Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989
Viðræður Félags háskólakennara og ríkisins:
Samningar tókust í gær
og verkfalli var frestað
KJARASAMNINGAR tókust í
gær milli ríkisins og Félags há-
skólakennara og hefiir boðuðu
verkfalli félagsins, sem hefjast
átti á miðnætti í nótt verið frest-
að, þar tíl almenn atkvæða-
greiðsla hefiir farið fram í félag-
inu. Að sögn talsmanna stjórn-
valda er samningurinn á svipuð-
um nótum og samningurinn við
BSRB, en kveður á um prósentu-
hækkanir í stað krónutöluhækk-
ana, auk þess sem ákvæði eru
Ólafiir Ragnar
Grímsson;
Staðfesting á
launastefhu
stjórnarinnar
„Ég er mjög ánægur með að
þessi samningur er fullgerður.
Hann er f fyrsta lagi staðfesting
á þeirri launastefnu sem ríkis-
sfjórnin hefiir fylgt og samþykkt
hefur verið í kjarasamningum
rúmlega 20 þúsund manna,“
sagði Ólafur Ragnar Grimsson,
Qármálaráðherra, eftir undir-
skrift samninganna við Félag
háskólakennara.
„Samningurinn er einnig mikil-
vægt skref í því að fara inn á nýjar
brautir I framtíðaruppbyggingu
rannsóknarstarfs innan Háskólans.
Það hefur verið ákveðið að taka upp
vinnumatskerfí, þar sem frámlag
hvers og eins háskólamanns til
rannsókna og þekkingarsköpunar
er metið sérstaklega. Stjómvöld
hafa ákveðið að sýna vilja sinn til
þess að efla rannsóknastarfsemi
innan Háskólans með því að veija
á þessu ári 16 milljónum i rannsókn-
arsjóð Háskólans og fyrirheit er
gefíð um 30 milljón kióna framlag
á árinu 1990,“ sagði Ólafur.
„Ég held því að þessi samningur
sé dæmi um kjarasamning sem
getur fylgt þeim almennu launavið-
miðunum, sem þegar hefur verið
samið um, en getur einnig lagt
framtíðargrundvöll að æskilegri
þróun mála. Ég vona að önnur félög
háskólaborgara skoði þennan
samning sem dæmi um það hvemig
hægt er að fylgja þeirri launa-
stefíiu, sem þegar heftir verið mót-
uð, en engu að síður leggi grund-
völlinn að framtíðaruppbyggingu
starfsemi þekkingar og þjálfunar,
sem er baeði þeim og þjóðinni til
hagsbóta," sagði Ólafur Ragnar
Grímsson.
Formaður
Stúdentaráðs:
Ég er mjög
ánægður
JÓNAS Friðrik Jónsson, formað-
ur Stúdentaráðs, kvaðst mjög
ánægður með að samningar
hefðu teldst við Félag háskóla-
kennara og að verkfalli hefði
þannig verið afetýrt.
Verkfall hefði skapað mjög erfitt
ástand í Háskólanum, sem fyrst og
fremst hefði bitnað á stúdentum.
Próf ættu að hefjast í dag og heim-
ild hefði fengist tii þess að stúdent-
ar gætu skráð sig úr prófí samdæg-
urs, ef þetta óvissuástand hefði
valdið því að undirbúningur hefði
farið úr skorðum hjá þeim.
um upptöku vinnumatskerfis.
Gildistíminn er tveimur mánuð-
um lengri en BSRB samningsins
eða til 31. janúar og 2% hækkun á
laun kemur 1. janúar. Laun hækka
um 2,65% frá 1. apríl, um 1,95%
frá 1. september og um 1,25% frá
Formaður Félags
háskólakennara;
Feginn að
samningun-
um er lokið
„Ég er mjög feginn að þessum
samningum er lokið. Auðvitað
hefðum við kosið að þeir yrðu
betri, en við erum ekki bara að
hugsa um sjálfa okkur. Við erum
líka að hugsa um Háskólann og
að efla það starf sem þar er
unnið,“ sagði Jóhann P. Malm-
quist, formaður Félags háskóla-
kennara, í samtali við Morgun-
blaðið eftir að kjarasamningar
höfðu verið undirritaðir í gær.
