Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 40
40 ,MQRGUNBLAÐIÐ: FÖSTUDAGUR.28. APRÍL 1989 ^E)l988^niversa^ressJ5yndicat^ „Hve oft hef é9 ekki sagt \>ér<Á skella. ekkí bílhuréinnl" ur sagt þér, ungi maður. En eitt skaltu vita: Það er ekki húsvörðurinn sem þú talar við ... Auðvitað færðu stöðu- mælasekt. Þú ert búinn að vera hér á annan tíma! HÖGNI HREKKVÍSI V. HÖGNI VIRÐIST HAFA FUNPIÐ EINA VIP SlTT H/EFI. " Höfiim við gengið til góðs... Þetta á vel við, er við hugleiðum verkföll þau, sem 11 aðildarfélög BHMR hafa boðað og eru flest skoll- in á. Var það heppileg leið, að veita okkur verkfallsrétt, sem er sífellt beint gegn nemendum, og er þar sannarlega verið að hengja bakara fyrir smið, því að nemendur hafa ekkert með samningamál kennara að gera. Hjá okkur framhaldsskóla- kennurum er algert samúðarleysi með nemendum. Það ber líka að líta á það, að kennaraverkfallið var sam- þykkt með rpjög svo naumum meiri- hluta og ýmsir þeirra, sem voru hlynntir verkfalli, eru það ekki leng- ur, Vissulega er það staðreynd, að kennarar hafa afar lág grunnlaun, en ég tel ekki verkfall á viðkvæm- asta tíma eigi að afgreiða stórmál eins og röðun kennara í flokka, end- urmat á launakerfi o.fl. Um það verð- ur að stofna nefnd, sem gæti e.t.v. skilað sínum útreikningi um áramót. Kröfugerð okkar er að sjálfsögðu sú, að við getum lifað af dagvinnu- launum okkar og þurfum ekki að kenna meira en kennsluskyldan ætl- ar okkur. En til þess að svo megi verða, þurfum við aðlögunartíma og sömuleiðis þá kröfu til kennara, að þeir hafí full réttindi. Eins og málum er nú háttað, kenna flestir kennarar fleiri stundir en sem nemur kennslu- skyldu og hækkar það launin nokk- uð. Við kennarar verðum líka að við- urkenna, að við höfum tiltölulega góð jóla- og páskafrí og yfír sumarmán- uðina 2—3 mánaða frí. Vafalaust er þetta til að umbuna okkur alla þá aukavinnu, sem felst í að undirbúa sig fyrir tíma og tekur oft ómældan tíma, svo að þessi frí fela einungis í sér greiðslur fyrir mikla aukavinnu. Einnig höfum við mjög svo léleg grunnlaun. En eins og ástandið í þjóðfélaginu. er nú, verðum við að sætta okkur við svipaðar hækkanir og hjá öðrum félögum. Þjóðfélagið getur ekki greitt einni stétt svo gífur- legar launahækkanir, því að þá koma aðrar stéttir og heimta sömu pró- sentu í hækkuðum launum. Það er líka tilgangslaust, að vera eins og smáböm með fundi í æsingakennd- um „Hitler-stíl“, og búa til dúkkur, sem eiga að tákna vondu mennina. Slíkt er háskólafólki til vansa og hafa þau einu áhrif, að hlegið er að okkur. Spumingin er því sú; hvað ætla kennarar að vera lengi í þessu til- gangslausa verkfalli, sem mun, þeg- ar samningar loksins nást, verða í svipuðum dúr og samningar annarra launþegahópa. Hvað ætli við verðum þá búin að tapa miklum launum fyr- ir ekkert? Að sjálfsögðu ber að skipa nefnd, sem endurskoðaði alla þá þætti sem sneru að kennurum, t.d. flokkun í launaflokka, að ekki verði sett þak á yfirvinnu kennara, hækkun verði eftir lífaldri og kennurum verði gert kleift að endurmennta sig með vissu millibili — og að grunnkrafan verði einnig sú, að einungis kennarar með full kennsluréttindi verði ráðnir í kennarastöður. Er ekki full ástæða til að sýna skynsemi og dómgreind gagnvart saklausum