Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 33
„ ' _ o MORGUNBLABIÐ1 ‘ÉöéÍtfílkGW 28? /ÁÍjM£I'Í989 ------------------------------------ .- — -”33 um það starf og góðan hug margra til þeirra mála, voru þeir vissulega miklu fleiri, sem litu á skógrækt hér á landi, sem eins konar fánýtt en skemmtilegt föndur, eða voru henni beinlínis andvígir. Það var erfitt verkefni að ætla að rækta skóg í berangri íslands við óblíða og duttlungasama veðr- áttu. En hitt var engu léttara að vinna bug á fordómum og vantrú á verkefnið og skapa um það sam- stöðu og trú á farsæla lausn. Þau voru mörg tröllin, sem Hákon þurfti að þreyja fang við. Og í því efni var vantrúin og viljaleysið ef til vill versta flagðið. Það er langt bil frá þeim tíma er ráðamenn töluðu um skógræktina í fyrirlitningartón, sem „hrislurækt Hákonar", til þess sem nú er, þegar tekið er í alvöru að rækta skóg sem nytjagróður og ræða um skógrækt sem atvinnu- grein framtíðarinnar, jafnframt því sem álitlegir skógarteigar prýða nú umhverfíð víða um land. Það varð hlutskipti Hákonar Bjamasonar að brúa þetta bil og skapa með því nýja trú á landið og láta hugsjón aldamótanna um nýja skóga rætast. Trúr var hann æskuhugmynd sinni um að skapa nýjan skóg með innfluttum tijátegundum. Að vísu leið alllangur tími, þangað til sá draumur rættist, að hann fengi litið Alaskaskógana eigin augum. En þangað kom hann fyrst árið 1945. I farteski sínu heim flutti hann fyrstu Alaskaaspargræðlingana auk fræja af nokkrum barrtijám, að ógleymdri Alaskalúpínunni. Sú för skipti sköpum í skógræktarsögu landsins. Vitnisburður hennar er auk sitkagrenis og fleiri barrtijáa, hin glæsilega Alaskaösp, sem nú er orðin höfuðprýði í tijágörðum hvar- vetna í landinu. A hveiju sumri dáumst vér að fegurð hennar og teygum angan hennar. Það eitt gæti nægt til að minna oss á störf Hákonar Bjamasonar, en er þó ein- ungis lítið brot af hinum marg- þættu afrekum hans. Það var dirfskubragð að flytja inn erlendar tijátegundir, án undan- genginna rannsókna. Þeim inn- flutningi gat fylgt hætta og enginn vissi fyrirfram um árangurinn. Há- kon sá að það þoldi enga bið að hefja ræktun nýskóga. Hugkvæmni hans og innsæi í eðli málsins var leiðarstjaman og reynslan sýndi að rétt var stefnt. Tilraunimar urðu að bíða, en framkvæmdir að sitja í fyrirrúmi. Fjarri fór þó því, að Há- kon léti sér tilraunir í skógrækt í léttu rúmi liggja. Vafalítið má rekja hina miklu þjóðargjöf Norðmanna, sem tilraunastöðin á Mógilsá var reist fyrir, til áhrifa frá Hákoni og samstarfi hans við norska frammá- menn. Fræsöfnunin í Alaska varð upp- haf þes að leitað varð víðar til fanga um nýjar tegundir, bæði austan hafs og vestan. En Hákon leitaði ekki einungis nýrra tijátegunda. Hann tók upp samskipti við starfsbræður sina er- lendis og aðra áhugamenn um skóg- rækt og sótti fundi þeirra og þing. Stofnaði hann þar mörg vináttu- sambönd. Margir sóttu ísland heim og nutu gestrisni hans og leiðsagn- ar. Hefír íslensk skógrækt notið góðs af kynningarstarfi Hákonar og ófá em þau viðurkenningarorð, sem erlendir skógfræðingar hafa látið falla um skógræktina íslensku og framkvæmdir og framsýni Há- konar á því sviði. En Hákon skyggndist víðar um í íslenskri náttúru. Hann sá fyrstur manna möguleikann á að nota ösku- lög í jarðvegi til aldursrannsókna, hugmynd, sem