Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 10
10 MbRbÚNBLÁÐÍÐ: 'FÖSTtÍDAGlÍR128 APRÍL 1989 Geir H. Haarde um húsbréfafrumvarpið: Frumvarpinu var breytt án nokkurs samráðs Sjálfstæðismenn hafa ekki skipt um skoðun „FLESTIR þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þó ekki allir, eru í grundvallaratriðum fylgjandi þvi að upp verði tekið húsbréfa- kerfi í einhverri mynd,“ segir Geir H. Haarde annar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í félagsmálanefhd neðri deildar Alþingis. „Við teijum hins vegar að varðandi það frumvarp sem nú er til meðferðar í þinginu, hafi vaknað ýmsar veigamiklar spurningar sem koma frá aðilum í þjóðfélaginu sem mark er takandi á. Við teljum þess vegna skynsamlegt, ekki síst í þeim tilgangi að ná betri sátt um málið í þjóðfélaginu, að fresta þessu frumvarpi til haustsins, leita svara við þeim spurningum sem fram hafa komið og afgreiða það síðan í haust.“ Morgunblaðið ræddi við Geir í tilefhi af deilum um svonefnt húsbréfafrumvarp félagsmálaráð- herra, Jóhönnu Sigurðardóttur. Geir er spurður um afstöðu hans og annarra þingmanna Sjálfstæðisflokksins til þessa frumvarps og til húsnæðismála almennt. „Það er sagt að við höfum skipt um skoðun í þessu máli og okkur er núið því um nasir,“ segir Geir. „Það er vitaskuld rangt. Sjálf- stæðisflokkurinn átti aðild að milliþinganefnd sem lauk störfum í haust. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins skrifaði undir nefndarálitið með fyrirvara og benti á ýmis atriði sem þyrfti að athuga betur. Meðal annars var bent á að það vantaði heildarstefnu í húsnæðis- lánakerfinu og eftir henni er enn- þá lýst. Það var bent á óvissu í sambandi við útreikning vaxta- bóta og gerður fyrirvari við þær greinar frumvarpsins sem snúa ekki að húsbréfum, heldur öðrum atriðum. Þannig mætti telja áfram. Síðan er þessu frumvarpi breytt í meðförum félagsmálaráð- herra áður en það er lagt fyrir þingið. Það er býsna undarleg kenning að þingflokkamir eða einstakir þingmenn séu bundnir af áliti sem fulltrúi þeirra gerir í fyrsta lagi fyrirvara við og sem í öðru lagi er breytt áður en það er lagt fyrir Alþingi, án nokkurs einasta samráðs við okkur sjálf- stæðismenn. Sannleikurinn er sá að það hefur ekki verið rætt við okkur um þetta frumvarp, hvorki áður en það var lagt fyrir þingið, né eftir að það kom til meðferðar á Alþingi, um nokkrar einustu breytingar eða annað. Við erum auðvitað algjörlega óskuldbundnir af þessu frumvarpi. Það virðist vera svo, að ráð- herrann hafi bara gengið út frá því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði enga sjálfstæða skoðun í þessu máli.“ Blekkingar ráðherra Geir segir félagsmálaráðherra hafa haldið uppi fáránlegum blekkingum í málflutningi sínum. „Hún hefur sagt í ríkissjónvarp- inu, í fréttum, að það kosti þjóð- félagið fimm til sex hundruð millj- ónir á mánuði að viðhalda núver- andi húsnæðislánakerfi. Hún seg- ir að þjóðfélagið hafí ekki efni á að bíða, vegna þess að það geti kostað fímm til sex milljarða, ef þessu kerfí verður frestað um nokkra mánuði. Þetta er slík Ijar- stæða og blekking, að engu tali tekur. Auðvitað eru þeir fjármun- ir sem lánaðir eru út í núverandi kerfí ekki kostnaður fyrir þjóð- félagið. Kostnaðurinn felst í nið- urgreiðslunni, sem er ekki nema brot af þessum upphæðum. Ef ráðherrann óttast það að binda ráðstöfunarfé húsnæðislánakerf- isins langt fram í tímann, þá má auðvitað hætta að veita þessi láns- loforð. Það var gert í mars 1987, þannig að ráðherrann hefur það í hendi sér að hætta þessum lán- veitingum." Tillögur í frumvarpinu um breytingar á núverandi lánakerfí segir Geir vera mjög varhugaverð- ar. „Þær ganga allar út á að þrengja rétt ákveðins hóps manna og útiloka það fólk algjörlega þannig að það fengi hvorki lán í sínum lífeyrissjóði né í húsnæðis- lánakerfínu. Þetta er auðvitað mjög varhugaverð stefna. Ég tel að málflutningur af þessu tagi rýri mjög þann málstað sem verið er að tala um, vegna þess að ég tel að