Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989 25 Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Gunnar Markússon bókavörður stígur hér upp úr lauginni eftir að hafa synt 3.500 metra í áheitasundi sunddeildar UMF Þórs í Þorláks- höfn á sumardaginn fyrsta. Þorlákshöfti: Syntu til styrktar byggingn íþróttahúss Þorlákshöfh. SUNDDEILD UMF Þórs í Þor- lákshöfn gekkst fyrir áheitasundi á sumardaginn fyrsta til styrktar fþróttahússbyggingu í Þorláks- höfii. Alls synti 161 f þremur flokkum samtals 193,1 km. Böm úr grunnskólanum syntu í einum flokknum rúma 86 km. Full- orðnir þorpsbúar syntu 55,6 km og böm í sunddeildinni syntu 51,35 km. Stefnt var að því í upphafi að hver hópur synti maraþon-vegalengd eða rúma 42 km þannig að ailir hóp- amir fóru langt fram úr takmarkinu. Alls synti 161 á öllum aldri, sá yngsti var 6 ára en sá elsti, Gunnar Markússon bókavörður, sem er 70 ára, synti 3,5 km og blés ekki úr nös á eftir. Gengið var í hús bæði í Þorláks- höfn og á Eyrarbakka og safnað áheitum. Reiknað er með að innkom- an verði á bilinu fjögur til fimm- hundmð þúsund. Fyrirhugað er að gefa peningana í einhvem ákveðinn hlut í íþróttahúsinu og er þá helst talað um útidyrahurð. - J.H.S. Náttúruverndarráð: Anægja með frumvarp A fundi Náttúruveradarráðs 26. aprfl sfðastliðinn var fjallað um frumvarp til laga um umhverfis- mál er lagt hefiir verið fyrir Al- þingi. Lýsir Náttúruveradarráð ánægju sinni með að frumvarpið gerir ráð fyrir stofiiun umhverfis- ráðuneytis, en leggur jafnframt áherslu á að ráðuneytinu verði falin stjórnun sem flestra þátta umhverfismála. í fréttatilkynningu frá Náttúm- vemdarráði segir að það sé sammála því hlutverki sem umhverfisráðu- neyti er ætlað á fyrsta stigi sam- kvæmt fmmvarpinu, en undirstrikað er mikilvægi þess að eftirlit og vam- ir gegn mengun, svo og eftirlit með ástandi gróðurs í landinu heyri undir ráðuneytið frá upphafi ásamt vemd- unar og friðunarmálum. Þá vill ráðið benda á að mikilvægt sé að um- hverfisráðuneyti sinni forvamar- starfi í formi fræðslu um umhverfis- mál. FiskverA á uppboðsmörkuðum 27. aprii. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hnsta Lngsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 42,50 32,00 36,29 3,920 142.288 Þorskur(ósl) 40,50 33,00 38,27 6,463 247.361 Ýsa 45,00 35,00 44,82 1,898 85.093 Karfi 25,00 15,00 23,35 2,935 68.555 Ufsi 24,00 24,00 24,00 1,513 36.330 Langa 15,00 15,00 15,00 0,053 798 Langa(ósl.) 15,00 15,00 15,00 0,058 878 Lúöa 315,00 250,00 257,94 0,146 37.788 Steinbítur 18,00 15,00 16,77 0,771 12.948 Steinbítur(ósl.) 15,00 15,00 15,00 0,675 10.125 Koli 25,00 25,00 25,00 0,364 9.113 Keila 8,00 8,00 8,00 1,566 12.529 Keila(ósl.) 8,00 8,00 8,00 0,078 624 Samtals 32,49 20,470 665.146 Selt var úr ýmsum bátum. 