Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989 Hákon Bjarnason skógræktarstjóri kennslu og um nokkurra ára skeið var hann forstöðumaður mæðiveiki- vama. Hákon hafði djúpan skilning og þekkingu á gróðursögu landsins, og hefur þjóð okkar ekki eignast ötulli liðsmann í baráttunni gegn hverskonar ofnýtingu lands. Bæði í ræðu og riti háði hann þessa bar- áttu, en hlaut lengst af litlar vin- sældir fyrir meðal forsvarsmanna íslenskra bænda. En aldrei lét Há- kon sveigjast af braut sannfæringar sinnar, þótt á móti blési. Gat hann að ævilokum glaðst yfir vaxandi skilningi þjóðarinnar á gróður- verndar- og landgræðslumálum. Áður var þess getið, að Hákon hafði mikinn áhuga á jarðfræði, en hann hafði á þessu sviði svo sem á mörgum öðrum óvenjulegt innsæi. Honum var ljóst hveija þýðingu mælingar og rannsóknir öskulaga gætu haft fyrir jarðvegs- og gróður- sögu landsins, og hóf hann þær fyrstur manna. Þegar hann sá fram á að geta ekki sinnt þessu sem skyldi, lét hann Sigurði Þórarins- syni eftir þau gögn, sem hann hafði aflað á því sviði. Þá er komið að aðalævistarfi Hákonar, skógræktinni, sem raunar er samtvinnað öðru starfí hans. Hákon gerði sér grein fyrir því, að vegna einangrunar landsins eftir að ísöld lauk, væri núverandi gróð- urfar þess ekki réttur mælikvarði á gróðurgetu þess, og því gæti inn- flutningur tegunda frá slóðum, sem svipað veðurfar hafa, bætt verulega gróðurfar íslands. Áhugi hans beindist eðlilega fyrst og fremst að ýmsum tijátegundum, sem hér gætu numið land, en einn- ig að landgræðsluplöntum. Á þess- um tíma voru fá ár liðin síðan Norð- maðurinn Oscar Hagem hafði birt niðurstöður sínar af innflutningi tijátegunda til Vestur-Noregs. Fet- aði Hákon í fótspor hans og gerði eins ýtarlegan samanburð og unnt var á veðurfari íslands og annarra landa, sem svipaði til íslands hvað það snerti. Beindist þá áhuginn einkum að Alaska og Norður- Noregi, en líka til háflalla á suðlæg- ari stöðum, þar sem sumarhiti var svipaður og á íslandi. Á þessum tímum, þegar sam- göngur voru stijálar og bréf lengi að berast milli landa, tókst Hákoni að afla sér sambanda víða um heim til þess að afla fræs, sem hann taldi geta haft þýðingu fyrir skógrækt hér á landi. Ber bréfasafn Skóg- ræktar ríkisins órækt vitni um elju hans á þessu sviði. Hann hafði þann fágæta eigin- leika að geta aflað sér vina og stuðningsmanna gegnum bréfa- skriftir einar. Og þeim, sem þetta ritar, er kunnugt um það, að eftir að Hákon fór í fræsöfnunarför sína til Alaska, bast hann þessum mönn- um_ ævarandi vinarböndum. Árangur þessa starfs kom fram í því að til landsins bárust fræsend- ingar, sem hentuðu veðurfari lands- ins, en hinsvegar ber að geta þess, að á stríðsárunum týndust margar fræsendingar, sem sendar voru vestan um haf. Síðar fór hann og ýmsir aðrir til fræsöfnunar til Al- aska, og komu þá að góðu haldi þau sambönd, sem Hákon hafði aflað með bréfaskriftum. Áður en lengra er haldið skal þess getið, að margir höfðu flutt inn tijáplöntur í garða með ágætum árangri, en það er fyrst með fræinn- flutningi Hákonar Bjamasonar að lagður