Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 12
f 12 MOBGUNBLASK) ,FÖST,UÐAGURi28. APRÍL 1989 ALNÆMI Á ÍSLANDI Smit hefiir greinzt hjá 51 Islendingi í BYRJUN marz hafði Alþjóðaheilbrigðisstofhuninni (WHO) verið til- kynnt um 142.000 tilfelli sjúklinga, sem haldnir hafa verið alnæmi á Iokastigi. Sjúkdómstilfellin hafa greinzt í 145 löndum. Talið er að um það bil 150.000 manns til viðbótar séu haidnir sjúkdómnum á loka- stigi án þess að það sé staðfest, og að 5-10 mil(jónir manna um allan heim hafi smitazt af alnæmisveirunni. Samkvæmt tölum frá landlækn- isembættinu hafði í byrjun apríl síðastliðins alls greinzt 51 íslending- ur með alnæmissmit. Þar af höfðu 11 fengið sjúkdóminn á lokastigi og fimm þeirra eru þegar látnir. Að sögn Guðjóns Magnússonar, aðstoðarlandlæknis, gerir WHO ráð fyrir að raunveruleg alnæmistilfelli í heiminum geti verið 10-30 sinnum fleiri en þau, sem vitað er um með vissu. Ef svipað hlutfall gildi um ísland, megi gera ráð fyrir að 500- 1.500 manns séu smitaðir hér. Hins vegar beri að taka það með í reikn- inginn að í okkar litla samfélagi, þar sem er mjög gott heilbrigðiskerfi, sé líklegt að hinir sýktu finnist miklu fyrr en í mörgum öðrum löndum. Landlæknisembættið telur því líklegt að fjöldi sýktra hér sé á bil- inu 200-400 manns. Þessi tala er þó, að sögn Guðjóns, byggð á viðmið- unum við önnur lönd, en ekki til dæmis sjálfstæðum rannsóknum á kynhegðun Islendinga. Miðað við önnur Evrópulönd er tala einstaklinga með alnæmi á loka- stigi nokkuð há á íslandi, eða 50 á hveija milljón íbúa. Þessar tölur verður þó einnig að skoða í ljósi framangreindra staðreynda; vænt- anlega er skráning sjúkdómstilfella betri hér en víða annars staðar. Tii samanburðar má geta þess að í Evrópu er Sviss með hæsta hlut- fallið, eða 106,4 tilfelli á milljón (sjá töflu). í Bandaríkjunum eru tilfellin á hveija milljón íbúa um 340, en í Austur-Evrópulöndum eru skráð til- felli þijú eða færri á hveija milljón. Þrír hafa bætzt í hóp alnæmis- smitaðra íslendinga á þremur fyrstu mánuðum þessa árs. Þeir, sem hafa sýkzt, eru yfirleitt fólk á bezta aldri. Helmingur hópsins sem vitað er að hefur veiruna í sér, 26 manns, er á aldrinum 20-29 ára. Fimmtán til viðbótar eru 30-39 ára. í hópnum er aðeins ein kona á móti hveijum fimm körlum, enda hafa hommar fengið sjúkdóminn í mestum mæli. „Tveir þriðju þeirra sem hafa fengið veiruna í sig eru hommar, og þeir eru áfram aðaláhættuhópur- inn,“ segir Guðjón Magnússon. „Það er þó margt sem bendir til þess að þeir hafi langflestir fyrir þónokkru gert sér grein fyrir því að kynlífs- hegðun þeirra getur sett þá í sér- staka áhættu. Eg segi getur vegna þess að ef þeir hafa kynnt sér það hvernig alnæmi smitast, er hægt fyrir homma eins og alla aðra að lifa kynlífi án þess að taka áhættu. Það er kannski ekki lögð nógu mik- il áherzla á að þótt alnæmi sé mjög ógnvekjandi sjúkdómur, sem leiðir til dauða, þá er það jákvæða við hann að það er hægt að veijast hon- um.“ I nýjustu tölum landlæknisemb- Verjusala hef- ur tvöfaldazt ÁRANGURINN af auglýs- ingaherferðum landlæknis- embættisins vegna alnæmis hefur meðal annars komið fram í því að sala á gúmmi- veijum hefur tvöfaldazt, úr 230.000 veijum á ári í 500.000. Auðveldara er nú að verða sér úti um smokka en áður, enda hefur útsölu- stöðum snarfjölgað. Mark- miðið að smokkurinn megi ekki vera neitt feimnismál hefiir náðst að mati þeirra, sem staðið hafa að herferð- inni, en þó skortir enn nokk- uð á að smokkurínn sé notað- ur í öllum þeim tilfellum, þar sem hans er þörf. Greining alnæmissmitaðra eftir hópum Hópar einstaklinga Karlar Konur Samtals (°h) 1. Hommar/tvíkynhneigðir 33 33 (64,7) 2. Fíkniefnaneytendur/sprautur 7 1 8 (15,7) 3. Hópur 1 og 2 1 1 (2,0) 4. Gagnkynhneigðir 2 3 5 (9,8) 5. Blóðþegar 4 4 (7,8) 6. Dreyrasjúklingar 0 0 (0,0) Samtals 43 8 51 (100) Langflest tilfelli hér á landi í Reykjavík Erlendir ferðamannastaðir eru varasamir LANGFLESTIR, sem hafa reynzt vera með alnæmi hér á Iandi, eru búsettir í Reykjavík, en aðeins örfá tilfelli hafa greinzt úti á landi. „Alnæmi er stórborgarfyr- irbrigði alls staðar í heiminum,“ segir Guðjón Magnússon aðstoð- arlandlæknir. „Það er alls staðar þar sem fólk úr ýmsum áttum og af ólíku sauðahúsi safhast saman; þar sem mikið er um ferðamenn og laus tengsl milii fólks.