Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 95.tbl. 77. árg. FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Gorbatsjov í miðstjórnarræðu: Varað við vaxandi tregðu o g andstöðu Moskvu. Reuter. MÍKHAIL Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, sagði í lokaræðu á miðstjórnarfundi sovéska kommúnistaflokksins á þriðjudag, að hátt- settir menn í flokknum væru ekki í takt við tímann og hefði mistek- ist að laga sig að þjóðfélagsbreytingum þar I landi. Á fundinum voru 110 stjórnarmenn af 301 sviptir sætum sínum og sagði Gorbatsjov frekari hreinsanir í vændum. TASS-fréttastofan skýrði ekki frá efhi ræðunnar fyrr en tæpum tveimur sólarhringum eftir að hún var flutt. „Starfshættir flokksins og margra stofnana hans hafa ekki verið í takt við raunveruleikann. Það á einnig við um miðstjórnina og stjórnmálaráðið,“ sagði Gorbatsjov. Hann sagði að hreinsanimar hefðu verið nauðsynlegar vegna sameigin- legra hagsmuna flokksins og þjóðar- innar allrar. Frekari breytinga mætti vænta. „Þær verður að fram- kvæma án nokkurs hiks,“ sagði Gorbatsjov. Moka upp þorski við Grænland Þórshöfn. Frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MIKIL og góð þorskveiði er nú á Grænlandsmiðum eins og sjá má á því, að fyrir nokkrum dögum kom græn- lenski frystitogarinn Sim- iutaa við í Þórshöfn á leið til Cuxhaven með 1.024 tonn af flökum eftir 70 daga á veið- um. Færeyingurinn Ragnar Ras- mussen er skipstjóri á togaran- um og giskaði hann á, að afla- verðmætið væri allt að 178 milljónum ísl. kr. Ef rétt reyn- ist verður hásetahluturinn 1.450.000 ísl. kr. Sagði Ragnar í viðtali við blaðið Sosialurinn, að þótt tíðin hefði verið stirð hefði vel fiskast enda augljóst, að mikill þorskur væri á miðun- um, einkum við Vestur-Græn- land. Á Simiutaa er 48 manna áhöfn, þar af fimm Færeying- ar, sem allir eru yfirmenn um borð. Hefur Ragnar verið með skipið í hálft annað ár. Sovétleiðtoginn sagði að sú til- hneiging að tefja fyrir umbótum en styðjast þess í stað við úrelt sjónar- mið hefði farið vaxandi. „í auknum mæli verðum við varir við tregðu sem byggist á gamalli hugsun og löngun til að stöðva þá þróun sem á sér stað með skírskotun til gam- alla hugmynda," sagði hann. Gorbatsjov sagði að flokksmenn bæru allir vissa ábyrgð og hefðu skyldum að gegna gagnvart per- estrojku í samræmi við ákvarðanir stjórnmálaráðsins og ríkisstjómar- innar. Lýðræði yrði að fá að þróast áfram í Sovétríkjunum í takt við það sem á undan væri gengið. Til marks um hversu sumar flokksstofnanir hefðu dregist aftur úr sagði hann að sér fyndist hann stundum vera foringi hersveita, sem blásið hefðu til sóknar en kæmust annaðhvort ekki upp úr skotgröfunum eða sigju jafnharðan niður í þær aftur. Sjá „Gorbatsjov sterkari eftir nótt hinna...“ á bls. 20. xveuter Hörmungar í Bangladesh Öflugur fellibylur fór yfir Bangladesh í gær með þeim afleiðing- um, að mörg hundruð manns týndu lífi. Nefiidu stjórnvöld töluna 400 en hundruða var saknað í 30 þorpum, sem veðrið lagði í rúst. Voru hamfarimar svo miklar, að engu var líkara en stór- styijöld hefði geisað. Látið fólk, dauður búfénaður, brak úr bygg- ingum og upprætt tré lágu eins og hráviði um allt og dæmi voru um, að fullhlaðnir vömbílar fyþju hálfs kílómetra leið. Á mynd- inni grætur ung stúlka yfir móður sinni látinni. Vonir um vopnahlé í Líbanon Beirut, Túnis. Reuter. Utanríkisráðherra arabaríkj- anna hvöttu í gær til vopnahlés í Líbanon frá hádegi í dag og kváðust mundu skipa nefind til að fylgjast með því svo fljótt sem auðið yrði. Einn leiðtogi múslima í landinu fagnaði vopnahléstillögunni en kristnir menn svömðu henni ekki af- dráttarlaust. Tariq Aziz, utanríkisráðherra íraks, skoraði í gær á stríðsaðila í Líbanon að hætta vopnaviðskipt- um á hádegi í dag og sagði, að á utanríkisráðhertafundi Araba- bandalagsins hefði verið ákveðið að senda eftirlitsnefnd