dr. Sigurður Þórar- insson gerði síðar full skil. Uppblástur lands og sandfok hafði heijað á gróður landsins um aldaraðir. Munu flestir hafa litið svo á, að það væri náttúrulegt böl, sak- ir veðráttu og náttúruhamfara. Nokkur skipan var komin á sand- græðslu í landinu, en við ramman reip var að draga. Skógareyðingin og uppblásturinn var Hákoni í senn efni athugunar og áhyggju. Árið 1942 birti hann greinina Ábúð og örtröð í ársriti Skógræktarfélagsins. Sú grein markar tímamót í sögu landgræðsl- unnar, því að Hákon sýndi fram á með óyggjandi rökum að búsetan í landinu með skógareyðingu og skeíjalausri beit búfjár, ætti drýgst- an þátt í hversu komið var um eyð- ingu landsins og beinlínis' ryddu braut skaðvöldum náttúrunnar. Ekki aflaði sú skoðun honum vin- sælda í fyrstu, en smám saman skildu menn hið rétta samhengi landeyðingar og ofbeitar, svo að segja má, að þar hafi hugsjónir Hákonar enn ræst. Landvemdin er orðin eitt af dagskrármálum þjóðar- innar. Þegar vér lítum til viðhorfs þjóð- arinnar, til þessara tveggja megin- mála Hákonar, skógræktar og land- vemdar, er hann hóf störf fyrir um hálfri öld og hversu staða þeirra er nú, er ljóst að hér hefír verið lyft grettistaki, svo stóm, að ótrú- legt má þykja. Og þar á Hákon stærsta hlutinn. í öllu hans starfi fór saman fágætur áhugi, hug- kvæmni og kjarkur, ásamt ósér- plægni og traustri þekkingu. Þá má ekki gleyma hinni sérstöku lagni hans við að koma fram málum. Hákon var baráttumaður af lífi og sál, en þó hygg ég að samningslip- urð hans og lagni í málflutningi hafí orðið honum drýgst til árang- urs. Hákon var ræðumaður góður og ritfær eigi síður. Hann ritstýrði Ársriti Skógræktarfélagsins um áratugi og ritaði mikið í það. Blaða- greinar hans skipta hundmðum. Þó vom öll hans ritstörf unnin í hjáverkum frá erilsömu stjórnunar- starfi. Hann yrði býsna hár yfír- vinnureikningurinn hans Hákonar, ef öll hans vinna umfram venjuleg- an vinnutíma væri talin fram og færð til reiknings. En vinnubrögð hans vom þau, að ljúka hveiju verki sem vinna þurfti án þess að spyija um launin. Hann vann eftir boðorð- inu „að hugsa ekki í ámm en öld- um, og alheimta ei daglaun að kvöldum“. Það var gott að vera með Hákoni Bjamasyni. Dreng- skapur, tryggð og hlýja vom honum í blóð borin að ógleymdri léttri gam- ansemi, sem hvergi naut sín betur en í góðra vina hópi, þar sem hann var hrókur alls fagnaðar. Hann kunni manna best þá lífslist að dreifa óveðursskýjum með léttri gamansemi. Hákon var heimakær maður, þótt störf hans krefðust mikilla flarvista og ferðalaga. Guðrún kona hans bjó þeim fag- urt og gott heimili og var honum ómetanleg stoð og stytta í marg- þættu starfí. Hlýjan og risnan, sem mætti gestum og gangandi á heim- ili þeirra, verður þeim öllum ógleymanleg. Þar voru þau hjón samhent og samstiga. Mér verður „tregt tungu að hræra“, er ég skrifa þessi kveðjuorð og minningamar frá meira en sext- án ára samfylgd og vináttu sem aldrei bar skugga á, bijótast fram í hugann. En ríkast í minningunni er hlýjan, tryggðin og hjálpin, þeg- ar mest á reyndi. „Ræktaðu garðinn þinn“ hét bók- arkom, sem Hákon samdi um tijá- rækt. Það nafn gæti verið einkunn- arorð allra ævi hans og starfa. Hvert hans handtak var ræktun, og garður hans var stór, berangur blásins lands og skilningsskortur mikils hluta