Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐH) FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989 * Islenskir aðalverktakar sf.: 224 milljóna króna hagnaður af varnarliðsframkvæmdum HAGNADUR íslenskra aðalverktaka sf. af vamarliðsframkvæmdum á síðasta ári var rúmar 224 miiyónir kr., fyrir skatta, að sögn Thors Ó. Thors forstjóra ÍAV. Velta varnarliðsframkvæmdanna var liðlega 2,8 milljarðar kr. og auk þess hefur félagið tekjur af eignum. Eigið fé íslenskra aðalverktaka víir 3.356 milþ'ónir kr. um síðustu ára- mót. Að sögn Thors hefúr ekki verið ákveðið hvort arður verður greiddur út til eigenda. Vilhjálmur Ámason formaður stjómar íslenskra aðalverktaka sagðist í gær vera almennt sam- mála því sem Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra væri að vinna að í sambandi við fyrirtækið. Sérstaklega aðspurður um hug- myndir ráðherra um að skipa þriðja forstjórann að fyrirtækinu sagðist Vilhjálmur vera því samþykkur. Thor Ó. Thors forstjóri vildi ekki tjá sig um þetta atriði. Auk skipan nýs forstjóra hefur utanríkisráð- herra náð samkomulagi við ÍAV um að hann fái að tilnefna tvo stjómar- menn í stað eins. Þá hefur hann óskað eftir viðræðum við eigendur um aukinn eignarhlut ríkisins í fyr- irtækinu. Ráðning forstjóra er í verksviði stjómar íslenskra aðal- verktaka en hugsanlegar breyting- ar á eignaraðild verða ræddar á aðalfundum meðeigenda ríkisins. Reginn hf., sem á 25% í ÍAV, hefur ekki ákveðið aðalfund. Aðal- fundur Sameinaðra verktaka hf., sem á 50% fyrirtækisins, verður haldinn í Hótel Holiday Inn í dag klukkan 14. Hlutafé var 32 milljón- ir árið 1984, samkvæmt skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis það ár, en það em nýjustu opinberu upplýsingamar um _það efni. Þá voru hluthafar 147. í stjórh félags- ins em fímm menn. Krían komin til Haftiar Hðb i Horaafirði GARGQ) í krfunni vakd Sverri Aðalsteinsson, starfs- mann í fískiðjuveri Kaup- félags Austur-Skaftfellinga. Sverrir rak augun í þijár kríur sem hnituðu hringi fram af fískiðjunni. Um klukkustund síðar sá hann svo tvær kríur að sama leik, og þá var ekki um að villast. Krían var komin. Sverrir hefur ennfremur orð- ið var við maríuerlu og sést hefur til hrossagauksins svo einhveijir vorboðar séu til nefndir. JGG Auk þess fyrirkomulags sem venjulegast er við kosningu stjómar á slíkum fundum er heimilt, sam- kvæmt hlutafélagalögum, að við- hafa hlutfalls- eða margfeldiskosn- ingu. Við margfeldiskosningu er gildi hvers atkvæðis í félaginu margfaldað með tölu þeirra manna sem kjósa á, en síðan má hluthafí veija öllu atkvæðamagni sínu, hvort sem er á jafnmarga menn eða færri en Iq'ósa skal. Ef til dæmis aðeins einum manni er greitt atkvæði er kjósa skal fimm manna stjóm, hef- ur hver hlutur fímmfalt atkvæða- gildi. Ákvæði um margfeldiskosn- ingu var sett í lög til að tryggja rétt minnihluta í hlutafélögum við stjómarlq'ör. Við kosningu fímm manna í stjórn geta hluthafar sem ráða yfír meira en 16 % hlutafjár og Iq'ósa allir sama manninn með öllum atkvæðum sínum, komið rnanni að. Ef hluthafar sem ráða yfír minnst fjórðungi hlutaflárins krefl- ast þess með fímm daga fyrirvara, skal beita hlutfalls- eða margfeldis- kosningu við kjör stjómarmanna. Ef krafíst hefur verið bæði hlut- falls- og margfeldiskosningu skal beita margfeldiskosningu. Stjórnarformaður ÍAV: Frjáls útboð fram- kvæmda óraunhæf VILHJÁLMUR Árnason formaður félagsstjómar íslenskra aðalverk- taka sf. telur hugmyndir um fíjáls útboð vamarliðsframkvæmda ekki raunhæfar, en Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, lýsti þeirri skoðun á Alþingi í umræðum um utanríkismál. Pálmi Kristinsson framkvæmdastjóri Verktakasambands íslands segir að verktakar tejji það ekki lausnina að hafa opin útboð með þeim hætti að einstök