsa störfum miðstjómarinnar á rósamáli eða fegra hlutina," sagði hann. „Við sem hér sitjum þekkjum stöðuna nákvæmlega. Tíminn stendur ekki í stað og burtséð frá efnahags-, félagslegum og pólitísk- um ákvörðunum krefst perestrojka einnig mannabreytinga. Mikilvæg uppstokkun á sér stað í flokknum og í þjóðfélaginu öllu. Kall timans krefst þess," sagði Gorbatejov. Mið8tjómarfundurinn var hald- inn vegna þess hve margir flokks- leiðtogar fengu slæma útreið í ný- afstöðum þingkosningum. Tilgang- ur fundarins var að ræða stöðu flokksins en að því loknu var ákveð- ið að grípa til mestu hreinsana í sovézka stjómkerfinu ( langa tíð. Ekki mun hafa vakað fyrir Gorb- atsjov að fá miðstjómina til að samþykkja aukaþing flokksins til að flölga sínum mönnum í stjóm- inni, en næsta flokksþing er ekki á dagskrá fyrr en 1991. Það eitt getur valið nýja menn inn í mið- stjómina. Margir umbótasinnar, sem settir hafa verið í lykil- embætti frá því á flokksþinginu 1986, — áður en Gorbatsjov náði vemlegum tökum á flokknum — standa þv( enn utan miðstjómar- innar. „Þessir menn ráða nú þegar miklu um gang mála og munu eiga frátekin sæti ( stjóminni á næsta flokk8þingi,“ sagði stjómmálaskýr- andi í Moskvu ( gær. „Að kalla saman aukaþing hefði verið til marks um kreppu í flokknum. Hvers vegna skyldi Gorbatsjov sýna slíkt veikleikamerki eftir að hafa unnið pólitískan stórsigur?," bætti hann við. (Reuter, Daily Telegraph)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.