„Við erum einnig að hugsa um
nemendur okkar og að þeir verði
ekki fyrir því tjóni, sem verkfall
hefði ollið. Ég lít eiginlega á þetta
sem þríhliða samning, milli félags-
ins, Háskóla íslands og stjómvalda.
Þama er að finna ákvæði um að
efla starfsemi Háskólans, sérstak-
lega rannsóknarstarfsemina. Ég tel
það mjög mikilvægt og sé mikla
framtíð í þessu vinnumatskerfí til
þess að efla þá merku vinnu enn
frekar, sem unnin er hér við
skólann," sagði Jóhann ennfremur.
Aðspurður sagðist hann vissu-
lega eiga von á því að félagsmenn
samþykktu samningana. Miðað við
stöðuna í þjóðfélaginu væri þetta
það sem hægt hefði verið að ná
fram.
1. nóvember. 0,5% er varið til launa-
flokkatilfærslna, sem svarar til þess
að 1/6 hluti félagsmanna færist upp
um einn launaflokk og taka þær
breytingar gildi 1. júlí. Sérstök or-
lofsuppbót að upphæð 6.500 krónur
er greidd út 1. júní og persónuupp-
bót í desember hækkar einnig til-
svarandi og hún gerði í samningum
BSRB.
Ákvæðið um vinnumatskerfið
heimilar að greiða störf við rann-
sóknir og stjómun umfram vinnu-
skyldu sem yfirvinnu, samkvæmt
reglum um vinnumat, sem Félag
háskólakennara og háskólaráð
semja og hljóta staðfestingu stjóm-
valda og í samræmi við fjárveiting-
ar. Stjómvöld hafa ákveðið að veija
16 milljónum sérstaklega til rann-
sókna á þessu ári og fyrirheit hefur
verið gefið um 30 milljónir á næsta
ári. Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi
vinnumatskerfisins verði tekin í
notkun eigi síðar en í september.
Auk þessa felur samningurinn í sér
bókanir varðandi ýmis önnur atriði.
Wincie
Jóhannsdóttir;
Lítil áhrifá
okkar stöðu
„SAMNINGUR háskólakennara
hefúr ósköp lítil áhrif á okkar
stöðu," sagði Wincie Jóhanns-
dóttir formaður HÍK í gær, eftir
að samningar höfðu náðst við
háskólakennara.
„Þama er félag sem semur gagn-
gert til að fara ekki í verkfall,"
sagði hún. „Hér er félag sem er í
verkfalli til þess að fylgja eftir allt
öðmm kröfum. Við viljum semja til
langs tíma.“ Wincie taldi ekki að
samningur háskólakennaranna
hefði nein áhrif á samstöðu þeirra
félaga BHMR sem nú eru í verkfalli.
Morgunblaðið/Þorkell
Formenn fögurra iþróttafélaga i Kópavogi tóku við skjali til stað-
festingar á framtíðar athafiiarsvæðum félaganna, frá vinstri Sigur-
jón Valdimarsson fyrir Breiðablik, Magnús Harðarson fyrir íþrótta-
félag Kópavogs, Ingvar Árnason fyrir Gerplu og Þorsteinn Einars-
son fyrir Handknattleiksfélag Kópavogs.
Kópavogur:
íþróttafélögnm át-
hlutað athafiiasvæði
BÆJARSTJÓRN Kópavogs hefúr úthlutað iþróttafélögum bæjarins
athafnasvæði fyrir starfeemi sína. Félagssvæði íþróttafélags Kópa-
vogs er við Snælandsskóla i Fossvogi, félagssvæði Breiðabliks er í
Kópavogsdal og íþróttafélagið Gerpla hefiir fengið heimild bæjar-
yfirvalda til að byggja við iþróttahús félagsins við Skemmuveg.