á vettvang strax og því yrði viðkomið. Selim Hoss, leiðtogi þeirra múslima, sem Sýrlendingar styðja, fagnaði vopnahléstillögunni og kvaðst mundu gera sitt til að hrinda henni í framkvæmd en kristnir menn svöruðu henni ekki beint. Fögnuðu þeir að vísu þeirri ákvörðun að senda eftirlitsnefnd til landsins en hvöttu um leið Arababandalagið til að gangast fyrir brottflutningi sýrlenska hers- ins frá Líbanon. Sagði talsmaður herstjórnar kristinna manna, að skotið yrði á skyndifundi í dag til að ræða vopnahléstillöguna. Skammdræg kjarnorkuvopn í V-Evrópu: Helmut Kohl hvattur til að haftia þriðju núlllausninni Kanslarinn ítrekar afstöðu ríkisstjórnarinnar á þingi Bonn. The Daily Telegraph, Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, ítrekaði I gær þá kröfu ríkissljómar sinnar að hafnar yrðu viðræður milli aðild- arríkja Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins um fækk- un skammdrægra kjarnorku- vopna í Evrópu. Utanríkisráð- herra Breta og talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins ítrek- uðu í gær andstöðu ríkisstjórna sinna við slíkum viðræðum. Dr. Heim tiljarðar Þrír sovéskir geimfarar, sem verið hafa um nokkurra mán- aða skeið í Mir-geimfari á braut um jörðu, lentu í gær heilu og höldnu á steppunum í Kazakhstan í Asíuhluta Sov- étríkjanna. Til stóð að senda upp aðra í þeirra stað en því hefiir verið frestað í þrjá mánuði að minnsta kosti. Er það gert í spamaðarskyni enda hefiir kostnaðurinn við geimrannsóknaætlunina ver- ið gagnrýndur. Geimfararair þrír, Valeríj Poljakov, Alex- ander Volkov og Sergei Kríkalev, eru hér í góðra vini hópi og með fast land undir fótum. Reuter Max Streibl, forsætisráðherra Bæjaralands og leiðtogi Kristilega sósíalsambandsins, bræðraflokks kanslarans, hefiir hins vegar hvatt hann til að hafiia þeim möguleika að skammdrægum kjarnorku- vopnum verði útrýmt með öllu í Evrópu. Kanslarinn sagði í ræðu á þingi í gær að aðstæður í Evrópu hefðu breyst vegna umbótastefnu Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga og að vestur-þýska ríkissjómin hefði ákveðið að nýta sér þá möguleika sem nú byðust til að tryggja frið og öryggi í álfunni. Kohl lagði áherslu á að Vestur-Þjóðveijar væru sann- færðir um gildi aðildar landsins að Atlantshafsbandalaginu og kvaðst líta svo á að sú afstaða stjómvalda í Vestur-Þýskalandi að hefja bæri viðræður um fækkun skammdrægra kjarnorkuvopna væri í samræmi við yfirlýsta stefnu bandalagsþjóðanna. Á miðvikudag skýrðu ljölmiðlar í Vestur-Þýskalandi frá því að dr. Max Streibl, forsætisráðherra Bæjara- lands, hefði hvatt Kohl kanslara til að lýsa yfir því í ræðunni í gær að stjórn hans væri andvíg hugmyndum um algera upprætingu kjarnorku- vopna í Evrópu. Töldu fréttaskýr- endur, að slík yfirlýsing af hálfu kanslarans gæti orðið til þess að greiða fyrir sáttum í deilu NATO- ríkjanna en innan bandalagsins er sú skoðun almenn að viðræður um fækkun eldflauga muni á endanum snúast um útrýmingu þeirra og hefur sú tillaga verið nefnd „þriðja núll- lausnin“. Sýnt þykir að Kohl muni ekki geta haldið sjónarmiðum sínum til streitu án stuðnings bræðraflokksins í Bæjaralandi. Kvaðst fréttaritari The Daily Telegraph í Bonn hafa heimildir fyrir því að ráðherrar í ríkisstjórninni væm þegar teknir að hvetja Kohl og Hans-Dietrich Gensc- her utanríkisráðherra til að taka upp sveigjanlegri stefnu. Bretar og Bandaríkjamenn brugð- ust í gær við ræðu Kohls með því að vísa hugmyndum hans um viðræð- ur um skammdrægu vopnin á bug. Sagði Margaret Tutwiler, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, að Sovétmenn hefðu þegar endumýj- að sín kjarnavopn og hefðu mikla yfirburði í vopnafjölda, og Sir Geof- frey Howe, utanríkisráðherra Breta, sagði, að það væri afar heimskulegt ef Atlantshafsbandalagið semdi um að afsala sér þessum vopnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.