Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 15
Að vísu var gengi krónunnar lækkað á sl. ári, í febrúar um 10%, í mai um 6%, og loks um 3% í septem- ber en það nægði ekki til að mæta þeim afurðaverðslækkunum sem urðu á árinu, lækkun á gengi doll- ars svo og auknum tilkostnaði innan- lands. Sú ríkisstjóm sem tók við völdum í september á sl. ári beitti sér fyrir, auk framangreindrar 3% gengis- lækkunar, að Verðjöfnunarsjóði yrði gert að taka 750 milljóna króna er- lent lán til að verðbæta framleiðslu frystihúsanna frá 1. júní 1988 með 5% verðbótum. Lán þetta er talið geta verðbætt framleiðsluna út júní á þessu ári. Fulltrúar frystingarinnar í stjóm Verðjöfnunarsjóðs samþykktu um- rædda lántöku á grundvelli yfírlýs- ingar sjávarútvegsráðherra þess efn- is að framleiðendum yrði ekki gert að endurgreiða lánið. Þrátt fyrir áskoranir hefur ríkisstjómin ekki tekið af öll tvímæli í þessum efnum með lagabreytingu þar að lútandi. Og víst er að fulltrúi SH i Verðjöfn- unarsjóði mun ekki taka þátt f af- greiðslu sem þessari nema óyggjandi trygging liggi fyrir því að ríkisstjóm- in muni standa við heit sín, enda er fjarstæðukennt að ríkisstjóm nánast neyði framleiðslufyrirtækin til að taka lán til að fjármagna taprekstur. Atvinnutryggingasjóður — gálgafrestur Þá beitti ríkisstjómin sér fyrir stofnun Atvinnutiyggingasjóðs út- flutningsgreina. Stofnfé hans var ákveðið einn miHjarður króna. Hlut- verk sjóðsins var að veita lán til endurskipulagningar, hagræðingar og framleiðsluaukningar hjá útflutn- ingsfyrirtækjum. Auk þess var sjóðnum heimilt að skuldbreyta allt að 5.000 milljónum króna af lausa- skuldum fyrirtækjanna, en eins og að líkum lætur hefur það síðast- nefnda verið meginverkefni sjóðsins. Ekki vom allir á eitt sáttir með stofnun Atvinnutiyggingasjóðs. Ekki þar fyrir að allir geta verið sammála um þörfina fyrir skuld- breytingu vegna gífurlegra vanskila- skulda sem safnast hafa upp hjá fiskvinnslufyrirtækjum vegna lang- varandi hallareksturs, en mönnum fínnst, og það réttilega, að ríkis- stjómin hefði átt að beita sér fyrir almennum aðgerðum er bættu rekstrarskilyrðin til muna í stað þess að byija á því að lána fyrirtækjunum til áframhaldandi hallareksturs. Staðreyndin er einfaldlega sú að lánafyrirgreiðsla Atvinnutrygginga- sjóðs til illa staddra fískvinnslufyrir- tækja er þeim aðeins gálgafrestur fylgi ekki almennar aðgerðir sem búi greininni lífvænleg rekstrarskil- yrði. Smiðshöggið rak ríkisstjómin síðan á efnahagsaðgerðir sínar með stofnun svonefrids Hlutabréfasjóðs. Þegar ljóst var að allmörg fyrirtæki vom ekki lánshæf í Atvinnutrygg- ingasjóði vegna þess að þau upp- fylltu ekki þær kröfur sem sjóðurinn gerði til fjárhagsstöðu þeirra greip ríkisstjómin til þess ráðs að stofna Hlutabréfasjóð er breyta skyldi hluta skulda viðkomandi fyrirtækja í hlutabréf. Slík ráðstöfím er stórt skref afturábak og leiðir aðeins til aukinnar ríkisvæðingar í atvinnulíf- inu. Hvað er framundan? En hver er þá staðan nú? í byijun janúar sl. var gengi krónunnar lækkað um 3%. Auk þess var Seðlabankanum veitt heimild til 2,25% gengissigs. Um miðjan febrúar náðist samkomulag í Verðlagsráði um 9% fískverðs- hækkun er gilda skyldi til loka maí. Til að greiða fyrir því sam- komulagi ákvað ríkisstjómin að auka endurgreiðslu á uppsöfriuðum söluskatti til frystingar um 100 milljónir króna og jafngildir það 1% af tekjum