þjóðar, þurfti að koma í rækt. En það greri undan hand- tökum hans. Vöxtulegir skógarteig- ar og bláar lúpínubreiður blasa hvarvetna við. Og hugarfarið hefír líka breyst. Trúin á landið hefir styrkst og áhuginn á að græða sár- in magnast. Hákon Bjarnason er horfínn af sjónarsviði vom. Landið er tómlegra eftir. En þegar saga aldar vorrar verður skráð og að verðleikum get- ið þeirra manna, sem „hmndu vor- um hag á leið með heildar aldar taki“, stendur hann fararbroddi þeirra fylkingar og nafn hans ófrá- víkjanlega tengt þeirri gróandi, sem hæst ber og fegurst skín í þróun lands vors á líðandi öld. Fjölskyldu hans sendi ég innileg- ar samúðarkveðjur. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. í dag em kaflaskipti í lífí mínu, þegar ég kveð hinstu kveðju tengdaföður minn, Hákon Bjama- son. Það er erfítt að orða hugsanir sínar á slíkum stundum, enda fer ef til vill best á því að eiga þær út af fyrir sig. Sjálfur hefði Hákon ekki kært sig um að ég færi að bera sorgir mínar á torg. Þvi síður hefði hann viljað að ég færi að hlaða sig lofi, sem hann þó verðskuldar í ríkari mæli en aðrir menn sem ég hef kynnst. Ég vil aðeins, með þess- um fátæklegu orðum, þakka honum fyrir þær dýrmætu samvemstundir sem ég átti með honum í gleði og sorg. I dag minnist ég þó aðeins gleðistundanna sem vom margfalt fleiri. Ég sé ekki ástæðu til að fara hér mörgum orðum um mannkosti Há- konar Bjarnasonar, greind hans eða gjörvuleika. Til þess verða sjálfsagt margir aðrir. Hann var mikill gæfu- maður í sínu starfi, en þó hygg ég að í fjölskyldulífinu hafí gæfa hans risið hæst. Við sem áttum þess kost að hafa daglegt samneyti við hann vomm þó lánsömust allra, að eiga hann að. Um leið og ég þakka Hákoni fyrir samfylgdina þakka ég forsjóninni fyrir að hafa átt þess kost að njóta leiðsagnar hans, góð- vildar og umhyggju. Minningin um slíkan mann gerir lífið þess virði að lifa því. Sveinn Guðjónsson Það em 40 ár síðan ég hitti Hákon fyrst, það var þegar hann var að undirbúa fyrstu skiptiferð skógræktarfólks til Noregs. Þetta var mjög áhugavert fannst mér og sótti ég um að fá að fara, og komst ég í þessa ferð. Er heim kom spurði Hákon mig hvort ég vildi læra skóg- rækt og játti ég því. Við vomm þrír sem vomm að hugsa um að fara til Noregs til náms í skóg- rækt, en Hákon sagðist telja mikið betra að hann setti á stofn skóla fyrir okkur og kenndi skógrækt miðað við íslenskar aðstæður. Hann var ekkert að hika frekar en vant var og haustið 1950 settumst við á skólabekk hjá honum og vomm þar í 3 ár eða til 1953. í framhaldi af því sendi hann okkur til Alaska í 'k ár í fræsöfnun og ýmislegt til að Fædd 10. ágúst 1911 Dáin 21. apríl 1989 Er ég frétti um andlát tengda- móður minnar, Svanhvítar Rúts- dóttur, snemma að morgni 21. þ.m., stóð ég skelfíngu lostin og gat ekki hugsað þessa hugsun til enda. Hún sem alltaf var svo hress og létt í lund og tilbúin að rétta öðmm hjálp- arhönd. Er ég kynntist Svanhvíti fyrst fyrir sautján ámm, var mér strax tekið eins og ég væri hennar eigin dóttir, og alla tíð síðan var mér tekið með sömu hlýjunni og alltaf var jafngott að koma til hennar. Mér er þakklæti efst í huga fyrir að fá að kynnast henni og kveð hana með sorg í hjarta. Blessuð sé minning hennar. í Jesú nafni, Guðs bið, þá blasir þér Guðs faðmur við. Hann anda