Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989 Skoðunarferðir NVSV um Kollaflörð og SkerjaQörð Náttúruvemdarfélag Suðvest- urlands heldur áfram að kynna vorkomuna í og á sjónum um helgina. Skoðunarferðir á laugardag og sunnudag verða sem hér segir: Kl. 10.00 verður siglt víðsvegar um Kollafjörðinn og sérstaklega hugað að lífríkinu í sjónum á sundunum og við eyjamar. Sjóferðin tekur um tvær klukkustundir. Kl. 13.30 verður farin hin gamla siglingaleið, Engeyjarsund og út fyrir Gróttu, síðan er haldið fyrir Suðumes á Seltjamamesi og inn um allan Skeijaflörð. Þetta verður náttúruskoðunar- og söguferð. Sigl- ingin tekur um tvær klukkustundir. Kl. 16.00 verður farin klukku- tíma sigling um Viðeyjarsund og norður fyrir Viðey og Engey og inn Engeyjarsund. Suðureyri: Sigurvon aftur á veiðar SuðureyrL SIGURVON ÍS 500 er nú komin til Súgandafjarðar eftir rúmlega eins árs Qarveru £rá veiðum. Skipið hefur verið í vélarskiptum og klössun á ísafírði. Nýja vélin, sem er 950 hestöfl af Cummings-gerð, hefur reynst mjög vel. Verið er að undirbúa Sigurvon fyrir línuveiðar og mun hún vænt- anlega róa út maímánuð en þá fer skipið á dragnótaveiðar. Skipstjóri á Sigurvon er Guðni Einarsson. - R. Schmidt Farið verður í allar ferðimar báða dagana með farþegabátnum Hafrúnu frá Grófarbryggju neðan við Hafnarhúsið. Skoðunarferð út í Þemey Félagið stendur í kvöld kl. 19.00 fyrir skoðunarferð út í Þemey á Kollafírði með farþegabátnum Hafrúnu. Björgunarsveitin Ingólfur sér um flutning á fólki á milli Haf- rúnar og lands. Við Þemeyjarsund voru haldnar kaupstefnur á fyrri tíð og þar þótti gott skipalægi. Á tíma átti Þemey hjáleigur í Álfsnesi og einnig Sveig- smýrar að hluta. Selstöðu átti jörð- in í Stardal. í Þemey var búið fram yfír 1930. Guðvarður Sigurðsson umsjónar- maður æðarvarps á eyjunni verður með í för og segir frá samskiptum sínum við æðarfuglinn og önnur dýr á eyjunni. Áætlað er að koma til baka um kl. 22.00. (Fréttatilkynning) Hvítasunnan: Kyrrðardagar í Skálholti EFNT verður til kyrrðardaga á vegum Skálholtsskóla um hvíta- sunnu, 12.-15. maí. Leiðbeinend- ur verða Dr. Hjalti Hugason og sr. Sigurður Arni Þórðarson, rektor. Helgihald og hugleiðing- ar verða miðaðar við boðskap hvítasunnu. í frétt frá Skálholtsskóla segir, að kyrrðardagar séu nokkrir dagar, sem varið er til qalfsprófunar og andlegrar uppbyggingar. Dagskrá- in einkennist af íhugun og bæn. Messa að morgni dags og hefð- buncfin tíðagjörð myndi stofn dag- skrár' og gefín séu tækifæri til sam- tala fyrir þá, sem þess óski. Mikill hluti tímans sé hins vegar fijáls og er mælt með lestri, útivist og hvíld. Þá segir, að það sem einkum ein- kenni kyrrðardagana sé þögnin. Skömmu eftir að þátttakendur komi í Skálholt og hafí kynnst lítið eitt, haldi þögn innreið og hún sé ekki rofín fyrr en að skilnaðarstund sé komið. Undanskilin sé þó tilbeiðsla, sem felist í helgihaldi. Fjöldi þátttakenda á kyrrðardög- um er takmarkaður, en allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Skráning fer fram á biskupsstofu. Kennaraverkfallið: Stúdents- efiii álykta um útskriftir Stúdentsefíii Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund hafa fiindað og samþykkt nær einróma ályktun vegna yfír- standandi kennaraverkfalls. Ályktun stúdentsefna MR og MS er þessi: Útskrift skal fara fram eigi seinna en 1. júní í MR og eigi seinna en 26. mai hjá MS. Minnst einn dagur