fiystingarinnar til maí- loka. Ennfremur sá ríkisstjómin til þess að fyrrgreind heimild Seðla- bankans yrði nýtt þegar í stað. Auk þess gáfu ráðherrar sjávarútvegs og utanríkismála aðilum fyrirheit um að beita sér fyrir því að komið yrði á fót fiskmiðlun til að freista þess að einhverri stjóm yrði komið á útflutning á ísuðum físki í gám- um. Að því er varðar útlit og horfur MORGUNBLAUIÐ FÖSTUDAGUR, 28. APRÍL 1989 15 í rekstri frystihúsanna á komandi sumri vil ég segja þetta. Þegar verðuppbót úr Verðjöfnun- arsjóði auk einnar prósentu endur- greiðslu söluskatts iýkur í lok maí eða í júní minnka tekjur frystingar um 6% og bætist það ofan á þann halla sem fyrir er og talinn er vera nú skv. mati Þjóðhagsstofnunar um 2%. Það er ennfremur mat Þjóð- hagsstofriunar að ef kjarasamning- ur sá sem flármálaráðherra gerði nú nýverið við ríkisstarfsmenn gengur yfír hinn almenna vinnu- markað þá muni útgjöld frystingar aukast um 2h og hallinn á frystingu þannig vera kominn í fyrir lok samningstímans. í þessu dæmi er ekki gert ráð fyrir fískverðshækk- un, en núgildandi fískverð gildir til maíloka. Það ætti því að vera hveijum manni ljóst að útlitið er því miður allt annað en bjart hvað varðar af- komuhorfur í frystingu í náinni framtíð. Sama máli gegnir reyndar um aðrar greinar sjávarútvegs, s.s. útgerð og salfiskverkun. Að vísu hefur heyrst að innan ríkisstjómarinnar sé jafnvel verið að spá verulegum verðhækkunum á erlendum mörkuðum síðar á þessu ári og sætir slíkt furðu á sama tíma og flestir sem gerst til þekkja telja að fátt bendi til að slíkt muni ger- ast. Enda má segja að almennt er markaðsverð á frystum físki hátt og frekari verðhækkanir myndu fljótt leiða til minnkandi neyslu og birgðasöfnunar. Ábyrgðarleysi Árið 1988 er án efa eitt hið erfið- asta sem íslenskur hraðfiystiiðnaður hefur þurft að búa við hvað afkomu snertir, enda sjálfsagt aldrei staðið jafn veikum fótum til að mæta lé- legri rekstrarafkomu og nú vegna langvarandi hallareksturs sem staðið hefur yfír allar götur frá því í októ- ber 1987. Ekki er heldur lengur um það deilt, að eigið fé velflestra fisk- vinnslufyrirtækja er nú uppurið. Það skyldi í sjálfu sér engan undra þótt málum sé nú svo komið eins og búið hefur verið að rekstri útflutn- ingsatvinnugreinanna. Samkvæmt rekstraryfirliti, sem unnið hefur verið upp úr ársreikning- um 12 fískvinnslufyrirtækja fyrir árið 1988, kemur i ljós að frystideild- ir þessara fyrirtækja voru reknar að meðaltali með 7,5% halla þrátt fyrir verðuppbætur úr Verðjöfnunar- sjóði sem námu um 5% af tekjum húsanna frá 1. júní 1988. Þessi umræddu fyrirtæki eru úr öllum landshlutum og framleiddu rúman helming af útflutningi SH árið 1988 miðað við verðmæti og gefur þetta úrtak því glögga mynd af öllum frystihúsum innan SH. Þetta kemur heim og saman við ummæli löggiltra endurskoðenda, er að undanfömu hafa unnið að reikningsskilum fyrir- tækja í þessari grein. Fullyrða þeir að staða fyrirtækjanna sé sú versta sem þeir hafí séð og fjöldi þeirra í reynd gjaldþrota. Þessi staðreynd er þeim mun al- variegri fyrir þá sök að forsvars- menn fiskvinnslunnar hafa stöðugt haldið stjómvöldum upplýstum um stöðu mála en án árangurs. Sumir æðstu ráðamenn þjóðarinnar hafa jafnvel kosið þá leið sem þeir hafa talið þjóna best ákveðnum pólitísk- um markmiðum sínum og kenna um skipulagsleysi, ofQárfestingu og óstjóm í fyrirtækjunum. Með