síns þér sendir náð, hans svölun, ljós og styrk og ráð, þá fær þú hjálp á hentri tíð og hvort eitt sigrar andarstríð. (Ól. Indriðason) Hafdís Ingvarsdóttir í dag er til moldar borin elsku amma okkar, Svanhvít Rútsdóttir. Við viljum minnast hennar í fá- einum orðum. Amma var mjög áberandi sterkur persónuleiki og var ákaflega vel liðin af öllum þeim sem til hennar þekktu. Hún var mjög hlý og notaleg og það var alltaf svo gott að tala við hana. Hún gaf mikið af sjálfri sér og var alltaf tilbúin að gera allt fyrir alla. Við munum ætíð geyma í minningu okkar allar þær ánægjulegu heim- sóknir sem við fórum í til afa og ömmu, þar sem tekið var á móti kynnast skógi. Hann hélt áfram með þennan skóla í 3 ár til viðbótar með nýja nemendur. Hann kenndi okkur sjálfur og fékk líka til aðra frábæra kennara með sér. Hákon var einstaklega góður kennari, skemmtilegur, en strangur. Allt starf Hákonar einkenndist af trú hans og umhyggju fyrir landinu sínu, sem honum þótti illa leikið. Hann lagði sig allan fram í því að bæta umhverfi sitt, hvort sem var landið sjálft eða fólkið sem var í kringum hann. Ég veit að aðrir skrifa hér um störf Hákonar en ég má til með að geta hér nokkurra atriða er koma við sögu Skógrækt- arfélags Reykjavíkur. Skógræktar- félag Islands var stofnað 1930 og var Hákon lengi framkvæmdastjóri þess. Þá fær hann land í Fossvogi fyrir uppeldisstöð, því mikil vöntun var á plöntum sem að hans mati hentuðu íslenskum aðstæðum, og til þess að ala upp plöntur af því fræi sem hann hafði bæði safnað sjálfur og fengið frá starfsbræðrum sínum víðsvegar um heim. Þegar Skógræktarfélagi íslands var 1946 deilt upp í héraðsskóg- ræktarfélög og Skógræktarfélag Reykjavíkur er stofnað fær það uppeldisstöðina í Fossvogi í vöggu- gjöf og þar hefur aðsetur Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur verið æ síðan. Hákon á hugmyndina að friðun Heiðmerkur og gekkst fyrstur manna fyrir því að safna girðingar- efni til að girða hana. Hákon bar hag Skógræktarfélagsins mjög fyr- ir bijósti og studdi alltaf mjög vel við bakið á stjórn félagsins. Þess mun félagið ávallt minnast og standa í þakkarskuld við Hákon fyrir. Fræin og græðlingarnir er hann sótti sjálfur og gróðursetti með eig- in hendi og fékk aðra með sér til, hingað og þangað um landið, eiga eftir að vísa okkur veginn og kenna okkur betur að þekkja og meta umhverfi okkar. Hákonar mun verða minnst sem frumheijans í íslenskri skógrækt. Eitt meðal ann- ars var sérstakt við Hákon, það okkur með hlýju, sögum og kökum. Nú er hún horfin til betri heima og líður vel. Tilhugsunin um það hjálp- ar að yfirstíga sorgina. Fari hún í friði og guð blessi hana. Martha, Svenni og Bryndís Þann 21. apríl síðastliðinn lést á heimili sínu elskuleg amma okkar, Svanhvít Rútsdóttir. Hún var fædd í Varmahlíð undir Eyjafjöllum þann 10. ágúst 1911 en foreldrar hennar voru Sigríður Jóhannsdóttir og Rút- ur Þorsteinsson. Árið 1931 giftist amma eftirlif- andi manni sínum, Bjarna Lofts- syni. Þau eignuðust níu börn og af þeim eru átta á lífi. Afi og amma bjuggu að Hörgslandi á Síðu um þijátíu ára skeið. Árið 1960 brugðu þau búi og fluttu til Reykjavíkur. Þar bjuggu þau í Stóragerði 10 en þaðan eigum við flestar minning- amar um ömmu. Mörg voru sporin yfír í Stóragerðið til þeirra og oft var þá glatt á hjalla, þegar