nemendum, þannig að þeir fái að ljúka skólanámi sínu í vor í öllum bekkjum? Víst er, að samúð höfum við enga hjá almenningi og innbyrðis er mjótt á mununum með þeim, sem vildu verkfall og þeim, sem það ekki vildu. En með það, er sem alltaf er: þeir, sem ekki vildu verkfall, sátu heima og þögðu. Það er staðreynd, að við þurfum leiðréttingu launa og sjálf- sagt, að laun okkar verði leiðrétt gagnvart KÍ, sem nú er með allt að 14% hærri laun og er það að sjálf- sögðu mikið óréttlæti. En ég veit, að ég tala fyrir stóran hóp kennara í þessu harða verkfalls- máli með þessum línum. Það eru ekki allir jafn vel settir og ríkisstarfs- menn, sem hafa örugga og trygga vinnu, þótt alltaf sé verið að bera þá saman við örfáa einstaklinga, sem vinna í einkageiranum með há laun. Það gleymist að geta þess, að menn þessir hafa ekkert atvinnuöryggi. Ef einhverjir háskólamenntaðir kennarar vilja fara út á þá braut, er ekkert, sem bannar það. Ég skora á alla framhaldsskóla- kennara að mótmæla þessu verkfalli með því að krefjast allsheijarat- kvæðagreiðslu um það, hvort við vilj- um sætta okkur við og semja á grundvelli þeirrar sáttatillögu, sem ríkissáttasemjari mun vonandi bera fram og mun gilda til áramóta. Þá má nota tímann til áramóta með umræður um kjaramál kennara í heild, breytingum til hins betra í launaþrepum okkar — röðun skv. lífaldri og að ekki verði helst ráðnir nema kennarar, sem hafa full rétt- indi. Slíkar umræður eiga að fara fram eins og háskólamenntaðir kennarar eiga að vinna, þ.e. án þess að láta alltaf nemendur fá skellinn og þar með erum við að eyðileggja fýrir okkur sjálfum. Sagt er, að „Byltingin éti bömin sín“. Látum slíkt ekki henda okkar stétt. Vel menntað fólk veit, hvers það getur krafist, og það getur ekki krafist þess að vera forréttindahópur í þjóðfélagi, sem er illa statt fjár- hagslega og því lítið svigrúm til hækkana. Við getum einfaldlega ekki verið með þann eintijáningshátt að virða að vettugi þær aðstæður, sem eru allt í kringum okkur, aldrei hafa verið fleiri gjaldþrot hjá fyrir- tækjum og við lesum daglega um gjaldþrot fyrirtækja, sem manni fannst óhugsandi annað en blómstr- uðu. Með þá von í bijósti, að andlegt ástand framhaldsskólakennara sé ekki undirlagt af múgæsing þeim, sem verið er að hamra á, heldur spomi gegn honum og að þeir, sem em á móti þessu verkfalli, sem er komið í algert óefni, láti í sér heyra — og að við sýnum nemendum okk- ar, að við höfum hag þeirra fyrir bijósti, en eyðileggjum ekki fyrir þeim heilt skólaár, lýk ég orðum mínum. Sýnum samstöðu með skyn- samlegum samningum. Menntaskólakennari með fúll réttindi. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski naftileyndar. 4 'I 4 4 4 4 Víkverji skrifar Biðlaun alþingismanna hafa verið í fréttunum að undanfömu. Ástæðan er sú að tveir fyrrverandi ráðherrar, sem létu af þingmennsku og hurfu til annarra opinberra starfa, fengu greidd biðlaun frá Alþingi í sex mánuði, þótt þeir færu beint á launaskrá í hinum nýju embættum. Nú síðast hefur það gerst að þriðji ráðherrann hefur óskað eftir biðlaun- um þótt hann hafí horfið af þingi fyrir sjö árum. Beiðni hans var hafn- að á þeim forsendum að launakröfur fyrndust á fjórum árum. Þetta mál og önnur, sem upp hafa komið nýlega, sýna að aðstæður