fyrirtæki þyrftu að sækja með sin mál beint til Vamar- liðsins. Taldi hann hugsanlegt að hugmyndir Jóns Baldvins Hannib- alssonar utanrikisráðherra um að auka eignarhlut ríkisins í íslensk- um aðalverktökum gæti verið skref í átt til hugmynda Verktakasam- bandsins, þannig að ríkið hefði ákvörðunarvald um fyrirkomulag framkvæmdanna. „Mér fínnst þetta eðlileg hug- mynd í sjálfu sér, en því miður held ég að hún sé ekki raunhæf," sagði Vilhjálmur Ámason þegar leitað var álits hans á hugmyndum Þorsteins Pálssonar um fijáls útboð á framkvæmdum fyrir Vamarliðið. En eins og aðstæður era á Keflavík- urflugvelli væri erfítt að koma við almennum fijálsum útboðum. Pálmi Kristinsson sagði að fyrir einu ári hefði Verktakasambandið lagt fram hugmyndir sínar um breytingar á verktakastarfsemi á Keflavíkurflugvelli. Þar hefði verið gert ráð fyrir veralegum breyting- um á núverandi fyrirkomulagi, meðal annars með því að íslenskir aðalverktar sf yrðu leystir upp og sett á stofíi Innkaupastofnun vam- arliðsframkvæmda sem yrði milli- liður á milli verktaka og Vamarliðs- ins og viðsemjandi við Vamarliðið fyrir hönd stjómvalda. „Við höfum aldrei séð það fyrir okkur að þama yrðu algerlega opin útboð með þeim hætti að íslensk fyrirtæki væru að sækja með sín mál beint til Vamar- liðsins," sagði Pálmi þegar leitað var álits hans á hugmyndum for- manns Sjálfstæðisflokksins. Pálmi sagði vel hugsanlegt að hugmyndir Jóns Baldvins Hanni- balssonar utanríkisráðherra um að auka eignarhlut ríkisins í Aðalverk- tökum gætu verið skref í átt til hugmynda Verktakasambandsins. Sértaklega ef ríkið næði meirihluta í fyrirtækinu, því þá hefði ríkið völd til að ákveða fyrirkomulag framkvæmdanna. Morgunblaðið/Júlíus Frá undirritun samningsins um stofnun hins nýja fyrirtækis. Frá vinstri eru Helgi Gestsson, Guðlaugur Bergmann, Ólafúr Friðriksson og Hafsteinn Eiríksson. Saumastofan Sólin og Gefjun sameinast EIGENDUR saumastofúnnar Sólin hf. (Kamabær) og fataverksmiðj- unnar GeQunar hafa stofnað með sér nýtt hlutafélag sem taka mun við rekstri beggja fyrirtækjanna og yfirtaka samninga við viðskipta- vini þeirra. Hið nýja fyrirtæki heitir Sólin-GeQun hf. Forráðamenn beggja fyrirtækjana segja að þessi sameining sé einkum til þess að halda þekkingu í fataiðnaði áfram hér innanlands og hagræða í rekstri fyrirtækjanna. Hið nýja fyrirtæki tekur form- lega til starfa 2. maí n.k. Það verð- ur til húsa að Nýbýlavegi 4 í Kópa- vogi þar sem saumastofan Sólin var til húsa. Starfsmenn verða 22 og koma jafnmargir frá hvora fyrir- tækjanna um sig. Fyrir sameining- una vora starfsmenn fyrirtækjanna beggja liðlega 30 talsins. I máli forráðamanna hins nýja fyrirtækis kemur fram að til þessa samstarfs er stofnað vegna erfíð- leika í fataiðnaði hérlendis og til að styrkja íslenska fatagerð. Þann- ig verði unnt að viðhalda nauðsyn- legri þekkingu á þessu sviði innan- lands. Erfíðleikamir í fataiðnaði era einkum rangt skráð gengi, hömlu- laus innflutingur á fötum frá lág- launasvæðum og mikill ijármagns- kostnaður, að sögn forystumanna fyrirtækisins.. Hugmyndin að stofnun hins nýja fyrirtækis kom upp í nóvember á síðasta ári. Sljómarformaður verð- ur Ólafur Friðriksson framkvæmda- stjóri Verslunardeildar Sambands- ins en aðrir í stjóm era Guðlaugur Bergmann forstjóri G. Bergmann hf. og Hafsteinn Eiríksson forstöðu- maður sérvöradeildar Verslunar- deildarinnar. Með framkvæmda- stjóm fyrst um sinn fer Helgi Gests- son framkvæmdastjóri Geflunar. Hársnyrtistofur kærð- ar fyrir verðlagsbrot „ÞAÐ liggur beint við að kæra þær hársnyrtistofúr, sem hafe brot- ið gegn verðlagslöggjöfinni og ekki látið sér segjast," sagði Guð- mundur Sigurðsson, yfirviðskiptafræðingur Verðlagsstofíiunar. Verðlagsstofnun kannaði verð á hársnyrtistofum í byijun mars, eftir að