1 dag verður selt úr ýmsum bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 46,00 30,00 44,27 59,004 2.611.945 Þorsk(ósl.l.bl-) 38,00 30,00 34,73 2,228 77.368 Þorskur(smár) 20,00 20,00 20,00 0,097 1.940 Ýsa 56,00 35,00 45,99 34,850 1.602.800 Ýsa(ósl.) 43,00 28,00 41,51 0,422 17.516 Karfi 24,00 15,00 22,89 43,732 1.001.040 Ufsi 24,50 22,00 23,78 21,858 519.728 Ufsi(smár) 12,00 12,00 12,00 8,615 103.379 Langa 23,00 20,00 20,51 1.876 38.482 Blálanga 15,00 15,00 15,00 0,110 1.650 Lúöa 280,00 140,00 259,99 0,450 116.995 Steinbítur 24,00 14,00 15,61 0,773 12.068 Hlýri 5,00 5,00 5,00 0,152 760 Skarkoli 25,00 25,00 25,00 0,215 5.375 Keila 10,00 10,00 10,00 0,390 3.900 Skötuselur 125,00 125,00 125,00 0,113 14.125 Rauömagi 74,00 71,00 71,82 0,147 10.567 Hrogn 140,00 140,00 140,00 3,053 427.420 Samtals 36,87 178,162 6.567.993 Selt m.a. úr Bergey VE og Freyju RE. 1 dag verður selt úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 41,50 37,00 40,67 20,021 814.160 Ýsa 55,00 26,00 40,85 31,641 1.292.473 Karfi 20,00 9,00 16,96 4,584 77.746 Ufsi 23,50 15,00 22,61 5,815 131.476 Steinbítur 22,00 5,00 13,61 0,900 12.250 Langa 24,50 24,50 24,60 0,500 12.260 Lúða 290,00 220,00 245,25 0,142 34.972 Skarkoli 40,00 30,00 34,96 4,860 169.915 Keila 12.00 12,00 12,00 3,835 46.020 Samtals 36,07 72,392 2.610.873 Selt var aðall. úr Eldeyjar-Boða GK, Hraunsvík GK, Mána HF og Margréti HF. 1 dag veröa m.a. seld 40 tonn af þorski og 2 tonn af steinbít úr Eldeyjar-Hjalta GK. Selt úr dagróðrabátum. Síðustu sýningar hjá EGG-leikhúsinu SÍÐUSTU sýningar EGG-leik- hússins á leikritinu Sál min er hirðfífl í kvöld verða föstudag 28. apríl og sunnudag 30. apríl kl. 20 báða dagana. Sýningum verður nú að ljúka vegna anna leikara. Sál mín er hirðfífl er í þremur þáttum. Fyrst er sýnt verkið Esc- urial eftir einn þekktasta leikrita- höfund Belga, Ghelderode. Gerist sá þáttur í hálfhrundum kastala á miðöldum og segir frá samskiptum konungs og hirðfífls og fer sýning- in fram í kjallara Hlaðvarpans, Vesturgötu 3. Að honum loknum halda áhorf- endur í Listasalinn Nýhöfn þar sem sýnt er verk Áma Ibsen, Af- sakið hlé, sem hann byggir á Esc- urial. Verk Áma gerist á skrif- stofu í uppgangsfyrirtæki í Reykjavík nútímans og segir frá samskiptum forstjórans __ og „kvenfíflsins" einkaritarans. Ámi gefur verkinu undirtitilinn „grafal- varlegur gjaldþrotafarsi". Þriðji þátturinn er síðan sýndur í kjallara Hlaðvarpans og er þar á ferð Escurial að nýju nema sýnt í gjörbreyttri mynd og hafa leikar- ar skipt um hlutverk. Sveinn Einarsson leikstýrði og Steinunn Þórarinsdóttir gerði leik- mynd og búninga. Ámi Baldvins- son hannaði lýsingu og Sigurður Pálsson þýddi Escurial. Leikendur em: Ingrid Jónsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Viðar Eggerts- son og Þór Tulinius. (Fréttatilkynning) Þór Tulinius í hlutverki sínu í leikriti EGG-leikhússins. Tónleika- ferð um Norðurland GÍSLI Magnússon píanóleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari halda þrenna tón- leika á Norðurlandi um helgina. Fyrstu tónleikamir verða í fé- lagsheimlinu á Hvamms- tanga laug- ardaginn 29. apríl og heíj- ast þeir kl. 16.00. Aðrir tónleikamir verða í Tón- listarskól- anum á Sauðárkróki sunnudaginn 30. apríl og hefjast þeir kl. 17.00. Þriðju og síðustu tónleikamir verða kl. 20.30 í húsi Tónlistar- skólans á Siglufírði mánudaginn 1. maí. Leikin verða verk eftir Couper- in, Beethoven, Hafliða Magnús- son, Eyþór Stefánsson, Fauré o.fl. (Fréttatilkynning) Amerísk-íslenska verslunarráðið: Sendimaður Bush talar í Griljinu SÉRLEGUR fufltrúi Bush- stjómarinnar í Bandaríkjunum, George Edwards, mætir á há- degisfund í dag, fostudag, í Grillinu á Hótel