geta breyst þannig að nauðsynlegt sé að breyta lögum og reglum, þótt sann- gjöm hafi þótt þegar þau voru sett. Upplýst hefur verið að lögin um bið- laun voru sett til þess að auðvelda mönnum að hverfa af þingi. Sérstak- lega var þetta talið eiga við um þing- menn sem höfðu setið lengi eða misstu vinnuna fyrirvaralaust vegna þingrofs. Þeir fengu sex mánuði til þess að finna sér annað starf og koma sér fyrir. Það hefur varla hvarflað að nein- um á þeim tíma að til þess kæmi að þingmenn sem hyrfu til annarra og hátt launaðra starfa væru á tvöföld- um launum næstu sex mánuði. Allir réttsýnir menn hljóta að viðurkenna að svona getur þetta ekki verið. Því þarf að breyta þessum lögum og það strax. Sá þingmaður sem síðast hætti og varð sendiherra, sagði af sér þingmennsku á fyrsta degi mánaðar. Samkvæmt reglum fékk hann laun fyrir allan þann mánuð en varamað- urinn, sem fékk þingsætið, er launa- laus. Hann hefur borið sig illa yfir meðferðinni. Þessi maður var opinber starfsmaður og hefur væntanlega fengið greitt fyrirfram á gamla vinnustaðnum. Sú spuming vaknar óneitanlega hvort hann haldi þeim launum? xxx jaldþrot hafa verið algeng síðustu misseri. Þau hafa leitt í ljós brotalamir í gjaldþrotalögunum. Mönnum hefur blöskrað hvemig fyr- irtæki hafa verið lýst gjaldþrota og sömu aðilar hafa sama dag stofnað ný fyrirtæki og haldið áfram rekstri eins og ekkert hafi í skorist. Gömlu fyrirtækin hafa verið gerð upp eigna- laus, kröfuhafar hafa ekkert fengið og ríkið hefur verið látið borga van- greidd laun starfsmanna þeirra. Jafnvel laun forstjóranna, sem hafa komið öllu á kaldann klakann! Menn hafa jafnvel verið svo bíræfnir að koma í fjölmiðla og lýsa því yfír hvaða munur það sé nú fyrir rekstur- inn að þeir skulu vera orðnir skuld- lausir! Þegar gjaldþrotalögin vom sett vom gjaldþrot fátíð. Þá þðtti sjálf- sagt að ríkið ábyrgðist launagreiðsl- ur til starfsmanna gjaldþrota fyrir- tækja. Þá sáu menn ekki fyrir þá erfiðleikatíma, sem yfir okkar þjóð hafa gengið. Þá sáu menn heldur ekki fyrir hnignandi siðferði í við- skiptum. Gjaldþrotalögunum þarf að breyta í þá vem að menn geti ekki farið í kringum þau sjálfum sér til framdráttar og saklausu fólki til tjóns. XXX riðja málið er ástæða til að nefna hér, þótt óskylt sé tveimur þeim fyrmefndu. Fyrir fáum ámm var lög- um um prestskosninar breytt, ekki síst fyrir atbeina presta sjálfra. Bein- ar kosningar vom aflagðar og kjör presta fært í hendur sóknamefnda. Þessi breyting mæltist misjafnlega fyrir því þeir vom margir sem vildu ekki afsala sér þeim rétti að fá að kjósa sinn sálusorgara. I lögin vom sett ákvæði þess efn- is að sóknarnefndir gætu kallað prest til starfa án auglýsingar. Hugsunin var sú, að fámennir og „lítt áhuga- verðir" söfnuðir gætu kallað til sín presta. Menn hmkku við á dögunum þegar Bústaðasókn, sem margir telja eftirsóknarverðasta brauð landsins, ákvað að notfæra sér þetta ákvæði. Prestafélagið hefur haldið fund um málið. Formaður þess segir að ekki hafi verið reiknað með þessum möguleika þegar lögin vom sett og þeim verði að breyta. Víkveiji telur að það geti reynst erfitt í fram- kvæmd. Hvar á að setja mörkin og hvaða brauð á að telja feit og hver mögur? 4 4 4 4 H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.