Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989
17
Hákon í góðum félagsskap
bömum þeirra Hákonar innilegar
samúðarkveðjur.
Sigurður Blöndal
Ekki verður um vin okkar Hákon
sagt að lognmolla væri í kringum
hann og hans mikla ævistarf, skóg-
ræktina. Honum var annað betur
gefið en að láta deigan síga, þótt
á móti blési og það hressilega á
stundum. Kom hann oftast reifur
úr hverjum hildarleik og óx við
hveija raun. Hákon varð þeirrar
gæfu aðnjótandi í lifanda lífi að sjá
árangursríkan ávöxt lífsstarfs síns.
Fyrir afrek hans á sviði skógræktar
munum við íslendingar minnast
hans með þakklæti um ókomin ár
og aldir! Þessum þætti munu aðrir
kunnugri vafalaust gera verðug
skil.
Hákon var hafsjór af fróðleik og
gjörþekkti menn og málefni á flest-
um sviðum. Hann var fjölmenntað-
ur og unun að deila við hann geði.
Nutum við spilafélagar hans þess í
tvo tugi ára.
Spilaklúbbur okkar var ekki
stofnaður til lofs og frægðar. Hins-
vegar veitti hann okkur vikulega
yfir vetrarmánuðina - ómælda
ánægju. Þótt spilin væru á stundum
í rýrara lagi, þá komu óvænt
slemmur í kappræðum við kaffi-
borðið. Gat þá orðið talsvert hlé á
spilamennsku til að ljúka áríðandi
afgreiðslu hinna ólíkustu dægur-
mála eða deilumála frá gamalli tíð.
Var þá á hreinu, hver hafði þar
drýgst fram að leggja. Mun leitun
að núlifandi íslendingi, sem þekkti
land sitt betur en Hákon og ótrú-
lega marga einstaklinga vítt og
breitt um landið. Það var erfítt að
koma að tómum kofunum hjá hon-
um.
A hans merku starfsævi átti kona
hans, Guðrún, dijúga hlutdeild í
farsæld hans bæði heima og heim-
an.
Heimili þeirra var jafnan opið
hveijum, sem að garði bar og mót-
tökur hinar rausnarlegustu. Nutum
við spilafélagar hans myndarskapar
Guðrúnar í ríkum mæli ásamt henn-
ar glaðværa og broshýra viðmóti.
Við fráfall Hákonar erum við
spilafélagamir þakklátir fyrir að
hafa fengið að njóta gáfna hans
og gamansemi, hreinskilni hans og
hjartahlýju.
Okkur, eins og öllum sem honum
kynntust, var ómældur ávinningur
að þeim kynnum.
Böðvar, Guðmundur og
Þorvaldur
Seint á liðnu sumri, þá ræddi ég
við Hákon Bjarnason, fyrmm skóg-
ræktarstjóra, um að festa á fílmu
viðtalsbrot um brautryðjandastarf
hans í skógrækt á íslandi. Hákon
tók erindi mínu vel, en vegna veik-
inda hans þá, hugðumst við taka
upp þráðinn núna þegar voraði.
Þessa mynd getum við því miður
ekki gert — en ég á í huga mínum
góða mynd af Hákoni Bjamasyni.
Eldmóður og kraftur Hákonar
Bjamasonar í starfí sínu sem skóg-
ræktarstjóri var einstakur og ekki
var heiglum hent að ráðast til at-
lögu við „sauðkindarvaldið“ á ís-
landi, sem þótti sjálfgefið að sauðfé
nagaði nánast allan gróður landsins
upp til agna. Þetta var mörgum
áratugum áður en orð eins og um-
hverfis- og landvemd vom á vömm
landsmanna. Nú em breyttir tímar
og skilningur þorra þjóðarinnar á
skógrækt og bættri umgengni um
landið stómm betri. Þetta er ekki
síst árangur ævistarfs Hákonar
Bjamasonar.