er traustur grundvöllur að eiginlegri skógrækt í landinu. Árangur þessa starfs er alltaf að koma betur og betur í ljós. Af öðr- um erlendum nytjaplöntum, sem Hákon flutti hingað til lands, má nefna alaskalúpínuna, sem hefur sannað gildi sitt sem fágæt land- græðsluplanta. Hákon hafði, áður en hann varð skógræktarstjóri, verið ráðinn framkvæipdastjóri Skógræktarfé- lags íslands, og gegndi því lengst af meðan hann var skógræktar- stjóri. Honum var það ljóst, að án Systir mín, MATTHILDUR FRIÐRIKSDÓTTIR TINSAND frá Löndum í Vestmannaeyjum, lóst þriðjudaginn 25. apríl á heimili sínu í Red Lake, Ontario. Sigrfður Friðriksdóttir. _________________________/_______ t Faðir minn, tengdafaðir og sambýlismaður, GUÐMUNDUR HANNESSON, áður tll heimilis að Stekkjarf löt 4, Garðabæ, andaðist á Hrafnistu aðfaranótt 27. apríl. Ásdís Guðmundsdóttir, Þórður Áriliusson. Sveiney Guðmundsdóttlr. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN S. BERGMANN, Sólvallagötu 6, Keflavfk, lést á Landspítalanum að morgni 27. apríl. Guðlaug Bergmann, Valgeir Ó. Helgason, Rúnar Júlfusson, Marfa Baldursdóttir, Ólafur E. Júiíusson, Svanlaug Jónsdóttir, börn og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, GUÐBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR frá Efstu-Grund, Breiðvangi 1, Hafnarfirði, lést að morgni 27. apríl 1989. Kristiana Björg Þorsteinsdóttir, ElfrrÁsa Guðmundsdóttir. stuðnings fólksins í landinu yrði þessum málum ekki þokað fram á við. Varla verður á neinn hallað þótt sagt sé, að enginn hafí lagt þessum samtökum áhugamanna jafnmikið lið og Hákon Bjamason. Með honum völdust í Skógræktarfé- lagið margir afbragðsmenn. Hér skal aðeins nefna einn þeirra, Valtý Stefánsson ritstjóra, sem var for- maður Skógræktarfélags íslands um langt árabil. Milli hans og Há- konar var afar náið samstarf, sem stuðlaði að vexti skógræktar í landinu. Aðeins hefur verið drepið á það, að Hákon Bjamason átti auðvelt með að afla sér vina, félaga og stuðningsmanna í baráttunni fyrir hugsjón sinni, skógræktinni. Hygg ég, að það sé afar sjaldgæft, að opinber stofnun, sem ekki telst góð- gerðastofíiun, hafí notið slíkra framlaga einstaklinga sem Skóg- rækt rfkisins naut. Mætti hér nefna dánar- og minningargjafir fjölda einstaklinga, bæði snauðra og ríkra, sem bámst Skógrækt ríkisins á þessum ámm. Að honum löðuðust ekki aðeins landar hans, margir erlendir menn hrifust af ræktunar- starfí hans í þessu gróðursnauða landi, og lögðu sitt af mörkum til skógræktar á íslandi. Hér skulu þeir ekki nefndir með nafni, en þakkaður stuðningur við þetta góða málefíii. Eftir Hákon liggur mikið af rit- uðu máli, skýrslum, ritgerðum, blaðagreinum og erindum. Stfll hans var skýr og rökfastur, látlaus og laus við skrúðmælgi, og kom því hugsunum hans og boðskap óbrengluðum til lesenda hans, það fór því aldrei milli mála hvað hann var að fara eða vildi segja. Hann var snjall fyrirlesari og útvarpsmað- ur. Sem gamall starfsmaður vil ég þakka fyrir samfylgdina um mörg ár, Það hefur vonandi komið fram í þessu máli, að Hákon Bjamason var í engu meðalmaður. Hann