setið var yfír spilum eða spjallað saman, því amma var félagslynd kona og hafði gaman af því að velta fyrir sér málum líðandi stundar. Einnig lagði hún sig fram við að fræða okkur systkinin um það hvemig lífíð gekk fyrir sig þegar hún var ung. Alltaf þegar við komum í heimsókn var það eitt af hennar fyrstu verk- um að fara inn í búr og sækja þang- að hinar ýmsu kræsingar handa okkur. Ömmu var mikið í mun að efla vináttutengslin innan fjölskyldunn- ar. Þar er okkur efst í huga jólaboð- in, sem hún og afi héldu árlega með mikilli reisn, á heimili sínu. Ógleymanlegar eru okkur og for- eldmm okkar þær stundir er við vom persónutöfrar hans. Hann átti vini alls staðar, vini sem bám gæfu til að meta gáfur hans og sinntu þeim. Hákon sagði skoðanir sínar tæpitungulaust, hann var maður þeirrar gerðar að segja það sem hann meinti og taka á sig ábyrgð gjörða sinna, þess vegna er það honum að þakka að skógrækt á íslandi er komin svo langt sem hún' er í dag. Ég vil þakka Hákoni allan þann góðvilja og föðurlegu umhyggju er hann sýndi mér og fjölskyldu minni alla tíð. Góðar minningar eigum við hjón- in frá samvistum okkar með Há- koni og Guðrúnu. Guðrún stóð allt- af eins og klettur við hlið manns síns, bæði á heimili þeirra sem var ætíð opið vinum, svo og á ferðalög- um og fundum, þess ber að minn- ast með þakklæti. Við Dísa sendum Guðrúnu og ijölskyldunni einlægar samúðarkveðjur. Hafí minn kæri vinur þökk fyrir kynnin. Vilhjálmur Sigtryggsson Nú hefur eldhuginn og vormað- urinn Hákon vinur minn Bjamason kvatt þennan heim, og er nú ömgg- lega byijaður að skipuleggja vor- verkin í öðrum og betri heimi, laus við allar þjáningar. Það eru sjálf- sagt til óræktarmelar og örfoka land hinum megin og skógfræðing- urinn byijaður að planta og und- irbúa nýja gróðurvin. Hákon Bjamason var höfðingi, hafði sér- stakt viðmót og fáa menn hef ég þekkt sem áttu fallegra bros. Hann var hamingjumaður í lífí og starfí, átti yndislega konu sem hann tilbað og hjónaband þeirra var einstakt. Hann átti líka góð og elskuleg böm. Guð geymi vin minn Hákon Bjarnason og hafi hann þökk fyrir allt og allt. . Hans góðu konu Guðrúnu og börnunum hans öllum sem og tengda- og barnabömum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Þórhalla Sveinsdóttir áttum saman um áramótin. Því að amma flutti alltaf með sér birtu og kærleika hvar sem hún var. Það kom þó ekki í veg fyrir það, að sleg- ið væri á létta strengi í návist ömmu, því jafnan var stutt í brosið hjá henni. Síðasta gamlárskvöld var sest að spilum strax eftir matinn og spiluðum við víst fram eftir kvöldi. Allir skemmtu sér konung- lega, ekki síður þau okkar sem töp- uðum. Nú fínnst okkur við hafa tapað ömmu, eftir lifir þó minning- in um góða konu, sem alltaf bar hag afkomenda sinna fyrir bijósti. I júnímánuði á síðasta ári fluttu afi og amma til Lofts sonar síns og Gyðu Þórólfsdóttur konu hans, að Starrahólum 1 hér í borg. Þar áttu þau góða en þvi miður of fáa daga. Nú er amma horfín yfir móðuna miklu. Söknuður okkar er mikill. Elsku afí, okkur fínnst við hafa misst mikið en missir þinn er þó sárastur. Þvi biðjum við guð að styrkja þig. Blessuð sé minning ömmu okkar sem við kveðjum nú með söknuði. Svandís, Anna, Siggi og Ragnhildur. Svanhvít Rúts- dóttir - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.