Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖST|LiPAGljP; ?8, iAPRÍL; 1989 11 Lúðrasveit Stykkishólms verður meðal þeirra Qölmörgu lúðrasveita sem mæta á landsmót lúðra- sveita á Seltjamarnesi helgina 28.—30. april. Landsmót skólalúðrasveita Landsmót Sambands íslenskra skólalúðrasveita, SÍSL, verður haldið dagana 28.—30. apríl á Seltjarnarnesi. Tuttugu ár eru lið- in firá því að fyrst var haldið vormót skólalúðrasveita og þá ein- mitt á Seltjamaraesi. Landsmótin eins og þau heita nú em hald- in til skiptis í kaupstöðum landsins annað hvert ár. Seltimingar taka nú á móti 30 sveitum sem telja um 700—750 þátttakendur. Þetta mun því vera fjölmennasta landsmót sem SÍSL hefur haldið. Nokkrar nýjungar hafa verið teknar upp að þessu sinni s.s. að nú er sett upp „Lands- lið SÍSL“, þ.e. úrvalsnemendur af öllu landinu, samtals 68 manna hljómsveit. I öðru lagi er nú sett upp hljóðfæra- og nótnasýning þar sem blásaramir og hljómsveit- arstjórar geta kynnt sér verð og gæði. í þriðja lagi em tónleikam- ir, sem jafnan era hápunktur landsmótanna, nú tvískiptir, þ.e. fyrir yngri og eldri deildir. Tónleikamir verða haldnir í íþróttahúsinu á Seltjamamesi 29. apríl, þeir fyrri kl. 13.40 og hinir síðari kl. 17. Tónlistarskólinn á Seltjamar- nesi og foreldrafélag skólalúðra- sveitar Seltjamamess hafa séð um undirbúning fyrir mótið. Móts- slit verða á Eiðistorgi sunnudag- inn 30. apríl kl. 14. (Fréttatilkynning) Margrétar og Sigurð- ar frá Hrísdal miniist Borg- í Miklaholtshreppi Við guðsþjónustu sem firam fór í kirkjunni á Fáskrúðar- bakka sunnudaginn fyrsta i sumri var minnst hjónanna frá Hrísdal, Margrétar Oddnýjar Hjörleifsdóttur, f. 26.9.1899, og Sigurðar Kristjánssonar, f. 5.10.1888. Á síðasta ári voru liðin 100 ár frá því að Sigurður fæddist, en á þessu ári verða 90 ár frá því að Margrét fæddist. Þá eru ennfremur 70 ár frá giftingardegi þeirra, sem var 3. mars síðastliðinn. Þau Sigurður og Margrét bjuggu lengst af í Hrísdal í Mikla- holtshreppi. Þeim varð tíu bama auðið. Eitt þeirra er dáið, Kristján Erlendur, sem var bóndi í Hrísdal. Átta böm þeirra vora mætt við þessa guðsþjónustu. Kristjana, húsfrú í Hlíðarholti í Staðarsveit, flutti minningarorð um foreldra sína og færði jafn- framt kirkjunni á Fáskrúðarbakka forkunnarfagra „stólu“ til minn- ingar um foreldra þeirra. Stóla þessi er ofin af Sigríði Jóhannsdóttur veflistarkonu. Er- lendur Halldórsson formaður sóknamefndar þakkaði gjöfína fyrir hönd safnaðar. Eftir kirlquat- höfnina var öllum kirkjugestum boðið til kaffidrykkju í félags- heimili sveitarinnar á Breiðabliki. Við sem höfum haft kynni af þess- um sæmdarhjónum minnumst þeirra með virðingu og þökk. Páll Fuglaverndarfélagið: Hugað að farfiiglum Fuglaveradarfélagið efiiir til fúglaskoðunarferðar sunnudag- inn 30. apríl nk. Áætlað er að aka um Þrengsli og siðan um Ölfusið, en þar má búast við gæsahópum á túnum. Farið verður að Stokkseyri og Eyr- arbakka, en í fjöram og á (jörnum á svæðinu má búast við aragrúa farfugla. Ekki er útilokað að leið- angursmenn sjái fyrstu kríumar koma til landsins. Að endingu verð- ur annað hvort farið að Sogninu og hugað að öndum á ánni, en þar era m.a. vetrarstöður húsanda og hvinanda, eða í Selvoginn og að Hlíðarvatni, sem einnig er mikill andastaður. Ræðst það af aðstæð- um, hvor kosturinn verður valinn. Lagt verður upp frá Umferðar- miðstöðinni að vestanverðu kl. 10.00. Frítt er fyrir böm í fylgd fullorðinna. Reyndir og staðkunn- ugir fuglaskoðarar sjá um leiðsögn og fararstjóm. (Fréttatilkynning) Stjórain, f.v. Guðbjörg Björgvins, Edda Scheving og Ingibjörg Björas- dóttir. A Islenskir þátttakend- ur á Degi dansins Alþjóðlegur dagur dansins á vegum Alþjóða Leikhúsmálastofiiunannn- ar verður haldinn á íslandi á laugardaginn, 29. apríl. Félag íslenskra listdansara er nú þátttakandi í degi dansins í fyrsta sinn, en um 70 dansarar allt frá 5 ára aldri hafa æfit ýmis verk í vetur með þennan dag í huga. Islenski dansflokkurinn mun sýna á Kjarvalsstöðum klukkan 16.00 og nemendur í Listdansskóla Þjóðleik- hússins verða með stutt sýnishom úr balletttíma í Kringlunni klukkan 11.30 og 12.30. Á Eiðistorgi verður danssýning klukkan 14.15 með þátt- töku nemenda frá Ballettskóla Eddu Scheving, Ballettskóla Guðbjargar Björgvins, Ballettskóla Sigríðar Ár- mann og Listdansskóla Þjóðleik- hússins. „Við erum að reyna að koma til fólksins með því að hafa þessar sýn- ingar í verslunarmiðstöðum, sögðu þær Edda Scheving og Ingibjörg Bjömsdóttir í stjórn Félags íslenskra listdansara í samtali við Morgun- blaðið. Þær sögðu enn fremur, að þær vildu getað haft sýningarnar utanhúss, en ekki væri stólandi á veðrið um þessar mundir fremur en endranær. Um hlutabréf í Meleyn Vegna mistaka við vinnslu fréttar í blaðinu í gær um hlutabréfa- kaup í Meleyri hf. á Hvammstanga birtist hér fyrri hluti fréttarinn- ar afitur. „Meleyri hf. á Hvammstanga, sem gerir út tvö frystiskip og rekur rækju- og fiskverkun, hefur aukið hlutafé sitt um helming. Stjóm félagsins hefur að undan- fömu leitað ýmissa leiða til að bæta stöðuna, sem hefur verið mjög erfíð. Horfur voru á að félagið yrði að selja annan eða jafnvel báða báta sína, en það á mb. Sigurð Pálmason og mb. Glað, sem báðir eru rækjuveiðiskip með frystibún- aði. Hin nýju hlutabréf hafa verið seld RækjuverksmicSjunni hf. í Hnífsdal, sem á skipin mb. Jöfur og mb. Sigga Sveins, og Hafex hf. í Reykjavík, sem er útflutnings- fyrirtæki með sjávarafurðir.“ Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.