þeim hætti reyna þeir að koma sér undan því að taka á málum með þeim óþæg- indum sem því fylgir. Alltaf verður hægt að fínna dæmi um að betur megi gera í einhveijum fyrirtækjum í sjávarútvegi og gegnir reyndar sama máli um alla atvinnu- starfsemi. En þegar vel rekin og stöndug fyrirtæki eru rekin með stórfelldu tapi í allan þennan tíma þarf ekki lengur vitnanna við og em slíkar fullyrðingar um heila atvinnu- grein því alveg út í hött. Reyndar er það hreint ábyrgðar- leysi að láta undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar sökkva svo djúpt sem nú er raunin. Og þeim mun lengur sem ekki verða þar verulegar breyt- ingar á, því erfiðara verður að reisa fiskvinnslufyrirtækin úr öskustónni. Það varðar einmitt allt þjóðfélagið og lífsafkomu heilu byggðarlaganna hringinn í kringum landið að þannig sé búið að útflutningsatvinnuvegun- um að fyrirtækin geti skilað eðlileg- um hagnaði og verið þannig undir- staða bættra lífskjara. Ekki er óeðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort hugsanlegt sé að vísvitandi sé verið að framkalla breytt eignarhald á fyrirtælqum í þessari atvinnugrein. Allir vita að útgerð og fiskvinnsla em gmndvall- aratvinnugreinar á íslandi. Rekstur þeirra verður að halda áfram því annars er hætt við að hjól atvinnu- lífsins stöðvist en það eykur enn frekar á erfiðleika fyrirtækjanna. Með því að láta eigið fé fyrirtækj- anna brenna upp með þeim hætti sem fyrr er lýst er raunvemlega verið að hrekja þá aðila frá fyrir- tækjunum sem hafa byggt þau upp frá gmnni og afhenda reksturinn nýjum eignaraðilum, s.s. sjóðum og lánastofnunum. Koma verður í veg fyrir slíka óheillaþróun því hún leið- ir ekki til annars en þjóðnýtingar á atvinnutækjunum og lakari lífskjara. Mikill munur er á afkomu Þrátt fyrir margvíslega erfiðleika í rekstri frystihúsanna á sl. ári er þó sem betur fer ekki allt á verri veginn. Úttekt á afkomu 29 frysti- húsa er sjávarútvegsráðherra fól löggiltum endurskoðendum að gera á sl. hausti sýndi svo ekki verður um villst, að mikill munur var á af- komu frystihúsanna, SH-húsunum í hag, en af þessum húsum vom 16 innan vébanda SH. Framleiðsla um- ræddra 29 húsa er það hátt hlutfall af heildarframleiðslunni að úttektin hlýtur að gefa marktæka niðurstöðu. í stuttu máli var niðurstaðan sú að hagnaður SH-húsanna fyrir af- skriftir og íjármagnskostnað var 6,8% af tekjum, en eftir afskriftir og fjármagnskostnað reyndist tapið vera 8,9%. Hjá þeim frystihúsum sem ekki vom innan vébanda SH var hagnaður fyrir afskriftir og Ijár- magnskostnað 1,3% af telqum, en eftir afskriftir og Qármagnskostnað reyndist tap þeirra vera 14,5%. Mun- urinn sem hér um ræðir kemur fyrst og fremst fram í rekstrarafkomu húsanna fyrir afskriftir og vexti og er munurinn 5,5% af telq'um SH- húsunum í hag. Við nánari athugun kom í ljós að Sölumiðstöðin seldi á því tímabili sem úttektin tók til allar botnfísk- afurðir sínar sem máli skipta að undanskilinni grálúðu á hærra verði heldur en fiystihúsin utan SH. Einn- ig kom í ljós við samanburð á fob- og cif-verði að Sölumiðstöðin greiðir töluvert lægra gjald_ fyrir vátrygg- ingar og flutninga. Án þess að rétt sé að draga of miklar áiyktanir af þessum niðurstöðum á þessu stigi er vonandi að þetta sé árangur þeirr- ar viðleitni sem unnið hefur verið að á vegum Sölumiðstöðvarinnar heima og erlendis. Útflutningsverðlaun Mér er sérstök