Ungur að ámm varð ég þeirrar
gæfu aðnjótandi að kynnast Hákoni
Bjamasyni og átti mjög fróðlegt
og ánægjulegt samstarf við hann,
þegar við unnum að gerð kynning-
arkvikmyndarinnar „Faðir minn
átti fagurt land“.
Hákon lagði mikla vinnu og alúð
í þessa myndagerð og var ávallt
tilbúinn að fræða mig um allt sem
að gagni mætti verða, enda Hákon
hafsjór af fróðleik um nánast hvað
sem var. Ekki var alltaf verið að
velta fýrir sér alvarlegustu hliðun-
um á málunum og oft stutt í húmor-
inn.
Til að undirbúa myndatökur ferð-
uðumst við víðsvegar um landið —
stórskemmtilegar ferðir sem lifa í
minningunni. Hvort gengið var um
Haukadalsheiði eða melana norðan
við Vaglaskóg, þá var Hákon alltaf
með lúpínufræpoka meðferðis og
sáði þar sem tök voru á. Hákon var
ávallt að undirbúa fyrir gróður
framtíðarinnar.
Upp úr þessu samstarfi varð góð
vinátta, sem entist alla tíð.
Sú mynd sem maður hafði af
þeim sem störfuðu hjá „hinu opin-
bera“ var að þeir ynnu aðeins á
venjulegum skrifstofutíma. Þessi
mynd hrundi þegar ég kynntist
Hákoni Bjamasyni — það skipti
hann engu máli hvað klukkan var
eða hvaða dagur, þegar sinna þurfti
aðkallandi verkefnum. Oft notaði
hann helgamar til að ferðast milli
þeirra staða sem Skógrækt ríkisins
hefur á sínum höndum.
Þegar fram líða stundir mun
okkur verða betur ljóst stórmerkt
brautryðjandastarf Hákons Bjarna-
sonar til að bæta landið, gera það
byggilegra og skapa hlýlegri um-
gerð um mannlífið. Fræsöfnun frá
íjarlægum löndum og tilraunarækt-
un nýrra tijátegunda mun lengi
halda minningunni um Hákon
Bjarnason á lofti.
Á gróðurvana melum ofan við
HafnarQörð hóf Hákon tijárækt
fyrir nokkrum áratugum. Þar er
nú risinn fallegur skógur — tákn
þess sem hægt er að gera, ef hugur
og hönd fylgja máli.
Fjölskyldu Hákonar Bjarnasonar,
sendi ég innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Gísli Gestsson
Hann Hákon uppáhaldsfrændi
okkar er dáinn. Það em tímamót í
lífí okkar skyldfólksins. Hákon
frændi var svo snar þáttur í lífí
okkar allra. Svo lifandi, svo raun-
veralegur og svo mannlegur. Innst
inni sættum við okkur ekki við
þetta. Enda verður hann líka ávallt
með okkur í hjarta. Gamall hermað-
ur deyr aldrei sagði McArthur, hann
fjarlægist aðeins.
Það er í raun ekki mitt meðfæri
að rita tæmandi minningarorð um
Hákon Bjamason. Hann var að
sönnu besti frændi og vinur okkar.
Auðvitað ófullkominn líka. En ef
til vill þess vegna var það, að við
elskuðum hann svo mjög. Því er
tilfínningin ofar í huga en sagn-
fræði í þessum línum.
En Hákon var líka risi á okkar
þjóðar tíð. Vísindamaður og bar-
áttumaður svo mikill að fáir verða
taldir hans jafningjar. Hann gerði
kraftaverk á sínum ferli. Hann
barðist við ofureflið án þess að hika.
Hann sneri hinni töpuðu orrastu
íslensks gróðurlendis í von um sig-
ur. Með orðsins brandi og eldmóði,
já og með berum höndum líka, sann-
aði hann fyrir þessari þjóð, að hér
geta vaxið nytjaskógar. Stórviðir,
en ekki bara eldspýtur eins og
margir skensuðu mig með í æsku
minni.
