Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 35
'861 JÍH1A ,8S HUOAaUTBÖH GKiAJaVIUOHOM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍE1W 35 TÍMAMÓT The Who í tónleikaferð um Bandaríkin o g Kanada Breska rokkhljómsveitin The Who mun fara í tónleikaferð um Kanada og Bandaríkin í sumar í tilefni þess að í ár eru 25 ár lið- in frá því hljómsveitin tók til starfa. Hljómleikaferðin hefst í Toronto í Kanada þann 24. júní en síðustu tónleikamir verða í Oakland í Kali- fomíu-ríki 30. ágúst. Hápunktur ferðarinnar verður vafalítið þann 27. júní. er hljómsveitin kemur fram á styrktartónleik- um í New York og flytur popp- ópemna „Tommy“ í fullri lengd. „Tommy“ kom út árið 1969 og er talin tímamótaverk í sögu rbkktón- listarinnar. Hljómsveitin The Who þótti í villtara lagi á sviði. Oftlega lyktaði tónleik- um hljómsveit- arinnar með því að hljóðfæri öll vom brotin í spað og hefur Pete Townshend gítarleikari rifj- að það upp í blaðaviðtölum að mikill halli hafi verið á rekstrinum fyrstu árin. Hljómsveitin varð heimsfræg eftir að „Tommy“ kom út og fleiri hljómplötur sigldu í kjölfarið. „Tommy“ var síðar kvikmynduð líkt og óperan „Quadrophenia" sem einnig þótti framúrskarandi. Pete Townshend samdi öll þekktustu lög The Who og er hann almennt talið eitt fremsta tónskáld rokksögunnar. í hljómsveitinni vom auk hans Roger Daltrey söngvari, sem reynt hefur fyrir sér sem kvikmyndaleikari, John Ent- wistle bassa- og hornaleikari og trommuleikarinn Keith Moon sem lést fyrir nokkmm ámm. Keith Moon þótti villtasti trommuleikari rokksins og sérlega frjálslegur í daglegri um- gengni. Hann hafði hina mestu ánægju af því að leggja hótel- herbergi í rúst á hljómleikaferð- um sveitarinnar og lyktaði þeim hamfömm yfir- leitt með því að hann grýtti sjón- varpstækinu og fleiri lausamun- um út um gluggann. Starfsemi hljómsveitarinn- ar lagðist að mestu af við andlát hans. Má því telja fullvíst að aðdáendur The Who muni fjölmenna á tón- leika sveitarinn- Keuter Roger Daltrey, Pete Townshend og John Entwistle skýra blaða- mönnum í New York frá tónleikaferð The Who um Bandaríkin og Kanada i sumar. ar í sumar. Raquel Welch og nýr vinur Þegar leikkonan nýskilda Raquel Welch kom til veislu í Sydney á dögunum sem haldin var til heið- urs Frank Sinatra, Sammy Davis og Lísu Minelli veltu menn vöngum yfír því hver hann væri, hinn ungi og myndarlegi fömnautur hennar. Hún gaf aðeins fornafn- ið upp, sem er Patrick, og annað fengu ekki aðrir en þeir í innsta hring að vita. HÁRSKURÐUR Guðjón keppir í París Guðjón Þór Guðjónsson, ís- Guðjón hefur undanfarið æft landsmeistari í hárskurði, af kappi og m.a. tekið þátt í sterku keppir í þremur greinum S Evr- móti i Bandaríkjunum, þar sem ópukeppni í hárskurði í París hann náði íjórða sæti. Dómari í föstudag og laugardag. Hann Evrópukeppninni fyrir íslands er fyrsti íslenski hárskerinn hönd verður Torfí Geirmundsson. sem tekur þátt í Evrópukeppni. NAÚST 28/4 - 30/4 íTuir -iDeittuJkoiigiuLr með sveppum í koníaksrjómasósu ★ ur æmryggvoövi með kryddjurtasósu ★ KersL ir ávexttir í eggjalkremi 1.790,- Borðapantanir í sima 17759 datn i ... : •• • 18111! Mikið úrval rúmum, vatnsdýnum, springdýnum, Latex heilsudýnum. Einnig svefnsófar. Opið laugardaga frá kl. 10-16. Grensásvegi 12, sími 678840

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.