Bæjarstjórn hefúr enn fremur ákveðið að íþróttafélögin fái hvert
um sig 3 miiyónir til framkvæmda á þessu ári og hefúr þeim þegar
verið afhent ein miljón af þeirri upphæð. Jafiiframt er Handknatt-
leiksfélag Kópavogs heiðrað með 600 þús. kr. fiárveitingu fyrir
góða frammistöðu í vetur en félagið mun í framtíðinni fá aðstöðu
í Fífiihvammslandi.
„Þetta er stór dagur í sögu Kópa-
vogs þegar við með formlegum
hætti afhendum íþróttafélögunum
land svo þau geti eflt starfsemi
sína,“ sagði Kristján Guðmundsson
bæjarstjóri. Heimir Pálsson forseti
bæjarstjómar sagði að í samþykkt
bæjarsljómarinnar fælist viður-
kenning bæjarsstjórarinnar á mikil-
vægi almen ningsíþrótta og jafn-
framt traustsyfirlýsing til félag-
anna um að þau séu fær um að
annast uppbyggingu þeirra. „Bæj-
arstjóm Kópavogs vill með þessu
stuðia að sem víðtækastri þjónustu
við íbúanna þannig að þeir geti
stundað sínar íþróttir í sínu hverfi,"
sagði Heimir.
I greinagerð er fylgir skipulags-
tillög íþróttasvæðisins í Fossvogs-
dal segir að í aðalskipulagi Kópa-
vogs frá árinu 1985, sé gert ráð
fyrir að Fossvogsdalur verði aðal
útivistarsvæði byggðarinnár norðan
við Digranesháls. Tillagan gerir ráð
fyrir íþróttasvæði við Snælands-
skóla og er heildarflatarmál þess 5
ha, þar af era 0,5 ha af lóð skólans
sem gert er ráð fyrir að nýtist báð-
um aðilum. Gert er ráð fyrir að þar
rúmist löglegur knattspymuvöllur,
3 til 4 tennis- eða körftiboltavellir,
æfíngasvæði, íþróttaskemma, úti-
sundlaug og félagsheimili Í.K.
Útivistarsvæðið í Kópavogsdal
er 28,6 ha og er þar gert ráð fyrir
íþróttasvæði Breiðabliks, lóð fyrir
Kópavogsvöll, bifreiðastæðum, Ióð
fyrir gmnnskóla ásamt íþróttahúsi
og skólasundlaug. Þar er einnig
gert ráð fyrir bækistöð Garðyrkju-
deildar og Vinnuskóla Kópavogs.
Núverandi Smáravöllur verður í
framtíðinni lagður til útivistarað-
stöðu fyrir byggðina sem mun rísa
rétt austan hans, einnig er gert ráð
Svíar hætta að kaupa lýsi héð-
an vegna díoxínmengunar
Lýsi hf. mun bráðlega fi*amleiða díoxínlaust lýsi,
en efiiið er talið hið þriðja eitraðasta sem þekkist
SÆNSKA lyflafyrirtækið ACO, sem sér sænskum apótekum fyrir
þorskalýsi, hefúr tilkynnt Lýsi hf. í Reykjavík að það muni ekki
kaupa lýsi af fyrirtækinu fyrr en tekizt hafi að minnka magn efnis-
ins díoxins í þvi. Díoxín er þriðja eitraðasta efiii, sem þekkt er. í
frétt, sem birtist í fyrradag I sænska kvöldblaðinu Aftonbladet, seg-
ir að sænska lyfsölusambandið hafi ekki viljað halda áfram að selja
þorskalýsi vegna þess að i Jjós hafi komið við mælingar háskólans
í Umeá að meira sé í því af díoxíni en talið var. Apótekarar hyggj-
ast þó setja þær birgðir af lýsinu, sem þeir eiga fyrirliggjandi. Lýsi
hf. vinnur nú að því að hreinsa afiirðir sínar og er búizt við að strax
í sumar verði hægt að sía dioxín úr lýsinu og hefja sölu til Svíþjóðar
á ný. Það er hins vegar ljóst að díoxinmengun er til að dreifa í
Norðurhöfúm, einnig á miðunum umhverfis Island, sem hingað til
hafa verið talin einhver þau hreinustu og minnst menguðu i heimi.
