Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 27
27 eeer jííwa «s hitoaci!jt8öj gkimövtjohoi/ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989 ÞINGBREF STEFÁN FRIÐBJARNARSON Skattstofiiar eru takmörkuð auðlind Skattstofnar hafa nýtingarmörk eins og fiskstofiiar Samkvæmt skýrslu Qármálaráðherra til Alþingis um ríksQár- mál 1988 námu heildartekjur ríkissjóðs fyrir það ár 64.382 m.kr. Gjöldin reyndust hvorki meira né minna en 7.200 m.kr. umfram tekjur, eða samtals 71.583 m.kr. Fjárlög 1988 gerðu ráð fyrir 52. m.kr. tekjuafgangi. Niðurstað- an varð hinsvegar rúmlega sjö milljarða halli. Þingbréf gluggar lítillega í dag í tekjuhlið næstliðins Qárlaga- árs. var þó „aðeins“ tæplega 7 millj- arðar. Annað var upp á teningnum þegar kom að söluskatti. Astæðan var breikkun skattstofnsins, það er skatturinn tók til fleiri vöruteg- unda en áður, m.a. matvæla. Inn- heimtar söluskattstekjur ríkis- sjóðs reyndust 29.522 m.kr. eða 47,8% hærri en 1987. Söltuskatts- tekjur reyndust þó „allnokkru minni en áætlað hafði verið“, seg- ir í skýrslu ráðherra. m TEKJUR RÍKISSJÓÐS 1988 (í milljónum króna) I upphafi árs 1988 varð mikil breyting á telqustofnum ríkis- sjóðs. Staðgreiðsla hófst á tekjus- köttum einstaklinga. Lög um nýja tollskrá gengu í gildi. Alagningu vörugjalda var breytt. Söluskattur hækkaður með því að fella niður undanþágur á matvæli o.fl. Samkvæmt skýrslu fjármála- ráðherra reyndust innheimtir tekjuskattar 1988 7.927 m.kr., sem er 68,1% hækkun frá árinu á undan. Um þetta efni segir ráð- herra: „Miklar vonir voru bundnar við hið nýja staðgreiðslukerfi tekju- skatta. Gert var ráð fyrir að með þessu fyrirkomulagi myndi inn- heimta batna. Þetta virðist hafa gengið eftir ... Versnandi innheimta varð aftur á móti á telguskatti fyrirtækja. Innheimta eignarskatta varð 8,9% minni en árið áður og er það minna en gert hafði verið ráð fyr- ir.“ u Ný lög um vörugjöld og ný toll- skrá fólu í sér einföldun þessara gjalda. Tolltaxtar lækkuðu. Inn- heimta dróst saman um 22,1% frá 1987. Skatttekjur þessar áttu að skila u.þ.b. 8 milljörðum króna, samkvæmt áætlun. Eftirtekjan MMMW\ 29.522 'fff/ Skipting tekna 7J9Z7 ríkissjóðs s * 7J» ' ,7%\S| ffffffffffA ToIl. 4-275 tekjur Astæður minni rauntekna af sköttum í verði vöru og þjónustu en áætlanir stóðu til vóru einkum þijár. Þær eru tíundaðar í skýrslu fj ármálaráðherra: „í fyrsta lagi og það sem vegur þyngst er almennur veltusam- dráttur í þjóðarbúskapnum í kjöl- far lægri þjóðartekna og minni kaupmáttar. I annan stað virðist árangur af innheimtu hafa versn- að, einkum síðari hluta ársins, samfara vaxandi greiðsluerfíð- leikum þjá atvinnufyrirtækj- um. I því sambandi má benda á, að 1% lækkun á innheimtuhlut- falli söluskattstekna skerðir af- komu ríkissjóðs um 300-400 m.kr. á heilu ári. I þriðja lagi hefur gætt ofmats í upphaflegri áætlun 1.510 Aórar tekjur Tetiju- i 1 u I 11,3%^% l s 1 ' K 45,9% > 12,3% ■'Itilllif k. 3.69° Ýmslrób. Tölulegar staðreyndir rikissjóðs árið 1988. rv Erfitt er að áætla gjöld og tekj- ur ríkissjóðs, sem og allra annarra stofnana og fyrirtækja, í þjóð- félagi jafn mikilla hagsveiflna og þess íslenzka. Verðbólga af þeirri stærðargráðu sem hér hefur lengst af verið síðari áratugi skekkir alla áætlanagerð. Munur áætlana og rauntalna í ríkisbúskapnum hefur engu að síður reynst meiri, á stundum, en almenn verðlagsþróun skýrir. Til að sýna stærðargráðu hans skal enn vitnað til skýrslu fjármálaráð- herra: „Niðurstöður ríkisbókhalds fyr- ir árið 1988 lágu fyrir í Iok janúar- mánaðar og sýna mikinn halla á ríkissjóði. Rekstrarafkoma ríkis- sjóðs var neikvæð um 7,2 millj- arða króna [í stað áætlaðs tekju- afgangs] ... Þetta er fjórða árið í röð sem ríkissjóður er rekinn með halla, og hefur rekstrarhallinn aukizt veruiega, eða frá jafnvirði 1,3% af vergri landsframleiðslu árið 1987 í u.