Fyrir okkur litla frændfólkið var
Hákon alla tíð stórkostlegur. Þegar
hann birtist var hátíð í bæ. Þá var
oftar en ekki komið gotterí í góm
og sprellið og gáskinn í fyrirrúmi.
Hákon gaf sér tíma til þess að vera
bam með bömum. Það eltist aldrei
af honum. Það var farið í rakettu
sem hann kallaði svo, en það var
hávær íjöldasjónleikur sem táknaði
gamlárskvöld. Það var búinn til risi.
Þá sat einn stuttur á herðum ein-
hvers hærri og hafði, frakkaklædd-
ur með hatt, grímu og gleraugu,
orð fyrir tröllinu, sem konverseraði
viðstadda með glannalegu ■ orðfæri
og látbragði.
Þeir bræður, Hákon og Jón,
bjuggu með fjölskyldum sínum í
sama húsi á Snorrabraut 65 og var
góður samgangur milli hæðanna.
Uppátæki þeirra til að skemmta
börnunum vora einstök og ógleym-
anleg. Enn hlýjar minningin mér
um þau hlátrasköll öll og þau munu
bergmála með mér svo lengi sem
ég lifí. Ég vildi óska að sem flestir
ættu svo ljúfar bemskuminningar
til þess að orna sér við.
Þegar við eltumst fóram við
smátt og smátt að skilja út á hvað
starf Hákonar gekk. Hann breytti
umræðuefnunum smám saman
þannig, að betur félli að viðkom-
andi aldursskeiði okkar. Þannig
hélt hann athjgli okkar alla tíð,
allt til enda daga sinna.
Við unga frændfólkið störfuðum
mörg um sumur við skógræktina.
Alls staðar var Hákonar getið með-
al verkmanna og því skynjuðum við
nálægð hans í flestum okkar störf-
um. Þar kviknaði neistinn, sem
hefur ekki kulnað með okkur síðan.
Trúin á mátt íslenskrar moldar til
þess að fóstra nýja menningarskóga
eins og Hannes Hafstein sá þá fyr-
ir sér um aldamótin síðustu.
Sá sem hér heldur á penna átti
því láni að fagna að fá stundum
að fylgja Hákoni, þegar hann gekk
til hinna ýmsu starfa, hvort sem
það vora prédikanir á útbreiðslu-
fundum skógræktarfélaganna,
planta einhveiju eða einungis að slá
blettinn heima. Allt urðu þetta
skemmtiferðir og menntandi fyrir
skutilsveininn. Svipaðar endur-
minningar eiga margir um Hákon,
sem kynntust honum ungir.
Núna laugar allt þetta í gulli
endurminningarinnar. menn ættu
meira að gefa því gaum, hversu
dýrmætar slíkar tilfallandi stundir
geta orðið í veröld smáfólksins.
Hvemig umhyggja þín fyrir hag
þess sem næstur þér stendur getur
breytt miklu í lífínu. Þessu gleym-
um við alltof oft í erli daganna.
Einn daginn verður það of seint.
Hákon Bjamason lét sér fátt
mannlegt óviðkomandi. Hann átti
hrifnæma og tilfinningaríka sál.
Hann gekk yfir þvera götu til þess
að rétta hjálparhönd hvar sem hann
gat. Það gat svo sem gustað inn á
milli, en allt var gott og gleymt
jafnharðan og glettnin komin á sinn
stað.
Hákon var íjölfróður maður,
víðlesinn og minnugur, þannig að
samræðan við hann var ávallt ung
og frjó. Hann unni náttúrunni tak-
markalaust og kunni manna best
að lesa táknmál hennar og rann-
saka samhengi hlutanna. Hygg ég
að mörg ritverka hans og rannsókn-
ir hefðu vel dugað til doktorsgráða.
En hann hirti lítt um veraldarpijál,
starfið og athöfnin var honum
líklega meira í mun.