í frétt Aftonbladet segir að hætt alltént til þess að apótekarar vilji
verði að selja þorskalýsi frá fyrir-
tækinu ACO, en það fær lýsi á tunn-
um frá Lýsi hf. í Reykjavík og sel-
ur vöm sína til apóteka.
Síðan er sagt frá því að sex til
ellefu píkógrömm (milljón milljón-
ustu úr grammi) af díoxíni séu í
hveiju grammi af lýsi. Það þýði að
maður, sem vegur 70 kíló og taki
5 millilítra af lýsi á dag fái í sig
347 píkógrömm á viku. Það sé ekki
mikið, en það bætist við díoxín, sem
komi úr öðrum matvælum, og nægi
ekki selja lýsi, sem innihaldi efnið.
Fyrir böm, sem taki jafnstóra
skammta af lýsi daglega og full-
orðnir, sé magn díoxíns á hvert
kfló líkamsþyngdarinnar enn meira,
og böm undir 10 kg, sem taki lýsi
daglega, fái úr því um 60% þess
magns af díoxíni, sem talið er
hættulaust að innbyrða vikulega.
Varað við vörum með lýsi
Blaðið varar fólk við því að kaupa
allar vörar, sem innihalda lýsi, til
dæmis lýsistöflur, sem fá megi í
náttúrulækningabúðum. „Spyijið
um niðurstöður rannsókna og
díoxíninnihald, einnig í slíkum vör-
um!“ segir í fréttinni. „Án skrif-
legra sannana bendir ekkert til að
þær séu „hreinni" en þorskalýsi frá
öðrum framleiðendum."
Vitnað er til konu að nafni Lenu
Sahlstedt, sem er gæðaeftirlitsmað-
ur hjá lyfsölusambandinu. „Við
fengum áður allt okkar lýsi frá
Noregi, en leituðum fyrir nokkrum
árum til íslenzks útflytjanda af ör-
yggisástæðum og með hin hreinu
Norðurhöf í huga,“ segir Sahlstedt.
„Nú á reyndar betur við að tala um
höfin, sem talið var að væra hrein,
eftir að hafa séð niðurstöður þess-
ara rannsókna. Það er það sorgleg-
asta í allri þessari sögu.“
Dreifing efiiisins
kemur áóvart
Blaðið birtir svo samtal við Mats
Olsson, sem er prófessor í haffræði-
legri visteiturefnafræði við Nátt-
úrasögusafnið í Stokkhólmi. Hann
segir að það komi mjög á óvart að
magn díoxíns skuli mælast svipað
í lifur þorsks, sem veiddur er í
Norðurhöfum, og í fiski sem fæst
í Eystrasalti. Fiskimiðin í Eystra-
salti séu miklu nær iðnaði, sem
díoxínmengun komi frá, og ættu
því að vera mengaðri.
Danfel Viðarsson, forstöðumaður
eiturefnaeftirlits Hollustuvemdar
ríkisins, segir að þær upplýsingar,
sem hann hafí, bendi til þess að
díoxíninnihaldið í lýsinu sé það lítið
að ekki þurfi að hafa af því miklar
áhyggjur. Hollustuverndin vinnur
að því að afla sér nánari gagna um
málið.
Daníel segir að það komi hins veg-
ar á óvart að það skuli vera díoxín
í fiski hér, rétt eins og í fiski, sem
veiddur er nær mengunarsvæðum.
„Þetta segir okkur kannski fyrst
og fremst það að mengun í lofti og
hafi virðir engin landamæri," sagði
Daníel. Hann sagðist ekki telja að
hér á landi yrði til mikið díoxín.
Það myndast fyrst og fremst við
ófullkominn bruna, og að sögn
Daníels era það helzt opnar sorp-
eyðingarstöðvar, stáliðjur, magní-
umverksmiðjur og pappírsverk-
smiðjur, sem valda díoxínmengun.