Sögu. Þessi fundur er haldinn á vegum Amerísk-íslenska verslunar- ráðsins og Qallar George Ed- wards þar um efhahagsstefnu Bandaríkjastjómar, hlutverk forsetans, samskipti hans við þingið og áhrif bandarískra Qölmiðla. George Edwards er rúmlega fertugur, prófessor í stjómmála- - fræði og er þekktur sem bóka- og greinahöfundur og fyrirlesari um bandarísk þjóðmál. Amerísk-íslenska verslunarráð- ið, sem heldur fundinn, er vett- vangur fræðslu og skoðanaskipta fyrir þá sem starfa hér og stunda í eigin nafni eða sem stjómendur fyrirtækja eða stofnana viðskipti milli íslands og Bandaríkjanna. í Bandaríkjunum stendur íslensk- ameríska verslunarráðið fyrir sams konar starfsemi. Fundurinn hefst kl. 12.15. Þeir sem hafa hug á að sækja þennan fund eru beðnir að skrá þátttöku sína hjá Verslunarráði íslands. (Fréttatilkyiming) Jón Axel sýnir í listasalnum Nýhöfii frá 29. apríl til 17. maí. Jón Axel sýnir í Nýhöfn JÓN Axel opnar í listasalnum Nýhöfii, Hafnarstræti 18, laug- ardaginn 29. aprfl kl. 14—16. Á sýningunni verða um 10 nýj- ar, stórar kolateikningar á pappír sem era settar á striga. Jón Axel er fæddur í Reykjavík 1956. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1975-79. Þetta er 8. einkasýning Jóns Axels en hann hefur einnig tekið þátt í Qölda samsýninga hér heima og erlendis. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá kl. 10—18 og um helgar frá kl. 14—18. Henni lýkur 17. maí. (Fréttatílkynning) Félag fram- haldsskóla fundar á Lækjartorgi FÉLAG framhaldsskóla heldur fimd á Lækjartorgi i dag, föstu- daginn 28. aprfl, undir yfir- skriftinni „Öryggi í mennta- málum“. Nemendur allra framhaldsskóla á suðvesturhominu ætla að hitt- ast við Hallgrímskirkju og ganga fylktu liði niður á torg. Gangan hefst kl. 15.00. (Fréttatilkynníng) Leikfélag Blönduóss: Sýningum að ljúka á Svartfiigli Blönduósi. NÚ ER að {júka sýningum Leik- félags Blönduóss á leikritinu Svartfugl eftir Gunnar Gunn- arsson í leikgerð Bríetar Héð- insdóttur og undir leikstjóm Harðar Torfasonar. Leikritið var frumsýnt á Húnavöku við húsfylli og var leikurum og leikstjóra vel fagnað í lok sýn- ingar. Að sögn Njáls Þórðarsonar for- manns leikfélags Blönduóss taka rúmlega þijátíu manns þátt í upp- færslu verksins en leikendur era tuttugu og einn. Svartfugl er mik- il öriaga- og harmsaga og greinir leikritið frá morðmáli sem gerðist á Sjöundá á Rauðasandi árið 1802. Njáll Þórðarson gat þess einnig að hundrað ár væra liðin frá fæðingu Gunnars Gunnars- sonar skálds og væri verkið m.a sett upp í tilefni þess. Eins og áður greinir þá er sýningum að ljúka á Svartfugli og verða síðustu sýningamar á föstudag og laugar- dag. Jón Sig. ísaljörður: Málverk í Slunkaríki GUÐBJÖRG Lind Jóns- dóttir opnar sýningu f sýningar- salnum Slunkaríki á ísafirði laugardag- inn 29. apríl kl. 14.00. Guðbjörg er fædd og uppalin á ísafírði. Vorið 1985 útskrifaðist hún frá málaradeiid Myndlista- og handfðaskóla íslands. Guð- björg hefur tekið þátt í samsýn- ingum og haldið einkasýningar, nú seinast í listasalnum Nýhöfn í febrúar sl. Á sýningunni verða eingöngu olíumálverk, öll máluð síðastliðinn vetur. Sýningin stendur til 14. maí. (Fréttatilkynning Gunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.