þ.b. 2,8% árið 1988.“ V Um það bil 80% af ríkissjóðs- tekjum eru innheimt í verði vöru og þjónustu. Það skýrir að hluta til hátt verðlag hér á landi í sam- anburði við grannríki. Hér er og hærra hlutfall neyzluskatta af heildartekjum ríkissjóðs en víðast annars staðar. Skattstofnar ríkisins eru tak- mörkuð auðlind, rétt eins og njdjastofnar sjávar, sem hefur sín nýtingarmörk. Það gildir hið sama um skattstofna og fískistofna. Ef sókn ríkisins á skattamið er meiri en veiðiþol leyfír, rýmar höfuð- stóllinn, afraksturinn. Þess vegna færa hærri skattstigar ekki endi- lega meiri skatttekjur í ríkissjóð, til lengri tíma litið. Það er far- sælla fyrir alla, einnig ríkissjóð, að stuðla fremur að stækkun skattstofnanna en hækkun skatt- stiganna. Gróska í þjóðarbú- skapnum er það sem giftuna skap- ar. Þegar flármálaráðherra tíund- ar „ástæður samdráttar" í sölu- skattstekjum í skýrslu sinni talar hann um „almennan veltusam- drátt í þjóðarbúskapnum ... og minni kaupmátt". Rætur þessarar skýringar, samdráttar í þjóðarbú- skapnum, liggja víða, m.a. í stjómarstefnunni. Einn rótarhlut- inn — sennilega ósmár — Iiggur trúlega í „ofveiði" flármálaráð- herra, of mikilli sókn á skattamið, miðað við veiðiþol stofnanna. Það sýnist meir en tímabært að lög- binda þak á heildarskattheimtu ríkissjóðs; setja ríkisgóðstekjum fastbundið hámark sem hundraðs- hluta af þjóðartekjum. Systraminning: Guðrún ogAuðurJóns- dæturfrá Raufarhöfn Guðrún Fædd 21. októberl962 Dáin20. apríll989 Auður Fædd27. nóvember 1965 Dáin 19. apríl 1989 í dag kveðjum við með djúpum söknuði þær systur Auði og Guð- rúnu Jónsdætur frá Raufarhöfn, sem létust af slysförum fyrr í þess- um mánuði. Kynni okkar hófust er þær réð- ust til starfa við fyrirtæki okkar Skerseyri h.f. í Hafnarfirði. Það er hveiju fyrirtæki nauðsyn að eiga góða starfsmenn og það á ekki síst við í upphafi starfsemi nýs fyrirtæk- is. Þar nutum við þess að eiga þær systur að því þær vom öðmm til fyrirmyndar hvað dugnað og sam- viskusemi áhrærði. Guðrún starfaði fyrir okkar bæði sem almennur starfsmaður og seinna sem verk- stjóri, en hún hafði lokið prófi frá Fiskvinnsluskólanum. í vetur stundaði hún svo nám í Tækniskóla íslands. Auður var með allt frá upphafi til dauðadags og varð fljótlega sem kjölfesta f okkar starfsemi. Hún hafði unnið öll störf í fyrirtækinu allt frá undirbúningi starfseminnar í ársbyrjun 1988, fyrst sem almenn- ur starfsmaður en síðar við skrif- stofustörf o.fl. Við töldum okkur taka nokkra áhættu þegar við réð- um hana reynslulitla til þess að færa bókhald og sjá um launamál í fyrirtækinu. Hún reis hins vegar vel undir ábyrgðinni og leysti hvert starf af hendi með samviskusemi og dugnaði sem henni var eiginleg- ur. Henni var því sífellt trúað fyrir meiri ábyrgð og verður það skarð sem hún skilur eftir sig vandfyllt og þeirra systra er sárt saknað í Skerseyri. Á stundum sem þessum þá leitar hugurinn aftur í tímann og við rifj- um upp minningar sem tengdu okk- ur vináttuböndum og það sem gaf lífinu lit. Já vissulega settu þær systur svip sinn