skuli líða á milli prófa og ekki verði prófað um helgar. Próf í veigaminnstu greinunum verði felld niður ef ekki reynist unnt að koma þeim fyrir. Nemendur skuli útskrifaðir sem fullgildir stúd- entar. Sigríður Ýr Jensdóttir, formaður 4.bekkjarráðs MS, sagði í samtali við Morgunblaðið að ályktunin hefði verið afhent Svavari Gestssyni menntamálaráðherra. Jón Gunnarsson listmálari Morgunblaðið/Þorkell Jón Gunnarsson, listmálari: Sjómennskan blundar í mér I Hafiiarborg í Hafiiarfírði stendur nú yfír sýning á verkum Jóns Gunnarssonar listmálara og eru 74 myndir á sýningunni; 36 oliumálverk og 38 vatnslitamyndir. Jón stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanum frá 1947 til 1949, en hélt sína fyrstu einkasýn- ingu ekki fyrr en árið 1961. Síðan hefur hann haldið fiölda sýn- inga, meðal annars í Bogasal Þjóðminjasafhsins, á Kjarvalsstöðum og í Norræna húsinu. Auk þess hefiir hann haldið sýningar á (jöl- mörgum stöðum um land allt. Myndefni Jóns er fjölbreytt; vatnslitamyndimar eru flestar landslagsmyndir, aðallega frá Reykjanesskaganum, eða svæðun- um kringum Hafnarfjörð. Olíumál- verkin eru flest tengd sjónum; átök lands og sjávar, hvemig sjórinn eyðir smátt og smátt því sem næst honum liggur, en einnig myndir af sjómönnum við vinnu sína, og má kannski segja að þær síðast- töldu séu ríkjandi á sýningunni. En hvers vegna? „Ég er gamall sjómaður,“ segir Jón. „Fyrir utan þessi tvö ár í myndlistaskólanum var ég að mestu leyti á sjó frá 17 til 27 ára aldurs. Og minningamar frá sjón- um sækja alltaf á mann. Mig lang- ar oft aftur á sjóinn og ég hef stundum gert það í gegnum tíðina, til að sækja mér efni, eins og mað- ur segir. Það er svo skrýtið að sjómennsk- an blundar alltaf í þeim sem hefur einu sinni vanist því að vinna á sjónum. Það er erfitt að útskýra hversvegna. Hafið stórt og mikil- fenglegt og hefur mikil áhrif á mann og á sjónum er alltaf mikið að gerast. Á gömlu skipunum þýddi sjómennska mikla návist við hafíð. Maður var ekki eins innilokaður og nú tíðkast á skuttogurunum. Að sumu leyti held ég að megi líka líkja sjómennsku við hermennsku. Vinnan er ögrandi og þroskandi. Enda var talað um það fyrir nokkr- um árum að setja unga stráka til sjós; það ætti að vera þegnskyldu- vinna í staðinn fyrir hermennsku." Þú ert kominn í land í vatnslita- myndunum og segir að mikið af myndefninu sé frá Hafnarfjarðar- hrauni og Suðurnesjum. Er þetta ekki landslag sem hefur almennt fengið þá einkunn að vera ljótt? „Nei, það samþykki ég aldrei. Við Hafnfírðingar erum dálítið mikið fyrir hraunið, einhverra hluta vegna. Vissulega er þessum hluta landsins oft líkt við eyðimörk. En hún getur haft sinn sjarma líka. Sumir staðir grípa mann bara meir en aðrir og þetta hijóstruga lands- lag á sterk ítök í mér, sérstaklega Seltanginn milli Krýsuvíkur og Grindavíkur. Sá staður heillar mig meir en aðrir.“ „HflPPY HOUR án aðgangseyris til miðnættis Verum glöð í Kristi. Opiðtil kl. 03.00. Skúlagötu 30. BORGARKRAIN í y BORGARINNAR á hverju kvöldi SHUSIÐ 'ce<ic£ce A Kveðjudansleikur Okkar frábæra hljómsveit í gegnum tíðina kveður nú Danshúsið í kvöld með stórdansleik, sem engum verður líkur. Og ekki má gleyma hinni óviðjafnanlegu söngkonu Onnu Vilhjálms, sem syngur einnig með þeim í síðasta sinn í kvöld. Húsið opnað kl. 22.00. Rúllugjald kr. 700,- Snyrtilegur klæðnaður áskilinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.