Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAG'EJR' B8/ APRÍL'1989 5 Flugleiða- bjórinn hækkar FLUGLEIÐAFARÞEGAR sem fóru út í síðustu viku og komu heim um helgina veittu því at- hygli að bjórinn um borð í Flug- leiðaflugvélunum hafði hækkað á þessum tíma úr 70 krónum dósin í 100 krónur. Jafhframt var skammturinn aukinn. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, er bjórinn eini vamingurinn um borð í vélum Flugleiða sem hefur hækkað og ástæðan sú að hann hafi setið eftir hjá félaginu um alllangt skeið og verið orðinn talsvert lægri en gerist hjá öðrum flugfélögum sem félagið miði sig við, t.d. í Bandaríkjunum. Einar segir jafnframt að nú sé verið að skipta um bjórtegund um borð í vélunum eða úr Carlsberg yfír í Heineken. Verðhækkunin hafí hins vegar átt sér stað sl. laugardag en þá hafí verið dreift í flugvélunum nýrri verðskrá yfír vaming sem á boðstólum er í vélunum. Vegna út- lendinganna sem fljúga með félag- inu hafí þótt nauðsynlegt að færa bjórverðið þá þegar til samræmis við verðskrána, enda þótt skiptin á bjórtegundunum hafí e.t.v. ekki verið komin til framkvæmda í öllum tilfellum. „Hins vegar er þess að geta að um leið og við skiptum um bjórteg- und stækka dósimar úr 24 cl upp í 33 cl. þannig að aukningin í magni er 37,5% meðan verðhækkunin er um 43%, svo að í reynd er verð- hækkunin ekki eins vemleg og virð- ast kann við fyrstu sýn, þvi að hver sentilítri kostaði áður um 2,92 kr. en nú kostar hver sentillítri 3,03, svo að hækkunin er í raun ekki nema 4,1%“ sagði Einar. Borgarráð: Rúmlega 41,9 millj. til bifreiða- geymslu BORGARRAÐ hefiir samþykkt tillögur stjórnar Innkaupastofh- unar Reylgavíkurborgar, að taka tilboði Steintaks hf., 41.962.007 milþ’ón króna í uppsteypu og frá- gang á bifreiðageymslu við Bergstaðastræti. Jafhframt að taka tilboði lægstbjóðanda, Valar hf., 32.987.293 milljón króna, í gatnagerð, lagningu holræsa og jarðvinnu við Borgarholt I, 2. áfanga í Grafarvogi. Þrettán tilboð bámst í uppsteypu og frágang bifreiðageymslunnar við Bergstaðastræti. Tilboð Steintaks hf. er 73,47% af kostnaðaráætlun, en hún er rúmlega 57,1 milljón króna. Hæsta tilboð átti ístak, rúm- lega 51,6 milljón sem er 90,49% af kostnaðaráætlun. Fjögur tilboð bámst í gatnagerð og lagnir í Borgarholt I, 2. áfanga og er tilboð lægstbjóðanda 87,89% af kostnaðaráætlun, sem er rúm- lega 37,5 milljónir króna. Hæsta tilboð átti Gunnar og Guðmundur sf., rúmlega 52,1 milljón króna eða 138,65% af kostnaðaráætlun. Listahátið: Nýr formaður framkvæmda- stjórnar REYKJAVÍKURBORG hefur skipað Valgarð Egilsson lækni, formann framkvæmdastjórnar næstu Listahátíðar. Valgarður kemur í stað Ingólfs Guðbrandssonar, sem sagði af sér formennsku af heilsufarsástæðum. KOLAPORTIÐ hefur svo sanna slegið I • Líflegt og manneskjulegt markaðstorg sem allir taka þátt í. # Sölubásar með allt milli himins og jarðar. O Helíum-blöðrur og barnatívolí. O Heitar og kaldar veitingar Sdnnköllud markaðsstemmning alla laugardaga frá kl. 10-16. Hlustið á beint útvarp frá Kolaportinu á útvarp RÓT FM 106.8 mióbaeiarins! , Rfxudm merkinf.d. á matseðium, skartgripum, fatnaði, skóm, gjafavöru, búsáhöldum, metravöru o.fl. tákna að viðkomandi vöruteg- undir eru seldar á sérkjörum aóeins á laugardögum. Fritt i öll bílastæói um alla mióborgina. 500-600 þjónustuaðilar bíða eftir að þjóna þér, sem sagt meiri háttar miðbæjarstemmning Kolaportió - Mióbæiarsamtökin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.