Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989 Stjörnu Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag er komið að umfjöllun um ástarlíf Vogarinnar (23. september — 22. október) og Sporðdrekans (23. október — 21. nóvember). Einungis er Qallað um hið dæmigerða fyr- ir sólarmerkið og einnig má taka mið af stöðu Venusar og Mars í merkjum í korti okkar. Tillitssemi Vogin er tilfinningalega opin og jákvæð og jafnframt ljúf og vingjamleg. Hún er þægi- leg í samstarfi og fellur vel að elska og er tillitssöm í ást Vogin reynir alltaf að skilja þarfír ástvinar síns og móta útfrá því sameiginlegan grunn sem bæði geta sætt sig við. Fágun Vogin laðast að fegurð og vill jafnvægi í líf sitt. Hún hrífst því af fáguðu fólki, af þeim sem eru menningarlega sinnaðir, hugmyndaríkir og félagslega þroskaðir. Hún hrífst oft af hugsun fólks og hugmyndum eða af sérstakri fegurð. Eitt ráð til að vekja áhuga Vogarinnar er að segja henni frá öllu fólkinu sem við þekkjum og að bjóða henni í fjölmenn samkvæmi. Hún er félagslynd og þrífst þvi best í sambandi sem lokar ekki á félagsþörf hennar. Rómantík Vogin er rómantísk í ástum. Umhverfi ástarleikja þarf að vera aðlaðandi. Kertaljós, rétt lýsing, tónlist, góður ilmur, fegurð og mýkt þurfa að vera ráðandi. Góðar samræður skipta einnig miklu og mikil- vægt er að vera kurteis, já- kvæður og fágaður í hegðun. Henni er illa við vandamál, grófleika, óréttlæti og óhefl- aða framkomu. Frœgur elskhugi Sporðdrekinn er frægur fyrir sterka kynorku og heitar ástríður og er stundum sagt hann sé öðrum merkjum fremri og skemmtilegri sem ástarfélagi. Sjálfsagt er þetta einstaklingsbundið eins og gengur en er rétt að því leyti að Sporðdrekinn hefur sterk- ar tilfinningar og hefur tölu- verðan áhuga á kynlífí og því að ná djúpum tengslum við annað fólk. Erótik Þegar talað er um kynlif og Sporðdrekann er rétt að taka eitt fram. Sporðdrekinn er tilfinningamerki og áhugi hans beinist fyrst og fremst að því að ná djúpu sálrænu sambandi við aðra mannveru. Hið líkamlega situr ekki alltaf í fyrsta sæti. Það er t.d. frek- ar Nautið sem leggur áherslu á hreina líkamlega ást. Sporð- drekinn hefur áhuga á því sem við getum kallað erótík. Á dulúð, á sálrænum straum- um, tálbrögðum og því að ást leiði til umbreytingar. Hann vill tapa sjálfinu í ástinni og umbreytast, eða öðlast auk- inn þroska. Hulin eldur Þó það sé rétt að Sporðdrek- inn geti verið heitur í návígi, er hann jafnframt dulur og oft á tíðum bældur. Það getur því verið erfitt að komast nið- ur á eldfjallið sem kraumar undir jökulbreiðunni. Sporð- drekinn hleypir öðrum ekki nálægt sér nema hann treysti viðkomandi og tilfínninga- legu andrúmslofti umhverfís- ins. Það þarf því oft að gera ákveðnar tilfæringar til að kveikja í honum. Erótísk föt, dulúð, rétt augnatillit og hálf- kveðnar vísur gera þar sitt gagn. Ailt sem höfðar til áhuga hans á því dularfulla er hvetjandi. Sem elskhugi er Sporðdreki næmur, heitur og skilningsríkur. GARPUR ETBRM/4 Efi / HyETTU ÓG ÚS EFZMÁTTLAVS. EG SfZ AB