húsbréfakerfi, öflugri verðbréfamarkaður í tengslum við húsbréf vegna fast- eignaviðskipta, sé af hinu góða fyrir okkur íslendinga. Við bætist að ráðherra heldur því fram, að samþykkt þessa frumvarps núna muni bjarga ijölda fólks í mikilli neyð í húsnæðismálum. Þetta er auðvitað algjör misskilningur því að húsbréfakerfið mun fyrst og fremst hjálpa þeim sem hafa efni. á því að borga fulla vexti og mun spara þeim biðtímann. Það er auðvitað mjög gott í sjálfu sér. Þess vegna meðal annars er hús- bréfakerfíð álitlegt. Það er hins vegar rangt að halda þvi fram að þetta sé sérstök úrlausn fyrir þá sem búa við mjög erfiðar aðstæð- ur í húsnæðismálum, líka vegna þess að það er yfirlýst að með þessu kerfí verði vextirnir í núver- andi húsnæðislánakerfi hækkaðir til samræmis. Þá verður vaxtanið- urgreiðslan ekki lengur fyrir hendi, en í staðinn eiga að koma vaxtabætur. Það held ég hins vegar að sé nauðsynleg aðgerð og óhjákvæmileg fyrr eða síðar, en það á ekki að vera að blekkja fólk með því að segja að slík ráð- stöfun sé til að hjálpa þeim sem búa við sérstaka neyð í húsnæðis- málum.“ Geir minnir á að fulltrúi Sjálf- stæðisflokks i milliþinganefndinni Geir H. Haarde setti fyrirvara við útreikning vaxtabóta, sem taka á upp sam- hliða húsbréfakerfi í stað vaxta- niðurgreiðslunnar. Útfærsla þeirra er umdeilt atriði. „Mér finnst sjálfsagt að fá þetta á hreint, hvernig nákvæmlega þetta dæmi kemur út fyrir hina ýmsu þjóðfélagshópa. Þar fyrir utan eru ágallar eins og þeir að í vaxta- bótakerfinu eiga að vera skerðing- armörk miðað við bæði tekjur og eignir. Hins vegar geta menn átt ótakmarkaðar eignir í húsbréfum en samt fengið vaxtabætur, vegna þess að gert er ráð fyrir að hús- bréfin séu ekki partur af eignar- skattsstofni frekar en spariskír- teini ríkissjóðs." Svarað í skætingi Geir segir undirbúningi málsins um margt ábótavant, til dæmis hafi Seðlabanki íslands aldrei ver- ið beðinn um álit eða greinargerð um það hver áhrif yrðu af kerfinu fyrir peningamarkaðinn. „Mér finnst það vera nokkurt grund- vallaratriði, að sú stofnun sem hefur'á hendi stjóm peningamála og væntanlegur viðskiptavaki á þessum markaði, geri slíka úttekt og greini málið til fullnustu. Þar verði leitað svara við spumingum sem fram hafa komið, til dæmis í athugasemdum frá stjómar- mönnum í Húsnæðisstofnun, frá Alþýðusambandi íslands og ýms- um öðmm. Fimmmenningarnir í stjórn Húsnæðisstofnunar skiluðu ítarlegu skjali. Nú vil ég ekki gera það álit að mínu, en mér fínnst að þessir aðilar eigi rétt á öðm og meira svari frá félags- málaráðherra í þessu máli en skætingi. Menn sem leggja fram þetta álit eiga rétt á því að þeim sé svarað lið fyrir lið og gerð grein fyrir því að hvaða leyti athuga- semdir þeirra eigi ekki við rök að styðjast. Nú er farið að tala um að fresta gildistöku fmmvarpsins, að því er fregnir herma,“ segir Geir um nýjustu atburði. „Það heyrast ýmsar dagsetningar í því sam- bandi. Það er ekki nokkur vafí á því að það er hægt að standa þannig að málum, að efnisleg frestun í raun og vem verði mjög lítil þó svo að málinu verði skotið til ríkisstjómarinnar til haustsins og það kannað betur.“ Fmmvarpið hefur breyst í með- fömm þingsins, til dæmis kaup- skylda lífeyrissjóðanna, hvað hef- ur það að segja? „Já, það er það sem ég var að benda á, þessu var breytt eftir að við sáum það síðast, án sam- ráðs. í reynd em lífeyrissjóðimir skyldaðir til að kaupa fyrir 55% af ráðstöfunarfé sínu. Eg tel að mikilvægt skilyrði fyrir því að húsbréfakerfið geti gengið sé, að slakað verði á klónni í alvöru gagnvart lífeyrissjóðunum þannig að þeir hafí svigrúm til að kaupa húsbréf og geti orðið stærstu kaupendur þeirra. í frumvarpinu í upphaflegri gerð þess var gert ráð fyrir vemlegri slökun á þess- ari kaupskyldu, sem hafði verið mikill þymir í augum margra. Við sáum ekki fyrr en fmmvarpið var lagt fram, að þessu hafði verið breytt.