verðstöðvun lauk. Þá kom í ljós að .sumar hárgreiðslu- og rakara- stofur höfðu hækkað verð á þjón- ustu sinni langt umfram þá 5% hækkun, sem heimil var á verðskrá þeirri, er í gildi var 27. ágúst 1988. Frekari hækkun var ekki heimil nema með sérstöku leyfí. Verðlagsstofnun hefur nú kann- að að nýju hvort stofumar hafí far- ið eftir þessari ákvörðun. í ljós kom að flestar höfðu gert það, en nokkr- ar þó hækkað verðið á þjónustu sinni meira en heimilt er. „Allir eig- endur hársnyrtistofa hafa fengið upplýsingar um leyfílega hækkun og það liggur beinast við að kæra þá sem brotið hafa gegn verðlags- löggjöfínni,“ sagði Guðmundur Sig- urðsson. „Lögfræðingar okkar era í verkfalli þessa dagana og ég skal ekkert um það segja hvort fallið verður frá kæru ef eigendur kippa þessum málum f liðinn á næstu dögum." Holiday Inn: Glitnir og Iðnaðar- banki yfírtaka hótelið GLITNIR hf. og Iðnaðarbankinn gerðu I gær samning við þrotabú Holiday Inn hótelsins í Reykjavík um yfirtöku á hótelinu frá og með 1. maí nk. Fasteignin er yfirtekin á verði sem samsvarar áhvilandi skuldum næst á undan tryggingarbréfi Glitnis eða sem næst 365 milijónum króna. Að auki eru þrotabúinu greiddar 8 miHjónir fyrir ýmsan óveðsettan búnað og 13 mil(jónir fyrir viðskiptavild sem felst í viðskiptasamböndum, bókunum og því að hótelið er í fúllum rekstri með þjálfeð starfsfólk. Ástæða þess að Glitnir og Iðnað- arbankinn yfírtaka reksturinn nú með fijálsum samningum við þrota- búið er einkum sú, að fyrirsjáanlegt var að ella hefðu þessir aðilar orðið að kaupa fasteignina á nauðungar- uppboði á næstunni að sögn Kristj- áns Óskaresonar, framkvæmda- stjóra Glitnis. Hann segir næsta víst að þá hefði ekki verið unnt að tryggja samfelldan rekstur hótels- ins og veraleg verðmæti hefðu þá farið forgörðum. Hins vegar sé stefnt að sölu hótelsins jafnslq'ótt og hagkvæmt reynist. í gær var jafnframt gengið frá ráðningu Wilhelm Wessman í starf hótelstjóra og tekur hann við stjóm hótelsins hinn 1. maí. Wilhelm hef- ur starfað á Hótel Sögu samfellt í 22 ár fyret sem veitingastjóri en lengst af sem aðstoðarhótelstjóri. Síðastliðin 7 ár var hann fram- kvæmdastjóri Gildis sem sá um all- an rekstur á veitinga-, skemmti- og ráðstefnuhaldi á Hótel Sögu. Wilhelm er formaður Sambands veitinga- og gistihúsa auk þess sem hann gegnir formennsku í Norræna hótel- og veitingasambandinu. Hann situr fyrir hönd Norðurlanda I framkvæmdastjóm Intemational Hotel Association. Morgunblaðið/Sverrir Útför Brynjólfs Bjarnasonar ÚtfÖr Brypjólfs Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra var gerð frá Fossvogskirkju i gær, að viðstöddu Qölmenni. Sr. Rögnvaldur Finnbogason á Staðastað á Snæfellsnesi jarðsöng. Úr kirkju báru kistuna Ragnar Stefánsson, Svavar Gestsson, Páll Skúlason, Andr- és Haraldsson og bamaböm Bryiýólfs, Friða, Stefón, Marteinn og Brypjólfur Vestergaard. Slasaðist í árekstrisex bifreiða KONA slasaðist í hörðum árekstri sex bfla á Kringlumýrarbraut klukkan 10.40 á miðvikudaginn. Ökumaður bflsms, sem var ekið aftan á bíl konunnar, ók á brott. Áreksturinn varð með þeim hætti að konan ók bíl sínum á norðurleið á hægri ferð eftir Kringlumýrar- braut, á móts við Hamrahlíð. Þá var öðrum bíl ekið aftan á hennar. Þriðji bíllinn reyndi að hemla, en fékk þann fjórða aftan á sig og kastaðist áfram, á bíl númer 2. Þar með er Bögunni ekki lokið, því aftan á fjórða bíl lenti sá fímmti, sem var vörabfll. Loks lenti fólksbíll, sjötti bíllinn, á vöru- bflnum. Konan, sem ók fremsta bflnum, slasaðist nokkuð við áreksturinn. ökumaður bflsins, sem var ekið aftan á hennar, ók strax af vettvangi. Hann er beðínn um að gefa sig fram við slysarannsóknadeild lögreglunn- ar, sem og þau vitni, sem sáu árekst- urinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.