“ í Evrópu er alnæmi útbreiddast í borgum á borð við Kaupmannahöfn, París, Zurich og Genf. „Það er því engum tilviljunum háð hvar út- breiðslan er mest,“ sagði Guðjón. „Það segir okkur líka að útbreiðsla alnæmis er að verulegu leyti tengd lífsstíl fólks.“ Að sögn Guðjóns hafa menn áhyggjur af því að smit geti haldið áfram að berast til landsins frá út- löndum, bæði með hommum, fíkni- efnaneytendum, sem hafa smitazt af óhreinum sprautum og nálum, eða þá með ungu fólki, sem er óvarkárt í kynlífi. „Við vitum að viða úti í löndum, til dæmis tæði á Spáni og Ítalíu, er dreifing alnæmistilfella ólík þvi sem hér gerist að því leyti að þar eru langflestir smitaðra fíkni- efnaneytendur, en ekki hommar. Þessir fíkniefnaneytendur halda sig gjaman í stórborgum, en einnig á sumarleyfisstöðum, sem íslendingar sækja mikið. Vændi og fíkniefna- neyzla eru líka víðast nátengd. Það er því fyllsta ástæða til þess að vekja athygli þeirra, sem fara á sumarleyf- isstaði og sólarstrendur, á þessari hættu." ættisins kemur fram að fjórir blóð- þegar eru meðal eyðnismitaðra hér á landi, allt konur (sjá töflu). Sjúk- dómurinn greindist í einni þeirra árið 1986, og var þá talið að hún hefði smitazt við blóðgjöf árið 1983. Hinar þijár hafa bætzt í hópinn á síðastliðnum sex mánuðum. Að sögn Guðjóns Magnússonar smituðust þær árið 1984, en þá var ekki enn farið að skima allt blóð, sem kemur inn í Blóðbankann, eins og nú er gert. Guðjón segir að á þeim tíma hafi því miður ekkert verið hægt að gera til þess að koma í veg fýrir þetta smit. Þetta hafi eðlilega valdið fólki áhyggjum, en nú telji landlæknis- embættið að það sé hægt að fullyrða að með skimun blóðs og þeirri fræðslu, sem farið hafi fram, eigi að vera hverfandi líkur á því að fólk geti smitazt með blóðgjöf hér á landi. „Það bar á því að fólk væri hrætt við að gefa blóð fyrst eftir að það kom upp að alnæmi gæti smitazt með bíóðgjöfum, sérstaklega í Bandaríkjunum," sagði Guðjón. „Það er auðvitað engin smithætta við að gefa blóð; það eru notuð ein- nota, sótthreinsuð áhöld. Algengast er að alnæmi greinist hjá fólki, sem leitar læknis með ein- hver óljós sjúkdómseinkenni, og heil- brigðjsstarfsfólki dettur í hug að gæti verið með sjúkdóminn. Einnig hefur alnæmi greinzt í nokkrum fíkniefnasjúklingum, sem lagðir hafa verið inn til meðferðar. Að sögn aðstoðarlandlæknis er lítið um það að fólk, sem mætir sjálft í eyðni- próf, reynist vera smitað, en þess eru þó einnig dæmi. „Þeim, sem leita sjálfir í mótefnamælingu, hefur fækkað á ný, en það sýnir sig að kippir koma í fjölda þeirra sem leita eftir prófi þegar umræða um alnæmi er mikil meðal almennings," sagði Guðjón. ÓÞg Portúgal Noregur Austurriki Sviþjóö Bretland Belgia V-Þýskaland ÍSLAND Spánn Danmörk Frakkland Fjöldi sjúklinga með alnæmi á lokastigi í ársbyrjun 1989 (á hverja milljón íbúa) 20 40 60 80 100 Morgunblaðið/KG Samanburður á tölu alnæmissmitaðra á hveija inilljón íbúa í nokkr- um Evrópulöndum. TTrrH T 'TrTrl T l-,,T '"l ' l ' I ■ I < | ' I < | ■ mTrn'’Ti 1,2.3,4,1,2,3,4,1,2,3,4,1,2,3,4,1,2.3,4.1/89 1984 1 985 1 986 1 987 1 988 Ársfjórðungur Á þessu línuríti má sjá þróunina í fjölda alnæmistilfella, sem greinzt hafa á Islandi frá 1983. Efsti og dekksti hlutinn sýnir þá, sem eru með alnæmi á lokastigi. ARC táknar þá, sem eru með ýmis forstigs- einkenni