UEH.BA ALGTO/Z AUMINGI/ EU V/Ð VERBUM STRAX £Ð SETJA STRAHJCX3AESLULIÐIÐ l'VARBSTÓÐU. áS GEP GRETTIR BRENDA STARR SEG-B>UMdfi MO/CHUB, DUDLET, Ar HVEfZJU HáLSTUAD V/O SP/N VÆ&UM SAAAAU? /að éGSAGBl HW- UM ÞAO. VEGMA pESS éG bó ?EN é(3 \ SVIK T/ZEyST! Þá&, | FyLGJA HAPPI'HVEEfHG) -SV/KUAA, GAsKrjV/K/B L. AAANPfiED. AVG? Í1 H'ETTVAU VO&K&tJNA SjAlfOAI þEK, L OÚFU/Z. SEGBU/HáR AD LOKUM E-iTT- EFSPIS/SKHlFAD) EKk! þETTA 'A STA&VELLUBRÚF~ ■ SEM ÉG t=AH A/ [ SORP- TUHNUb/MI, HVER -W' e 1-22, X ■ 1 /% O 1/ A LJOSKA FERDINAND zvnwMtijm—i III 1 1 w i,ii,, ii/ii ihinirrin:i, i, / i., „ir/mm PlB copenhagen ^ l'mi SMÁFÓLK Af hveiju fórstu ekki í sumarbúðir i ár? Áttu við að maður þurfí að hafa einhverja ástæðu? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Það runnu tvær grímur á keppendur í sæti suðurs á ís- landsmótinu í tvímenningi um síðustu helgi, þegar austur tók upp á því að melda hjarta, utan hættu með passaðan makker. Vesturgefur, enginn á hættu. Norður ♦ Á865 Vestur ♦ D9 V65 ♦ D109543 ♦ D42 V- ♦ ÁKG8 + K108^ustur ♦ KG2 ♦ G10432 ♦ 762 ♦ ÁG Suður ♦ 10743 ♦ ÁKD987 ♦ - ♦ 953 Eftir pass vesturs í upphafi opnaði norður ýmist á tígli eða laufi og mjög víða ströglaði aust- ur á hjarta. Suður hefur fulla ástæðu til að tortryggja þá sögn, en gerir samt best í því að passa. Norður á klæðskerasaumað dobl í íjórðu hendinni og því var það ekki óalgeng niðurstaða að aust- ur spilaði 1 hjarta doblað. Þann- ig afgreiddu íslandsmeistaram- ir, Aðalsteinn Jörgensen og Ragnar Magnússon, spilið. Út kom lauf og eftir þá byijun fær sagnhafi alltaf 5 slagi. En 300 í NS var all góð tala, því marg- ir töpuðu 4 spöðum eða hjörtum á spil NS. Á einu borði ákvað norður frekar að segja 1 spaða en dobla með norðurspilin. Við því stökk suður í 4 hjörtu, enda líklegt að 4 spaðar væru verra spil ef hjart- að lægi illa. Útspilið var heppi- legt, eða tígulnía. Með því að svína gosanum var hægt að henda niður laufunum þremur heima og síðan tvístytta suður í trompinu. Með því að spila austur upp í GlOxxx í trompi mátti síðan tryggja 10. slaginn á hjartaníuna. Umsjón Margeir Pétursson Leikjavíxlun eða gleymska í byijun skákar getur hent sterk- ustu stórmeistara eins og þessi skák frá heimsbikarmótinu í Barc- elona sýnir. Hvítt: Ribli, Svart: Be(javsky, Drottningarbragð, 1. c4 - e6, 2. Rc3 - d5, 3. d4 - Rf6, 4. Rf3 - dxc4, 5. e4 - Bb4, 6. Bg5 - c5, 7. Bxc4 - cxd4, 8. Rxd4 - Bxc3+, 9. bxc3 - Da5, 10. Bxf6 - Dxc3+, 11. Kfl - gxf6, 12. Hcl - Db4? (Hér er nauðsynlegt að leika 12. - Da5, en þannig hafa tugir eða hundruð skáka teflst siðustu tvö árin.) Stöðumynd 13. Bxe6! (Hvítur vinnur nú peðið til baka með yfírburðastöðu) 13. - Rc6, 14. Rxc6 - bxc6, 15. Bxc8 - Hxc8, 16. h4 - 0-0, 17. Dg4+ - Kh8, 18. Hh3 - c5, 19. Hhc3 - c4, 20. Kgl - Hfd8, 21. Df5 - Dd6, 22. Hxc4 - Hxc4, 23. Hxc4. Hvitur er inú orðinn peði yfír og vann skákina í 41 leik. Þetta er eina vinningsskák Riblis á mótinu. Aðrir andstæð- ingar hans hafa sennilega munað teóríuna rétt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.