“ Pólitískt uppboð „Málið virðist núna komið á pólitískt uppboð, sem kemur hús- bréfakerfínu ekkert við. Hótanir ráðherra koma því heldur ekkert við og em okkur sjálfstæðismönn- um óviðkomandi. Við höfum verið fylgjandi hugmyndinni um hús- bréfakerfi og ég hef sjálfur verið talsmaður hennar innan Sjálf- stæðisflokksins, í þingflokknum og annars staðar. Eg er viss um að húsbréf eiga framtíð fyrir sér hérlendis, en ég legg auðvitað við hlustir þegar menn sem ég tek mark á koma með athugasemdir og ábendingar sem mér fínnst ekki vera komin fullnægjandi svör við. Og þegar málið er þannig í pottinn búið, að frestun breytir í raun engu, þá fínnst mér sjálfsagt að skoða málið betur.“ Sigríður Ásgeirsdóttir við eitt verka sinna. Morgunbiaðið/Júiíus Norræna húsið: Sýningu Sigríðar að ljúka Kaupfélag Fáskrúðsfjarðar: Hagnaður var 604 þúsund í fyrra Aðalfiindur Kaupfélags FáskrúðsQarðar var haldinn í Félags- heimilinu Skrúð laugardaginn 15. apríl kl. 14.00. SÝNINGU Sigríðar Ásgeirsdótt- ur í Norræna húsinu, sem staðið hefúr yfir frá 15. apríl, lýkur að kvöldi 1. mai klukkan 19. Á morgun, laugardag, klukkan 16, verður flutt lifandi tónlist í sýn- ingarsalnum. Á sýningunni eru 23 verk, sem öll eru unnin í gler, bæði lágmynd- ir og steint gler. Sigríður stundaði nám við Edinburgh College of Art 1979-1984 og í Þýskalandi 1984. Þetta er þriðja einkasýning hennar og hin fyrsta í Reykjavík, en hún hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Steint gler eftir Sigríði er að fínna m.a. í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, kapellu Kvennafangelsisins í Comton Vale í Stirling í Skotlandi, Iðnaðarbanka ísland við Lækjargötu og kapellu sjúkrahússins á ísafírði. Sýningin er opin frá klukkan 12-19 virka daga og frá klukkan 14-19 um helgar. Hagnaður af rekstri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga árið 1988 var kr. 604 þús., en tap af rekstri dótturfyrirtækis þess Hraðfrysti- húss Fáskrúðsfjarðar hf. kr. 36 millj. Fjármunamyndun Hrað- frystihússins er þó jákvæð um 25 milljónir. Erfiðasti þáttur rekstrarins á síðasta ári var rekstur frystingar- innar en hún var rekin með tapi að fjárhæð kr. 29 milljónir. Hagn- aður var hins vegar á saltfiskverkr- un, kr. 3,7 milljónir. Það bættist svo við erfiðan rek.stur að annar togari fyrirtækis- ins, bv. Ljósafell, var frá veiðum í 7 mánuði á síðasta ári vegna breytinga í Póllandi. Bv. Ljósafell hefur nú hafíð veiðar en það kom aftur til landsins þann 17. mars sl. Fyrirtækið hefur þá lokið við endumýjun á báðum togurum sínum, en fyrri togarinn, Hoffell bv. kom endurbyggður til Fá- skrúðsfjarðar í júlí 1987. í árslok 1987 var eiginfjárhlut- fall Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarð- ar hf. 45,8%, en er komið í 32,2% eftir rekstur síðasta árs. Fjármagnskostnaður beggja fé- laganna varð kr. 82 milljónir, en var árið 1987 aðeins 27 milljónir. Heildarfjárfesting félaganna árið 1988 nam kr. 117 milljónum og munar þar mest um endurbygg- ingu bv. Ljósafells. Kaupfélag Fáskrúðsfírðinga og dótturfyrirtæki þess greiddu tæp- lega 200 milljónir í vinnulaun til 414 starfsmanna. Samanlögð heildarvelta árið 1988 varð kr. 668 milljónir. Úr stjóm átti að ganga Bjöm Þorsteinsson, sem verið hefur for- maður félagsins undanfarin ár, en hann var endurkjörinn með öllum greiddum atkvæðum. Varamaður í stjóm var endur- kjörinn Lars Gunnarsson. Kaupfélagsstjóri er Gísli Jónat- ansson. Neil B. Rolnick Tónleikar Musica Nova MUSICA Nova heldur tónleika á Hótel Borg laugardaginn 29. apríl kl. 16.00. Á efnisskránni eru verk eftir bandaríska tónskáldið Neil B. Rolnick sem hann hefur samið fyrir rafhþ'óðfæri og flytur hann þau með aðstoð tölvu. Á tónleikun- um kemur einnig fram Andrea Gylfadóttir sem syngur eitt verka Rolnicks. Neil B. Rolnick fæddist árið 1947 í Texas í Bandaríkjunum. Hann stundaði m.a. tónsmíðanám hjá Dar- ius Milhaud og John Adams og síðar Tölvutónsmíðar við Stanford- háskóla. Andrea Gylfadóttir fæddist 1962. Hún lauk burtfararprófí frá Söng- skólanum í Reykjavík vorið 1987. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.