Hákon Bjarnason fæddist í
Reykjavík hinn 13. júli 1907 og var
elstur 5 bama hjónanna Ágústar
H. Bjarnasonar og Sigríðar Jóns-
dóttur. Hákon var tvíkvæntur.
Seinni kona hans er Guðrún Jóns-
dóttir og era börn þeirra Laufey,
Ágúst, Björg og Jón. Ingu á Hákon
af fyrra hjónabandi.
Fjölskyldulíf Hákonar einkennd-
ist af mikilli samheldni allt til enda.
Við gróðrarstörf undi Hákon sér
best þegar tóm gafst frá erli dag-
anna. í Vatnshlíð við Hvaleyrarvatn
stendur minnismerki hans. Þar nam
hann land á örfoka mel og breytti
því með tilstyrk fjölskyldu sinnar í
gróðurvin. Þetta land hrópar núna
á skoðandann um þörf landsins á
skilningi mannfólksins. Þörfinni á
nýrri þjóðarsátt manns og moldar.
Himinbláar breiður af Alaska-
lúpínum, afkomendur fárra fræ-
koma, sem Hákon kom með til
landsins í vestisvasa sínum í
stríðslok, skrýða nú marga örfoka
mela Fjallkonunnar og gefa fyrir-
heit um að þessi sátt náist fram
um síðir. Augu manna hafa opnast
við það, að sjá árangur starfans.
Hákoni tókst að opna mörg augu
til nýrrar sýnar og skilnings og
hrífa fjöldann með sér til land-
bótaverka. Slíkur maður hlýtur að
teljast hafa verið happamaður fyrir
heila þjóð.
í Haukadalshlíðum þýtur í tröll-
stórum sitkagrenitijánum í vindin-
um. Þar er skjólgott mönnum og
fuglum þó næði af ijöllum. Þessi
tré staðfesta það sem Hákon hélt
fram í árdaga íslenskrar skógrækt-
ar; það er hægt að rækta nytja-
skóga á íslandi.
Þetta hefur Hákon Bjamason
sannað fyrir ykkur, góðir íslending-
ar. Til þess varði hann aðeins öllu
lífí sínu og kröftum og hugsaði
ekki í árum heldur öldum. Þess
vegna mun nafn Hákonar lifa með
ykkur um ókomin ár.
Ég kveð elsku frænda minn.
Hafi hann þökk fyrir allt sitt líf.
Hann verður með okkur ávallt þótt
hann fjarlægist um sinn.
Halldór Jónsson
Hákon Bjarnason, skógræktar-
stjóri ríkisins í 42 ár, er látinn á
82. aldursári eftir langvinn og erfið
veikindi. Með honum er horfinn
maður, sem setti svip sinn á um-
hverfí sitt og samtíð á eftirminni-
legan hátt. Hér skal hvorki fjölyrt
um ætt hans og upprana né upp-
eldi, en víst er að hvort tveggja
stuðlaði að því að gera hann að
þeim afreksmanni sem hann varð.
Hákon nam skógfræði í Dan-
mörku, og að loknu kandidatsprófi
stundaði hann framhaldsnám þar,
á Englandi og í Svíþjóð. Hann var
því ágætlega að sér í fræðigrein
sinni, og auk þess víðlesinn á mörg-
um öðram sviðum. Má nefna jafn
óskyldar greinar sem jarðfræði og
sagnfræði.
Skógræktarstjóri varð Hákon
1935, en þá var heimskreppan enn
í algleymingi og opinber framlög
til skógræktar í lágmarki. Meðfram
starfi sínu varð hann því að stunda
Sjá síðu 32
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍK1SSJÓE)S
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1983-2. fl. 01.05.89-01.11.89 kr. 370,85
1984-3. fl. 12.05.89-12.11.89 kr. 366,74
*lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframtframmi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, apríl 1989
SEÐLABANKIÍSLANDS