tók ungur við starfí skógræktarstjóra, og starf hans var hugsjónastarf. Hann var óþolinmóður og vildi oft að hlutimir gerðust á stundinni, honum lá alltaf á. Hann gerði mikl- ar kröfur til sjálfs sín og gerði einn- ig miklar kröfur til samstarfsmanna sinna. Stundum fannst þeim kröfur hans ósanngjamar, en á þeim tíma var ekki um að ræða greiðslur fyr- ir yfír- og helgarvinnu. En í einu brást Hákon aldrei, hann var alltaf góður féiagi, og greiddi götu starfs- manna sinna eins og honum var mögulegt, þegar þeir leituðu til hans. Um tæprar hálfrar aldar skeið stóð Guðrún Bjamason við hlið manns síns og bjó honum, bömun- um og vinum hans hlýlegt og gott heimili þar sem gestrisni var í önd- vegi. Fyrir allt þetta og vináttuna vil ég þakka, og sendi Guðrúnu og bömunum, Ingu, Laufeyju, Ágústi, Björgu og Jóni Hákoni samúðar- kveðjur okkar hjónanna. Haukur Ragnarsson „Með aukinni þekkingu á náttúr- unni og lögmálum lífsins verður mönnum æ ljósara, hve mjög ein- staklingar og þjóðfélög em háð umhverfi sínu, hversu gróður og dýralíf, jarðvegur og veðrátta, ræð- ur allri þróun mannkynsins. Hið gamla hreystiyrði, að maðurinn sé herra jarðarinnar, á sér enga staði. Hitt er sannara, að hann er skilget- ið barn móður jarðar, og hann hlýt- ur því að verða að haga sér sam- kvæmt boði hennar. Að öðrum kosti verður hann ánauðugur þræll um- hverfis síns og aðstæðna, leiðir ógæfu yfir sig en tortímingu yfír afkvæmi sín.“ Þessi stutti kafli er tekinn úr blaðagrein, sem Hákon Bjamason, skógræktarstjóri, ritaði 1952 og nefndi Gróðurrán eða ræktun. Nú, þegar Hákon er allur, er við hæfí að minnast þessara orða, því að í þeim felst í meginatriðum sú heim- speki, sem hann hafði að leiðarljósi og barðist fyrir á löngum starfs- ferli, að aðrir tileinkuðu sér einnig. Hákon vann að hugsjónum sínum um gróskumeira, betra og fegurra land með þeim krafti og eldmóði, sem aðeins fáum er gefínn. Hann setti fram skoðanir sínar, hvort sem var í ræðu eða riti, á djarflegan og hispurslausan hátt, og hann fylgdi þeim skoðunum fast eftir. Þegar haft er í huga, hve þekk- ing á náttúrufari landsins var í rauninni takmörkuð, þegar Hákon tók við starfí skógræktarsljóra 1935, mætti ætla, að einhveijar af þeim skoðunum og staðhæfíngum, sem hann lét frá sér fara, m.a. um gróður og gróðurskilyrði landsins og um samspil manns og náttúru, stæðu á veikum grunni. En það hefur komið æ betur í ljós, að Há- kon hafði ótrúlega yfirsýn og hæfi- leika til að draga réttar ályktanir út frá þeim gögnum, sem fyrir lágu, eða hreinlega með því að lesa í náttúruna. Síðari tíma rannsóknir hafa rennt stoðum undir Qölmargt af því, sem hann hafði áður sett fram. Enda þótt Hákonar verði fyrst og fremst minnst í sambandi við skógrækt, hefur sú almenna um- ræða, sem hann vakti svo oft upp á starfsferli sínum um gróður- og landnýtingu, haft ómetanleg og varanleg áhrif hér landi. Á sviði skógræktar lyfti Hákon, ásamt samstarfsmönnum sínum og þúsundum sjálfboðaliða víðs vegar um land, því Grettistaki sem aldrei mun fymast og mun halda nafni hans á lofti um alla framtíð. Það