Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989
13
Alnæmisrannsóknir:
Þrjú svið
mikilvægnst
ÞAÐ eru einkum þijú svið al-
næmisrannsókna, þar sem ís-
lendingar gætu lagt sitt af mörk-
um, að mati Guðjóns Magnússon-
ar aðstoðarlandlæknis.
í fyrsta lagi taka íslendingar
þátt í samnorrænni tilraun með lyf-
ið AZT, sem notað er til að með-
höndia sjúklinga, sem ýmist hafa
fyrstu einkenni eyðni eða lokastig
sjúkdómsins. Lyfið læknar ekki al-
næmi, en dregur úr einkennunum
og hægir á gangi qúkdómsins.
í öðru lagi hefur verið lögð mik-
il áherzla á það, að íslendingar
ættu að hafa betri aðstæður en
margar aðrar þjóðir til þess að fylgj-
ast með útbreiðslu alnæmis, og þá
sérstaklega áhrifum aðgerða heil-
brigðisyfirvalda til þess að sporna
gegn henni. Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunin hefur hvatt íslendinga til
þess að byggja aðgerðir sínar þann-
ig upp að hægt sé að meta árangur
þeirra.
Landsnefnd um alnæmisvamir,
sem stofnuð var í júní í fyrra, er
nú að leggja síðustu hönd á svokall-
aða landsáætlun, þar sem reynt er
að leggja línumar fyrir næstu þijú
til fimm ár um það hvemig eigi að
halda áfram því starfi, sem hafið
er. í störfum nefndarinnar er lögð
mikil áherzla á að hægt sé að leggja
mat á aðgerðirnar.
I þriðja lagi gætu íslendingar
lagt sitt af mörkum hvað varðar
rannsóknir á skyldleika alnæmisvei-
mnnar og visnuveimnnar, sem
meðal annars veldur riðuveiki í
sauðfé. Visnuveiran hefur verið
rannsökuð á Keldum. Rannsóknim-
ar hófust undir stjóm Bjöms Sig-
urðssonar, sem var þar forstöðu-
maður, og þeim hefur verið haldið
áfram undir stjóm Páls A. Pálsson-
ar yfirdýralæknis og Guðmundar
Péturssonar forstöðumanns. Þessar
rannsóknir era taldar geta varpað
einhverju ljósi á hegðun alnæmis-
veimnnar og aukið skilning manna
á hæggengum veimsýkingum.
Guðjón Magnússon aðstoðarland-
læknir.
fólki þá aftur og aftur. í könnunum
hefur komið fram að alit að fjórði
hver íslendingur trúir því að það
geti verið smithætta því samfara að
nota sama salemi og alnæmissjúkl-
ingur. Þetta fólk er ekki alltaf illa
upplýst, heldur virðist það vera van-
trúað á það, að fullyrðingar um að
þetta sé allt í lagi séu réttar, þrátt
fyrir að það þekki hverjar séu smit-
leiðimar."
Guðjón sagði að annað, sem
kannski hefði ekki verið lögð nógu
mikil áherzla á, væri að kynlíf í
sjálfu sér væri ekki hættulegt vegna
alnæmis eða kynsjúkdóma. „Það fer
allt eftir því hvemig kynlífi er lifað.
Ef fólk er í föstu sambandi, og þá
skiptir ekki máli hvort um er að
ræða samkynhneigða eða gagnkyn-
hneigða, er smithætta af kynsjúk-
dómum og þar með alnæmi hverf-
andi. Það era þeir, sem skipta oft
um maka, sem em í beinni hættu,“
sagði Guðjón.
Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson
Einn af eigendum Austurleiðar hf., Garðar Óskarsson, í stuttu stoppi
á Fagurhólsmýri í einni af sínum ferðum.
Austurleið kaupir
Hornafj arðarleið
Austurleið hf. keypti fyrir
skömmu Homaflarðarleið sf. og
verkstæðishús BQaþjónustunnar
sf. á Höfii. Um er að ræða Qórar
rútur og einn eldhúsbíl. Austur-
leið tók þar með við þeim skóla-
og flugvallarakstri sem Horaa-
Qarðarleið hafði með höndum.
2. apríl sl. vom liðin 15 ár frá
því fyrsta áætlunarferðin milli
Reykjavíkur og Hafnar var farin,
en þær hófust með tilkomu vegarins
.yfir Skeiðarársand og hefur Austur-
leið haldið uppi áætlunarferðum á
þeirri leið síðan. Frá 1. júní til
ágústloka em daglega ferðir, en
annars þijár í viku. Er þetta í fyrsta
sinn sem þijár ferðir í viku era all-
an veturinn og hefur aðeins ein
ferð fallið niður í vetur þrátt fyrir
rysjótt tíðarfar. Austurleið er með
daglegar ferðir frá Höfn að Egils-
stöðum á sumrin og upp að Vatna-
jökli frá 20. júní til 1. september í
tengslum við snjóbíl Jöklaferða.
Auk áðurgreindra ferða um þjóð-
veginn er Austurleið með daglegar
ferðir inn í Laka og um Fjallabaks-
leið nyrðri eftir að þær leiðir era
orðnar færar og inn í Þórsmörk á
sumrin þar sem þeir eiga vandaða
skála. —S.G.
ENGIN VENJULEG HJ
Geró af bandarísku hugviti
og japanskri tæknisnilld = Muddy Fox
Alvöru fjallahjól!
- 20 ára ábyrgó -
Einkaumboó á islandi
É Sérverslun í
w meira en 60 ár
Stofnsett 1925
« Reidhjólaverslunin
ORNINNt
Spítalastíg 8 við Óðinstorg símar 14661 268881