alnæmis með eða án viðvarandi eitlabólgu, sem yfirleitt fylgir sjúkdómnum. LAS táknar þá, sem eru með viðvarandi eitla- stækkanir, en neðsti og ljósasti hlutinn sýnir þá, sem bera veiruna í sér en eru einkennalausir. Ranghugmyndir um alnæmi og alnæmissmitaða; Fremur vantrú en upp- lýsingaskorti að kenna Sögur um „hefhd“ smitaðra tilhæfulausar hér á landi ALLT frá því að alnæmi kom fyrst til sögunnar hér á landi hafa geng- ið manna á meðal ýmsar furðusög- ur um alnæmissmitað fólk, sem á að hafa reynt að „hefina sín“ á samfélaginu með óábyrgri hegð- un. Margir virðast taka þessar sögur trúanlegar. Ein sú „vinsæl- asta“ er á þessa leið: Að loknum skyndikynnum á skemmtistað rankar ungur maður við sér í rúmi sinu á sunnudagsmorgni, en ból- félaginn, sem hafði eytt hjá hon- um nóttinni, er á bak og burt. Það fer svo eftir mismunandi útgáfum af sögunni hvort maðurínn finnur óskemmtilega orðsendingu á nátt- borðinu eða hvort hjásvæfan hef- ur skrifað með varalit á baðspegil- inn: „Velkominn í eyðniklúbbinn." „Svona sögur eru á kreiki, og ég hef heyrt þær í þónokkur ár. Ég hef hins vegar grun um að þær séu út- lendrar ættar," sagði Guðjón Magn- ússon aðspurður um álit sitt á sann- leiksgildi þvílíkra sagna. „Við höfum dæmi um það, til dæmis frá hinum Norðurlöndunum, að fólk, sem hefur smitazt, vill hefna sín á samfélaginu og fínnst óréttlátt að það eitt skuli hafa orðið fyrir smiti. En við höfum engin dæmi slíks hér á íslandi. Við höfum dæmi um að fólk, sem er smitað, hafi átt mjög erfitt og þurft á aðstoð að halda. Það hefur þá stundum hneigzt til víndrykkju eða notkunar annarra vímuefna. í ör- fáum slíkum tilvikum hefur lögregla þurft að hafa afskipti af fólki, en aldrei hefur nein hætta stafað þar af.“ Guðjón sagði að eyðnismitaðir væru hópur, sem væri í mjög erfíðri aðstöðu. Margir væru þeir hommar, sem enn væri nánast dauðleg synd í augum margra. Það væri því oft erfitt fyrir þetta fólk að segja til dæmis vinnufélögum og ættingjum að það væri smitað. „Við höfum reynt að mæta þörf smitaðra fyrir félagsskap og að geta tjáð sig og rætt um vandamál sín með því að stofna stuðningshóp þar sem smitaðir einstaklingar koma saman ásamt ættingjum og ýmsum sjálfboðaliðum. Þetta starf hefur gengið vel, en vandinn hjá okkur er auðvitað fámennið. Það þarf tölu- verðan kjark til þess að koma inn í svona hóp,“ sagði Guðjón. „Við lítum fyrst og fremst á aug- lýsingaherferðir okkar sem leið til þess að skapa umræðu um alnæmi, fá fólk til þess að velta sjúkdómnum fyrir sér, og hvort hann geti á ein- hvern hátt snert það sjálft," sagði Guðjón. „Við höfum gengið í gegn um nokkur stig í þessari umræðu; fyrst var einkum litið á eyðni sem sjúkdóm homma, síðan var almennt talið að hann snerti aðeins þá sem væru mjög lauslátir, en það er alltaf að koma betur og betur í ljós að vandamálið er miklu víðtækara. Þótt sjálfir lifi menn þannig lífi að þeir séu í lítilli sem engri smithættu, get- ur sjúkdómurinn snert þá óbeint með þeim hætti að bömin þeirra, vinnufél- agar eða ættingjar smitist. Um leið er þetta komið inn í þeirra eigið líf og menn verða að fara að átta sig á því hvort sjúkdómurinn sé hættu- legur fyrir þá sjálfa og hvernig eigi að koma fram við þann smitaða. Við höfum með fræðslu um al- næmi reynt að koma fólki í skilning um að það fylgir engin smithætta daglegri umgengni við eyðnismitaða. Það er ekki hættulegt að vinna við hliðina á manni, sem er smitaður, það er ekki hættulegt að faðma hann að sér, það hefur enga smithættu í för með sér þótt smitaður einstakl- ingur búi til mat og gefi öðrum að borða, það er heldur ekki hættulegt að fara í sundlaug eða nota salerni, sem einhver smitaður hefur notað. Þetta eru hlutir, sem eru alveg ör- uggir, en engu að síður þarf að segja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.