starf hefur ekki síst orðið til þess að gefa þjóðinni trúna á, að takast megi að græða landið gróðri að nýju. Það var ekki síst fyrir áeggjan Hákonar, að gróðurkortagerð og aðrar rannsóknir á gróðurlendum landsins hófust, og hann styrkti þá starfsemi alla tíð með ráðum og dáð. Fyrir það eru hér færðar þakk- ir. Blessuð veri minning Hákonar Bjamasonar. Ingvi Þorsteinsson Það mun mál flestra, sem til þeklqa, að Hákon Bjamason hafí skilað myndarlegu dagsverki í þágu Iands og þjóðar. Undirbúningurinn að Iífsstarfínu var traustur og ítar- legur. Fyrst hér heima í Mennta- skólanum í Reykjavík og síðan við nám í skógrækt og skyldum fræð- um við landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Verklegt fram- haldsnám stundaði hann síðar við rannsóknarstofnanir, bæði í Svíþjóð og á Englandi. Allt var þetta mark- viss undirbúningur að væntaniegu lífsstarfi, því frá upphafi námsferils hans var ekki annað séð en að hann væri staðráðinn í að hasla sér völl á sviði íslenskra skóg- og landrækt- armála. Á þessu lék enginn vafí. Það var engu líkara en að hann teldi sig beinlínis til þess kallaðan að gegna hér mikilvægu hlutverki. Við voram skólabræður og með- an við stunduðum nám erlendis, naut ég oft gistivináttu hans í Kaupmannahöfn, og einnig heim- sótti hann mig til Kielar í Þýska- landi. Mér era þessir samfundir enn i dag minnisstæðir. Framtíðarfyrir- ætlanir Hákonar vora honum óvenju hugstætt umræðuefni, já jafnvel umfram það sem títt var hjá námsfélögum mínum. Hann virtist sjá fyrir sér í hillingum starf brautryðjandans, sem hratt af stað byltingu í skógrækt á íslandi. Þetta híjómaði hjá honum lfkt og stef eða draumsýnir aldamótaskáldanna, enda þóttist hann þess fullviss, að ef vísindalega væri að verki staðið, væri slík bylting raunsær mögu- leiki. í þessu sambandi nefndi hann jarðvegsrannsóknir, vemduð til- rauna- og gróðursvæði, fræsöfnun í stóram stfl, tilraunir með nýjar tijátegundir eða afbrigði. Allt þetta væra mikilvægir áfangar að settu marki. Slíkt myndi leiða til bættra landkosta, sem í framtíðinni myndu skapa og tryggja nýja atvinnu- möguleika byggða á íslenskum nyfjaskógi. Með þessu yrði að tals- verðu leyti séð fyrir timburþörf landsins. Margt annað myndi og fylgja í Iqolfar þessarar byltingar. Eg; skal fúslega játa, að enn þykja mér þessar hugleiðingar Há- konar ákaflega athyglisverðar þeg- ar þess er gætt, að þær era fram- settar fyrir nálega fímmtíu árum og við aðstæður, sem vora gjörólík- ar því sem nú era til staðar. Auk þess segja þær sína sögu um mann- inn sjálfan og bjartsýni hans. Það er ekki ætlun mín með línum þessum að rekja hveijar af þessum framtíðarhugmyndum Hákons hafa náð fram að ganga. Til þess verða sjálfsagt aðrir. Eg minnist þess heldur ekki, að við höfum síðar rætt þessi mál á líkan hátt og áð- ur, eftir að við komum heim frá námi. í starfi mínu í Moskvu var ég þó tvisvar minntur á þessar gömlu viðræður okkar, þó óbeint væri. Fyrra skiptið var er sendiráð- ið leitaði eftir fýrirgreiðslu sovéskra sjómvalda við afgreiðsiu á tijáfræi M afskekktum hluta ríkisins, en Hákon stóð