á umhverfi sitt og mótuðu það með persónuleika sínum og þeirri glaðværð og kímni sem þeim var í blóð borin. Nú sitja hnípnir menn á kaffistofunni í Skerseyri og vorið sem var í vænd- um hefur þokað um sinn fyrir köld- um vetri. En það væri ekki í anda þeirra systra að leggja árar í bát og við munum láta minninguna um þær lýsa okkur inn í sumarið og hvelja okkur til nýrra dáða þar sem dugnaður og vinnugleði verða í fyr- irrúmi. Um leið og við sendum for- eldrum, systkinum og öðrum ástvin- um okkar dýpstu samúðarkveðjur biðjum við Guð að blessa minningu þeirra. Skerseyri h.f. Magnús Andrésson Á sorgarstundum leitar maður einhvers að halda sér í. Spumingar leita á hugann, spumingar sem manni eru ekki ætluð svör við. Mínar kæm vinkonur Guðrún og Auður voru kvaddar á braut í blóma lífsins 19. og 20. apríl. Það skarð sem 'eftir er verður aldrei fyllt, en að hafa fengið að þekkja þær er heiður sem ég fæ ekki fullþakkað. Við Guðrún vorum æskuvinkonur og hélst sú vinátta alla tíð. Auði kynntist ég mest á síðastliðnum árum. í þeim systrum átti ég trausta og góða vini sem alltaf var hægt að leita til og treysta á. Þær voru ekki líkar systur og það var ósjaldan sem ókunnir áttu erfítt með að trúa að þær væru svo tengdar. En lífsgleðina áttu þær sameiginlega. Þær höfðu mikið að- dráttarafl á annað fólk, enda var grín, hlátur og söngur sjaldan langt undan. Guðrún var kannski vissari á lagið, meðan íslensku textarnir voru Auðar sérgrein. Ótal minningar um góðar og skemmtilegar samverustundir fylgja hugsunum um Guðrúnu og Auði. Þær mun ég alltaf eiga og þær eru mín huggun og styrkur í þessari miklu sorg. Vegir Guðs eru okkur ókunnir og því finnur maður ekki svar við spumingunni um tilgang. En Guð- rún og Auður voru yndislegar stúlk- ur sem aðeins báru gott með sér og létu engan ósnortinn. Þvi getur ekkert nema gott beðið þeirra. Mínar innilegustu samúðarkveðjur til Hrefnu og Jóns, systkina og (jöl- skyldna þeirra og Jóns. Megi þeim öðíast styrkur til að standast þessa miklu raun. Með sínum dauða’ hann deyddi dauðann og sigur vann, makt hans og afli eyddi, ekkert mig skaða kann, þó leggist lík i jðrðu, lifir nún sála fri, hún mætir aldrei hörðu himneskri sælu í. (Hallgrimur Pétursson) Margrét Jóhannsdóttir ___________Brids_____________ Arnór Ragnarsson Bridsfélag Breiðholts Sl. (iriðjudag var spilaður eins kvölds tvimenningur. Röð efstu para varð þessi: Guðmundur Baldursson— Jðhann Stefánsson 1S8 Guðmundur Skúlason— Einar Hafsteinsson 180 Jakob Kristinsson— Þröstur Ingimarsson 179 Pétur Sigurðsson— Guttormur Kristmannsson 176 Meðalskor 156 Næsta þriðjudag verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30 stundvíslega. Bridsfélag Barðstrendinga Múrarameistarafélag Reylqavíkur sigraði “ i firmakeppni félagsins sem nýlega er lok- ið. Keppnin stóð yfír í tvö kvöld. Lokastaðan: Múrarameistarafélag Rvfkur 774 Múrarafélag Rvíkur 762 Húsasmiðjan hf. 712 Pétur O. Nikulásson hf. 709 Vatnsvirkinn hf. 708 Nonni hf. 701 í sfðari umferð urðu eftirtalin firmu efst f N—S-riðll: Pétur O. Nikulásson 376 Múrarafélag Rvíkur 366 Múrarameistarafélag Rvfkur 859 A—V-riðiIl: Laugamesapðtek 366 Vestfjarðaleið 360 Háríhöndum 351 Bridsdeildin þakkar forráðamönnum fyr- irtækja og stofiiana þátttöku í þessari hörðu og eftirminnilegu keppni. Keppnin við Vestur-Barðstrendinga er um næstu helgi. Spilað ,verður 1 Hreyfils- húsinu föstudag og laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.