ánægja að ljúka skýrslu minni með þvi að minnast þess ánægjulega viðburðar á sumar- daginn fyrsta er Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna ásamt dótturfyrir- tækjunum erlendis hlaut Útflutn- ingsverðlaun forseta íslands í fyrsta skipti sem þau eru veitt. Verðlaunin eru veitt fyrir mark- vert framlag til eflingar útflutnings- verslun íslendinga og kveða úthlut- unarreglur á um, að verðlaunin skuli veitt fyrirtækjum eða einstaklingum, íslenskum eða erlendum, fyrir ár- angursríkt starf í útfíutningi íslenskrar vöru eða þjónustu til ann- arra landa. Úthlutunamefndin byggði niður- stöður sínar m.a. á þvi brautryðj- endastarfí sem unnið hefur verið í framleiðslu og sölu tilbúinna frystra sjávarrétta á erlendum markaði. Þar ber einna hæst rétti sem dótturfyrir- tæki SH í Bretlandi framleiðir fyrir Japansmarkað og einnig fryst físk- flök i neytendaumbúðum, sem full- unnin eru á íslandi og seld m.a. til Bandaríkjanna, Vestur-Þýskaiands og Frakklands. Þá var einnig sér- staklega tilgreindur markverður árangur sem náðst hefur á Japans- markaði. Þetta er mikil viðurkenning til handa Sölumiðstöðinni, dótturfyrir- tækjum hennar, frystihúsunum og öllu starfsfólki þessara fyrirtælqa. Eg vil láta í ljósi von um að þessi viðurkenning megi verða Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, dótturfyrir- tækjum hennar svo og félagsmönn- um hvatning til að ná enn betri árangri. Gísli _ Konráðsson, framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf., lætur innan skamms af störfum eftir áratuga farsælt starf. Hann hefur átt sæti i stjóm Sölumiðstöðv- ar hraðfiystihúsanna frá árinu 1962 og í stjóm Coldwater síðan 1977. Þá hefur Gísli jafnframt átt sæti í stjóm Umbúðamiðstöðvarinnar hf. frá 1974 og gegnt þar stjómarfor- mennsku sl. 5 ár. Óhætt er að full- yrða að Gísli hefur verið einn af traustustu félagsmönnum SH og ætíð borið hagsmuni samtakanna fyrir bijósti. Hvarvetna hefur hann komið fram af einstakri prúð- mennsku og flutt mál sitt af rök- festu. Hinum stærri málum hefur fáum verið ráðið innan samtakanna á undanfömum ámm án þess að áður væri leitað álits hjá Gísla og sýnir það glöggt hið mikla traust sem hann hefur notið. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka Gísla fyrir öll þau mikilhæfu störf sem hann hefur innt af höndum fyrir samtök okkar og íslenskan sjávarútveg. Þá hefur Knútur Karlsson sem setið hefur í varastjóm samtakanna frá árinu 1973 látið af starfi sem framkvæmdastjóri Kaldbaks hf. í Grenivík. Hann hefur ennfremur átt sæti í stjóm Icelandic Freezing Plants Limited í Grimsby síðan 1985. Knútur hefur ávallt verið góður og traustur félagsmaður og lagt gott til allra mála. Honum em þökkuð vel unnin störf í þágu samtakanna. söluhillunum. Nuddsokkabuxur, sem örva, blóðrásina við hverja hreyfingu. Falleg glansáferð. Styrkt tá, stærðir A,B,Q. Silfurlitt egg og hólkur. ToP SheSÍ Samkvæmissokkabuxur. Líta út og eru viðkomu eins og silki. Einnig fáanlegar stífar að ofan. Stærðir A,B,Q. Glært egg - grár hólkur. Hnésokkar. Með breiðu stroffi, sem hindrar ekki blóðrásina. Hvítt egg - brúnn hólkur. Einnig þykkir hnésokkar í litum. Glær egg - hólkar lýsa litum. Þunnar og fallegar á fæti, falla þétt að maga og mjöðmum, styrkt tá, stærðir A,B,Q. Blátt egg og hólkur. EinKaumboð: #/#*„■>»« íslensk ÍÍÍH Axneríska

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.