að útvegun þess. Síðara tilfellið tengdist komu bandarísku forsetahjónanna (Nixon) til Moskvu 1974. í móttöku í Kreml vora starf- andi sendiherrar þar í borg kynntir fyrir þeim hjónum. Við það tæki- færi lét Pat forsetafrú þess getið, að sér hefði verið sagt, að á íslandi færa nú Mm tilraunir með gróður- setningu skóga með fræ frá Banda- ríkjunum. Mér datt í hug við bæði þessi tækifæri, að víða leitaði Há- kon fanga, minnugur gamalla framtíðardrauma. Svo vildi til, að daginn eftir and- lát Hákonar var á dagskrá ríkissjón- varpsins heimildarmynd um land- vemd, gróðursetningu o.fl. Löngum bárast M Hákoni, í ræðu og riti, hvatningarorð til landsmanna um árvekni á þessu sviði. Er gott til þess að vita, að enn er slík rödd við lýði. Ég votta fjölskyldu Hákonar og ættingjum samúð okkar hjóna. Oddur Guðjónsson „Hugsjónir rætast þá mun aftur morgna." Þessi orð úr aldamótakvæði Hannesar Hafstein komu mér fyrst í hug við andlát Hákonar Bjama- sonar. Ein af hugsjónum skáldsins vora nýir skógar og það varð ævi- starf Hákonar Bjamasonar að láta þá hugsjón rætast. Þá hugsjón, sem hann eygði þegar í æsku og helg- aði starfskrafta sína og athafnir á langri og starfssamri ævi og sá hana rætast. Hákon hlaut óvanalega dýrmæt- an ættararf í vöggugjöf. Þar sam- einuðust eldhugi, hugkvæmni og dirfska Jóns Ólafssonar, móðurafa hans, við rökvísi, eljusemi og skap- festu Ágústar H. Bjamasonar, föð- ur hans. En M þeim báðum var trúin á landið og hin brennandi hugsjón að skila því fijórra og feg- urra til eftirkomendanna. Margs er að minnast M langri samfylgd að leiðarlokum. Kynni okkar Hákonar hófust vet- urinn 1926—27, sem var fyrsti námsvetur hans í Landbúnaðar- háskólanum í Kaupmannahöfn, en námsbrautir okkar, skógfræðin og grasafræðin, vora mjög samhliða. Minnisstætt er mér kvöld eitt M þeim vetri, er Hákon kom til mín og var mikið niðri fyrir. Hann kvaðst hafa gert sér ljóst, að eigin- leg skógrækt yrði ekki rekin á ís- landi, nema með því að afia er- lendra tijátegunda M skógarsvæð- um með svipuðu loftslagi og hér. Hefði hann fengið augastað á Al- aska í því efni og sýndi hann mér töflur um veðurfar á stöðum þaðan, þar sem yxu stórvaxnir skógar, en veðurfar er þar mjög líkt og á til- teknum stöðum á Islandi. Ég efað- ist í fyrstu. En Hákon skorti hvorki rök né eldmóð til að sigrast á efa- gimi minni og úrtölum. Það var áliðið kvölds er við skildum, en öll- um efa var sópað brott úr huga mér um framtíðarstefnu íslenskrar skógræktar. En því rek ég þetta atvik, að það sýnir, að þegar í upphafi námsferlis síns hafði Hákon gert sér Ijóst hvað gera skyldi og varið dijúgum tíma til að kanna málið til hlítar, sam- hliða erfíðu námi. Hákon varð skógræktarstjóri ís- lands árið 1935, en næstu þijú árin á undan hafði hann verið fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags ís- lands, allt frá því hann koma frá námi. Með komu Hákonar að skóg- ræktinni verða aldahvörf í sögu íslenskrar skógræktar, enda þótt unnið hefði verið að þeim málum síðan skömmu eftir aldamótin. Allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.